Þjóðviljinn - 13.02.1990, Síða 2
FRETTIR
Sleipnir
Samið á ASÍ nótum
Samningurinn eins og hjá ASÍog VSÍ. Landleiðamenn sjálfstæð deild
í félaginu
Félagsmenn í bifreiðastjórafé-
laginu Sleipni héldu fund um
nýgerðan kjarasamning í gær-
kvöldi, en úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar lágu ekki fyrir þegar blað-
ið fór í prentun. Fyrirfram var
búist við að samningarnir mættu
töluverðri andstöðu fundar-
manna og að mjótt yrði á munun-
um.
Kjarasamningur Sleipnis-
manna og atvinnurekenda er
samhljóöa samningi þeim sem
ASI og VSI gerðu á dögunum.
Einnig náðist samkomulag um að
bflstjórar hjá Landleiðum mynd-
uðu sérstaka deild innan Sleipnis
og færu með eigin samningamál.
Landleiðamenn litu svo á að þeir
væru ekki í Sleipni og verkfalls-
aðgerðir félagsins næðu því ekki
til þeirra. Sleipnisbflstjórar voru
því hins vegar ekki sammála og
sökuðu Landleiðabflstjórana um
verkfallsbrot.
Aðilar urðu einnig sammála
um að engir eftirmálar yrðu
vegna aðgerða Sleipnismanna í
verkfallinu sem hófst á miðnætti
á laugardag og í verkfallinu í jan-
úar, þegar vindi var hleypt úr
dekkjum Landleiðabfla og ryð-
varnarefni sprautað á framrúður
þeirra.
„Ég er ánægður með að þetta
Landleiðamál skuli vera komið í
höfn. Mér finnst það stór áfangi.
En ég er hundóánægður með
þennan kjarasamning og ég lít
ekki á hann sem endanlegan, fyrr
en félagsfundur er búinn að fjalla
um hann,“ sagði Magnús Guð-
mundsson, formaður Sleipnis, í
samtali við Þjóðviljann síðdegis í
gær.
Kjarasamningur Sleipnis og
viðsemjenda þeirra var undirrit-
aður um klukkan sjö í gærmorg-
un, með fyrirvara um samþykki
félagsfundar. Samningamenn
höfðu þá fundað frá því klukkan
hálf níu á sunnudagskvöld. -gb
Níundi bekkur Réttarholtsskóla var í umferðarfræði í gærmorgun og meðal þeirra sem komu á fræðslufund
var Svavar Gestsson menntamálaráðherra. Auk hans fluttu Guðmundur Þorsteinsson og Stefán Sigur-
valdason erindi. Umferðarfræðinni veröur haldið áfram á næstu vikum og í kjölfar fræðslufunda munu
nemendur fást við ýmis verkefni, ritgerðasmíð, vettvangsferðir og fleira. Mynd Jim Smart.
Áfengi
Neyslan jókst um 23% 1989
Minni neysla á víni og brenndum vínum
Mú eru komin í Ijós áhrifln af
því að bjórbanninu var aflétt
hér á landi: Heildaráfengisncysl-
an miðað við 100% áfengi í lítrum
á mann jókst um 0,78 lítra á árinu
1989 eða 23,28%.
* Neysla á brenndum vínum
dróst saman um 0,39 lítra á mann
eða 15,12%. Neysla á léttum vín-
um dróst saman um 0,20 lítra eða
25,97%
Neysla á áfengum bjór mældist
í 100% vínanda vera 1,37 lítrar á
mann eða rétt um þriðjungur
heildaráfengisneyslunnar, sem
mældist 4,13 lítrar af 100% vín-
anda á mann.
Hlutfallslega hefur því dregið
meira úr neyslu á léttvíni en
brenndum drykkjum í vínanda
mælt, en sá munur verður enn
meiri ef mælt er í rúmmáli.
Niðurstaðan sýnir að bindind-
ismennirnir höfðu rétt fyrir sér í
því að bjórleyfið yki heildar-
neyslu áfengis, en sú fullyrðing
þeirra að um hreina viðbót yrði
að ræða hefur reynst röng.
-ólg.
