Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 21
Afmæliskveðja Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri Helgi Björnsson og Sverrir Páll Guðnason, báðir í hlutverki Ljósvíkings. Mynd: Jim Smart. skeiði og innri rödd hans á barns- aldri. Helgi hefur það á móti sér í hlutverkið, að hann er föngu- legur maður, en vinnur gegn því með líkamsbeitingu sinni og veik- burða túlkun. Hárfín er hún ekki, heldur miklu frekar fálmkennd, óttaslegin, bæld. Þetta virðist miklu frekar vera tilfinningaleg túlkun en vitsmunaleg. Það háir Helga hversu mikill þolandi per- sónan er í verkinu svo að áhorf- andinn missir sjónar af þýðingu hennar, fer að taka hana sem sjálfsagða. Helgi er skínandi í þessu hlutverki á hljóðlátan og tempraðan máta. Allavega áttu þeir félagar skilið betri viðtökur en þeir fengu í leikslok liðið þriðjudagskvöld. Þetta var fínt hjá þeim, strákunum. Kvenpeningurinn í burðar- hlutverkum stendur sig með prýði: Margrét, Bára, Margrét Helga og Ólafi'a. Sú síðastnefnda vekur að vanda athygli. Hjá henni held ég að harmur þessarar sögu komi einna skýrast í gegn. Víst falla menn nokkuð í ýkju- stílinn í búnaði hennar, en meira er vert um túlkunina sjálfa, makalaust sanna skynjun á pers- ónunni með þumbaralegum leik- máta og djúpan harm sem þessi unga leikkona tjáir fádæma vel. Karlarnir eru ekki síðri: Sig- urður Karlsson í nokkuð grófu formi, Guðmundur í snoturlegri persónu, Steindór í litlu hlutverki sem samsvarar ágætavel lýsingu sögunnar, Eyvindur hressilegur í hlutverki Reimars skálds. Og eru þá ónefndir til sögunnar sjö aðrir sem fylla persónuróf þessa fyrsta hluta Heimsljóss. Leikgeröin Kjartan hefur unnið mjög skynsamlega úr feikierfiðu verk- efni. Hann rennir sér fram eftir sögunni, smíðar samtöl úr lýsing- um og innra dialók. Heldur vel utanum kjarna verksins. Sýning- in er hæg og sígandi en aldrei líf- vana. Honum hættir nokkuð til að gera hugsun verksins ofljósa, of- skýra í samtali það sem hvílir í þunguðum augnablikum textans, rétt eins og hann vantreysti á- horfendum til að nema andrúms- loft og skynja það sem er milli orðanna. Því mætti stytta textann nokkuð, einkum í viðbrögðum Ljósvíkingsins sem lýsa sér betur í fasi leikaranna tveggja en setn- ingum sem eru teknar upp úr hugarfarslýsingum persónunnar. A stöku stað skýtur Kjartan yfir markið í leikstjórn og þá oft- ast í því skyni að auka skemmti- gildi verksins. Nægir þar að nefna viðbót hans við „Kristilegu kær- leiksblómin...” sem er kjánaleg. Þá fæ ég ekki séð ástæður þess að nema burt hlut Sigurðs Breiðfjörðs úr holdteknum hug- arheimi skáldsins og láta Halldórseftirhermu koma í hans stað. Þar er enn sniðið hjá grát- broslegum hetjuheimi skáldsins sem eignast síðar samsvaranir í öðrum hetjum hans. Kjartan má hins vegar vel una við þann ágæta árangur sem sýn- ingin er. Eins og alltaf í sam- starfsverkefnum þeirra Grétars eru skínandi myndræn augnablik í sýningunni, sjónarspil sem lyftir huganum, þjónar markmiðum þeirra vel. Annað tekst miður, t.d. notkun þeirra á kross- minninu, var ekki hægt að hafa krossinn smærri um sig, jafnvel nota hann sem kviktrén í lokin? Sagan af Ólafi Kárasyni er okkur holl upprifjun á þessum miskunnarlitlu tímum hversu grimmdarlegt samfélag okkar var og hefur lengi verið gagnvart smælingjum. Harmsagan af Ólafi er ekki gamanmál og það er að- standendum sýningarinnar til sóma að þeim hefur tekist á trú- verðugan hátt að endurvarpa hluta af meistaraverki Halldórs í annað form. lega af öðrum skóla. Vitaskuld er honum um megn að skilja gam- ansemi málsins sem leikið er á, en mér sýnist skopskyn hans liggja á allt öðru sviði. Leikendur Því er fróðlegt að skoða frammistöðu leikaranna. Hilmar Jónsson er kvennabósinn í fars- anum, möndullinn sem allt snýst um, en er alltaf í bakgrunni bros- mildur og hýr. Það fer lítið fyrir honum í sjálfsöruggri sælu sem ekkert raskar, enda fer fanturinn með sigur af hólmi í þessum leik. Ingvar Eggert‘-er vansæll, þung- lyndur þurs og skapar heiilegustu persónuna af þessuni krökkum: Þeir kokkálarnir, Ingvar og Balt- hasar, gera sitt ágætlega. Sletti- reka með skemmda tönn sem þvælist í gegnum alla atburðarás leiksins er leikin af .Birni Inga í góðlátlegri tilraun til að skapa skoppersónu. Harpa Arnárdóttir er hýsterísk í ekkasogum sínum og ófsa. Katarína huggulegt við- hald. Innskotsatriði þeirra Egg- erts og Éddu úr öðru yerki eftir höfupainn tókst miður. Erling snortur í hLutverki lærlingsins.En frammistaða af þessu tagi, sam-. felld og skynsamlega unnin í stíl- færslu, er til jítils.ef púðrið hefur vöknað og sýningin er leiðinleg. Leikstjóranpm má alfárið kenna um og ef það-sýri'd’hvérgtf §kopið er máttlaust þegar lejkendur gera hvað þeir getatil að glæða leikinn gamrii samkvæmt