Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 7

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 7
Langflestir frambjóðenda til so- vétþingsins í Litháen hafa lýst því yfir að þeir vilji að ríkið segi sig úr Sovétríkjunum og lýsi yfir sjálfstæði. Þá greinir einungis á um hvenær og með hvaða hætti sjálfstæðið verði fengið. Kosningarnar bera vott um þær öru breytingar sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum. Það er varla eitt ár liðið síðan haldnar voru þar í fyrsta skipti kosningar þar sem fleiri en einn frambjóð- andi voru um hvert sæti. Fjölflokkakerfi Sovétþingið í Litháen setti fyrir nokkrum mánuðum lög þar sem sjötta ákvæði sovésku stjórnar- skrárinnar um valdaeinokun kommúnistaflokksins var numið úr gildi í Litháen. Þingið í Litháen hefur strangt tekið ekki vald til að nema úr gildi stjórnarskrárákvæði sem gilda fyrir öll Sovétríkin. Samt leyfðu sovésk stjórnvöld Lit- háum að komast upp með stjórn- arskrárbreytinguna. Og nú fyrir hálfum mánuði lýsti miðstjórn <J í* 1". • íj 'A ■ | í i ! ■ \ Frá fjöldafundi fyrir sjálfstæði Lit- háens. undirrituðu samkomulag um sjálfstæði Litháens og hálf öld frá því að Sovétmenn innlimuðu Lit- háen í Sovétríkin. Miðstjórnarfélagar í Komm- únistaflokki Litháen hafa látið í ljós stuðning við þessa hugmynd. Flest stjórnmálaöfl í Litháen eru sammála um að sjálfstæðis- takan fari fram með sem friðsam- legustum hætti án harkalegra ár- ekstra við Rússa sem eiga stóran hluta allra iðnfyrirtækja í ríkinu. Ný lög sem nú eru til umfjöll- unar í sovéska þinginu opna Lit- háum einmitt leiðina til að segja sig úr Sovétríkjunum eftir lög- legum leiðum. Sjálfstæðiskosningar í Litháen Fyrstufjölflokkakosningar Sovétríkjanna verða í Litháen ámorgun. Sjálfstæðiskrafa Litháa er aðalmál kosninganna sovéska kommúnistaflokksins sig hlynnta því að fella þetta ákvæði stjórnarskrárinnar svo að valda- einokun kommúnista verði af- numin í Sovétríkjunum öllum. Þjóðernissinnaöir kommúnistar Efling þjóðernissinna í Litháen varð í fyrstu til þess að fylgið hrundi af kommúnistum. Þeir gripu þá til þess ráðs í desember að segja sig úr lögum við sovéska móðurflokkinn og lýsa yfir stofn- un sjálfstæðs kommúnistaflokks sem hefur sjálfstæði Litháens að markmiði. Við það jókst fylgi flokksins aftur í einni svipan. Skoðanakannanir sýna að meirhluti Litháa styður nú Algir- das Brazauskas leiðtoga Komm- únistaflokks Litháens og er hann sagður vinsælasti kommúnistal- eiðtogi Austur-Evrópu að Gor- batsjov hugsanlega undan- skildum. Gorbatsjov lærir af Litháum Ekki er ólíklegt að Gorbatsjov hafi ákveðið að láta slag standa og afnema valdaeinokun Komm- únistaflokks Sovétríkjanna eftir að hann sá hvernig almenningur brást við í Litháen. Hann hafi séð að eina leiðin til að koma í veg fyrir fylgishrun kommúnista og pólitískt gjaldþrot væri að fylgja fordæmi kommúnista í Litháen. Gorbatsjov er samt ekki sáttur við að Litháar segi alveg skilið við Sovétríkin. Hann heimsótti Lit- háen í janúar og reyndi að tala um fyrir þeim en komst þá að því að fæstum leiðtogum Litháa varð haggað. Gorbatsjov bauð þeim breyt- ingar á stjórnskipan Sovétríkj- anna sem myndu stórauka sjálf- stæði einstakra sovétlýðvelda. En stjórnmálaleiðtogar Litháa hafna því flestir og segja ekkert koma til greina annað en fullt sjálfstæði. Tveir kommúnista- flokkar Minnihlutahópur innan Kommúnistaflokks Litháens reyndist móttækilegur fyrir til- boði Gorbatsjovs um takmarkað sjálfstæði. Hann neitaði að segja AÐ UTAN skilið við sovéska móðurflokk- inn. Þessi