Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 12
Umhverfið sem fóstrar lífið á jörðinni er í hættu. Orsakanna er að leita í gerðum mannsins. Við, þátttakendur í Heimsþingi andlegra og pólitískra leiðtoga, samankomnir í Moskvu í janúar 1990 frá ólíkum þjóðum, ólíkum menningarsamfélögum, trúarbrögðum og hefðum... höfum komist að niðurstöðu um þær ógnir sem steðja að sameiginlegri framtíð okkar allra... MANN KYN Á YSTU NÖF Rögnvaldur Finnbogason segir frá heimsþingi um umhverfi og þróun í þágu mannsins, sem fram fór í Moskvu 15.-19. janúar s.l. fjöldinn á jörðinni kominn upp í 10 miljarða árið 2030, og fyrir- sjáanlegt að jörðin yrði ófær um að framfleita þeim mannfjölda í því ásigkomulagi sem hún yrði með allri þeirri mengun og um- hverfiseyðingu sem nú væri í gangi og færi stöðugt vaxandi. Stærð fólksfjölgunarvandans sæist á því að það hefði tekið mannkynið 10.000 ár að ná 2 miljörðum. Nú stefndi í það, að mannkyninu myndi fjölga úr tveim í tíu miljarða á einni mannsævi, og væri þessi mann- fjöldasprenging þegar hálfnuð. Á sama tíma gerist það að skógum jarðar er eytt með hraða sem nemur einum fótboltavelli á sek- úndu. Á þrem áratugum jafngildir það flatarmáli alls Ind- lands. Á sama tíma hefur orðið margföldun í iðnaðarframleiðslu og orkunotkun, þar sem gengið er á kolefnisforða jarðarinnar af fullkomnu fyrirhyggjuleysi og honum umbreytt í gastegundir þannig að gróðurhúsaáhrif og ós- oneyðing ógna nú lífríki jarðar- innar í heild. Þannig benti stjarn- fræðingurinn Carl Sagan á að eyðing ósonlagsins myndi ekki bara orsaka húðkrabba, heldur myndu útfjólubláu geislarnir sem næðu til jarðarinnar í gegnum ós- ongatið eyða svifi og þörungag- róðri sjávar, sem væri undirstaða lífkeðjunnar. Orsök og afleiðing Á það var bent að fátækt væri í senn meginorsök og afleiðing umhverfiseyðingarinnar, og að við vandanum yrði að bregðast með nýjum hugsunarhætti, þar sem gömul landamæri og hug- myndakerfi dygðu ekki lengur til. Umhverfisvandinn væri ekki bara tæknilegt vandamál, heldur líka andlegt og siðferðilegt, og því væri hlutverk trúarbragðanna mikilvægt við þessar nýju og ógnvekjandi aðstæður. Var í þessu sambandi lögð áhersla á að trúarbrögðin yrðu að leggja niður alla nesjamennsku og andlegan imperíalisma, því boðun kredd- ufestunnar kæmi til lítils and- spænis þeirri heljarþröm, sem mannkynið hefði nú ratað á. Þótt þátttakendur þingsins i gerðu sér ljóst að horfurnar fyrir framtíðarvelferð mannkyns væru dökkar, var þó einnig lögð áhersla á þá jákvæðu þróun, sem orðið hefði. Nú síðast með opnun Berlínarmúrsins og lokum kalda stríðsins. Hemaðarútgjöld í heiminum hefðu að undanfömu numið sem svarar miljón miljón- um bandaríkjadala á ári og fyrir þá upphæð mætti gera stóra hluti. Brýnustu verkefnin væm þó að koma á auknum jöfnuði á milli þjóða. Efnahagslegt öryggi, fræðsla og jafnrétti kynjanna væri forsenda þess að fólksfjölg- unarsprengingin yrði hamin. Ný hugsun, nýr heimur Rögnvaldur sagði það greini- legt af máli hinna nýju valdhafa í Sovétríkjunum, að þeir væru að leggja grunn að nýjum heimi, hugsa á nýjan máta. Markmið Gorbatsjovs væru ekki takmörk- uð við Sovétríkin ein, hann hugs- aði vandamálin út frá hnattræn- um forsendum. Ástæðan fyrir stefnubreytingu Sovétríkjanna væri ekki