Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 25
Regnboginn SSL 25 ★ ★★ Frisklegt og vel heppnaö byrjandaverk frá Oskari. Gœti allt eins veriö upphaf aö íslenskri nýbylgju og hefur allt sem þarf til að vekja góðar vonir um framhaldið. Háöiö er oft á tíöum yndislegt og útfœrslan lipur. Le dernier metro ★★★ (Síðasta lestin) Það fer að verða síðasta taekifæri fyrir fólk að sjá þessa dásamlegu mynd Truff- auts. Óðurinn til leikhússins og stríðsár- anna kemst vel til skila í myndrænu and- rúmslofti. Catherine Deneuve hefur sjald- an verið meira sjarmerandi en einmitt hér. Laugarásbíó Parenthood ★★★ (Barnabasl) Ein af hlýlegri myndum Ron Howards með hóp úrvalsleikara. Allt býsna vel gert, en flest hefur maður samt sóð einhvers staðar áður. Pelle erobreren ★★★★ (Pelle sigurvegari) Sannarlega meistarverk ársins og það albesta sem komið hefur frá Dönum og jafnframt Norðurlöndum í mörg ár. Bille August hefur tekist að gæða fjórðung skáldsögu Nexös einstöku lifi með yndis- legri epískri frásögn. Samleikur Hvene- gárd og Von Sydows er með ólíkindum og kvikmyndatakan gullfalleg. Upplifun sem enginn má láta fara framhjá sér. Húrra fyrir Dönum. Bíóhöllin Johnny Handsome ★★ (Johnny myndarlegi) Mickey Rourke leikur engan meðaljón frekar en fyrri daginn, tekur áhættu með kyntákns-ímynd sfna og er leikari góður. Afbrotasálfræðin er ekki aðalatriðið hér, heldur drungaleg saga af undirheimalýð í Suðurrikjunum sem hættir því miður að koma þér á óvart þegar til lengdar lætur. Ry Cooder fer fimum höndum um gítarinn. Oliver & Company ★★★ (Óliver og félagar) Það liggur við að þessi sé frekar fyrir þá fullorðnu. Bein skírskotun til Dickens er vel gerð og persónurnar eru frábærar og skýrt skapaðar. Allir f bíó, allt frá börnum til ömmu og afa. Bíóborgin Dead Poets Society ★★★ (Bekkjarfélagið) Peter Weir nær sér aftur á strik eftir mis- heppnaða Moskltóströnd. Hór er öll vinnsla óaðfinnanleg en auðvitað má velta sér uppúr undarlegri hegðan ýmissa per- sóna. Best er hve vel tekst að skapa eðli- legt og trúverðugt andrúmsloft þegar mis- jafnlega þroskaðir drengir reyna að hafa „Carpe Diem“ að leiðarljósi. Weir sýnir hæfileika sína I leikstjórn með mögnuðum atriðum og agaðri stjórn á drengjunum -1 anda skólans illræmda. Glæsilegar landslagstökur Seales eru I anda klassíkur á borð við Barry Lyndon. Hágæða drama, sem umfram allt hefur mikið fram að færa á samfélag okkar og minnir okkur á að ekki er allt sem sýnist I andrikislausu lífsgæða- kapphlaupinu. Háskólabíó Black Rain ★★ (Svart regn) Ridley Scott svlkur ekki hvað hvarðar glæsilegt útlit: Ijós-skuggar, birta-gufa, viftur-hansagardinur, snotur notkun stórra telelinsa á breiðtjaldi ofl., en vonandi er hann ekki að slga niður til bróður sins Tony. Að visu þokkalegasti tryllir en sagan er nauðaómerkileg og endirinn hræðilegur miðað við hve löggan Douglas var aumkunarverður karakter. Athugasemd: Þótt Scott eigi margt sameiginlegt með Adrian Lyne (Fatal Attraction) þarf ekki að auglýsa þá sem sama manninn. Cousins ★★ (Innan fjölskyldunnar) Einkar þægilegt og gamansamt fjöl- skyldudrama. Ristir þó aldrei djúpt, en hef- ur þessi grátbroslegu atvik hversdagslífs- ins og auðvitað er gaman að rómantíkin vinnur yfirburðasigur á hinum dauðu, ver- aldlegu gæðum. Hinsvegar kemur það ekki á óvart að hetjuskapurinn ber stund- um rómantíkina ofurliði og mörkin á milli hins góða og illa þurta ekki endilega að vera svo skýr. Stjömubíó See No Evll, Hear No Evil ★★ (Skollaleikur) Pryor og Wilder leggja enn einu sinni í púkk og nú aftur undir stjórn Hillers. Góð hugmynd (blindur og heyrnariaus) og i flestan stað nokkuð vel unnið úr henni. Lætin keyra þó stundum um þverbak, en aðdáendur beggja aðalleikara láta það varla á sig fá og hljóta að skemmta sér hið besta. Magnús ★★★ Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og jatnframt i hópi betri kvikmynda sem gerð- ar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náð auknum þroska sem listamaður og byggir mynd sínavel upp tii að byrja með en ým- issa brotalama fer að gæta þegar leysa á úr vandamálum höfuðpersóna. Oft yndis- legur gálgahúmor og Magnús er sannkölluð skemmtimynd fyrir alla aldurs- hópa. STAÐGREÐSLA 1990 BIFREIÐA HLUNNINDI Endurgjaldslaus afnot launamanns af bifreið launagreiðanda eru staðgreiðsluskyld og skulu þau metin honum til tekna þannig: Af bifreið sem tekin var í notkun á árunum 1988 og 1989 eða tekin verður í notkun á árinu 1990 skal meta 20% af kostnaðarverði bifreiðarinnar sem hlunn- indi til tekna. Af eldri bifreið skal meta 15% af kostnaðarverði sem hlunnindi til tekna. Kostnaðarverð er skilgreint sem stað- greiðsluverð samkvæmt verðlista á sams konar bifreið nýrri af árgerð 1990, að með- töldum kostnaði vegna hvers konar auka- og sérbúnaðar. Verðlisti fæst hjá skattstjór- um og RSK. Hafi launamaðurgreitt hluta af verði bifreiðar skal lækka verð bifreiðarinn- ar til hlunnindamats um þá fjárhæð sem launamaðurinn sjálfur greiddi. Séu endurgjaldslaus afnot launa- manns takmörkuð við ákveðinn kílómetra- fjölda þannig að hann greiði launagreið- anda sínum fyrir ekna kílómetra umfram umsamið hámark skal reikna honum full mánaðarleg hlunnindi til tekna uns umsömdu hámarki er náð. Eftir þau tíma- mörk skal draga greiðslu launamanns frá fjárhæð mánaðarlegra hlunninda og falla þau niður sé greiðsla launamanns jafnhá þeim. Mánaðarleg hlunnindi teljast 1/12 af hlunnindamati bifreiðar. Ef afnot launa- manns eru takmörkuð við hluta af mánuði skal meta bifreiðahlunnindi hans í réttu hlutfalli við þann dagafjölda í mánuðinum sem hann hefur afnot af bifreiðinni. Greiði launamaður eldsneytiskostnað (og smurningu) skal lækka hlunnindamat um 4 prósentustig, þ.e. í 16% eða 11 % eftir aldri bifreiða. Heimilt er að lækka hlunnindamat ef launamaður greiðir annan rekstrarkostnað enda afhendi launamaður launagreiðanda sínum kvittanir frá þriðja aðila fyrir slíkum kostnaði og fái hann ekki endurgreiddan. Greiði launamaður launagreiðanda sínum fyrir afnot af bifreið endurgjald sem er lægra en hlunnindamat, skal mismunur- inn teljast launamanni til tekna. Launamanni, sem hefur takmörkuð not af bifreið launagreiðenda, skal meta til hlunninda 14 kr. per ekinn km. Þetta á þó ekki við akstur milli heimilis og vinnustaðar ef slíkur akstur er honum ekki til hagsbóta. Endurgreiddur kostnaðurtil launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, er metinn þannig: Kílómetragjald undir viðmiðunarmörkum: Fyrir 1-10.000km 23.65pr.km. Fyrir 10.001 -20.000km 21.20 pr.km. Fyrir 20.001 km. -> 18.70pr.km. Þar sem kílómetragjald er lægra fyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi að fylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra, sem miðastvið „sérstakt gjald“ eða „torfærugjald“ sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður, má hækka viðmiðunarfjárhæðir sem hér segir: ---------------------------------- Fyrir 1 -10.000 km akstur-sérstaktgjald r wm — torfœrugjald Fyrir 10.001-20.000 km akstur - sérstakt gjald — torfœrugjald Umfram 20.000km akstur - sérstakt gjald — torfœrugjald hœkkun um 3.75 kr. pr. km. hœkkun um 10.85 kr. pr. km. hœkkun um 3.30 kr. pr. km. hœkkun um 9.65 kr. pr. km. hœkkun um 2.95 kr. pr. km. hœkkun um 8.50 kr. pr. km. :s Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu vegna kílómetragjalds er að færð sé reglulega akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt launamanni, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmer ökutækis. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ŒB AUGtySlNGAÞjONUSTAN SIA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.