Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 21
Um hallir Þeir sem nú eru konir vel til ára sinna muna kannski eftir því, aö fyrir óralöngu, þegar íslendingar flykktust á Þingvöll til að furða sig á því, að þrátt fyrir allt skyldi þjóðinni hafa tekist að þrauka í ellefu aldir á þessu skeri, var ákveðið að reisa Þjóðarbókhlöðu sem skyldi verða einhvers konar minnisvarði um þetta heimsmet landsmanna. Þessu til áréttingar voru síðar sett sérstök lög um „þjóðarátak" eins og lagasmiðir kölluðu það; var lagður á sérstak- ur eignaskattur sem skyldi renna óskiptur til byggingarsjóðs Þjóð- arbókhlöðunnar, og átti þannig að ljúka þessu mikla húsi á met- tíma.Ýmsa rekur sjálfsagt minni til þess hvernig fór: það komst aldrei nema lítill hluti af skattin- um á áfangastað, hitt týndist víst einhvers staðar á leiðinni, og því hefur byggingin varla mjakast áfram um langt árabil. Ástæðan er einföld: það er vitanlega ekki hægt að láta ákvarðanir einnar ríkisstjórnar, hvað þá Alþingis, binda hendur þeirra ríkisstjóma sem á eftir koma og hafa áreiðan- lega allt annað og mikilvægara við aurana að gera en byggja Þjóðarbókhlöðu. Handbolti og bókmenntir Vera má að þessi seinagangur sé á leiðinni að verða nýtt met, og ef svo fer má eitt heita víst: það verður ekki bygging handbolta- hallarinnar sem mun slá það met og ryðja Þjóðarbókhlöðunni aft- ur í annað sætið á þessum þjóð- lega metalista yfir langdregnar opinberar framkvæmdir. Reynd- ar hafa einhverjar hjáróma radd- ir verið að halda því fram að ís- lendingar hafi ekki efni á því að kosta einum miljarð - eða verða þeir kannski tveir eða þrír eða fleiri? - í hátimbraða handbolta- höll, sem fyrri stjórn tók ákvörð- un um að reisa og á að bera af flestum öðrum jarðneskum bygg- ingum að skrauti, forgylltu út- flúri, stærð, húsrými, hljóm- burði, stílfegurð, arkitektónísk- um frumleika, reisn og slíku. En þrátt fyrir ýmis konar tvískinn- ung og hik stjórnmálamanna sumra, eru allar horfur á því að lagt verði í framkvæmdirnar og þeim miði fljótt og vel áfram uns höllin er risin. Ástæðan er ein- föld: það sem ein stjórn hefur ákveðið og fastmælum bundið verður önnur stjórn að fram- kvæma. Á því byggist lýðræðið í landinu. Hvert íslenskt mannsbarn ætti að geta skilið þessi augljósu rök fyrir því að nauðsynlegt er að vinda bráðan bug að byggingu handboltahallarinnar meðan framkvæmdir við Þjóðarbók- hlöðuna mega bíða þangað til betur árar, eða kannski þangað til búið er að unga út nýjum skatti úr egghausum kerfisins, ein- hverjum fiðruðum skatti t.d. með gogg og beittar klær sem hægt væri að etja á bókaorma. En við þessi augljósu og óhrekjanlegu rök má þó bæta ýmsum öðrum sem snerta notkun þessara tveggja bygginga og hníga í sömu átt. Bæði Þjóðarbókhlaðan og handboltahöllin eru hin nytsöm- ustu húsakynni, ekki vantar það, en nytsemi þeirra er þó ekki á sama veg háttað og kannski er hún heldur ekki sú sem mönnum kann að koma fyrst í hug þegar á þau er minnst. Er rétt að eyða nokkrum orðum að þessu atriði, þar sem það varpar í rauninni al- veg nýju ljósi á það hvernig að framkvæmdunum er staðið. Minnisvaröi Þegar fyrst var ákveðið að byggja Þjóðarbókhlöðu - en það var árið 1970, fyrir réttum tutt- ugu árum, - átti þessi steinkassi sem á að verða minnisvrði um af- mæli íslandsbyggðar, eins