Þjóðviljinn - 26.01.1990, Síða 19

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Síða 19
• // Kannski er Alli fórnar- lamb Ólafur Haukur Símonarson: Angist Alla birt- ist í því formi að hann níðist á þeim sem næstir honum standa Leikfélag Reykjavíkurfrum- sýnir Kjöt, nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson á stóra sviöi Borgarleikhússins íkvöld. Eins og nafnið bendir til fjallar leikritið um kjöt, lifándi og dautt, en leikurinn gerist bakatil í kjötbúð í Reykjavík í byrjun sjöunda ára- tugarips. Við sögu koma mæðg- inin Salvör og Aðalsteinn versl- unarstjóri, afgreiðslustúlkurnar Mafta og Magdalena og aðstoð- arfnennirnir Bergþórog Matthí- ^s, - og ekki má gleyma eiganda verslunarinnar, Magna, en hann minnir stöðugt á sig með risa- stóru emminu á sloppum starfs- fólksins. Alli verslunarstjóri virðist, að minnsta kosti í fljótu bragði, vera dæmigerð lítil karlremba. Hann kemur fram við móður sína sem væri hún gólfmotta og er ekki mikið skárri við Mörtu, sem elsk- ar hann. Borgþór er hans undir- gefni þræll. Matti og Magdalena eru svolítið sér á báti því Malla lætur ekki kúga sig og Matti er gestur á staðnum, fulltrúi verald- arinnar fyrir utan kjötið, menntaskólastrákur sem er hrif- inn af Bítlunum. Og Magni? Magni ríkir yfir öllu. Hann er allsstaðar og hvergi, og Alli er fulltrúi hans. - Ég vann í kjötbúð þegar ég var unglingur, reyndar í tveim kjötbúðum, segir Ólafur Haukur. Það hefur lengi verið á stefnuskrá að semja sögu eða leikrit sem gerðist á slíkum stað. Ég hef alltaf heillast af stöðum þar sem er sterkt og afgerandi andrúmsloft, bílaverkstæðum, sláturhúsum, flugstöðvum. Kjöt- búð er mjög skemmtilegt sögu- svið, þama hrærist bæði lifandi og dautt hold. Það er ekki hægt að saga sundur skrokka allan daginn án þess að leiða hugann að hinstu rökum. Þetta er á engan hátt lykilverk. Slíkt gengur alls ekki í leikhúsi, þótt það kunni að ganga í skáld- sögu. En ég hef vissulega fyrir- myndir. Allt sem höfundur skrif- ar á sér fyrirmyndir í raunveru- leikanum, hvaðan ættu fyrir- myndirnar annars að koma? En það þarf ekki nema eitt tilsvar, eina mynd, eitt atvik til þess að kveikja langa sögu. Sitji ég til dæmis í flugstöð er það segin saga að ég byrja að stara á einhverja bláókunnuga manneskju og spinna upp sögu um hana. Kjöt gerist á árunum 1962-63, þegar ég var sjálfur unglingur. Ég átti heima vestur í bæ, í næsta námunda við braggahverfi. Þá voru leifarnar af þessum risa- kömpum um alla borgina, kana- partýin geisuðu ennþá, en þetta var allt á síðasta snúningi, það var verið að hreinsa til eftir stríðið bæði á ytra borðinu og í hugskot- unum. Og á þessum árum byrjaði að heyrast í fyrsta skipti orðið ungiingamenning og það var far- ið að tala um unglinga þetta og unglinga hitt. Og svo komu Bítl- arnir með sína ófyrirleitnu mús- ík, tóku af okkur ómakið að sparka í rassinn á eldri kynslóð- inni og voru okkur þessum bólu- gröfnu unglingaskrýmslum sannkallað leiðarljós í myrkrinu. Nú dregur þú skýrar línur þeg- ar í upphafi. Alli kúgar eða reynir að kúga alltog alla, treður á móð- ur sinni... - í þessu leikriti er sett fram ein miðlæg spurning og í kringum hana raðað öðrum tengdum. Ég vona að áhorfendur virði mér til vorkunnar þótt ég svari ekki spumingum leiksins fyrirfram á prenti. Það er rétt, vissulega birt- ist angist Alla í því formi að hann níðist á þeim sem næstir honum standa, en kannski er hann á sinn hátt líka fómarlamb, eins og okk- ur karlmönnunum er svo gjamt að segja. Hann er jú alinn upp af móður sinni og hefur ekki ömgga hugmynd um það hver faðir hans er. Og það er svo undarlegt að þriggja fjögurra ára drengir í dag, sem aldir eru upp af hinum stæk- ustu kvenréttinda- og jafnréttis- konum, þeir eru engu betri en forverar þeirra, oftar en ekki hin- ar örgustu karlrembur. Það læð- ist að manni sá gmnur að þetta sé ekki jafn einfalt mál og margir hafa haldið, genin séu bara miklu sterkari en frómar óskir og fræðslubæklingar. En það má segja um Alla eins og Hamlet forðum að hann er fullur af illum grun og velkist svo mjög í vafa um allt, sjálfan sig, sína nánustu og gildi sitt, að hann dregur alla með sér í ógæfuna. Viö ver&um a& leita a& nýjum formum Hvernig líst þér á stöðu leikhúsa og leikritunar hér á landi? Hver heldurðu að þróunin verði? - Ég hef trú á því að íslenskt leikhús og leikritun muni taka talsverðum breytingum á næstu árum. Við erum að ljúka ákveðn- um kafla í okkar leikritunarsögu, sem er afar stutt. Við erum búin að gera ákveðnum yrkisefnum skil, það á einkum við breytingar á gildismati og siðum þjóðarinnar í umrótinu eftir stríðið. Einnig hafa