Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 11
Dounreay Islendingar ítreka mótmæli Jón Sigurðsson kallaði sendiherra Breta inn á teppið ogítrekaði mótmœli íslendinga vegna endurvinnslustöðvar á kjarnaúrgangi í Dounreay. Forsœtisráðherra berfram harðorð mótmœli við Margaret Thatcher Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra fór fram á það við bresku stjórnina í gær að hún endurskoðaði ákvörðun sína um að reisa endurvinnslustöð fyrir , kjarnorkuúrgang í Dounrey á Skotlandi. Jón Sigurðsson sem gegnir starfi utanríkisráðherra í fjarveru Jóns Baldvins Hannibalssonar kallaði sendiherra Bretlands á sinn fund í gær til þess að ítreka mótmæli íslendinga við endur- vinnslustöðinni. „Ég lýsti yfir áhyggjum íslend- inga vegna þessara frétta, að bresk yfirvöld hefðu ákveðið að heimila byggingu endurvinnslu- stöðvar í Dounreay í Skotlandi og ég vísaði til okkar fyrri mótmæla, en Alþingi íslendinga samþykkti ályktun 8. febrúar 1988 þar sem þeirri skoðun var lýst að ákvörð- un um byggingu slíkrar stöðvar gengi þvert á umhverfisverndar- stefnu. Þessum mótmælum var komið á framfæri við breska utanríkisráðuneytið í maí 1988. Þar var m.a. bent á það að hættan væri ekki bara fólgin í stöðinni sjálfri heldur einnig í flutningum á virkum kjarnorkuúrgangi til stöðvarinnar og að fiskimiðum gæti stafað hætta af stöðinni. Ég benti að sjálfsögðu á það að þessi ákvörðun gengi þvert á þá umhverfisverndarstefnu sem breska ríkisstjórnin hefði lýst á alþjóðavettvangi að undanförnu, ekki síst forsætisráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, en hún hefur flutt margar ræður að undan- förnu um nauðsyn alþjóðasam- starfs á vettvangi umhverfis- mála." Það var á miðvikudag að Skot- landsmálaráðherra bresku ríkis-' stjórnarinnar heimilaði að endur- vinnslustöðin yrði reist, en öll Norðurlöndin hafa mótmælt þessum áformum auk þess sem ýmsir alþjóðasáttmálar einsog Parísar sáttmálinn um mengun í hafi, sem Bretar hafa skrifað undir, banna þessa endurvinnslu- stöð. Siglingamálastofnun er yfir öllum mengunarvörnum í hafinu umhverfis islands og hún heyrir undir Steingrím J. Sigfússon sam- gönguráðherra. Steingrímur sagði við Þjóðviljann í gær að hann myndi taka þetta mál upp á fundi ríkisstjórnarinnar í dag og benda á möguleika sem eru á næstu grösum til þess að mót- mæla þessu á alþjóðavettvangi, _, t.d. á fundi alþjóða siglingamál- astofnunarinnar í London á næst- unni og á fundi Norðurlandaráðs. „Það sýnir furðulega ósvífni að daufheyrast algjörlega við þeim mótmælum sem ríkisstjórn Bret- lands hefur borist, líka vegna á- lyktana og samþykkta til að mynda á grundvelli Parísarsamn- ingsins. Þetta er stórkostlega al- varlegt, einkum fyrir þjóðir hér við norðanvert Atlantshaf sem nýta fiskistofnana og auðlindir hafsins," sagði Steingrímur J. -Sáf Gamalt timburhús á horni Bergstaðastrætis og Hallveigarstígs í Reykjavík var brotið niður í vikunni. Verið er að reisa mikið bílageymsluhús á lóðinni, og kom Ijósmyndari blaðsins að húsinu þar sem grafa var að brjóta húsið niður. Bílageymsluhúsið mun rísa á lóðinni milli Skólavörðustígs og Hallveigarstígs fyrir neðan Bergstaðastrætið. Ljósm. Kristinn. Kirkjuþing Beríð ei krossa Nú kann að fara svo að prestar verði sú ein þjóðfélagsstétt sem ekki fá að bera krossa utan á sér opinberlega. f ályktun sem samþykkt var á þinginu stendur orðrétt:,, nokkrir prestar bera kross utan yfir hem- pu (skrúða). Handbókarnefnd sýnist réttara að biskupar einir beri kross utan yfir hempu (skrúða)". Ogþávaknarspurning- in: hvað hefði Kirkjuþing gert á hippatímabilinu? Og hvers eiga prestar að gjalda? Reyndar álykt- aði handbókarnefnd um fleira. Svarti liturinn á að verða litur prestanna eða í besta falli grár á meðan biskupar íklæðast purp- urarauðu. Það er síðan spurning sem beint er til kvenpresta „ hvort þær óska þess að hannaður sé búningur fyrir konur í prestastétt er samsvaraði prestaskyrtu, eða jafnvel sérstök gerð af hempum". Og nú er bara að hvetja konur til að byrja að spá í vídd og sídd, t.d. með möguleikann um stóraukna kirkjusókn í huga. fmg Reykjavíkurborg Hagsmunir einkaaðila ráða Risahótel mun rísa ímiðri íbúðabyggð við Skúlagótu. GuðrúnAgn arsdóttir: íhaldið kemur aftan aðfólki meðþvíað látaþá sem eiga peningana ráða. Hildigunnur Haraldsdóttir: Ekki tekið mið afumsögn skipulagshöfundar Skipulagið við Skúlagötu var ins sem gengur í bergögg við Tíllagan var samþykkt í skipu- skipulagsins," sagði Hildigunn- stórslys á sínum og