og nefnt var í upphafi og elstu menn rekur vafalaust minni til. Nú er júblieumsárið, sem var 1974, reyndar löngu liðið í aldanna skaut, en á sínum tíma kemur annað á eftir því. Ef vel er nú á spöðunum haldið er ennþá nokk- uð góð von til þess að unnt verði með þessu áframhaldi að ljúka byggingu Þjóðarbókhlöðunnar á tólf hundruð ára afmæli íslands- byggðar eða þá a.m.k. á þrettán hundruð ára afmælinu árið 2174, og þá gæti hún sem sé verið minn- isvarði um þau tímamót líka: þannig væri hægt að slá tvær, ef ekki þrjár, júblíeumsflugur í einu höggi, og felst í þessu svo mikill sparnaður að mér finnst ólíklegt að vorir hagsýnu stjórnmála- menn skuli ekki þegar hafa lagt málið niður fyrir sér á þennan einkar praktíska hátt. Það er því engin ástæða til að flýta sér að sinni, a.m.k. ekki fyrr en komið er fram yfir næstu aldamót. Hlaða En svo er það innihald Þjóðar- bókhlöðunnar og hagnýtur til- gangur hennar. Þótt útlit hennar minni reyndar á abstrakt högg- mynd sem stækkuð hafi verið el- lefu hundruð sinnum eða kannski eitthvað meira, og orðið „hlaða“ hljóti að gleðja hjörtu bændanna sem minnast þess að hokrið er það eina sem er jafnaldri íslands- byggðar, var henni ætlað annað hlutverk ásamt því að vera minn- isvarði: hún átti sem sé að hýsa sjálfan Bókmenntaarf Söguþjóð- arinnar. Nú getur það naumast farið á milli mála að yfirgnæfandi meirihluti bókaneytenda á skerinu lætur sér fátt um bók- menntir finnast hverju nafni sem þær nefnast og skiptir sér ekki af neinu nema jólabókum, en í hlut- arins eðli liggur að þær eru aldrei komnar á nein söfn. Það hefði því verið fráleitt og ólýðræðislegt um leið að stjórnmálamenn færu að verja stórfé í að hrófla upp skálk- askjóli fyrir fáeina bókabéusa sem haldnir væru einhverri óarð- bærri áráttu í úreltar fornaldar- skruddur frá því í fyrra eða ennþá eldri, hvað þá að nota slíkt grúsk- bæli sem minnisvarða um eins merk tímamót og afmæli íslands- byggðar er. Það hlaut að búa eitthvað annað og meira undir þeirri hugdettu að láta nú hendur standa fram úr ermum við hið hátíðlegasta tækifæri og gera heilt þjóðarátak til að drösla öllum bókmenntafjársjóði bók- menntaþjóðarinnar undir eitt þak - eitthvað sem snerti velferð þjóðarinnar allrar. Frá sjónarhóli hagfræðinnar Þetta kann að virðast torráðin gáta. En meðþvíað skoða ástand ið eins og það leggur sig með skörpum augum hagfræðinga, þeirra sem gefa stjórnmálamönn- um holl ráð, er hægt að skyggnast eilítið bak við huluna og sjá hvað kann að hafa vakað fyrir frum- kvöðlum Þjóðarbókhlöðunnar. Eitt alvarlegasta vandamálið í landinu á okkar tímum er og hef- ur lengi verið sú stöðuga árátta krónunnar að verða minni og minni og nálgast það jafnt og þétt að verða að engu. Nú vill svo til að annars staðar í veröldinni hef- ur mönnum tekist að halda sams konar tilhneigingu gjaldmiðils - „núllsækni“ gætum við kallað hana - í skefjum með því að tryggja hann með einhverju sem hefur nánast því yfirnáttúrulegt blætisgildi í augum almennings, og það því meir sem hann hefur minna af því að segja í sínu hvers- dagslega amstri. Er þetta skýr- ingin á því undarlega athæfi Bandaríkjamanna að grafa með ærnum tilkostnaði gull upp úr jörðinni hingað og þangað til þess eins að hola því jafnóðum niður í jörðina aftur í Fort Knox, þar sem ljómi