Þjóðviljinn - 26.01.1990, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Qupperneq 17
ÞUS. TONN 500 Þorskafli á íslandsmiðuml 950-1989 400 300 200 10 ARA MEÐALTÖL Tillaga sjávarútvegsráðuneytis um þorskafla 1990 1950-59 1960-69 1970-79 1980-89 1990-? Heimild: Rit Hafrannsóknastofnunar nr. 14 ÞJÓÐVILJINN /ÓHT verðmætasköpun stæði undir stærri flota. Málið er að nýta þann flota sem fyrir er betur og draga úr nýsmíði skipa. Gylfi Þ. Gíslason, Þorkell Helgason og fleiri hafa sagt að flotinn muni minnka með álagn- ingu veiðigjalds. Ég fæ ekki séð að hægt sé að halda slíku fram með neinum rökum. Við getum hins vegar séð að flotinn minnkaði á tímabilinu frá ný- sköpun fram til 1956 og aftur á viðreisnarárunum. Það gerðist án þess að veiðigjaldi eða veiðitak- mörkunum væri beitt. Þar voru aðrar ástæður að verki. Röng fjárfesting Gylfi Þ. Gíslason hefur bent á að vöxtur í verðmœti fiskiskipa- flotans hafi verið hlutfallslega mun meiri en vöxtur aflaverð- mætis úr sjó. Sýnir það ekki að útgerðarmenn hafa fjárfest án til- lits til þess hvort fjárfestingin skilaði arði? Það er rétt að flotinn hefur vax- ið of mikið, en samanburður Gylfa er hins vegar ekki raunhæf- ur að því leyti að menn gera aðrar kröfur til skipa nú en áður, bæði um aðbúnað og tæknibúnað. Það er sama og gerst hefur á öðrum sviðum þjóðfélagsins, t.d. í bíla- flota landsmanna eða húsnæðis- málum. Skipin eru einfaldlega orðin dýrari. Það er hins vegar eitt sem er sérstaklega athugavert við vöxt fiskiskipaflotans undanfarin ár: þessi aukning hefur að mestu orðið í verksmiðjutogurum. Sérstaða okkar íslendinga í fiskveiðum, sem gerir okkur kleift að keppa við aðra, er fólgin í því að við búum á eyju úti á miðjum fiskimiðunum. Þessa sér- stöðu eigum við að nýta okkur. Verksmiðjuskipin er hægt að gera út með sama eða betri ár- angri frá Cuxhafen eða Ham- borg. Við eigum að nýta okkur nálægðina við miðin með því að koma með fiskinn ferskan að landi og vinna hann þar. Til þess þarf fiskvinnslustöðvar allt í kringum landið. Veiöigjald ekki til bóta Margir segja að veiðigjald muni ekki bara takmarka flotann, held- ur skapa grundvöll að heilbrigð- ara rekstrarumhverfi fyrir aðrar atvinnugreinar í landinu. Hvert er álit þitt? Jú, þetta er gömul umræða, sem hefur verið losaraleg þar til að Þorkell Helgason tók sig til og reiknaði þetta út. Forsendur þær sem hann gefur sér eru hins vegar með ólíkindum. f fyrsta lagi telur ÁSINN ER SKORINN VIÐ 200 hann að hægt sé að lækka gengið í eitt skipti fyrir öll til þess að jafna út áhrif veiðigjaldsins á afkomu útgerðarinnar. Það segir sig hins vegar sjálft að útgerðin mun halda áfram að krefjast gengis- lækkunar strax og þetta út- reiknaða jafnvægi raskast. Þann- ig mundi veiðigjaldið engu breyta, nema hvað kominn væri nýr skattur á sjávarútveginn. Ekkert segir okkur að þetta muni verða til þess að minnka flotann frekar en eitthvað annað, eins og áður var getið. Þær for- sendur sem Þorkell gefur sér í þeim efnum eru því miður svo út í hött, að óskiljanlegt er að þær skuli koma frá annars jafn reikningsglöggum manni. í þriðja lagi er svo ekkert sem segir okkur að verslun með veiði- leyfi muni hverfa. Kvótinn gengur nú kaupum og sölum á 20-25 kr. kílóið. Ef veiðileyfið verður selt á 10 kr. pr. kíló eins og Jóhann Antonsson stingur upp á, þá mun gangverðið bara fara upp í 35 kr. kílóið. Kvóti í skipi kostar 100 kr./kg Er það réttlœtanlegt að útgerð- armenn fái framseljanlegan einkarétt á nýtingu fiskimiðanna endurgjaldslaust? Útgerðarmenn leggja fram mikinn kostnað við fjármögnun sinna fiskiskipa, sem er forsenda þess að fiskimiðin séu nýtt. Auk þess búa þeir við eins konar auðlindaskatt þegar í dag. Sá