Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 8

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 8
líelgarblað Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla: @68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 150 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla37,108 Reykjavík Hvert skal haltia í noirænu samstarfi? Þaö er aö hefjast í Reykjavík þing Norðurlandaráös og eins og fyrri daginn eru menn eitthvað aö gera gys aö pappírsflóði og mannmergö á slíkum samkomum. Hitt er þó meiri athygli vert: menn eru talsvert aö fjalla um þaö í fjölmiðlum þessi misserin aö starfsemi Noröurlandaráös, norræn samvinna yfir höfuð, sé í vissri tilvistarkreppu eins og þaö heitir. Viti ekki vel hvað hún á til bragös aö taka í heimi skjótra og stórfelldra breytinga. í fyrra urðu nokkrar deilur um það í forsætisnefnd Norðurlandaráðs hvernig taka bæri undirtilmæli og tilboð frá Sovétríkjunum og þá sérstaklega Eystrasaltslöndun- um, um samvinnu viö Noröurlandaráö. Því miður fór þaö svo, að Norðmenn og Svíarvildu helst sem minnstgera- og vísuðu til gamalla og um margt úreltra samþykkta um þaö, að Norðurlandaráð ætti ekki aö fjalla um utanríkis- mál. Þessi afstaða er komin í rembihnút á okkar tímum, þegar Norðurlandamenn velta því æ meir fyrir sér, aö þeir séu í einskonar klemmu. Þeir hafa reynt aö standa saman um meginatriði eins og félagslega velferð, góð lífskjör, menningarlegan skyldleika, andstöðu við miðstýringu, umburðarlyndi og fleira gott. Nú finnst mörgum engu líkara en þessar brautir séu lokaðar eða ekki lengra á þeim komist. Eigum við, spyr Christian Bundgárd til dæmis í nýlegri grein í Nordisk Kontakt, að kjósa okkur leið miðstýringar og óhefts markaðsbúskapar í Evrópu- bandalaginu? Eða eigum við að reyna að byggja brú til þeirra nýju lýðræðisríkja sem eru í sköpun í Austur- Evrópu? En það kemuroftfram, að í þeim löndum er mjög litið til Norðurlanda sem fyrirmyndar - þar hafi mönnum tekist að virkja afkastagetu kapítalismans í þágu félags- legs öryggis og það er blanda af þessu tvennu sem menn helst vilja í Póllandi, Tékkóslóvakíu og fleiri löndum. Christian Bundgárd ber fram merkar spurningar í grein sinni. Hann spyr hvort menn loki ekki fyrir aukin viðskipti og samskipti sem austurblokkin vill hafa við Norðurlönd með því að einblína á Evrópubandalagið. Hann spyr hvort miðstýringarhneigðir í Evrópubandalaginu gangi ekki þvert á það að menn taki af heilum huga undir upplausn austurblakkarinnar og undir kröfur um efnahagslegt sjálf- stæði t.d. Eystrasaltsríkjanna. í vestri er verið að byggja upp miðstýringarvald og skrifræði, í austri er það að leysast upp. Hjá okkur, segir Bundgárd, er sagt að mið- stýringarhneigðirséu afleiðing tækniþróunarog yfirburða stórfyrirtækja og bættra samgangna. Hjá þeim er brott- hvarf frá miðstýringu einnig talið afleiðing tækniþróunar, einkum upplýsingatækni sem gerir ritskoðun, skrifræði og miðstýringu hlægileg. í þeirri grein sem nú var nefnd er mælt með því að menn geri ekki lítið úr norrænu samstarfi. Heldur lyfti, þvert á móti, undir það sem valkost andspænis Evrópu- bandalagi, sem sameiginlegt útspil andspænis „innri markaðinum" - og sem fordæmi og samstarfsform fyrir lönd Austur-Evrópu. Það er brýnt að íslendingar hafi þessi rök öll í huga. Við höfum síst allra ástæðu til að gera lítið úr norrænu samstarfi: þar erum við, þrátt fyrir óhjá- kvæmilega árekstra og argaþras stundum, í þeim félags- skap sem best skilur okkur og okkar tilverurök. Og er meira að segja reiðubúinn til þess að taka tölvert tillit til okkar. Sem er meira en sagt verði í alvöru um ýmsa stærri alþjóðaklúbba sem bráðlátir menn vilja sem fyrst kaupa sér dýr aðgangskort að. Fantasía sýnir í Skeifunni Nýr íslenskur sjónleikur; Vagnadans - í leit að var 1989. Samaár sýndi hann leikverkið; Égbýðþér hjómi, verður frumsýndur í leikhúsi Frú Emilíu von sem lifir. sunnudaginn 25. febrúar. Þetta er nýr íslenskur Vagnadans lýsir vegferð nútímamannsins, og um sjónleikuránorðaeftirleikhópinnFantasíuogKára leið vöxt og þroska einstaklingsins í samfélaginu. Halldór sem jafnframt er leikstjóri. Leikendur eru átta. Fantasía er leikhópur áhugafólks sem stofnsettur Leikhús Frú Emilíu er til húsa í Skeifunni 3c. Helgarveðrið Horfur á laugardag: Allhvasst suðaustanlands og snjólaust vestanlands, suðaustan gola og léttskýjaö austlands. Horfur á sunnudag: Allhvasst eða hvasst austanlands og snjókoma norðanlands, norðaustan kaldi og smáél vestanlands, suðaustan kaldi og og slydduél suðaustanlands, hæg breytileg átt og slydduél syst á landinu. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.