Þjóðviljinn - 16.02.1990, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 16.02.1990, Qupperneq 9
Innblástur úr náttúrunni Gunnar Örn sýnir einþrykksmyndir í Nýhöfn Ég leita samkomulags við nátt- úruna í myndlistinni jafnt og í dag- legu lífi, sagði Gunnar Örn mynd- listarmaður í samtali við blaða- mann Nýs Helgarblaðs um leið og hann sýndi okkur einþrykks- myndirnar sem hann hefur nú sýningu á í Listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti í Reykjavík. Gunnar Örn er ekki lengur Reykvíkingur, hann fluttist fyrir fjórum árum að Kambi í Holta- hreppi, og hann segir að sveita- lífið og nábýlið við náttúruna sæki æ meira á hann í myndlist- inni. Landið verður meira lifandi fyrir okkur ef við ræktum það með okkur að skoða það og upp- lifa þá hrynjandi og kviku sem býr í náttúrunni. Eg reyni að endurskapa þessa hrynjandi í myndum mínum, án þess þó að um beina eftirlíkingu á ytri form- um hennar sé að ræða. Þegar ég get lesið eigin upplifun af náttú- runni út úr myndinni eftirá, þá finnst mér að ég sé á réttri leið, að ég eigi heima í myndinni. Gunnar Örn með skúlptúrum sínum. þannig að hann teiknar beint á plötuna með misjafnlega mikið útþynntum prentfarva og þrykkir svo myndina af plötunni yfir á pappír í pressu. I sumum mynd- unum hefur hann teiknað ofan í þrykkið, eða notað vatnslit eða aðra liti. Auk einþrykksmynd- anna eru tveir skúlptúrar á sýn- ingunni, sem eru skornir í frauð- plast, þaktir með límdum pappír opg málaðir. Þar gægjast fram hin tröllslegu og goðsagna- kenndu andlit sem við þekkjum úr fyrri myndum Gunnars. Sýning Gunnars Arnar í Ný- höfn verður opnuð á iaugardag kl. 14 og stendur til 7. mars. Sal- urinn er opinn kl. 10-18 virka daga og kl. 14-18 um helgar. -ólg. En þótt ég sæki þannig inn- blástur í náttúruna, þá eru mynd- ir mínar alltaf sambland af veru- leika og skáldskap þar sem upp- lifunin sjálf skiptir meginmáli. Myndirnar sem Gunnar Örn sýnir eru einþrykksmyndir, en það merkir að hver mynd er gerð aðeins í einu eintaki. Gunnar seg- ist vinna myndirnar á eirplötu. „Löðmundur'1, einþrykk eftir Gunnar Örn. VÁ ROEA TRÖLL /V\A'R / $N0\A/-/V\DN5TER DElCK, TEÍNA- FELíaUR, SK\E>ABOGiAR , BtíLSTRUÉ> SÆT\ 03 £<3 \/EÍT EKK\ HVAD/" BORGARu SKATT AF'ESSU*? I « I Föstudagur 16. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.