Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 11
Hjalti Kristgeirsson: Þjóðernisstefna hlýtur að vera eðlilegur hluti af hugmyndagrundvelli vinstri-manna meðal smáþjóða, en hvort ágreiningur um þetta eigi eftir að verða lífgjafi stjórnmálaflokks á íslandi skal ósagt látið... Ljósm. Kristinn verandi háskólakennari í hag- fræði, menntaður í Harvard í Bandaríkjunum, og myndi þykja gjaldgengur á mið-vinstri væng stjórnmála hvar sem er í heimin- um. Hann er markaðshyggju- maður með innslag af Friedman- isma, en vill hins vegar keppa að uppbyggingu velferðarkerfis. Eg geri hins vegar ekki ráð fyrir því að Ungverski jafnaðar- mannaflokkurinn komi sterkur út úr þeim kosningum sem fyrir- hugaðar eru í sumar. Flokkurinn hefur borið ábyrgð á ríkisstjóm sem þurft hefur að gera mjög óvinsælar ráðstafanir á síðasta ári, er snerta kjör almennings, þar sem ýmsar lífsnauðsynjar’ hafa hækkað umtalsvert í verði undanfarið. Menn munu heldur ekki þakka flokknum eða forystu hans þessar stórkostlegu breytingar, sem flokksforystan hefur í raun beitt sér fyrir í að- dáunarverðu samspili við stjórn- arandstöðuöflin á meðan þau voru að skipuleggja sig. Þess eru reyndar mörg dæmi úr sögunni að forbyltingarmenn hljóta litlar þakkir fyrir verk sín og mega oft þakka fyrir að sleppa lifandi úr hildarleiknum. Mér finnst því ekki líklegt að núver- andi valdamenn eigi eftir að verða áhrifamenn í ungverskum stjórnmálum næstu árin. Staöa verkalýðs- hreyfingarinnar Hver verður staða verkalýðs- hreyfingarinnar við þessar að- stœður? Verkalýðshreyfingin í Ung- verjalandi hefur ekki hlotið neina eldskírn eins og í Póllandi. Hún er vanmáttug og á enga hefð fyrir raunverulegri samheldni og bar- áttu. Verkalýðshreyfingin þyrfti því á vernd ríkisvaldsins að halda til að stíga sín fyrstu sjálfstæðu spor. Þess er hins vegar ekki að vænta að hún njóti skjóls ef mið- og hægriflokkar komast til valda, einn eða fleiri. Þá mun reyna á það hvort takast muni að byggja upp lífvænlega verkalýðshreyf- ingu í landinu. Þar þarf að koma til uppbyggingarstarf sem hefur verið vanrækt áratugum saman. Mun verkalýðshreyfingin í þessum efnum gjalda fyrir fortíð- ina? Vinstrimenn í Ungverjalandi og í öðrum iöndum A-Évrópu munu ekki geta skírskotað til reynslu síðustu 40 ára sér til fram- dráttar. Þeir eru í vissum skiln- ingi að byrja frá grunni. Þeim verður núið um nasir að bera ábyrgð á því sem gert var í nafni sósíalismans af mönnum sem voru með sósíalismann á vörun- um en afneituðu anda hans og krafti í reynd. Þótt gamla valdaliðið hafi nú rottað sig saman í nafni sósíalism- ans undir gamla flokksfánanum og ætli þannig að bjóða sig fram í Ungverjalandi, þá mun alþýða manna upplifa þann flokk sem eins konar atvinnurekendaflokk og ríkisflokk, eins og hann var í raun og veru. Þeir segjast að vísu hafa tekið hamskiptum og að eignarrétturinn sé ekki lengur í þeirra forsjá eftir valdaafsalið, en almenningur mun engu að síður upplifa þá sem slíka. Marx jafndauður og Lenín? Er þetta kannski hliðstœtt þeim vanda sem margir vinstri-flokkar á Vesturlöndum standa nú frammi fyrir? Nei, það tel ég ekki vera. Valdaafsal þessa einræðis, sem játaði sósíalisma með vörunum en byggði á hervaldi og lögreglur- íki í reynd hlýtur að vera mikill ávinningur fyrir vinstri-öflin á Vesturlöndum. Spurningin sem vinstrimenn á Vesturlöndum standa frammi fyrir snýst kannski meðal annars um það, hvort Marx sé jafn dauður og Lenín. Því þróunin undanfarið hefur endanlega sýnt fram á skipbrot lenínismans með þeim hætti að þar verður ekki betur gert. Og þær varajátningar sem Sovétl- eiðtogarnir gera ennþá til Leníns eru fáránlegar í ljósi síðustu at- burða þar í landi, þar sem flokk- urinn virðist nú ætla að afsala sér valdaeinokun. En þótt hugmyndir Leníns um valdaeinokun hinnar