sem kaupir skip þarf að kaupa veiði- réttinn um leið. Sá sem kaupir nýtt skip í dag þarf að greiða um 100 kr. fyrir veiðiréttinn á hvert kíló. Og hver selur? Sá sem fékk kvótanum úthlut- að á sínum tíma. Auðlinda- skattur myndi ekki breyta þessu. Það er augljóst að kvótakerfið í sjálfu sér var þenslumyndandi. Það hækkaði verð á skipum, hækkaði fiskverð og ýtti undir þrýsting á gengisfellingu og hafði þannig áhrif á almennt verðlag í landinu. Annað sem skiptir máli í þessu sambandi er, að því dýrari sem kvótinn verður, þeim mun meira öryggisleysi skapast í smærri byggðarlögum, sem óttast að kvótinn verði keyptur frá þeim af sterkari aðilum. Hlutverk fiskmarkaöa Þá komum við að máli sem Jó- hann Antonsson benti á.-forsenda hagrœðingar í fiskvinnslu er sér- hœfing, og forsenda hennar eru fiskmarkaðir, þar sem fisk- vinnslan getur valið sér hráefni eftir eigin þörfum. Er ekki hœgt að auka hlutverk þeirra? Reykjaneshornið er eini stað- urinn á íslandi sem býr við að- stæður sem eru eitthvað í líkingu við þá staði í útlöndum, þar sem fiskmarkaðir starfa. Munurinn er þó sá, að erlendis fer stærsti hluti fisksins beint til neyslu, en minnstur hluti til vinnslu. Hér er hins vegar nær eingöngu um framleiðslumarkaði að ræða, nema hvað fiskbúðirnar í Reykjavík nýta sér þetta að hluta. Hér á Reykjanessvæðinu eru aðstæður líka fyrir hendi til útflutnings með flugi í litlum mæli. Allt þetta býður upp á svo- lítinn möguleika til sérhæfingar og hagræðingar í framleiðslu. En það er fráleit óskhyggja að Iáta sér detta í hug að hægt sé að koma upp alvöru fiskmörkuðum úti á landi ef litið er með raunsæi á málin. Hér höfum við stórar fisk- vinnslustöðvar sem tryggja sér hráefni með því að eiga skipin sjálfar. Aðstæður bjóða ekki upp á það að hægt sé að hafa markað á hverjum stað, og ekki er hægt að bjóða Dalvíkingum og Ól- afsfirðingum upp á það að þurfa að fara til Akureyrar til þess að sækja sinn afla og auka sér þannig kostnað og fyrirhöfn, svo dæmi sé tekið. Ég vildi að vísu gjarnan sjá þann dag koma, að útgerð og vinnsla yrðu aðskilin, en það er óskhyggja að láta sig dreyma um að slíkt geti gerst í náinni framtíð. Styrkleiki okkar er fólkiö Ég get tekið undir margt það sem Jóhann Antonsson segir um ávinning af sérhæfingu í vinnslu, nýjungum í framleiðslu og mark- aðsleit. Sérhæfing er af hinu góða, þar sem hægt er að koma henni við. En styrkleiki okkar fiskvinnslu felst í þvf, að við eigum gott starfsfólk, sem getur unnið þorsk, ufsa eða karfa eftir hendinni þannig að fiskvinnslan getur nýtt allt hráefni sem til hennar berst. En óttast þú ekki að fiskmark- aðurinn hér á Reykjanesskagan- um muni gera minni staði sem ekki hafa aðgang að markaði ósamkeppnisfœra um fiskverð til sjómanna, eins og þegar hefur borið á? Það gefur auga leið að verð- viðmiðunin við fiskmarkaðina hér verður óhagstæð á meðan ekki fæst meira magn af fiski inn á markaðinn en raun ber vitni. Markaðurinn eins og hann er sýnir ekki raunverulegt fiskverð sem venjuleg fiskvinnslustöð get- ur greitt að jafnaði. Það er soðn- ingarmarkaður Reykjavíkur- svæðisins sem mótar verðið hér og litlar fiskvinnslustöðvar sem hafa sérhæft sig í ákveðinni fram- leiðslu og geta keypt hráefni þeg- ar þeim er það hagstætt. Slík fyr- irtæki hafa vissulega náð árangri, en við byggjum enga framtíð fisk- vinnslunnar í heild á slíku. Sú verðviðmiðun sem er raun- hæf fyrir fiskinn í sjávarplássum í kringum landið er fiskmarkaður- inn í E..glandi. Fiskvinnslan ætti ekki að eiga erfitt með að keppa við hann ef flutningskostnaður, rýrnun og sölukostnaður eru reiknaðir inn í dæmið. Fiskverslunina inn í landið Hvaða augum lítur þú þá hug- mynd að stefnt sé að því að