Þjóðviljinn - 26.01.1990, Síða 14

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Síða 14
Kári Arnórsson skólastjóri og Kristín Einarsdóttir kennari. Myndir: JimSmart Fossvogsskóli hefur enn forystu um nýjungar í skólamálum HEILSDAGSSKOLI Á TILRAUNASTIGI í Fossvogsskóla í Reykjavíker hafin athyglisverð tilraun sem miðarað heilsdagsskóla. Þar hefur raunar aldrei tíðkast að börn þyrftu að koma aftur í skólann til að fara í aukatíma, en nú er markvisst verið að lengja skólatímann hjá öllum nemend- um skólans. Samfelldur heilsdagsskóli hlýtur að vera það sem koma skal, segir Kári Arn- órsson skólastjóri; engin grannþjóð okkartvíseturskóla eða lætur börn þvælast fram og aftur og jafnvel seint á degi. Nýstárlegt skipulag Fossvogsskóli hefur haft sér- stöðu allt frá upphafí, hann er það sem kallað er „opinn skóli“. Hvert barn tilheyrir að vísu ákveðinni bekkjarheild sem einn kennari hefur umsjón með, það veitir bæði börnum og foreldrum öryggi, en skólastarfíð er sveigjanlegt, bekkjarheildirnar eru brotnar upp og kennarar sinna og kenna öðrum börnum líka. Kári Arnórsson hefur verið skólastjóri Fossvogsskóla frá því að hann tók til starfa árið 1971. Þangað kom hann frá Húsavík þar sem lengi hefur verið lifandi skólastarf. Við spyrjum fyrst hvort skólinn sé ennþá jafn sér- kennilegur meðal íslenskra skóla og hann var. „Hann heldur sérstöðu sinni að vissu leyti,“ segir Kári, „en vinn- ubrögðin sem byrjað var á hér hafa síast út. Við höfum alltaf lagt áherslu á nemandann og reynt að bregðast við honum sem einstaklingi. Krökkum virðist falla þetta vel í geð því þeim líður vel í skólanum. Okkur hafa stundum verið sendir nemendur frá barnageðdeildum og barna- sálfræðingum og þeim gengur yf- irleitt frekar vel að laga sig að skólanum. Hér er annars konar umhverfi og fyrirkomulag - kannski er þeim nóg að mega hreyfa sig, þurfa ekki að sitja kyrr á sama stað. Sum eiga erfitt með að fylgja hóp og finnst betra að vinna sem einstaklingar eins og hér er gert.“ Megineinkennið á vinnu- brögðum í skólanum er að nem- endur þurfa sjálfir að áætla nám sitt alit frá átta ára aldri. Fyrir þá sem eru hér frá byrjun er þetta eðlilegt, en verður talsverður höfuðverkur fyrir krakka sem koma úr öðrum skólum. Börnun- um er kennt að skipuleggja tíma sinn, áætla fram í tímann hvað þau ætla að læra, og þegar þau hafa þjálfast við það þurfa þau sáralítið að læra heima. „Mér finnst kostur að börn þurfí ekki að læra mikið heima,“ segir Kári. „Það er mikið lagt á nútímaheimili og foreldrar eiga að nota tímann sem þeir eru með börnum sínum í annað en rexa í heimanámi. En námsáætlunina, sem er gerð fyrir viku í senn, fara börnin með heim svo að foreldr- arnir geta fylgst með hvað þau eru að gera og hvernig áætlun þeirra stenst.“ Tilraunin í nóvember 1988 sótti Foss- vogsskóli um að fá að gera tilraun með heilsdagsskóla og yrði henni hrint í framkvæmd á þrem árum. Bréfið var sent menntamálaráðu- neyti og Reykjavíkurborg. „Reykjavíkurborg vildi ekki standa að tilrauninni," segir Kári. „Þeim ber skylda til þess samkvæmt lögum en báru við peningaleysi. Menntamálaráðu- neytið ákvað hins vegar að þetta skyldi gert. Fyrsta ár tilraunarinnar er yfír- standandi skólaár, 1989-90, og megináherslan er núna lögð á að lengja skóladag yngstu barn- anna, 6-8 ára. Hann er sam- kvæmt lögum breytilegur eftir bekkjarstærð hjá 6 ára börnum, getur farið niður í 15 stundir á viku, en 7 og 8 ára börn eiga að vera 22 stundir á viku í skólanum. Hér eru þessir þrír árgangar núna 25 stundir á viku, fimm tíma á dag. Auk þess bjóðum við for- eldrum að koma með börnin klukkutíma fyrr á morgnana, klukkan 7.45, gegn 1200 króna greiðslu á mánuði, og töluvert stór hópur notfærir sér það. Skóladegi lýkur svo hjá þessum aldurshópum kl. 12.30, á sama tíma alla daga. Börnin koma nestuð að heiman en geta keypt miða í skólanum og fengið út á þá mjólk, ávaxtadrykki og jógurt með nestinu sínu. Þetta fyrsta tilraunaár verður engin breyting hjá eldri börnun- um, en skóladagur þeirra er sam- felldur eins og verið hefur í þess- um skóla. Á næsta ári lengjum við skóladaginn hjá 9-12 ára börnum, þá eiga þau að fá skólatímann sem grunnskóla- lögin gera ráð fyrir. Það var al- varlegt mál að stytta þann tíma, bæði vegna þess að það er brot á lögum og svo fjölgar alltaf verk- efnunum sem skólinn á að sinna. Á þriðja tilraunaári setjum við okkur það mark að yngri nem- endur, 6-9 ára, verði 30 stundir á viku í skólanum, en þeir eldri, 10-12 ára, verði 35 stundir. Okk- ur finnst ekki ástæða til lengri skólasetu. Og það ætti löngu að vera búið að banna að börn séu í skólanum eftir klukkan fjögur á daginn.