útvöldu sveitar séu þannig dauðar, þá er ekki þar með sagt að sama gildi um Marx gamla. Menn munu að vísu trúlega ekki leitast við að hengja sínar stjórnmálaskoðanir utan á hann eins og áður, enda ekki hægt með einföldum hætti að draga ályktanir af Marx um hvað beri að gera við þær aðstæð- ur sem nú ríkja. En greiningarað- ferðir hans munu að mínum dómi halda áfram að heilla menn og ég tel að það verði ungu fólki áfram hollt að takast á við Marx, einnig sem andstæðing. Á sama hátt og 19. öldin mun halda áfram að vera andlegur brunnur að ausa af í menningarlegu tilliti, þá mun Marx áfram vera stórt nafn í þeim brunni að sækja til. Marx og Macchiavelli Hvað áttu við með að takast á við Marx sem andstœðing? Það sem ég á við verður kann- ski best lýst með því að vísa í þann mæta mann, Václav Havel, sem senn kemur hingað í heimsókn. Hann samdi ritgerð fyrir um það bil 6 árum sem ber heitið „Stjórnmál og samviska". Svo vill til að ég átti hlut að því að snúa þessari ritsmíð á íslensku, og reyndi að fá hana birta. Þá kom í ljós að hvorki reyndist áhugi meðal útgefenda á vinstri- né hægri vængnum. Á báðum stöðum vildu menn stytta hand- ritið í útgáfu, þótt ekki væru það sömu atriðin sem útgefendum þótti ofaukið. Það sem hægri-mönnunum þótti að mætti missa sín í þessari ritsmíð voru hugleiðingar um uppsprettu alræðisvaldsins, þar sem Havel var í raun og veru að takast á við gamla Marx um hinn manngerða heim og um það hvort hægt væri að koma stjórn- arfari skynseminnar til vegs með skipulagningu. Áð vísu var Havel svo snjall að rekja þessa orðræðu ekki síður til Macchiavelli en Marx, en Macc- hiavelli hafði sett fram kenning- una um tæknifræði valdstjórnar- innar. Þar hafði Havel höggvið nærri borgaralegri stjórnmála- hefð. Havel hafði einnig komið auga á alvarlegan veikleika hjá Marx og kannski ekki síður hjá ýmsum þeim, sem kenna sig við marx- isma. Hann er sá að þeir hafa ekki áttað sig á því, hvað þeir standa Macchiavelli nærri. En það sem Havel var að benda á í þessu sambandi var, að alræðis- aðferðir í þjóðfélagsmálum, jafnt í stjórnmálum, tækni og fram- leiðslu, ælu af sér andstæðu allrar skynsemi og allra mannlegra hagsmuna. í því sambandi benti hann meðal annars á vistfræðileg vandamál samtímans. Ég tel að slík umræða væri þörf hér á landi ef hún gæti farið fram á forsend- um heiðarleika og sanngirni, en ekki í formi þess skítkasts og þeirra ranginda, sem eru svo al- geng í okkar pólitísku umræðu. Havel og friðarhreyfingin En hvað var það sem vinstri- menn sáu athugavert við hug- myndir Havels? Það voru líklega ekki síst and- mæli hans gegn svokölluðum friðarhreyfingum á Vestur- löndum, sem honum fannst helst til bláeygar gagnvart heimsvalda- stefnu Sovétríkjanna. Havel taldi að vígbúnaður af hálfu Vestur- veldanna væri eðlilegt andsvar við herveldi Sovétríkjanna, þótt hann vonaðist að sjálfsögðu til að ekki þyrfti að koma til striðs- átaka. Með þessu er ég að segja, að við eigum ekki að láta hægri- menn komast upp með það að hafna skynsamlegri orðræðu um rök í þjóðfélagsumræðu og kenn- ingasmíð, þar sem hugsanir Marx eru meðal annars á dagskrá, en við þurfum jafnframt að vara okkur á því að vera of ginnkeypt fyrir boðun einfaldra lausna eins og allsherjar afvopnun verður að teljast, þegar menn standa and- spænis alræðisvaldi sem fyrst og fremst byggir á vopnaðri kúgun eins og verið hefur af hálfu Sovét- ríkjanna í Austur-Evrópu. Vald- hafar Sovétríkjanna hafa verið svarnir óvinir, en ekki banda- menn vinstrihreyfingarinnar á Vesturlöndum. Sovésk áhrif á íslandi Hvernig metur þú áhrif hins sovéska alrceðisvalds á þróun ís- lenskrar vinstri-hreyfingar á þess- ari öld? í fyrsta lagi þá tel ég að höfuð- ábyrgðin á uppgangi nasismans og valdatöku Hitlers í Þýskalandi hvfli á herðum Stalíns. Sú