Rúmenía
Kindakjötið
útá næstunni
Stjórnvöld í Rúmeníu ætla að
þiggja kindakjötið sem íslenska
ríkisstjórnin ákvað að gefa bág-
stöddum þar í landi í kjölfar bylt-
ingarinnar. Skilaboð þess efnis
hafa borist hingað frá skipulags-
nefnd hjálparstarfs í Rúmeníu
fyrir milligöngu sendiherra
landsins í Moskvu.
í orðsendingunni þakka Rúm-
enar fyrir höfðinglega gjöf og
þeir segjast munu dreifa kjötinu á
þann hátt sem íslendingar óska.
Rauði kross íslands, sem falið var
að hafa umsjón með dreifingu
kjötsins, leggur áherslu á að það
fari til munaðarleysingjahæla,
elliheimila og stofnana fyrir
þroskahefta.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvenær kjötið fari úr landi, en
ljóst er að það verður á næstu
dögum. Þeir aðilar sem hafa haft
kjötmálið á sinni könnu hér
munu hittast í dag til að taka
ákvörðun um það.
íslendingar ætla að gefa Rúm-
enum 600 tonn af kjöti, sem næg-
ir til að fylla 33 frystigáma. Héð-
an fer það til Þýskalands, þar sem
þýsku járnbrautirnar taka við því
og flytja til Ungverjalands. Ung-
verjar munu síðan sjá um að
flytja það til Búkarest. Flutnings-
kostnaðurinn frá Reykjavík til
Búkarest er um 8.6 miljónir
króna.
Sendifulltrúar Rauða krossins
verða í Rúmeníu þegar kjötið
kemur þangað og munu þeir
fylgjast með dreifingu þess.
-gb
Hörður G. Ólafsson
Skagafjarðarbítið
sigraði
Eitt lag enn eftir Hörð G. Ólafs-
son við texta Aðalsteins Ásbergs
Sigurðssonar bar sigur úr býtum í
íslensku forkeppninni fyrir Söng-
lagakeppni sjónvarpsstöðva, sem
fram fer í Júgóslavíu í vor. Það
voru þau Sigríður Beinteinsdóttir
og Grétar Orvarsson sem fluttu
lagið. Eitt lag enn hlaut 129 stig
en næst á eftir því kom Eitt lítið
lag eftir Björn Björnsson og í
þriðja sæti Til þín eftir Gunnar
Þórðarson. Hörður G. Ólafsson
fékk 200 þúsund krónur og verð-
launagrip í því tilefni að þetta var
fimmta skipti sem íslendingar
velja lag í keppnina. Einsog
mönnum er í fersku minni fengu
íslendingar ekkert stig í sönglag-
akeppninni í fyrra
Gítarnámskeið
Dagana 17. og 18. febrúar verður
sænski gítarleikarinn Torvald
Nilsson með gítarnámskeið í
húsnæði Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar að Hraunbergi 2.
Námskeiðið er opið öllum og
geta umsækjendur valið um að
vera virkir þátttakendur, eða
áheyrendur. Gjaldið fyrir virka
þátttakendur er kr. 2.500 og fyrir
áheyrendur kr. 1.000. Nánari
upplýsingar veitir Símon ívars-
son í síma 667634. Torvald er
mjög virtur kennari og kennir nú
við Sundsgárdens Folkhögskola,
Tónlistarskóla Helsingborgar og
við Tónlistarháskólann í Malmö.
Þá starfar hann einnig sem ein-
leikari en laugardaginn 24. febrú-
ar gefst kostur á að hlýða á hann
ásamt Símoni ívarssyni á tón-
leikum í Kristskirkju kl. 15. Þá
munu þeir félagar vera með
hlj óðfærakynningu í nokkrum
skólum.