tíma og UDDhafleet skÍDulae um bveeineu laosnftfnrt oe-.on atW*>fti HiiHi. ur- Ingimundur Sveinsson arkitekt kipulagið við Skúlagötu var stórslys á sínum og tíma og ekki breytir þetta allt of stóra hót- el því til batnaðar. Að mínu mati er þetta enn eitt dæmið hvernig komið er aftan að fólki. íhaldið hefur enn einu sinni tekið hagsmuni einkaaðila fram yfir hagsmuni fólksins og látið stjórn- ast af þeim sem eiga peningana," sagði Guðrún Ágústsdóttir borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins um fyrirhugaða byggingu Hótels Eimskips við Skúlagötu. Skipulagsnefnd hefur sam- þykkt tillögu að byggingu hótels- ins sem gengur í bergögg við upphaflegt skipulag um byggingu við Skúlagötu. Samþykkt var til- laga arkitektanna Garðars Hall- dórssonar og Ingimundar Sveins- sonar sem gerir ráð fyrir tæplega 18 þúsund fermetra hóteli á fimmtán hæðum með 219 tveggja manna herbergjum auk ýmissa þæginda sem prýða nútíma lúxus- hótel. Andstæðingar byggingar- innar benda ma. á að stærra hótel auki líkur á að íbúar hverfisins verði fyrir óþægindum, en í skipulagi er Skúlagötuhverfið fyrst og fremst hugsað sem rólegt íbúðahverfi. Tillagan var samþykkt í skipu- lagsnefnd gegn atkvæði Hildi- gunnar Haraldsdóttur. „Einsog fram kemur í bókun minni finnst mér þetta allt of mikið frávik frá deiliskipulagi og svo er þetta gífurlega stórt og massamikið hótel. Áhinn bóginn skal égjáta að á vissum stöðum er útsýni úr „Skuggahverfinu" skárra vegna þess að hótelið er lægra og mjórra en blokkirnar í kring, en skipu- lagið var lfka meingallað frá upp- hafi. Málsmeðferðin er umfram allt mjög léleg vegna þess að ekki var lögð fram umsögn höfundar sem einnig á sæti í skipulagsnef nd sagði möguleika á hóteli hafa ver- ið teknir fram í skipulagi. „Þegar lóðaeigandi, sem er Eimskip, vill byggja hótel verður að gera það þannig að það gangi upp sem slíkt. Þá verður að gera nauðsyn- legar breytingar á skipulagi og munu þær verða gerðar eftir rétt- um leiðum. En útsýni er betra frá Lindargötunni heldur en ef byggð yrði stór íbúðablokk," sagði Ingimundur. -þóm Föstudagur 27. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11 Loðna Árni af stað í gærkvöldi Rannsóknarskip Hafrannsókn- ar Árni Friðriksson fór í gær- kvöldi af stað á miðin milli ís- lands og Grænlands til loðnu- leitar og stofnmælinga. Sveiun Sveinbjörnsson leiðangursstjóri sagði við Þjóð viljann að sennilega yrði haldið á svipaðar slóðir og erlendu skipin fundu loðnu á um daginn en síðan hefur lítið fund- ist. Nokkrir íslenskir loðnudallar eru komnir á svæðið vestur af Dorhnbanka. Bjarni Sæmunds- son er í slipp viku fram í nóvem- ber vegna smávægilegra bilana á tanki. Þegar hann kemst á flot fer hann einnig í loðnurannsóknir en það fer eftir þróun mála og veiði hvort Árni verður látinn í sfldar- rannsóknir eða hvort bæði skipin halda áfram í loðnunni þar til hún finnst , ef hún finnst fmg Hvalfjörður Göng kosta 3 miljarða Nefndir á vegum sam- gönguráðuneytis og önnur á vegum Vega- gerðarinnar kanna möguleika á Hvalfjarð- argöngum og hvernig megi fjármagna þau Aætlaður kostnaður vegna gangna undir Hvalfjörð eða steypts stokks á botni fjarðarins er um þrír mujarðar króna á verðlagi í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samgöngu- ráðuneytinu sem send var fjöl- miðlum í gær. Ýmsir aðilar hafa gert laus- legar athuganir á tengingu undir utanverðan Hvalfjörð og einn að- ili kannað möguleika á að steypa stokk sem lægi á botni fjarðarins. Þar sem hér er um mjög dýra framkvæmd að ræða varpaði ís- lenska járnblendifélagið og Sem- entsverksmiðja ríkisns fram þeirri hugmynd að stofnað yrði félag sem sæi um mannvirkjagerðina og fjármögn- un hennar. Félagið fengi síðan rétt til þess að innheimta veggjald af þeim sem notuðu mannvirkið næstu 20 til 30 árin. Um þessar mundir er verið að skoða þetta mál á tvennum víg- stöðvum. Annarsveg er starfs- hópur sem samgönguráðherra skipaði, en í honum eru fulltrúar Járnblendifélagssins, Sements- verksmiðjunnar og Akraness auk fulltrúa forsætis-, iðnaðar- og samgönguráðuneytis. Þessi hóp- ur leggur höfuð áherslu á að kanna fjármögnunarleiðir. Er stefnt að því að hópurinn skili niðurstöðu um næstu áramót. Vegagerð ríkisins vinnur svo að jarðfræðirannsóknum. Frum- athugun er lokið og verður í vetur farið yfir ýmsar lausnir sem til greina koma og kostnaður met- inn að nýju. Stefnir Vegagerðin að því að'skila af sér seinni hluta vetrar. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.