Þjóðviljinn - 16.02.1990, Page 8
IBelgarblað
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Hallur PálUónsson
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason
Umsjónarmaður Helgarblaös: Ólafur Gíslason
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: Olga Clausen
Afgrelðsla:®68 13 33
Auglýsingadeild:®68 13 10-68 13 31
Símfax: 68 19 35
Verð: í lausasölu 150 krónur
Setnfng og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla37,108 Reykjavík
Mótun
Tvennt ber efst af þeim málaflokkum sem nú eru í
umræöunni: Annarsvegarfall lenínismans og uppgjör við
fortíð sósíalískrar hreyfingar og geysiöran framgang um-
hverfisverndarinnar hins vegar. Hvort tveggja hefur gífur-
leg áhrif á fólk með öllum þjóðum um þessar mundir. Á
sama tíma og hugmyndalegar undirstöður kommúnista-
flokkanna hafa grafist í sundur í hugum manna undanfar-
in ár og áratugi hafa sums staðar verið stofnaðir „grænir“
stjórnmálaflokkar, notið vaxandi fylgis og haft ótvíræð
áhrif á aðra flokka og leiðtoga þeirra.
Magnús Magnússon, landi okkar góður í Skotlandi,
gerir grein fyrir skoðunum sínum á þessum málefnum í
viðtali í nýjasta tölublaði „Græna tímaritsins", Green
Magazine. Hann er nú forseti Konunglega fuglaverndar-
félagsins og leggur áherslu á að umhverfisverndarmál
séu ekki þess eðlis, að um þau beri að stofna sérstaka
stjórnmálaflokka. Magnústelur, að hreyfingarsem berjist
fyrir afmörkuðum verkefnum, njóti sín best og nái hag-
stæðustum árangri sem þröngir þrýstihópar. Með því
móti nái hugmyndirnar betur inn í alla flokka og til breiðari
hópa.
Nýársboðskapur Jóhannesar Páls II páfa var allur
helgaður umhverfismálum. Hann lýsti umhverfisvernd-
inni sem siðfræðilegu viðfangsefni fyrst og fremst, enda
gæti fólk úr öllum trúar- og skoðanahópum sameinast um
hana. Virðingin fyrir lífinu sé grundvöllurinn og í
Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þyrfti að
bæta rétti fólks til tryggs umhverfis. Páfi sagði einnig
orðrétt:..viðunandi vistfræðilegt jafnvægi næst ekki án
þess að taka til meðferðar félagslegar forsendur fátækt-
arinnar um allan heim.“
Og umhverfismálin snerta beinlínis hagsmuni hópa.
Nú skjóta t.d. upp kollinum í Evrópu hugtök eins og „hin
græna heimsvaldastefna Þjóðverja." Með því er bæði átt
við það, hve vistfræðileg hugsun byggir á gömlum grunni
í Þýskalandi, og það kapp sem Þjóðverjar leggja á að fá
nágranna sína til að fara að dæmi þeirra sjálfra í umhverf-
isvernd.
Kröfur um mengunarvarnir hafa m.a. verið hjóm í
Austur-Þýskalandi, miðað við staðla Vestur-Þjóðverja.
Eigi að draga úr mengun í nágrannaríkjunum eða innleiða
nýjar reglur snarlega, getur það haft djúptækar afleiðing-
ar, ekki síst fyrir efnahagslífið.
Sumir þeirra sem minnst eru elskir að Þjóðverjum eru
svo djarfir að lauma upp á yfirborðið þeirri skoðun, að sú
skaphöfn sem bjó að baki hernaðarhyggju nokkurs hluta
þýsku þjóðarinnar, muni fara fram af síst minna offorsi
fyrir málstað umhverfisverndar. Vistkerfi og aðstæður á
hverjum stað gætu þá í yfirfærðri merkingu lent í því
hlutverki sem þjóðernisminnihlutarog trúarhópar hafa oft
lent í áður: Svæðið skiptist upp milli aðila með mismun-
andi aðstæður og viðhorf og hin ráðandi þjóð segir fyrir
verkum. Bent er á, að líklegt kanslaraefni Vestur-
Þjóðverja, Oscar Lafontaine, sé ákafur baráttumaður fyrir
umhverfisvernd og Þýskaland undir hans stjórn muni
mæla af mikilli ákveðni fyrir úrbótum bæði innanlands og
hjá nágrannaríkjum. Fjármagni yrði beint til staða og
verkefna í samræmi við vistfræðileg sjónarmið. Benda
má á, að eitt stærsta breska tryggingafyrirtækið, CMG,
hóf fyrir nokkrum dögum fjárfestingalán úr nýjum sjóði,
Evergreen. Hann lánar einvörðungu til evrópskra og
bandarískra fyrirtækja sem framleiða vistarvænar vörur
eða styðja umhverfisvernd með einhverjum hætti.
Slíkar takmarkanir á útstreymi fjármagns gætu leitt til
þess að stór hluti af framleiðslukerfi Austur-Evrópu gengi
sjálfkrafa úr skaftinu. Þetta gæti aftur á móii leitt ti!
beiskjukenndra viðbragða hjá almenningi Austur-
Evrópu, sem teldi þá bitna á sér bæði syndir kommúnista-
stjórnanna og umhverfisverndaræði Vestur-Evrópu-
manna.
Þótt hér sé eflaust of djúpt í árinni tekið í spásögnum,
má benda á ákveðna hliðstæðu hérlendis. Bændur
landsins hafa sumir hverjir ekki tekið óðfúsir höndum
saman við uppgræðslu- og umhverfisverndarsinna, og
talið þá of öfaafulla í skoðunum, framkomu og stjórngirni.
Þó má fullyrða, að skoðanir þessara hópa og afstaða til
velferðar landsins sé hin sama. ÓHT
Eftir rétta víku mun íslenska óperan frumsýna tvær óperur sem fluttar verða saman: Carmina Burana
eftir þýska tónskáldið Carl Orff og Pagliacci (Trúðarnir) eftir ítalska tónskáldið Ruggiero Leoncavallo.
Meðal söngvara sem taka þátt í sýningunum eru Garðar Cortes, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Michael Jón
Ciarke, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Keith Reed, Sigurður Björnsson og Simon Keenlyside. Auk þess mun kór
Islensku óperunnar leika, syngja og dansa aðalhlutverkið í Carmina Burana, en Ijósmyndari okkar, Kristinn
tók þessa mynd af æfingu hennar í vikunni.
Helgarveðriö
Hæð yfir Austurströnd Grænlands. Lægðasvæði sunnan og suðvestan af landinu, þokast norð-
austur en vaxandi lægð austur af Nýfundnalandi hreyfist austur.
Horfur á sunnudag: Austan og norðaustanátt með slyddu við Norðurströndina en mun hægari
austlæg eða breytileg átt og um sunnanvert landið. Hiti um frostmark Austanlands en vægt frost
annarsstaöar.
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. febrúar 1990