meftn svona í leiðinni verið að deila á neysluæðið og streituna. Þetta hefur aðallega gerst með raunsæislegri aðferð, og hefur tekist ágætlega á margan hátt. Við höfum búið við alveg ein- Salvör stritar t kjötinu undir eftiriiti Alla (Hanna Maria Karisdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson). stæð skilyrði, sem er almennur leikhúsáhugi. Það er ekki þröng- ur hópur einhverra menningar- vita sem stundar leikhúsið, það er hinn stóri hópur skynsamra al- þýðumanna. En það er líka erfitt að þurfa að gera svona breiðum hópi til geðs, sú hætta er alltaf fyrir hendi að leikhúsið fari að eltast við meintan smekk ein- hvers meðal Jóns. Við verðum að finna leiðir til að brjótast út fyrir þann ramma sem við höfum hald- ið okkur innan, við verðum að leita að nýjum formum, fitja upp á nýjum yrkisefnum. En helst ætti þetta að gerast án þess að hið góða samband við áhorfendur rofni. Ég held að tímabil Þjóðleik- húsanna með stórum staf sé liðið. Þjóðleikhúshugmyndin er barn síns tfma, hún kemur fram þegar þjóðríkin þykjast þurfa á því að halda að stappa þegnunum sam- an og sýna ákveðið andlit út á við. En í dag spyr enginn: Eigið þið Þjóðleikhús? heldur: Eruð þið að gera eitthvað merkilegt í leiklist? Auðvitað mega húsin heita Þjóðleikhús áfram, en það verð- ur að brjóta upp það stirðnaða rekstrarform sem hefur verið á þessum stofnunum. Tímarnir eru breyttir, það er spurt um inntak, ekki form. Leikhúsið verður að vera kraumandi pottur, ekki safn. Þarna eiga listamenn að hafa starfsaðstöðu, en þarna á ekki að safna ríkisstarfsmönnum á bása. í leikhúsinu verður að vera hreyfing og líf, þeir hæfustu eiga að fá að ráða ferðinni, þeir ungu að fá að sanna sig, þeir óhæfu að víkja. Þetta er lögmál lífsins og þess vegna verður það líka að vera lögmál leikhússins, annars verður leikhúsið viðskila við lífið. Okkur kemur allur heimurinn vi& - Leikritunin hlýtur að taka breytingum. Heimurinn er á fleygiferð í augnablikinu. Og við erum í hringiðunni miðri. Og það er enginn merkilegri en það sem hann gerir. Skeiði hugmynda- kerfanna er endanlega lokið. Það er tilgangslaust að troða upp á okkur hugmyndafræði, við erum búin að fá nóg af kreddum hvort sem þær heita kommúnismi eða frjálshyggja. í dag er verið að endurskilgreina undir kjörorð- inu: Einstaklingurinn er merki- legri en öll kerfi, öll hugmynda- fræði, allar stofnanir. Þetta gildir líka um leikhúsið. Leikhúsið verður að beina athyglinni að listamanninum. Takmark Þjóð- leikhússins á ekki að vera að standa undir sér, sjá ákveðnum fjölda fólks fyrir vinnu eða tryggja hámarks sætanýtingu. Okkur kemur allur heimurinn við. Og það er ekkert fyrirfram gefið og ekkert blífanlegt. Og í leikhúsinu verðum við að lýsa heimi sem er grimmur, brota- kenndur, hættulegur og dásam- legur. Auðvitað höldum við áfram að segja sögur á leiksvið- inu, en það verður að gefa mönnum tækifæri til að segja þær á annan hátt en gert hefur verið hingað til. Mér dettur í hug Stór og lítill eftir Botho Strauss, sem Þjóð- leikhúsið sýndi 1988. Það var djarft og þarft hjá Gísla Alfreðs- syni að feia ungum leikstjóra að setja það verk á svið. Þar notar Strauss eins konar collage tækni til að ná fram niðurstöðu, heildaráhrifum. Ég held að það verk gefi okkur vísbendingu um það í hvaða átt leikritun muni þróast. Leikritin verða brota- kenndari og samsettari eins og veröldin. Ég geri mér engar hugmyndir um að ég sé að breyta heiminum með því sem ég skrifa. Það er tæpast heldur hlutverk bók- mennta. En sé höfundur heiðar- legur gagnvart sinni lífsreynslu, getur han.i kannski miðlað ein- hverju sem annað fólk getur haft gagn og gaman af. Mér hefur alltaf fundist það ein besta sönn- un þess að leikhúsið eigi tiiveru- rétt, þegar fólk kemur út af sýn- ingu og segir: Eru virkilega til svona manneskjur? Því þetta er góð spuming. Er til einhver Hamlet? Er hann ekki í okkur öllum? Og minna örlög þeirra Sjáséskúhjóna ekki á örlög Mac- bethhjónanna? Erum við ekki öll að bíða eftir Godot? Og svo ég vitni í Matthías í leikritinu Kjöt: Snýst þá allt um peninga og kjöt? Sigrún Valbergsdóttir leikstýr- ir Kjötinu og Messíana Tómas- dóttir gerir leikmynd og búninga. Þröstur Leó Gunnarsson leikur Aðalstein verslunarstjóra, Hanna María Karlsdóttir Sal- vöru, móður hans og þær Ragn- heiður Elfa Arnardóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir Maríu og Magðalenu. Borgþór leikur Árni Pétur Guðjónsson, Matta Stefán Jónsson, ungur leikari, sem stíg- ur sín fyrstu spor á sviði að námi loknu og Þorsteinn Gunnarsson leikur alvaldinn Magna. LG Föstudagur 26. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.