Þjóðviljinn - 16.02.1990, Page 3

Þjóðviljinn - 16.02.1990, Page 3
• • Grunnskólinn Bömin fái að borða Svavar Gestsson: Styð tillöguframsóknarmanna um skólamáltíðir. Kostar 100 milljónir. Spurning hvort er verið að ákveða útgjöld á sveitarfélög Svavar Gestsson menntamála- ráðherra segir að sér þyki það gott framlag hjá framsóknar- mönnum að ieggja fram þingsál- yktunartillögu um skólamáltíðir í grunnskólum, en ályktunin kom til umræðu á Alþingi á mánudag. Þingsály ktunin sé til marks um að Alþingi vilji auka framlag til grunnskólans yfirleitt og það sé mjög mikilvægt að átti sig á að grunnskólinn er undirstöðustofn- un í þjóðfélaginu. Menntamálaráðherra sagði Þjóðviljanum að þingsályktun- artillagan sýndi ánægjulegan vilja framsóknarmanna og annarra sem styddu tillöguna, um að á þessum málum þurfi að taka. Svavar sagði málið fyrst og fremst vera mjög stórt í Reykjavík. Auðvelt væri að finna góðar fyrir- myndir hvað varðaði skólamál- tíðir. Kópavogskaupstaður hefði allt frá 1982 verið með skólamál- tíðir og kostað gæslu barna um- fram þann kennslukvóta sem rík- ið kostaði til. í umræðunum á mánudag upp- lýsti menntamálaráðherra að kostnaðurinn við að koma skóla- máltíðum á í grunnskólum lands- ins væri um 100 milljónir króna. í ljósi þess að á sama tíma og til- lagan kemur fram stendur til að skera niður ríkisútgjöld um rúm- an milljarð var Svavar spurður hvort hann teldi líkur á að til- lagan næði fram að ganga. „Þetta er auðvitað spurning um hvernig þingið raðar málum í forgangs- röð,“ sagði Svavar. Hann teldi forgangsmál að koina á samfelld- um skóladegi og skólamáltfðum. Það væri pakki sem kostaði 500 milljónir króna. Augljóst væri að vegna húsnæðismála í sumum skólum væri ekki hægt að koma þessu við en annars staðar væri þetta framkvæmanlegt þannig að hægt sé að gera þetta í áföngum, eins og lagt væri til í frumvarpi til nýrra grunnskólalaga sem liggur fyrir þingflokkum stjórnarflokk- anna. Karvel Pálmason þingmaður Alþýðuflokksins sagði í umræð- unum að kostnaðurinn af skóla- máltíðunum færi í raun á sveitarfélögin. Svavarsagði þetta rétt samkvæmt verkaskiptingar- lögum. í þessu tilviki yrði því stig- ið yfir þá markalínu sem mótuð var með lögunum. Hann teldi að ríkið og sveitarfélögin gætu hafið einhvers konar samyrkjubúskap í þessum efnum. Ef þingsályktunartillagan verður samþykkt má segja að Al- þingi sé farið að ákveða útgjöld sveitarfélaga. Svavar sagði augljóst að menn muni koma á næstu árum fram með tillögur á Alþingi um verkefni sem núna kynnu að vera á verksviði sveitarfélaga. Spurningin væri hvort Alþingi sæi á sama tíma fyrir fjármunum þannig að sveitarfélögin geti framkvæmt þau verkefni. Langstærsta verk- efni á komandi árum væri leik- skólinn sem kostaði í viðbót við það seni þegar væri hjá sveitarfé- lögunum 1,5 milljarð króna. Sveitarfélögin ráði ekki við það án aðstoðar ríkisins. Það er athyglisvert að strax á fyrsta þingi eftir að ný verka- skiptingarlög voru samþykkt, skuli stærsti stjórnarflokkurinn gera tillögu um að breyta verka- skiptingunni, að sögn Svavars. Vegna þess að hann gæti ekki ætl- ast til að sveitarfélögin greiddu þann pinkil sem Alþingi kynni að ákveða. -hmp Nemendur í 4. bekk X í Menntaskólanum við Sund sendu í gær loftbelg upp og var það gert í tilefni Þorravöku. Upphaflega höfðu nemendurnir ætlað að búa sjálfir til belginn en hættu við það og fengu hann gefins hjá veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli. Á myndinni eru tveir nemendanna, þeir Hrafnkell Kárason og Kristján V. Jónsson með belginn. Mynd Kristinn. Atvinnuleysi Aukning í öllum landshlutum Sýnu mestá Austurlandi, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvœðinu. í Reykjavík voru 800 atvinnulausir í janúar og hafðifjölgað um 215 frá því í desember Atvinnulausum fjölgaði í janú- armánuði í öllum landshlut- um frá mánuðinum þar á undan en sýnu mest á Austurlandi eða um nær helming og einnig varð umtalsverð fjölgun á Suðurnesj- um og á höfuðborgarsvæðinu. Á Austurlandi munar mest um þá hálfsmánaðar stöðvun sem varð á starfsemi fiskvinnslufyrir- tækja á Eskifirði og á Fáskrúðs- firði í deilu sjómanna þar við sína viðsemjendur um hærra fiskverð í byrjun janúar. Þá skráði fisk- vinnslufólk sig á atvinnuleysis- skrá í kjölfar þess að því var sagt upp störfum. I fjórðungnum voru atvinnulausir í janúar alls 506 og þar af 335 konur. f desember voru þeir hins vegar 256. Af ein- stökum stöðum fjölgaði atvinnu- lausum mest á Reyðarfirði á milli mánaða