Kynning
fyrir bændur
Dagana 14. - 17. febrúar gengst
Stéttarsamband bænda fyrir
kynningarfundum um nýgert
samkomulag sambandasins og
aðila vinnumarkaðarins. Haldnir
verða 15 fundir á Suðurlandi,
Vesturlandi og Norðurlandi þar
sem stjórnarmenn og starfsmenn
Stéttarsambandsins munu kynna
og skýra hið nýgerða samkomu-
lag. Á Austurlandi verða haldnir
fundir í lok febrúar og á Vest-
fjörðum svo fljótt sem aðstæður
leyfa. Á miðvikudag kl. 13.30
verða fundir að Fólkvangi á Kjal
arnesi, í Dalabúð Búðardal, 1
Safnahúsinu á Sauðárkróki og á
Hótel Selfossi. Um kvöldið verð-
ur fundur í Hlíðarenda á Hvols-
velli kl. 21. Fimmtudaginn 15. fe-
brúar verða fundir kl. 13.30 á
Hótel Borgarnesi, í Félagsheim-
ilinu á Reykhólum, í Ásbyrgi
Miðfirði og í Tunguseli í V-
Skaftafellssýslu. Um kvöldið kl.
21 verður fundur á Hótel KEA.
Föstudaginn 16. febrúar kl. 13
verða fundir í Breiðabliki Snæ-
fellsnesi, í Sævangi Strandasýslu,
á Hótel Blönduósi og að Ýdölum
í S-Þingeyjarsýslu. Laugardaginn
17. febrúar verður svo fundur á
Kópaskeri kl. 13.30.
Fœrð
Flestir fjall-
vegir mddir
Skólahaldféll víða
niður vegna veðurs
Fjallvegir urðu margir ófærir á
sunnudaginn og í gærmorgun
vegna ofankomu og skafrennings.
Þá varð víða að fella niður skóla-
hald vegna veðurs.
Að sögn Hjörleifs Ólafssonar
hjá vegaeftirlitinu tókst að opna
flestar leiðir í gær, en sums staðar
varð að fresta mokstri vegna
veðurs.
Hjörleifur sagði vegi á Suður-
landi að Vík yfirleitt færa og fært
jeppum og stórum bflum austur
af Vík. Fresta varð mokstri á
Fjarðarheiði í gær, en hún verður
líklega rudd í dag ef veður leyfir.
Fært er um allt Snæfellsnes
nema Fróðárheiði. Þar hamlaði
veðrið snjómokstri.
f gær stóð til að moka á milli
ísafjarðar, Bolungarvíkur og
Súðavíkur, en að öðru leyti átti
ekki að moka á Vestfjörðum.
Enginn snjómokstur var fyrir-
hugaður í Strandasýslu.
Fært var til Akureyrar og það-
an til Vopnafjarðar.
-gg
Borgarráð
Aðstöðugjald
á fjölmiðla
Sjálfstæðismenn lögðu til í
borgarráði í gær að aðstöðugjald
verði lagt á alla fjölmiðla í borg-
inni nema Ríkisútvarpið, sem
hefur undanþágu samkvæmt
lögum. Gert er ráð fyrir að tekjur
borgarinnar aukist um 20 miljón-
ir króna vegna þessa.
Rætt hefur verið um það reglu-
lega undanfarin ár að afnema
undanþágu fjölmiðla frá að-
stöðugjaldi, en ákvörðun hefur
ávallt verið slegið á frest. Nú
virðist hins vegar ætla að draga til
tíðinda. Málið verður tekið til
umræðu á fundi borgarstjórnar
næst komandi fimmtudag.
-gg
Ríki í Miklagarð
Um næstu mánaðamót verður
opnuð ný útsala ÁTVR í Mikla-
garði við Sund. Hefur Áfengis-
verslunin leigt 250 fermetra húsn-
æði af Miklagarði í austurenda
verslunarinnar undir starfsemi
sína. Vegna þessa hafa staðið yfir
miklar breytingar á anddyri og
kassalínu verslunarinnar og er
áætiað að þeim lj úki fyrir 1. mars.
Haskola-
tónleikar
t morgun miðvikudag munu
Kjartan Óskarsson bassaklari-
nettleikari og Hrefna Eggerts-
dóttir píanóleikari leika á Há-
skólatónleikum í Norræna húsinu
kl. 12.30. Verkin eru eftir Hel-
mut Neumann og Pál Pampichler
Pálsson og er um frumflutning
beggja verkanna að ræða. Þá
verða flutt verk eftir Yvonne
Desportes og Frank Martin.
:2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNj Þriðjudagur 13. febrúar 1990