Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Blaðsíða 18
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Lokaæfing Timmans - Hannes efstur á Skákþingi Reykjavíkur Um mánaðamótin febrúar/mars setjast við taflið í Kuala Lumpur í Malasíu þeir Anatoly Karpov og Jan Timman. Sigurvegarinn í því einvígi öðlast réttinn til að skora á heims- meistarann Garrí Kasparov. Það er aðeins Timman sem stendur í vegi fyrir fimmta einvígi skákrisanna svoköiluðu og þeir eru ófáir sem óska Hollendingum velgengni af þeirri ástæðu einni að fimm einvígi séu nú einum of mikið af því góða. Því eru ekki ailir sammála og ástæðan sára- einföld: ein úrslit í einvígi Kasparovs og Timmans eru gefin. Timman, öfugt við Karpov, hefur þrátt fyrir styrk sinn enga möguleika gegn Garrí Kasparov. svo framarlega sem Kasp- arov mæti til leiks, en það er ekki alveg á tæru. Ef marka má yfirlýsing- ar meistarans, fer heimsmeistaraein- vígið fram f Lyon í Frakklandi næsta haust. Framganga Timmans í áskorenda- keppninni hefur vakið fögnuð heima fyrir. „í Hollandi þekkja allir Tim- man,“ sagði hollenskur stórmeistari við mig á dögunum. Og þarlendir munu fylgjast grannt með viður- eigninni í Malasíu. Möguleikar Tim- mans í þessu einvígja þykja þó heldur litlir. Hann hefur ekki unnið eina ein- ustu skák af Karpov síðan 1982 en á tapskákunum kann ég ekki tölu. Það er ekki styttra síðan en 1988 að hann tapaði sex sinnum fyrir Karpov. Fyrri viðureignir þurfa þó ekki að skipta neinu höfuðmáii í einvígjum, það sannaðist í Buenos Aires 1927 þegar Capablanca og Aljékín háðu sitt fræga einvígi og aftur 1972 í Laugar- dalshöll. Á aðventu gekkst kaþólska út- varpsstöðin í Hollandi, KRO, fyrir æfingaeinvígi fyrir Timman og hefur raunar gert mörg undanfarin ár. Þar hefur hann átt í höggi við marga fremstu skákmeistara heims þ.á m. Garrí Kasparov. Andstæðingur hans að þessu sinni var Nigel Short sem féll svo óvænt út úr áskorendakeppninni 1988 er hann tapaði fyrir landa sínum Jonathan Speelman, 1V4: 3'/2. Þetta var eiginlega hálfgert áfall fyrir enskt skáklíf. Speelman er vissulega hinn geðugasti náungi en þykir koma um of til móts við þá lífseigu bábilju enskra að skákmenn séu upp til hópa sérvitringar og furðufuglar. Short er aftur á móti vel þekkt nafn í Englandi eins og sagan ber með sér er hann grúfði sig yfir vasatafl í lest á leið heim til Manchester og framh- leypinn náungi kom til hans og sagði: „Tökum eina. Þú átt örugglega engan séns á móti mér, nema náttúrlega þú sért Nigel Short.“ Eftir hrakfarirnar fyrir Speelman hefur verið fremur hljótt um Short. Hann hefur vissulega náð ágætum ár- angri af og til en þykir ekki jafn sjálf- sagt heimsmeistaraefni og áður. Byrjunin á einvíginu við Timman virtist benda í þá átt að Short væri heillum horfinn. Að sama skapi gladdi kraftmikil taflmennska Tim- mans landa sína og komst í 2:0. Að- eins virtist formsatriði að ljúka ein- víginu. En Short var ekki af baki dott- inn, fyrst náði hann jafntefli og síðan jafnaði hann metin með tveimur ör- uggum sigrum. Hann sótti stíft í síð- ustu skákinni en jafntefli varð niður- staðan. Besta skák einvígisins var sú fimmta. Short tefldi sérstaklega vel. Hann valdi lítt þekkt afbrigði af Sikil- eyjarvörn og Timman virtist gera sig ánægðan með jafntefli, stofnaði til stórfelldra uppskipta en Short fann alltaf einhverja smugu og vann að lokum með nokkrum hnitmiðuðum leikjum: Jan Timman - Nigel Short Sikilcyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-Rc6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-e5 5. Rb5-d6 6. c4-Be7 7. Rlc3-a6 8. Ra3-Be6 9. Be2-Bg5 (Ein hugmyndin með byrjunartafl- mennsku svarts kemur hér í ljós. Svartur léttir á stöðu sinni með upp- skiptum á biskupnum.) 