Þjóðviljinn - 16.02.1990, Síða 24
Loks
verður
hægt
að
koma
í veg
fyrir
hrotur
Hrotur leika margt hjónaband-
ið grátt og geta meira að segja
verið lífshættulegar. Það hlýtur
því að vera fagnaðarefni ef unnt
reypist að lækna þennan svefn-
kvilla með einföldu munnstykki úr
plasti í stað þess að menn leggi í
rándýrar skurðaðgerðir.
í Chicago var munnstykki
þetta kynnt á tannlæknaráð-
stefnu nú á dögunum. Þessi plast-
útbúnaður myndar einskonar
„bólu“ milli tannanna sem festir
tunguna framarlega í munninum
og kemur í veg fyrir að hún drag-
ist aftur í munn og valdi þar hrot-
uni eða jafnvel beinum önd -
unartruflunum.
Fjórði hver maður er talinn
þjást af hrotum og eru karlmenn í
meirihluta meðal þeirra. Truflað-
ur andardráttur hrjótandi manna
spillir svefni þeirra, eykur álag á
hjarta og lungu og getur valdið
háum blóðþrýstingi - fyrir nú
utan reiði og æsing hjá makan-
um. Það þykir mikilvægt að
lækna menn af hrotum vegna
þess að þær hafa tilhneigingu til
að magnast með aldrinum, og
gamalt fólk getur orðið fyrir
háskalegum öndunartruflunum
með tilheyrandi súrefnisskorti og
kannski ofboði sem leiðir til
hjartaáfalls.
Michael Alvarez heitir upp-
finningamaðurinn sem segir að
munnstykkið, kallað „tunguhald-
ari“, dugi mönnum í 86% tilfella.
Hvert munnstykki verður að
móta eftir munni hins hrotu-
hrjáða og verðið er 400-1200 doll-
arar og þykir ekki mikið miðað
við það fé sem margir hafa eytt til
að láta skera úr sér hrotumar.
Helgarnámskeið fyrir fólk á
öllum aldri í leikrænni
tjáningu hefjast í mars.
Hentar vel fólki sem vill
kynnast sjálfum sér og öðrum
(t.d. vinnufélögum).
Innritunogupplýsingarí síma
91-27758.
scm'maður semur, leikur og leikstýrir sjálíur!
15. febrúar 1990
BREYTING Á
REGLUGERÐUM
Læknaþjónusta
Greiðslur hjá heimilislækni og
heilsugæslulækni.
0 kr, - Fyrir viðtal á stofu læknis á dagvinnu-
tíma þ.e. á milli kl 0800 og 1700. Inni-
falin er ritun lyfseðils.
500 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis utan dag-
vinnutíma og á helgidögum. Innifalin
er ritun lyfseðils.
400 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings á dag-
vinnutíma.
1000 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings utan
dagvinnutíma.
Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp og
komur á göngudeild, slysadeild og
bráðamóttöku sjúkrahúss.
900 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings, á
göngudeild, slysadeild og bráðamót-
töku sjúkrahúss.
300 kr. - Elli- og örorkul ífeyrisþegar fyrir hverja
komu til sérfræðings, á göngudeild,
slysadeild og bráðamóttöku sjúkra-
, húss.
Greiðslur fyrir rannsóknir og
röntgengreiningu.
300 kr. - Fyrir hverja komu.
100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegarfyrir hverja
komu.
Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu
aldrei greiða samanlagt hærri fjár-
hæð en kr. 3000 á einu almanaksári
fyrir sérfræðilæknishjálp, komu á
göngudeild, slysadeild, bráðamót-
töku sjúkrahúss, rannsóknir og
röntgengreiningu.
Allir eiga að fá kvittanir fyrir þessum
greiðslum.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir.
Innifalinn í greiðslu er kostnaður vegna hvers
kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar.
Lyfjakostnaður
Greiðslur fyrir lyf.
550 kr. - Fyrir lyf af bestukaupalista.
170 kr. - Elli-og örorkulífeyrisþegarfyrirhverja
lyfjaafgreiðslu af bestukaupalista.
750 kr. - Fyrir önnur lyf sem greidd eru af
sjúkratryggingum.
230 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir önnur
lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfja-
skammt, eða brot úr honum.
Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfja-
búð fást ókeypis ákveðin lyf, við tilteknum
langvarandi sjúkdómum. Læknar gefa vottorð til
Tryggingastofnunar ríkisins í þeim tilvikum, sem
réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi.
SKÝRINGAR Á FRAMKVÆMD REGLUGERÐAR NR. 62/1990 UM GREIÐSLUÞÁTTTÖKU SJÚKRATRYGGÐRA
í LÆKNISHJÁLP O.FL.
Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis
Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis á dagvinnutíma er sjúkl-
ingi ætið að kostnaðarlausu. Það skiptir ekki máli hvort um er að
ræða bráðakomu eða komu skv. tímapöntun.
Vegna komu til heimilis- eða heilsugæslulæknis utan dagvinnu-
tima greiðir sjúklingur kr. 500 nema læknir hafi beinlínis sjálfur
ákveðið að sinna læknisstarfinu utan dagvinnutima.
Sjúklingur greiðir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rann-
sóknastofu heilsugæslustöðvar (ef sérstakur starfsmaður sér um
rannsóknastofuna). Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en
kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) i
hverri komu.
Koma til sérfræðings
Fyrir komu til sérfræðings og endurteknar komur til sérfræðinga
greiðir sjúklingur í hvert skipti kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega).
Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og
rannsóknir á rannsóknastofu ef um það er að ræða. Sjúklingur
greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir
hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu.
Fari sjúklingur I aðgerð og svæfingu greiðir hann aðgerðarlækni kr.
900 og svæfingalækni kr. 900 (kr. 300 + 300 fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega).
Koma á slysavarðstofu
Sjúklingur greiðir kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega)
vegna komunnar.
Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og
rannsóknir á rannsóknarstofu ef um það er að ræða. Sjúklingur
greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir
hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu.
Rannsóknir á rannsóknarstofu
Sjúklingur greiðir kr. 300 (elli og örorkulífeyrisþegar kr. 100) fyrir
hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu heilsugæslustöðvar,
sjúkrahúss eða annarrar stofnunar. Þótt hluti rannsóknarsýnis sé
sendur annað til rannsóknar greiðir sjúklingur ekki viðbótargjald
vegna þess. Sendandi sýnis skal gera grein fyrir því á rannsóknar-
beiðni hvort sjúklingur sé þegar búinn að greiða vegna rannsókn-
ar, sem fram fór á sýnistökustað.
Röntgengreinlng
Vegna hverrar komu til röntgengreiningar, á heilsugæslustöð eða
annars staðar, skulu sjúklingar greiða kr. 300 (kr. 100 fyrir elli- og
örorkulífeyrisþega). Ekki skiptir máli hvaðan sjúklingur kemur, þ.e.
frá heilsugæslulækni, heimilislækni eða sérfræðingi.
Hvers kyns önnur innheimta hjá sjúklingum en að framan greinir,
þ.m.t. vegna einnota vara, umbúða o.þ.h., eróleyfileg.
HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
ARGUS/SÍA