kenn- ing hans að lýðræðislega sinnaðir jafnaðarmenn væru „höfuðstoð auðvaldsins“ eða „höfuðstoð auðvaldsins innan verkalýðs- hreyfingarinnar" varð öðru frem- ur til þess að sundra þýskri verka- lýðshreyfingu og ryðja brautina Föstudagur 16. febrúar 1990 fyrir Hitler. Sameinuð var vinstri-hreyfingin í Þýskalandi það afl, sem gat stöðvað Hitler. í öðru lagi er rétt að hafa í huga að Kommúnistaflokkur íslands hefði aldrei verið stofnaður, ef ekki hefðu verið Sovétríkin. Stofnun KFÍ var sögulegt slys, sem menn hafa verið að reyna að bæta fyrir síðan, fyrst 1938 með stofnun Sósíalistaflokksins og oft síðar. Ég vil taka það fram, svo að það fari ekki á milli mála, að ég tel forvígismenn kommún- istaflokka á Vesturlöndum utan Þýskalands ekki bera sömu áþyrgð og Stalín gagnvart upp- gangi nasismans. Ferill Alþýðu- flokksins íslenska hefði augljós- lega ekki orðið sá sem hann varð ef KFÍ hefði ekki komið til sög- unnar. Hann hefði orðið annar og blandaðri flokkur, og þar hefðu tveir armar tekist á um for- ystuna innan sömu vébanda. Það er hins vegar tilgangslaust fyrir mig að spá um það hvort breyttar aðstæður hafi skapað nýjar for- sendur fyrir stjórnmálasamtök ís- lenskra vinstri-manna nú. Þjóðernisstefna á 20. öldinni Margir sjá fyrir sér að þótt Al- þýðuflokkur og Alþýðubanda- lagið muni ekki þurfa að deila um grundvallaratriði eins og afstöð- una til NATO og hersins í náinni framtíð, þá muni afstaðan til Evr- ópubandalagsins og hins evr- ópska efnahagssvœðis eiga eftir að skilja flokkana í sundur áfram. Að Alþýðubandalagið líti sam- starf Evrópuþjóða á þessum vett- vangi öðrum augum i grundvall- aratriðum en Alþýðuflokkurinn, einkum með tilliti til varðveislu menningarlegs sjálfstœðis þjóðar- innar. Hvaða áhrifmun þróunin í Evrópu hafa á samstarf þessara flokka í framtíðinni? Það er eitt sem mér finnst at- hyglisvert við okkar tíma, 20. öldina, sem hefur verið tímabil ríkjabandalaga og fjölþjóðasam- vinnu framar öðru. Það kann að hljóma þverstæðukennt, en engu að síður hefur þjóðernisstefna aldrei verið áhrifameira afl en einmitt á þessum tímum. Þar á ég ekki við þjóðernisstefnu í afbak- aðri mynd eins og hún var hjá Þjóðverjum og ítölum og leiddi til heimsstyrjaldar, heldur þá þjóðernishyggju sem hvorki varðar peninga né völd heldur gildi sem hljóta að vera hverjum manni nátengd og varða menn- ingu hans og sjálfsvitund. Við sjáum þetta meðal smáþjóða, sem átt hafa undir högg að sækja, en rísa í vaxandi mæli upp gegn fyrri kúgun. Nútímatækni í fjöl- miðlun og samskiptum er að vísu fjölþjóðleg eða alþjóðleg í eðli sínu, en jafnframt hefur hún gert smáþjóðum sem vilja varðveita tungu sína og-naenningu auðveld- ara fyrir en nokkru sinni fyrr. Ég tel að viss þjóðernisstefna hljóti alltaf að eiga hljómgrunn og vera eðlilegur hluti af hugmynda- grundvelli vinstri-manna meðal smáþjóða. Hvort ágreiningur um þetta eigi eftir að verða lífgjafi stjórnmálaflokks skal ósagt látið. Smáþjóð án nokkurs skammts af þjóðernishyggju er skrýtið fyrir- bæri og yrði varla langlíf. Hins vegar eru það gömul sannindi að þjóð og ríkisheild þarf ekki að vera það sama. Það var alls ekki einboðið að sjálfstæðisbarátta ís- lendinga gagnvart Dönum end- aði í algjörum slitum við þá vel- gerðarþjóð okkar og stofnun lýð- veldis hér á eyjunni hvítu. Satt best að segja held ég það skref hafi verið stigið í hálfgerðu ráð- leysi sem Sósíalistaflokkurinn ber höfuðábyrgð á, því að hann tryggði þjóðareiningu flokks- leiðtoganna. Ferill Islendinga í utanríkismálum eftir styrjöldina ber þess ekki merki að við kunn- um fótum okkar forráð í þeirri grein. Og ætli við hefðurn ekki haft gott af því að eiga áfram í dálítilli þjóðernistogstreitu við þá ljúflyndu menningarþjóð, Dani? -«lg NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.