minnihlutahópur klauf sig úr Kommúnistaflokki Lithá- ens og stofnaði annan kommún- istaflokk sem er áfram deild í Kommúnistaflokki Sovétríkj- anna. Enginn vafi leikur á því að ákvörðunin um að kljúfa litáen- ska flokkinn var tekin í samráði við forystu sovéska kommúnista- flokksins. Það er tímanna tákn að fremur en að beita valdi til að refsa leiðtogum Kommúnista- flokks Litháens ákveða sovéskir kommúnistar að notfæra sér fjöl- flokkalýðræðið og keppa um hylli kjósenda eftir leiðum lýðræðis- ins. Það flækir myndina enn frekar að hinn sjálfstæði Kommúnista- flokkur Litháens hefur ekki slitið alveg öll tengsl við Kommúnista- flokk Sovétríkjanna. Fulltrúar beggja kommúnistaflokkanna, þar á meðal Algirdas Brazauskas formaður Kommúnistaflokks Litháens, komu á miðstjórnar- fund sovéska kommúnista- flokksins í Moskvu 7. febrúar. Frambjóöendafjöld Ótrúlega mikill fjöldi fram- bjóðenda býður sig fram í þessum fyrstu fjölflokka kosningum. Þótt ekki sé kosið um nema 141 þing- sæti hafa 522 frambjóðendur ver- ið skráðir samkvæmt upplýsing- um APN-fréttastofunnar so- vésku. Kosið er í einmenningskjör- dæmum og eru sumsstaðar jafnvel fimm til tíu frambjóðend- ur. Samkvæmt kosningareglun- um getur því þurft að kjósa aftur milli þeirra frambjóðenda sem mest fylgi fengu ef enginn nær löglegri kosningu. Eðlilega eru langflestir fram- bjóðendurnir Litháar en önnur þjóðernisbrot eiga líka sína full- trúa. Þrjátíu og tveir frambjóð- endur eru rússneskir, þrjátíu eru pólskir, átta eru Hvítrússar, þrír gyðingar og einn Karaíti. Kosningabaráttan Sovéskir fjölmiðlar segja kosn- ingabaráttuna mjög harða. Er- lendir fréttamenn, sem hafa fylgst með henni, segja að kosn- ingabaráttuna hins vegar tiltölu- lega rólega miðað við stjórnmála- ólgu undanfarins árs. Svo virðist sem almenningur í Litháen sé farinn að þreytast eftir eins og hálfs árs þátttöku í fjölda- fundum og kröfugöngum fyrir sjálfstæði. Kosningafundir hafa verið fremur fáir og lítið er um veggblöð. Þetta hefur verið skýrt þannig að flestir kjósendur hafi gert upp hug sinn um það hvern þeir ætli að kjósa. Enginn vafi leiki á að sjálfstæðishreyfingin fái meiri- hluta á þingi. Kosningabaráttan stendur meðal annars um það hvort Kommúnistaflokkur sé af ein- lægni fylgjandi fullu sjálfstæði. Frambjóðendur smáflokkanna halda því fram að Algirdas Braz- auskas leiðtogi kommúnistaflok- ksins sé tvöfaldur í roðinu. Hann segi eitt á framboðsfundum í Lit- háen og annað í Moskvu. Að öðru leyti eru stefnumál flokkanna að mestu leyti ýmis til- brigði af jafnaðarstefnu þar sem áhersla er lögð á ágæti blandaðs hagkerfis. Flokkar Kommúnistaflokkur Litháens tilnefndi langflesta frambjóðend- ur. Flokkurinn býður fram 219 manns sem eru meira að segja fleiri frambjóðendur en þingsæt- in sem í boði eru. Kommúnistar, sem halda tryggð við sovéska kommúnista- flokkinn, tilnefndu 91. Sósfal- demókrataflokkurinn býður fram 21 framjóðanda, Græn- ingjaflokkurinn fjóra og Kristi- legi demókrataflokkurinn þrjá. Rúmlega hundrað og fimmtíu frambjóðendur eru ekki flokks- bundnir. Búist er við að margir þeirra kunni að ganga í einhvern stjórnmálaflokk eftir kosning- arnar ef þeir ná kjöri. Afstaða sumra frambjóðenda kommún- ista er líka óljós og er líklegt að sumir þeirra eigi eftir að flytja sig á milli kommúnistaflokka. Frambjóðendur sem berjast fyrir sjálfstæði Litháens stofnuðu með sér kosningabandalagið Sa- RAGNAR BALDURSSON Föstudagur 23. