Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Stórsigur fyrir íslenska kvikmyndagerð Rætt við Svavar Gestsson um kvikmyndasjóði Norðurlanda og Evrópu Kvikmyndagerðarmenn hafa löngum kvartaðyfirskilningsleysi ráðamanna á mikilvægi þess að koma á fót öflugum kvikmynda- sjóði. Hefur verið réttilega bent á að kvikmyndalistinni sé ekki gert jafn hátt undir höfði og öðrum stærstu listgreinum og stórtækra breytinga sé þörf á. Talsverðar breytingar eru nú væntanlegar á þessu sviði með tilkomu norræns kvikmyndasjóðs og kvikmynda- sjóðs Evrópu. Munu möguleikar kvikmyndagerðarmanna aukast verulega, bæði hvað varðar fjármögnun kvikmynda og mark- aðssetningu. Svavar Gestsson hefur haft framgöngu með Nor- ræna kvikmyndasjóðnum sem formaður ráðherranefndar menntamálaráðherra Norður- landanna. Aðgangur að 400 miljónum Hvenœr tekur sjóðurinn til starfa og hvernig verður starfsemi hans háttað? „Sumir segja norrænt samstarf skiía litlu en það hefur þegar skilað árangri á þessu sviði. Ég hef setið eina fimm fundi ráð- herranefndarinnar á þessu ári og hafa þeir allir fjallað um sjóðinn sem er sjónvarps- og kvikmynda- sjóður. Stofnskjöl sjóðsins eru nú til undirritunar í öllum höfuð- borgum Norðurlandanna og ég mun undirrita skjalið síðastur sem formaður nefndarinnar. Ég mun skrifa undir 10. nóvember nk. og mun sjóðurinn þarmeð taka til starf a. Aðilar að sj óðn- um eru báðar sjónvarpsstöðvarn- ar, auk ríkisins, og mun hver aðili leggja fram 400 þúsund krónur. Fyrir þessa peninga fáum við að- gang að 45 miljónum danskra króna, eða tæplega 400 miljónum íslenskra króna á þessu ári. Fyrsta starfslota sjóðsins er fimm ár þannig að kvikmyndagerðar- menn á Norðurlöndum munu í gegnum þetta kerfi fá aðgang að einum og hálfum til tveimur milj- örðum íslenskra króna." Hvaða breytingar hefur sjóður- inn í för með sér? „Ég tel þetta stórsigur fyrir kvikmyndagerð á íslandi og veru- legur áfangi fyrir sjónvarpsstöðv- arnar. Ég fagna því að þær skuli standa saman að þessu og er þetta Hrafn Gunnlaugsson hefur leitað talsvert til erlendra aðila til að fram- leiðasínar kvikmyndir, sem verður kannski algengari framleiðslumáti í framtíðinni. Úr kvikmyndinni ( skugga hrafnsins. í fyrsta sinn sem þær vinna saman að norrænu verkefni. Þessi sjóð- ur á náttúrlega að verða til þess að styrkja kvikmyndagerð á Norðurlöndum sem veigamikinn þátt í menningu þessara þjóða. Það er lögð áhersla á að sjóður- inn sinni barnaefni sérstaklega en að öðru leyti má segja að sjóður- inn sé algerlega óbundinn. Hann þarf ekki endilega að úthluta til verkefna sem eru samvinna á milli tveggja landa þannig að ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn geta sótt beint til sjóðsins og gert alíslensk verkefni. Ég tel augljóst að þarna hafi okkur opnanst al- veg gífurlega miklir nýir mögu- leikar. Sjóðsstjórnin verður skipuð einum manni frá hverju landi og mun sjóðurinn hafa aðsetur í Stokkhólmi. Kvikmyndasjóður íslands gefur allar upplýsingar um sjóðina og hvernig beri að sækja um styrki." Amerískt rusl En hvað með evrópska kvik- myndasjóðinn? „Frá og með 1989 erum við einnig aðilar að evrópska kvik- myndasjóðnum en í honum eru 600 miljónir króna. Þar er um að ræða sameiginleg verkefni þann- ig að íslendingar þurfa að vinna með annari þjóð að verkefninu. Þarna opnast líka nýir mögu- leikar og er sérstaklega ánægju- legt þegar kreppir að í okkar þjóðarbúi. Okkur tekst að vísu að verja krónutölu íslenska sjóðsins sem er sjaldgæft því aðrir sjóðir lækka yfirleitt um þessar mundir. En við gerum miklu meira en að bæta fyrir þessar þrengingar með því að opna ís- lenskum kvikmyndagerðar- mönnum aðgang að alþjóðlegum sjóðum. Norræni sjóðurinn er sjónvarps- og kvikmyndasjóður en evrópski sjóðurinn er