flytja fiskverslunina inn í landið í stað þess að sigla með fiskinn? Mér finnst það góð hugmynd sem vinna beri að. Hún myndi að sjálfsögðu fela í sér lægra verð miðað við það sem fengist á mörkuðum erlendis, því flutn- ingskostnaður o.fl. myndi drag- ast frá, en ávinningurinn væri engu að síður augljós. Að þessu sögðu má Ijóst vera að mörg álitamál eru enn óleyst í umræðunni um stjórnun fisk- veiða. Það ræður hins vegar úrs- litum um efnahagslega afkomu þjóðarinnar hvernig á málunum er haldið. Því er frekari umræða um málin nauðsynleg og gagnleg, ef samstaða á að nást. Frekari innlegg í umræðuna eru vel þegin hér í NýjuHelgarblaði. -ólg Vesturlandinu sótt fast á miðin þar. Margir staðhæfa, þ.á m. sumir fiskifræðingar, að togar- arnir hafi skolað fyrir borð miklu magni af smáfiski á árunum 1985-1987, og það skýri að hluta hversu fljótt þorskárgangurinn frá 1983 hvarf af miðunum. Norður-norsku sjávarþorpin byggja afkomu sína einhliða á sjávarútvegi, og nú þegar aflinn bregst, eru allar bjargir bannað- ar. Fólkinu finnst það nú þurfa að afplána dóm fyrir syndir sem aðr- ir hafa drýgt. Og sá dómur er þungur. Skipting kvótans Þann 12. janúar skýrði sjávar- útvegsráðuneytið frá skiptingu þorskkvótans fyrir 1990. í Finnmörk lítur dæmið þannig út að af 2.430 skráðum fiskibát- um í fylkinu fá 486 að veiða þorsk. Til þess að hafna í þessum hópi þarf báturinn að hafa landað ákveðnu aflamagni síðustu árin, og reyndin verður því sú, að þeir sem urðu verst úti í selaplágunni fá engan kvóta í ár. Árskvótinn á hvern bát getur heldur varla verið minni. Minnstu bátarnir fá að veiða 9 tonn, en þeir stærstu 49 tonn. Togararnir eru þá ekki taldir með, en hver togari fær um 380 tonn. Það er því fljótséð að hvorki er rekstrargrundvöllur fyrir bátana né fyrirtækin í landi. Öll norður-norska ströndin stendur frammi fyrir gjaldþroti og atviijnuleysi. Finnmerkurbúar biðja um hjálp Allt fram á síðustu daga hefur fólk haldið í vonina um að ríkis- stjórnin grípi í taumana og komi landshlutanum til hjálpar. Frá því þorskveiðibannið skall á í fyrra hefur verið stöðugur straumur af ályktunum og bæna- skrám til stjórnvalda frá Finn- merkurbúum, með ósk um hjálp. Fyrst og fremst biður fólk um tímabundna efnahagsaðstoð, þar til þorskstofninn nær að vaxa, til að mynda með þeim hætti að sjó- menn fái rétt á fullum atvinnu- leysisbótum, og skuldir sem hvíla á bátum og íbúðarhúsnæði verði frystar. Þar að auki hafa margir krafist þess að stjórnvöld viður- kenni hefðbundinn rétt Finnmerkurbúa til þess að nýta fiskistofna í Barentshafi. Þessi krafa þýðir í reynd að togaraflota Vestlendinga verði meinaður að- gangur að miðunum. Hvorki Verkamannaflokks- stjórnin sáluga né hin nýja hægri- stjórn Jans P. Syse hafa svarað þessu með öðru en þögn. Meira að segja sjómannskonur frá Suðurey í Finnmörk mættu daufum eyrum hjá Gro Harlem Bruntland í sumar þegar þær sóttu hana heim. Þær höfðu von- að að Gro, sem kona, myndi skilja þá vá sem vofði yfir heimil- unum. Auglýsingar um nauðungar- uppboð fylla nú síður dagblað- anna. Milli áranna 1988 og ’89 fjölgaði þeim um 100% í Finn- mörk. I reynd eru fasteignirnar verðlausar í sjávarplássunum, hvert heimilið á fætur öðru stend- ur frammi fyrir gjaldþroti. Fólkið á ekki um annað að velja en að leita á náðir hins opinbera, eða taka sig upp og leita að atvinnu í öðrum landshlutum, í landi þar sem hátt á annað hundruð þús- und manns eru skráðir atvinnu- lausir. Svo er eftir að vita hvort sú uppreisn sem oddvitinn f Loppa hefur hrint af stað fær vakið áhuga ríkisstjórnarinnar á ör- lögum þessa fólks. Alta 16.1. 1990 Einar Eyþórsson Föstudagur 26. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.