10. Bxg5-Dxg5 11. 0-0-Hd8 12. Rd5-h5 13. Rc2-h4 14. Dd3-Bxd5 15. exd5-Rce7 16. De3-Dxe3 17. Rxe3-Rh6 18. 14? (Þessi Ieikur þjónar einungis hags- munum svarts því hann fær e5- reeitinn til umráða. Timman hefði betur einbeitt sér að peðaframrás á drottningarvæng.) 18. .. exf4 19. Hxf4-Rg6 20. He4+-Kd7 21. Bg4+-Rxg4 22. Hxg4-Hde8 23. Rf5-He2 24. b4-h3! auk erfiðrar stöðu kominn í tíma- hrak.) 34. Hg7-Rg5 35. Hgl? (Lokamistökin. Eini möguleikinn til að verjast lá í 35. Ke2.) 35. .. Hd2+ 36. Kfl-Hc3! og Timman gafst upp. Afar sannfærandi taflmennska hjá Short. Hannes hlífar enn efstur á Skákþingi Reykjavíkur Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir af Skákþingi Reykjavíkur og er ljóst að baráttan um sigurinn kemur til með að standa á milli Hannesar Hlíf- ars Stefánssonar og Þrastar Þórhalls- sonar. Hannes vann Héðinn Steingrímsson á miðvikudagskvöldið og Þröstur lagði Sigurð Daða Sigfús- son. Staðan á mótinu er þá þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 7VI v. 2. Þröstur Þórhallsson 7 v. 3.-4. Þröstur Árnason og Árni Ármann Árnason 6V2 v. 5.-9. Héðinn Steingrímsson, Ögmundur Kristinsson, Lárus Jö- hannesson og Snorri Karlsson. Lausn á skákþraut í síðasta pistli birtist eftirfarandi skákþraut: n—m—in—® , a b c d e f g h Hvítur mátar í 3. leik: Lausn: 1. Da3!-Kf4 (1. .. Ke6 eða 1. .. Kg6 2. Da7 og 3. D7 mát eða 3. Dh7 mát) 2. Rd4! cxd4 3. D18 mát. (Kjarninn í áætlun Shorts birtist hér. Þessi glæsilegi peðsleikur opnar línur að kóngsstöðu Timmans sem nú á mjög í vök að verjast.) 25. c5-Re5! 26. Hxg7-dxc5 27. bxc5-hxg2 28. Hxg2-Rf3+ 29. Kfl-He5! 30. Rd6-Hxd5 31. Rxb7-Rxh2+ 32. Kgl-Rf3+ 33. Kf2-Hh3! (Enn þrengist hringurinn. Timman ar a b c d e f g h Hvítur mátar í 3. leik. ath!!!! Engin ferð án tryggingar Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar sigraði Reykjavíkurmótið í sveita- keppni 1990, eftir úrslitaleik við sveit Samvinnuferða/Landsýnar. Sveit sig- urvegaranna skipa: Sigtryggur Sig- urðsson, Bragi Hauksson, Asmundur Pálsson, Guðmundur Pétursson, Hrólfur Hjaltason og Ásgeir Ás- björnsson. f undanrásum áttust við sveitir Tryggingamiðstöðvarinnar og Verðbréf fslandsbanka. Þeir fyrr- nefndu sigruðu 106-78. í hinum leiknum áttust við sveitir Samvinnu- ferða og Flugleiða. Þeir fyrrnefndu sigruðu næsta auðveldlega 84-51. Úrslitaleikurinn var aldrei nein skemmtun fyrir áhorfendur, svo miklir voru yfirburðir sigurvegar- anna. Eftir 16 spil var staðan 54-29. Eftir 32 spil var staðan orðin 101-55, og er upp var staðið, eftir 48 spil, var munurinn kominn í 135-69 og örugg- ur sigur í höfn. Flugleiðir sigraði svo Verðbréfin í leik um 3. sætið, með 62-29. Þetta er annar sigur sveitar Tryggingamið- stöðvarinnar í röð, en skemmst er að minnast sigurs þeirra í Bikarkeppni Bridgesambandsins á dögunum. Sveitin er því óneitanlega sú sterkasta í dag og til alls vís á næsta ísland- smóti. Umsjónarmaður óskar þeim félögum til hamingju með góðan sigur. Sveit Brynjólfs Gestssonar Selfossi varð Suðurlandsmeistari í sveitak- eppni 1990, í keppni 13 sveita, sem spiluð var að Flúðum nýlega. Með Brynjólfi eru í sveitinni: Sigfús Þórð- arson, Guðjón Einarsson og Runólf- ur Jónsson. Og enn er minnt á skráninguna í Opna afmælismótið hjá Breiðfirðing- um sem spilað verður fyrstu helgina í febrúar. Skráð er m.a. á skrifstofu Bridgesambandsins. Spilaður verður barometer, með góðum verðlaunum og silfurstigum. Svæðismót Norðurlands vestra í tvímenning verður spilað í Fljótunum 3. febrúar. Nú stendur yfir vinna hjá BSÍ á skráningu meistarastiga, og standa vonir til að meistarastigaskráin kom- ist