“ - Til hvers á að nota tímann? „Tímann sem við vinnum ætl- um við að nota til að sinna ákveðnum þáttum í skólastarfinu sem þurfa meiri tíma en við höf- um haft, til dæmis í verklegar greinar, mynd- og handmennt, tónmennt og leikfimi. Menn leggja nú orðið aukna áherslu á líkamsrækt barna og sambandið milli hreyfifærni þeirra og náms- getu. Við ætlum líka að nota meiri tíma í umhverfismál og þar undir umferðarkennslu, jafnréttis- og fjölskyldumál og nýja tækni. Og svo er verið að biðja okkur að sinna betur fræðslu um kynferð- ismál og fíkniefni, svo dæmi séu nefnd.“ En mest um vert er að lengri skóladagur gefur kennurum meiri tíma til að sinna börnunum. Þau verða rólegri og þeim líður betur í skólanum." Líflegt umhverfi Við göngum um skólann óhindrað því hér eru ekki aðrar dyr lokaðar en útidyr. Alls staðar eru börn við nám og starf. Við sama borð sitja nemendur sem eru að vinna ólík verkefni: einn er að læra landafræði, annar að reikna, þriðji að skrifa. Þau trufla ekki hvert annað því þau eru önnum kafín og niðursokkin í eigið verk. Kennararnir ganga á milli og leiðbeina. „Þú sérð að púltið er horfið,“ segir Kári þegar við lítum inn í eitt herbergið þar sem kennari sinnir litlum hóp barna. Alls stað- ar eru blóm og upp um alla veggi eru litrík listaverk eftir nemendur skólans. „Eitt af því sem opnir skólar leggja áherslu á er líflegt og hvetjandi námsumhverfi,“ segir skólastjórinn. Hann þekkir alla nemendur með nafni, talar við þá og skoðar hvað þeir eru að gera. í langri kennslustofuröð út frá aðalbyggingunni eru sex og sjö ára börnin í hlýlegum og fallegum opnum stofum með kennurum sínum. Allra innst sitja sjö ára nemendur í heimakróknum sín- um, borða nesti og hlusta á kennarann lesa sögu. Þetta minnir meira á leikskóla en barnaskóla, en kannski minnir þetta mest á fjörugt heimili. „Börnin byrja og enda hvern dag með sinni bekkjardeild í heimakrók með umsjónarkenn- aranum sínum,“ segir Kári. „Þar er dagurinn skipulagður á morgn- ana og mál rædd sem varða hópinn.“ Skortir á forystu höfuðborgarinnar - Hvernig er staðan í skólamál- um á íslandi að þínu áliti? spyrj- um við Kára þegar við erum sest aftur inn á skólastjóraskrifstofu. „Það er gróska í einstaka skólum víða um land, ekki síst utan Reykjavíkur,“ segir Kári. „Mér finnst raunar skorta á for- ystu Reykvíkinga í skólamálum. Jónas B. Jónsson fræðslustjóri var guðfaðir þessa skóla, vakandi og ötull maður. Nú hefur borgin enga heildaráætlun í skólamálum og ekki mikinn áhuga. Þau eru síður en svo forgangsverkefni hjá borginni. Framundan er einsetning skóla í landinu, undan henni verður ekki vikist og hún markar umtals- verð tímamót, meðal annars vegna þess að vinnutími kennara lengist við það. Engin þjóð um- hverfís okkur tvísetur skóla. En mötuneytin eru langt undan, sýnist mér. Þau eru svo kostnaðarsöm. Svíar og Bretar eru með mat í skólum, svo dæmi séu nefnd. Dönsk börn koma með nesti, en það er löng hefð fyrir því að fara með nesti með sér í vinnu og skóla þar í landi, við eigum ekki svo sterka hefð. Það er misjafnt hverju börn eiga að- gang að og engin trygging fyrir því að þau fái sómasamlegt fæði. Þetta er umhugsunarvert út frá almennum hollustuháttum og heilsufari þjóðarinnar.“ En fyrst fáum við samfelldan heilsdagsskóla. Tilraunin í Foss- vogsskóla sýnir að hann er rétt- indamál barna, foreldra og kenn- ara. SA AAftCUft £D faaáhA áwftfc ÉAAAkGE vvviv Málsháttamyndirnar eru frá Málrækt^átakinu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.