eða úr 10 í 51. Á Suður- nesjum var fjöldi atvinnulausra í síðasta mánuði 282 og þar af 202 konur. í mánuðinum á undan voru atvinnulausir þar 164. Kjarasamningar ASI mótmælir niðurskurði RíkissjóðurskuldbundinngagnvartAtvinnuleysistryggingasjóðiog Húsnœðisstofnun ríkisins, segir Ásmundur Stefánsson Asmundur Stefánsson forseti ASÍ hefur sent Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra bréf, þar sem hann mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði á út- gjöldum ríkissjóðs til Atvinnu- leysistryggingasjóðs og Bygginga- sjóðs rikisins. Samkvæmt tillögum ríkis- stjórnarinnar er gert ráð fyrir að skornar verði 200 miljónir af At- vinnuleysistryggingasjóði og 100 miljónirafByggingasjóði. Ibréfi Ásmundar segir að nýgerður kjarasamningar gefi ekki tilefni til niðurskurðar af þessu tagi. Þegar hafi verið búið að skera svo niður framlög til Húsnæðisstofn- unar, að augljóst sé að þau nái ekki að mæta skuldbindingum stofnunarinnar, og fráleitt sé að skera niður fé til atvinnuleysis- trygginga í því óvissuástandi, sem nú ríki á vinnumarkaði. Þá minnir Ásmundur á að ríkissjóð- ur hafi axlað skuldbindingar gagnvart báðum þessum stofnun- um, sem haldist, þótt til niður- skurðarins komi. Því sé hér ekki um niðurskurð að ræða í reynd, heldur frestun á greiðslum. -ólg Á höfuðborgarsvæðinu voru 1.164 manns án atvinnu í janúar og þar af 494 konur. í Reykjavík einni saman voru þá án atvinnu alls 800 manns og þar af 319 kon- ur og hafði þá atvinnulausum fjölgað um 215 manns frá mánuð- inum á undan. Á Norðurlandi eystra varð einnig umtalsverð fjölgun atvinnulausra frá fyrra mánuði eða úr 526 í 824. Þar af voru kon- ur 382. Ennfremur á Suðurlandi eða úr 284 í 410 manns. Þar af voru konur 235. Á Vesturlandi fjölgaði atvinnulausum úr 244 í 337 og þar af voru konur 255. Mest var atvinnuleysið á Akra- nesi eða 236 og hafði fiölgað um 67 frá fyrra mánuði. Á Norður- landi vestra fjölgaði atvinnu- lausum úr 218 í 292 og þar af kon- ur 145. Hins vegar fjölgaði atvinnulausum á Vestfjörðum aðeins um 2 á milli desember og janúar eða úr 30 í 32. Yfir helm- ingur þeirra voru konur eða 17 og af einstökum stöðum voru atvinnulausir flestir á Þingeyri eða 20 manns. -grh NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 Alþýðubandalagið Kópavogi Fyrstir með listann Valþór Hlöðversson efstur Alþýðubandalagið í Kópavogi ákvað á miðvikudagskvöldið framboðslista sinni í bæjarstjórn- arkosningunum í vor. Þeir eru fyrsta Alþýðubandalagsfélagið sem ákveður lista sinn. Einsog Þjóðviljinn skýrði frá fyrir viku eru fimm fyrstu sætin skipuð þeim Valþóri Hlöðv- erssyni blaðamanni, Elsu Þor- kelsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs, Ólafi Hjálm- arssyni verkfræðingi, Birnu Bjarnadóttur húsmóður og Þór- unni Björnsdóttur tón- menntakennara. Aðrir á listanum eru í þeirri röð sem hér fer á eftir: Ásgeir Matt- híasson verkfræðingur, Unnur Björnsdóttir framkvæmdastjóri, Kristján Sveinbjörnsdóttir raf- virkjameistari, Sigríður Hagal- ínsdóttir kennari, Flosi Eiríksson iðnnemi, Elísabet Sveinsdóttir starfsmaður Snælandsskóla, Heimir Pálsson útgáfustjóri, Hildur Einarsdóttir bókavörður, Björn Ólafsson verkfræðingur, Ragna Margrét Norðdahl menntaskólanemi, Eggert Gautur Gunnarsson tæknifræð- ingur, Unnur Sólrún Bragadóttir kaupmaður, Helgi Helgason kennari, Sigurður Jóhannsson sjómaður, Heiður Gestsdóttir húsmóðir, Sigurður Ragnarsson rektor og Heiðrún Sverrisdóttir fóstra. -Sáf Landsvirkjun Hækkun frestað Stjórn Landsvirkjunar sam- þykkti í gær að fresta fyrirhug- aðri sgjaldskrárhækkun fyrir- tækisins með hliðsjón af nýgerð- um kjarasamningum. í fréttatilkynningu frá Lands- virkjun segir að með þessu vilji fyrirtækið stuðla að því að náð verði markmiðum kjarasamn- inga um stöðugt verðlag og gengi. Þá er tekið fram að þessi sam- þykkt sé gerð í trausti þess að ekki verði lagðar skattaálögur á fyrirtækið, sem leiði til þess að hækka þurfi rafmagnsverð. -Sáf Svíþjóð Stjómin segir af sér Stjórn sænskra sósíaldemo- krata sagði af sér í gær eftir að lagafrumvarp hennar um aðgerð- ir í efnahagsmálum var fellt á þingi. Þingmenn kommúnista neit- uðu að styðja frumvarpið sem meðal annars fól í sér launafryst- ingu og bann við verkföllum. Það var felt með 190 atkvæðum gegn 153. Thage Petersson þingforseti bað stjórnina að sitja áfram þar til ný stjórn hefði verið mynduð. Ef ekki tekst að mynda nýja stjórn verður boðað til kosninga. Reutcr/rb

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.