út til félaganna fyrir Bridgehátíð, sem haldin verður á Loftleiðum aðra helgi í febrúar. Á stjórnarfundi Bridgesambands- ins föstudaginn 12. janúar sl., skv. fundargerð, kemur m.a. fram, „að nýja fyrirkomulagið í tvímenning tekur gildi nú í ár, þ.e. að hvert svæði á eitt par (svæðismeistarar) sem kemst sjálfkrafa í úrslitakeppni 32 para. Einnig, að falli sveit frá rétti sínum til að taka þátt í úrslitum fs- landsmótsins í sveitakeppni (4 sveitir áunnu sér þennan rétt á síðasta ári), rennur rétturinn til stighæstu sveitar- innar í undanúrslitum 1990, sem lendir ekki í 1. sæti. Spilað er í 4 riðlum 1' íslandsmótinu í undanrásum, þannig að hugsanlegt er að 3 sveitir komi úr einum riðli, þær er hæstu skorir fá yfir heildina. Einnig kemur fram í fundargerð vegna „kvóta“ til íslandsmóts í sveitakeppni, að reglur séu skýrar hvað þetta varðar, en upp- Iýsingar ónákvæmar. Þessar upplýs- ingar áttu hins vegar að liggja ljósar fyrir á síðasta ársþingi, miðað við fé- lagsgjöld allra félaga innan BSÍ. Af þeim sökum er ekki ljóst í hverju „vandinn“ liggur. Lögð var fram rekstraráætlun á þessum fundi. Fram kom að tekjur eru áætlaðar ca 11 miljón krónur, en BRIDGE Ólafur Lárusson gjöld 12 miljón krónur. Þó er skýrt tekið fram að þessar tölur eru óendurskoðaðar. Framkvæmda- stjóra og Kristjáni Haukssyni falið að endurskoða eigin áætlun. Einar Jónsson tekur sæti Magnúsar Ólafssonar í landsliðsnefnd, og að lokum var eftirfarandi tilllaga sam- þykkt, af gefnu tilefni: „BSI styrkir lítil Bridgefélög á landsbyggðinni til að halda mót vegna t.d. stórafmæla, með því að greiða kostnað við keppnisstjórnun og spilagjafir, enda sé ekki um annan styrkjanda að ræða“. Þessi tillaga var færð til bókunar, vegna uppkomins rógs um misnotkun fv. framkvæmdastjóra í þessum mála- flokki. Var haft eftir ákveðnum mönnum hér í bæ, að framkvæmda- stjórinn fyrrverandi hefði misnotað sér aðstöðu sína til að hygla ákveðn- um félögum á landsbyggðinni, til að „kaupa" sér atkvæði seinna meir. Það var ekki minna. Hið rétta í þessu máli er það, að Björn Theodórsson og Jón Baldursson komu þessu góða máli í gegn á sínum tíma, er þeir störfuðu að málefnum bridgehreyfingarinnar. Fleiri góð mál í sama anda voru af- greidd frá Birni Theodórssyni, t.d. varðandi félaga utan Reykjavíkur, að létta þeim að sækja ársþing með því að greiða ferðakostnað, sem enn er í fullu gildi, að því er best er vitað. Fjármálaráðherra Hinriks sjö- unda, Morton kardínáli, var nokkuð útsjónarsamur á sinni tíð. Eftir hon- um er höfð sú kenning, að þeir sem eyddu peningum og bárust mikið á, hlutu að eiga eitthvað afgangs fyrir hirslur konungs og hinir, sem engum peningum eyddu, þeir hlutu að vera a safna þeim, og þar af leiðandi einnig að vera aflögufærir fyrir hirslur kon- ungs. Lítum á dæmið um „Gaffal Mort- ons“ (hugtakið) í bridge. S: ÁD87 H: 54 T: D32 L: Á973 5; 2 S: _ H: K10983 H: D76 T: ÁG8 T: 109654 L: KD102 L: G8654 S: KG1096543 H: ÁG2 T: K7 L:----- Suður spilar 6 spaða, eftir hjarta- opnun Vesturs og laufakóng út. Vinningsleið? Lítum á hvernig við nýtum okkur lögmál Mortons í þessu spili. Við trompum laufaútspilið, tökum spað- ann af Vestur og spilum síðan lágum tígli að drottningu. Nú er sama hvað Vestur gerir. Ef hann lætur lítið, tökum við á drottningu, hendum tígulkóng í laufaás og gefum einn slag á hjarta. Ef Vestur stingur upp ás og spilar hjarta, tökum við þann slag á ásinn heima, fjarlægjum tígulkóng, inn í borð á tromp, og hendum tveimur hjörtum í laufaás og tígul- drottningu. Spilar Ólafur Ragnar bridge? 18 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. janáiar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.