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 judis. Það styður að minnsta kosti einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Sjálfstæöi á næsta leiti Vinni róttækir þjóðernissinnar sigur í kosningunum má jafnvel búast við því að litháenska þingið setji fram ákveðna áætlun um sjálfstæðistökun strax í sumar. Þá eru sjötíu ár eru liðin frá því full- trúar Sovétríkjanna og Litháa Samkvæmt lagafrumvarpinu getur ríki sagt sig úr Sovétsam- bandinu ef sambandsslit eru sam- þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem að minnsta kosti tveir þriðju kjósenda greiða atkvæði. Ákveði Litháar að fara þessa leið má búast við að Eistlending- ar og Lettlendingar fylgi þeim fast á eftir. Slíkt myndi svo aftur ýta undir sjálfstæðiskröfur ým- issa annarra þjóða Sovétríkj- anna. Sögulegt yfirlit r Ibúar í Litháen eru um 3,7 milj- ónir talsins, þar af eru nokkur hundruð þúsund rússneskir inn- flytjendur sem vinna flestir í iðn- aði. Litháen nær yfir 65 þúsund ferkílómetra svæði. Það liggur að Eystrasalti og á landamæri að Póllandi og sovétlýðveldunum Lettlandi, Hvíta Rússlandi og Rússneska sambandslýðveldinu. Fyrstu heimildir um Litháa eru frá árinu 1009. Þá eru þeir sagðir hafa verð bændur, hirðingjar, veiðimenn og góðir stríðsmenn. Prins Mindaugas sameinaði þá í fyrsta skipti í eitt ríki um árið 1240. Þeir áttu í langvinnum erj- um við þýska riddara og gengu í bandalag við pólskar, rússneskar og tékkneskar hersveitir til að vinna bug á þeim í mikilli orustu árið 1410. Litháar sameinuðust Pólverj- um um stofnun sameiginlegs ríkis árið 1569. Hluti Litháens var innlimaður í Rússaveldi á átj- ándu öld og 1816 varð allt Lithá- en hluti af Rússlandi. Rússar unnu kerfisbundið að því að útmá menningarleg sér- einkenni Litháa og aðlaga þá Rússum. Litháenska háskólan- um í Vilnu, sem hafði verið stofn- aður árið 1579, var lokað árið 1832 og bannað var að prenta lit- háenskar bækur með rómversku letri. í heimstyrrjöldinni fyrri var Litháen undir yfirráðum þýskra hersveita í þrjú ár 1914-1918. Við lok heimstyrrjaldarinnar breidd- ist sovéska byltingin til Litháen og kommúnistar stofnuðu bráða- birgðastjórn þar í nóvember 1918. Stjórnin lýsti yfir sjálfstæði Lit- háen. Sovéski kommúnistar féll- ust á það í desember og Lenín staðfesti það með undirskrift sinni 22. desember 1918. Kommúnistum tókst ekki að halda völdum í Litháen. Þeim var steypt með blóðugri byltingu strax sumarið 1919. Sovétstjórn- in blandaði sér ekki beint í átökin og í júlí 1920 undirritaði hún sam- komulag við Litháa þar sem sjálf- stæði Litháens var viðurkennt. Á sjálfstæðisárum Litháens voru kommúnistar lengst af of- sóttir, sérstaklega eftir 1926 þeg- ar einræðisherrann Antanas Smetona komst til valda. Leið- togar neðanjarðarhreyfingar kommúnista voru handteknir og skotnir. Þingkosningar voru haldnar árið 1936 en Smetona hélt samt áfram um valdataumana. Litháen blandaðist inn í heimstyrrjöldina síðari í mars 1939 þegar þýskir nasistar tóku Klaipeda, einu hafnarborg Lithá- ens herskildi. Smetona tók þann kostinn að vinna með Þjóðverj- um fremur en að skera upp herör gegn þeim. Það varð Sovét- mönnum átylla til íhlutunar. Sovétmenn létu kjósa nýtt þing í Litháen 21. júlí 1940 og þving- uðu það til að sækja um inngöngu í Sovétríkin. í heimstyrrjöldinni síðari náðu Þjóðverjar Litháen svo á sitt vald með innrás í júní 1941. Þeir héldu Litháen þar til þeir neyddust til að hörfa fyrir gagnsókn sovéska hersins árið 1944. Síðan hefur Litháen verið hluti af Sovétríkj- unum, það er jafnlengi og ísland hefur verð sjálfstætt lýðveldi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.