ótti við bandarísk tor- tímingarvopn, heldur væri hún fyrsta skrefið í þá átt að friða jörðina. En jafnvel þótt það tæk- ist strax á morgun, þá mætti ekki láta staðar numið. Það gengi til dæmis ekki að halda áfram með þá orkusóun, sem viðgengist Gróðurhúsaáhrif og óson- eyðing í andrúmslofti jarð- ar standa í beinu sam- hengi við vaxandi orku- notkun og mannfjölda- aukningu á jörðinni. Þannig hljóða upphafsorð að ályktun sem um 600 vísinda- menn, stjórnmálamenn og trúar- leiðtogar frá yfir 80 löndum sendu frá sér í síðustu viku eftir fimm daga þinghald í Moskvu. Þingið var haldið að frumkvæði samtaka sem nefna sig „Global Forum of Spiritual and Parliam- entary Leaders for Human Survi- val“ (Alheimsþing andlegra og pólitískra leiðtoga fyrir björgun mannkyns), en samtök þessi voru stofnuð 1985 og hafa sett sér það markmið að grundvalla nýja heimssýn til björgunar vistkerfis jarðarinnar á samstarfi pólitískra og andlegra leiðtoga án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða menningarsvæðis. f ávarpi þingsins segir enn fremur: Framtíð mannsins og annara lífvera á jörðinni er í veði. Maðurinn er orðinn sjálfum sér hættulegur. Við verðum að bregðast við í tíma. Og við verð- um nú að líta á vandamálin í al- heimssamhengi. Við þurfum að skilja hið gífurlega og tiltölulega nýfengna vald sem við höfum öðlast til þess að umbreyta náttú- runni. Tæknilegar lausnir eru forsenda árangurs, en þær duga ekki einar sér. Við verðum að axla ábyrgð á því að stjórna plán- etu okkar þannig að það sam- ræmist andlegri visku, heilbrigðri tækni, siðferðilegri réttsýni, framsýni og endurnýjaðri virð- ingu fyrir náttúrunni, sem fóstrar allt líf. Þetta er mál sem gengur út yfir þjóðernisleg, hugmyndafræðileg og kynslóðabundin landamæri. Það á að geta sameinað mann- kynið allt í að fást við sameigin- legan háska. Samstaða okkar verður að yfirstíga öll þröng land- amæri og ná til alls lífsins á jörð- inni.... Global Forum Þingið í Moskvu var annað heimsþing samtakanna. Hið fyrra var haldið í Oxford 1988. Einn íslenskur þátttakandi var í þinginu, séra Rögnvaldur Finn- bogason prestur að Staðastað. Rögnvaldi var boðið til þingsins vegna persónulegra kynna sinna við Metropolitan Pitirim, yfir- mann útbreiðslustarfs rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og annan af tveim forsetum þingsins. Hinn forsetinn var Evgenij Velikhov, forseti sovésku vísindaakademí- unnar. Rögnvaldur sagði að þarna hefðu verið saman komnir full- trúar allra stærstu trúarbragða í heiminum auk fjölda þekktra vís- indamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa ólíkra kynþátta. Meðal þekktra persóna er sóttu þingið má nefna Perez de Cuéllar fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, sem setti þingið, Gro Harl- em Brundtland, bandarísku öldungadeildarþingmennin a Dave Durenberger og A1 Gore, bandaríska stjarnfræðinginn Carl Sagan, sovéska náttúrufræðing- inn Alexey Yablokov og Mikhaíl Gorbatsjov sem flutti lokaræðu þingsins. Á ystu nöf Rögnvaldur Finnbogason sagði í samtali við Nýtt Helgar- blað að umræðurnar á þinginu hefðu mótast af þeirri uggvekj- andi staðreynd að mannkynið væri komið á ystu nöf: með áframhaldandi þróun yrði fólks- 12 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.