líkari Kvikmyndasjóði íslands. Hann veitir eingöngu í kvikmyndagerð Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. Mynd: Jim Smart. og getur hver sem er sótt í hann, bæði sjónvarpsstöðvar og ein- staklingar. Auk þess opnum við kvik- myndagerðum með þessu aðgang að alþjóðlegri samvinnu sem er mjög dýrmæt til að þeir geti markaðsett sína vöru - sínar myndir - á alþjóðlegum markaði. Það er ekki bara gert ráð fyrir að þessir sjóðir styrki kvikmynda- gerðina sem slíica heldur er líka möguleiki á að þá megi nota að einhverju leyti til þess að styðja við bakið á mönnum til að koma sér á framfæri á Norðurlöndum og í Evrópu. Það má því segja að allt þetta sé liður í þeirri almennu menningar- stefnu sem við vifjum reka: Efla íslenska menningu og taka þátt í norrænu og í evrópsku menning- arsamstarn" til þess að verjast og sækja fram andspænis þessu flóði af amerískum myndum og rusli af ýmsu tagi sem kvikmynda- unnendur í Evrópu hafa mátt þola á undanförnum áratugum. Að lokum er rétt að geta þess að á þessu ári höfum við orðið aðilar að þriðja alþjóðlega sam- starfinu sem er á sviði útvarps og útvarpstækni og gildir um hvers konar framleiðslu fyrir útvarp. Við erum aðilar að samningnum Evreka audiovisuelle en ég gekk frá aðild að þeim samning fyrir íslands hönd 1. október." Klippiborðið David Lynch hefur hafið gerð nýrrar myndar og hefur það vakið mikla athygli úti í stjörnuheiminum. Sigurjón okkar Sighvatsson er framleiðandi myndarinnar sem mun heita Wild at Heart. Ektakvinna Lynch, Isabella Rosselini, leikur nú aftur í undir hans stjórn og sömu- leiðis Laura Dern. Þær voru báðar í Bláa flauelinu ógleymanlega og einnig munu kvikmyndatökumaðurinn Fred Elmes og klipparinn Duw- ayne Dunham taka upp þráðinn með Lynch að nýju. Þetta er vega- mynd sem byggð er á skáldsögu Barry Gifford og mtnu Nicolas Cage, Harry Dean Stanton, Willem Dafoe og Crispin Glover einnig fara með stór hlutverk. Regnboginn Pelle erobreren •••• (Pelle sigurvegarl) Þá er hún loks komin til Islands og þvílík kvikmynd! Sannarlega meistarverk ársins og það albesta sem komið hefur frá Dönum og jafnframt Norðurlöndum í mörg ár. Bille August hefur tekist að gæða fjórðung skáldsögu Nexös einstöku lifi með yndis- legri epískri frásögn. Samleikur Hvenegrd og Von Sydows er með ólíkindum og kvik- myndatakan gullfalleg. Upplifun sem eng- inn má láta fara framhjá sér. Húrra fyrir Dönum. The Bear ••• (Björnlnn) Annaud kemur vissulega nokkuð á óvart með þessum óð sfnum til náttúrunnar en það verður ekki frá honum tekið að myndin er listavel gerð. Falleg og rómantísk mynd og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega þá sem unna óspilltu náttúru- lífi. Aðalleikararnir fara á kostuml The Hlt ••• (Uppgjöria) Stephen Frears átti ágætt „kom-bakk" með þessum létta þriller. Snjallt handrit er það sem ber myndina uppi ásamt skemmtilegum leiken myndin ergreinilega ekki gerð fyrir mikla peninga. Það kemurþó alls ekki að sök, því myndin er ferskur vegatryllir með hnyttnum athugasemdum Stamps og glymjandi spænskum gítar í bakgrunni. Babettes gæstebud •••• (Gestaboð Babettu) Babetta býður enn til veislu sem enn stendur fyrir sínu þótt hún hafi staðið yfir í tæpt ár. Akaflega Ijóðræn og falleg mynd um allt sem viðkemur lífi og dauða, bók- stafstrú og ólikum monningarhoimum. Laugarásbíó Halloween IV 0 Ekki heldur fyrir Halloween-aðdáendur. gallhörðustu The Boost ••• (Tálsýn) Áhrifamikil og góð mynd um örlög ungra hjóna sem falla í hringiðu spillingar og eyturlyfja i rfkidæmi Los Angeles. Minnir stundum á Daga víns og rósa nema hvað nú er auðvitað kók í stað sprútts og myndin er einnig talsvert hrottafengnari. James Woods er góður sýkópati að venju og Sean Young fær alla samúð áhorfandans. Bíóhöllin