þess er ekki síður hul- inn augum dauðlegra manna en áður var: á þessari gulltryggingu hvílir nefnilega veldi dollarans. Á það hefur verið bent að íslend- ingar hafi takmarkaða trú á þeim aðalmálum sem nú eru á boðstól- um, þar sem þeir hafa löngum trúað því að Gunnaar og Högni hafi steypt öllu raunverulegu gulli í kolsvartan hyl á sínum tíma, og hafi það aldrei fundist síðan: þess vegna dygði harla skammt að ætla að tryggja ís- lensku krónuna með Rínar báli, eins og aðrar þjóðir gera með sína mynt, - brennivínstrygging væri í rauninni sterkari og í betra samræmi við gildismat landans ef ekki væri SÁÁ. Blætisgildi bókmenntanna En íslendingar eiga önnur verðmæti sem mölur og ryð fá ekki grandað frekar en gulli og hafa þann kost að erlendis bera menn jafnmikla virðingu fyrir þeim og hérlendis, ef ekki ennþá meiri. Ekki er völ á betri kjöl- festu efnahagslífsins á skerinu: skyldi það því ekki hafa verið svo, að íslenskir stjórnmálamenn (eða ráðunautar þeirra) hafi ein- mitt fundið það út af hyggjuviti sínu, að Mörlandar gætu skotið öðrum þjóðum ref fyrir rass með einstakri, fádæma snjallri og óeftirlíkjanlegri lausn verðbólgu- vandans með því að taka fyrstir og einir upp bókatryggingu á gjaldmiðlinum, -með því að hafa samanlagðan bókmenntaarfinn lokaðan inni í Þjóðarbókhlöð- unni sem tryggingu fyrir stöðugu gengi krónunnar? Því er varla unnt að hugsa sér hagnýtara og nútímalegra hlutverk fyrir þessa auðlegð þjóðarinnar. Um leið og menn eru búnir að hugsa þessa hugsun liggur allt samhengi hlut- anna ljós fyrir, og ef þeir eiga erfitt með að trúa því að þetta hafi verið hugmyndin bak við áætlanirnar um Þjóðarbókhlöð- una, þurfa þeir ekki annað en fara vestur á Mela og skoða húsið sem þar er að rísa. Minnir það nokkurn á bókasafn? Allt bygg- ingarlagið, þykkir múrarnir, skotraufarnar sem í þeim eru og síkið í kring sýna glögglega að þessu húsi hefur aldrei verið ætl- að að vera lestrarmiðstöð, heldur er það rammbyggt virki, - Fort Knox okkar ísa kalda lands. Hagnýt sjónarmið En þótt þessi hugmynd hafi verið ótrúlega snjöll var hún samt ekki endanleg lausn efnahags- HUGVEKJA E.M.J. vandans, því þegar búið væri að tryggja gjaldmiðilinn svona kirfi- lega, hvernig áttu þá valdhafarnir að geta rokkað með gengið þegar það var nauðsynlegt til að bjarga atvinnuvegunum sem römbuðu á barmi gjaldþrots? Önnur hug- mynd kom því fram, og hún var sú að tengja íslensku krónuna við „Evrópuskildinginn" og fá þar einhvern bakhjarl, því alltaf væri hægt að losa þau tengsl eftir hent- ugleikum. Eftir þetta var engin ástæða til þess lengur að hamast við að koma Þjóðarbókhlöðunni upp í skyndingu, og alveg eins hægt þess vegna að bíða til ársins 2074 eða þá ársins 2174, eins og hagkvæmt var fyrir hlutverk byggingarinnar sem minnis- varða. Með því móti fæst líka frestur til að hugleiða tilgang hennar upp á nýtt: í stað þess að vera þjóðarbókhlaða (sem er ekki lengur þörf) gæti hún fengið eitthvert almennt og hagnýtt hlutverk sem væri í betri takt við þjóðlíf nútímans, t.d. orðið „bókhaldshöll“. Allt öðru máli gegnir um hand- boltahöllina: öll rök hníga að því að bygging hennar megi alls ekki tefjast, heldur verði hún að rísa mót himni sem allra fyrst. Reyndar virðist það eitthvað þvælast fyrir baráttumönnum hallarinnar að skilgreina