fyrirmælum sem eru röng, miði sem er villa. „Svona líða áfram árin, enginn má við tímans flaumi”. Þessi orð flugu mér um hug, þegar ég frétti af tímamótum í ævi Margrétar Margeirsdóttur sem einmitt á þennan dag að vendi- punkti. Við sem eigum hana að samstarfsmanni og góðum vini um leið hljótum að samfagna henni og hennar fólki um leið með þennan áfanga og árna henni allra heilla á ótöldum, ó- komnum árum. Það var í kringum miðjan átt- unda áratuginn að ég var að baksa við það niður á Alþingi að koma saman einhverri tillögu um nýja heildarskipan í málefnum þroskaheftra, og átti sannast sagna ekki við auðveldan leik að forma og móta það sem ég helzt vildi hafa þar. Þá var það sem Margrét Margeirsdóttir kom mér til hjálpar og það svo rækilega, að hún samdi bæði tillögugreinina og greinargerðina með þeim á- gætum að sá grunnur var í raun nýttur í nýjum lögum um þessi málefni síðar. Ómetanlegt varð mér þetta liðsinni en auðvitað ekki síður fyrir alla þá sem unnu að þessum málum og allra helzt þó fyrir þá sem við vorum að reyna að vinna með og fyrir. Þegar við stóðum svo nokkru síðar að stofnun Landssam- takanna Þroskahjálpar sem var ærið átak, þá kom Margrét þar einnig þear til liðs og það munaði um þá liðveizlu sem byggðist á yfirgripsmikilli þekkingu jafnt sem brennandi áhuga þeirrar hugsjónar er hún hafði ekki síður í farteskinu. Eðlilega varð hún svo annar formaður landssamtakanna og átti öðrum fremur þátt í mótun þeirrar ákveðnu stefnu og öru framfarasóknar, sem í kjölfarið fylgdu. Það var því næsta sjálfgefið, þegar deild um þessi málefni var sett á laggirnar í félagsmála- ráðuneytinu að Margréti væri fal- in þar forysta, enda ráðherra þá mæta kunnugt um mikla og góða hæfileika hennar. Þessu starfi hefur hún síðan gegnt með mikl- um ágætum og af þeim áhuga sem til staðar verður að vera, svo eitthvað megi vinnast. Þegar ég hugleiði víðfeðmi málaflokksins og mótun hans vítt um land alveg frá grunni er fullljóst að stanið er sérstaklega krefjandi og umfangsmikið og það verður að segja eins og er, að það er mez ólíkindum hversu vel er þar að verki staðið. Ég þykist það kunnugur mál- um að geta fullyrt að það sé mesta gæfa þessa málaflokks í heild sinni að svo mætur og ósérhlífinn starfsmaður hefur verið þar í öndvegi. Margrét er fjölhæf hugsjóna- kona, sem ann málstað sannrar félagshyggju og róttækar skoðan- ir hennar hafa ugglaust verið henni veganesti gott til átaka allra í starfi sínu. Hún ann menn- ingu og listum mjög og hefur lagt fram sinn skerf, meðal annars í Pólyfónkórnum, sem áreiðan- lega létti henni daglegt amstur þrátt fyrir að í það færu ótaldar vinnustundir. Ég ætlaði ekki að rekja frekar lífsferil minnar góðu vinkonu, en ekki hefur hún stað- ið ein í lífsstríðinu. Eiginmaður hennar er sá mæti prófessor Sigurjón Björnsson og saman eiga þau fjögur einkar ágæt börn, svo ærið er hennar lífslán þannig. Við erum áreiðanlega mörg sem þessum málum unnum, sem færum Margréti í dag hlýja og einlæga þökk fyrir allt þegar unn- ið og látum í ljós þá eindregnu ósk og von okkar að enn megi hennar lengi njóta, því lán og gengi málanna fer ekki sízt eftir því hver á heldur á æðstu stöðum. Má ég svo segja við hana í lok- in: Gakktu gœfunnar leið gefist heilsa og þor. Indœlt ævinnar skeið eigðu framtíðarvor. Með hlýjum heillaóskum, Helgi Seljan Harpa Arnardóttir. Mynd: Jim Smart. miklúm kráfti,’ ofsa nánast. Leikurinn er mjög hraður, ýktur hjá stökum þersónum í tálanda og látæði, skopið hvílir nær ein- vörðungu á viðmóti persónanna, síður á snjöllum tilsvörum, fynd- ni málsins eða sjónarspili með leikmuni, eins og er svo oft í skópleikjum af þessu tagi. Kraft- urinn, leikmátinn verður helsti' köstur sýningarinnar, fýrst ö'g- frejnst fyrir þá sök að slíkt gerist ekki hér á,landi..{slenskur gam- anleikur er hægur, svifaseinn, allt að.. því yfirvegaður. Hér hafa menn lært það í tímariS rás að láta augnablikið tala, stundum nokk- uð ofljóst, teygt á því, jafnvel mjólkað hláturinn úr áhorfend- unum. Herra Visarion er greini- Föstudagur 27. október 1989 NYTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 21 Félagsmálastofnun Reykjcivíkurborgcir Starfsmenn óskast í útideild Við óskum eftir starfsmönum í fullt starf og hlutastarf. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun/ starfsreynslu á sviði félags- og uppeldismála. Útideildin sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga í Reykjavík. Markmiðið með starfinu er fyrst ogfrémst að hjálpa unglingum til að koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar í símum 20365 og 621611. Umsóknir sendist stafsmannahaldi Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum sem þarfást, fyrir 14. nóvember næstkomandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.