Childs Play • (Leikfangið) Enn eitt hryllingsruglið frá Tom Holland og virðist sem honum séu engin takmörk sett. Þetta er mynd sem þú gleymir strax að sýningu lokinni sem ekki þykja góð með- mæli með hrollvekju. Sagan (ef einhver er) er ófrumleg og spennan byggist á því að segja Baaal við áhorfendur. Road House • (Útkastarinn) Afskaplega þunnt og óaðlaðandi. Þetta er kannski eina rétta rullan fyrir Swayze en skildi einhver yfir 16 ára nenna að horfa á þetta. Batman •• Vinsældirnar eru greinilega djörfu auglýsingasukki Warner-bræðra að þakka fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á sínar fyndnu hliðar þegar Jókerínn spriklar og sprellar en annars nær Batman ekki uppí nefið á sér fyrir útjaskaðri klisju. Ba- singer er ekki einu sinni sexí og þá er nú mikið sagt. Licence to Kill ••• (Leyfið afturkallað) Ein besta Bond-myndin (langan tfma. Dalton er 007 holdi klæddur og spannar allt frá hörkutóli til sjentilmanns. Broccoli hefur hrist, en ekki hrært, upp í Bond-ímyndinni með góðum árangrí. Bíóborgin Dead Calm •• (Á síðasta snúning) Þokkalegasti tryllir frá Ástralanum Philip Noyce og beitir hann öllu skemmtilegrí vinnubrögðum en flestir kollega hans f Am- eríkunni í svona myndum. Samt nær hann ekki að toga myndina nógu langt uppúr meðalmennskunni og ýmsar athafnir aðal kvenpersónunnar eru með öllu óskiljan- legar. Clean and Sober •• (Hrelnn og edrú) Keaton virðist ætla að kæfa Leðurblöku- hlutvork sitt í fæðingu með hreint ágætum leik edrú eða fullur. Traun fátt nýtt en margt athyglisvert þó sett fram hvað viðkemur þessu mesta rneini aldarinnar. The Fly II • (Flugan 2) Hér vantar I raun f lest það sem gerði fyrri myndina vinsæla. Hér vantar altént Cron- enberg. Batman •• Vinsældirnar eru greinilega djörfu auglýsingasukki Warner-bræðra að þakka fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á sínar fyndnu hliðar þegar Jókerínn spríklar og sprellar en annars nær Batman ekki uppí nefið á sér fyrír útjaskaðri klisju. Ba- singer er ekki einu sinni sex! og þá er nú mikið sagt. Lethal Weapon II •• (Tvelr á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miður er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum byssu- bardögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekk- ert er þó verra en steingeldur söguþráður- inn sem allir hafa séð áður. Háskólabió Indlana Jones III ••• (Síðasta krossferðin) Indiana hefur aftur náð ser á strik eftir misheppnaða mynd númer tvö. Þessi er ferskarí fantasía en áður og ekki versnar myndin á því að hafa Connery sem Dr. Jones er. En sértu að leita að rólegrí stund með möguleika á heimspekilegum vanga- veltum skaltu náttúrlega fara eitthvað ann- að. Stjörnubió The Karate Kid III • . (Karatestrákurinn 3) Þetta ku víst vera hetjur ungra sveina í dag og veit það varla á gott nema þeir hlusti á spekina á bak við sportið. En mér leiðast framhaldsmyndir, sérstaklega þær sem gerðar eru eftir leiðinlegum myndum. Chances Are • (Lífið er lotterí) Enn ein útgáfan af Heaven Can Wail sem aftur var gerð eftir Here Comes Mr. Jordan frá 1941. Þessi er heldur rýr f roð- inu, pótt auðvitað bregöi tyrir ágætum bröndurum inná milli einsog efnið gefur tilef ni til. Maöur snýr aftur og verður skotinn f dóttur sinni, eöa þannigl Magnús ••• Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og jaf ntramt í hópi betri kvikmynda sem gerð- ar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náð auknum þroska sem listamaður og byggir mynd sína vel upp til að byrja með en ým- issa brotalama fer að gæta þegar leysa á úr vandamálum höfuðpersóna. Oft yndis- legur gálgahúmor og Magnús er sannkölluð skemmtimynd fyrir alla aldurs- hðpa. Föstudagur 27. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.