þessi rök og setja þau fram með þægi- legri marksækni. Þeir benda að vísu á, að það sé alveg tilvalið að nota þetta mikla íþróttamusteri einnig til tónleikahalds, og forða þannig þjóðinni frá þeirri fárán- legu óráðsíu að fara að klambra upp einhverri tónleikahöll. En þótt hver maður sjái hvílík lyfti- stöng það hlýtur að verða fyrir íslenskt tónlistarlíf, þegar hægt verður að flytja hin undurblíðu og viðkvæmu sönglög Sjúberts á miðjum leikvanginum í fþróttsal sem tekur nokkra tugi þúsunda í sæti, fyrir utan alian sparnaðinn sem því fylgir, eru þessi rök dá- lítið einhæf og hræra varla upp í sálarlífi margra annarra en aðdá- enda Sjúberts. Paöreimur stjórnmálanna Þess vegna ætla ég auðjúk- legast að benda á önnur not sem hægt væri að hafa af handbolta- höllinni: reyndar eru þau aðeins ný vídd í upphaflegu hlutverki hallarinnar en hún er yfirþyrm- andi djúp og yrði þjóðinni til um- talsverðs sparnaðar. Má segja að hugmyndin um slík not liggi beinlínis í loftinu, þótt enginn hafi orðið til þess fyrri að setja þau fram. Grúskarar í formum fræðum, ef einhverjir eru ennþá eftir, muna kannski eftir því að í Býs- ans var allt stjórnmálalíf afnum- ið, en í staðinn fyrir það voru haldnir miklir kappleikir á leikvelli Konstantínópelborgar, „Paðreiminum“ eins og norrænir menn kölluðu hann. Voru hin ýmsu lið nánast eins og stjórnmálaflokkar, en þrátt fyrir þessa myndbreytingu stjórnmál- anna bar ekkert á því að ríkið stæði völtum fótum, a.m.k. ekki fyrstu aldirnar, áður en óveðurs- skýin tóku að hrannast upp í austri; það stóð jafnvel þúsund árum lengur en vestrómverska ríkið. Þess vegna er uppástunga mín sú, að í staðinn fyrir að leggja fram lagafrumvörp og slíkt á Al- þingi, ræða þau á þeim vettvangi og greiða síðan atkvæði, verði einfaldlega keppt um þau í hand- boltahöllinni, sem yrði þannig okkar Paðreimur: ákveðið verði fyrirfram að vinni tilgreint lið skuli frumvarpið ná fram að ganga en að öðrum kosti skuli það teljast fallið. Með þessu móti mætti spara allan kostnað við Al- þingi og þingmannahald yfirleitt, án þess að stjórn landsins þyrfti að versna nokkuð til muna við það, en auk þess myndi eitt vinn- ast: það myndi koma mikil spenna í landsstjórnina á skerinu, sem væri líkleg til að vekja nýjan áhuga almennings og gera hann að virkum áhorfanda, eins og hann er gagnvart íþróttum. Því ímyndum okkur t.d. að nú verði lagt fram frumvarp á Alþingi um að taka góðan skerf af gróðanum af happdrætti Háskóla íslands, og verja honum til að setja gír- skiptingu á skopprakringluna efst á hitaveitutönkunum, á þeim for- sendum t.d. að með því móti yrði hún einkar hentug fyrir kennslu í stjórnmálafræðum: það er lítill vafi á því hver niðurstaðan yrði, frumvarpið yrði samþykkt þegar í stað. En ef í staðinn yrði látin fara fram keppni um frumvarpið í handboltahöllinni, horfði málið allt öðru vísi við: það væri raun- veruleg og hreinlega rafmögnuð spenna í lofti og úrslitin kannski óviss fram á síðustu mínútu. Þess vegna er brýnt að koma handboltahöllinni upp hið bráð- asta og ekki horfa í skildinginn. Það væri sorglegt til þess að vita ef þingmenn létu sína eigin korp- oratísku stéttarhagsmuni sitja í fyrirrúmi fyrir þjóðarhag og hættu við bygginguna. e.m.j. Föstudagur 26. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.