Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 10
Jóhanna, Andrés og Elísabet í eldhúsinu. Jóhðnna álítur aö fjölga þurfi starfsfólki heimaþjónustunnar og gefa því kost á aó gera meira en aÓ þrífa og elda mat. „Félagslegi þátturinn ermikilváegasturíþessu,“segir hún. Myndir Jim Smart. Heimilishjálp Sums staðar er ég eini gesturinn sem kemur Jóhanna Lúðvígsdóttir: Illa launað, en ánægjulegt og þakklátt að vera heimilishjálp. Félagslegi þátturinn mikilvægastur Jóhanna Lúðvígsdóttir tekur ekki þakklæti upp úr launaum- slaginu sínu, en hún gegnir engu að síður starti sem hún segir vera þakklátt og ánægjulegt í senn. Hún heimsækir tólf heimili aldr- aðra Reykvíkinga í hverri viku, tekur til hendinni og spjallar. Hún er heimilishjálp. „Ég hef verið í þessu síðan í ágúst. Mig vantaði eitthvað að gera, þetta bauðst og mér líkar þettabaramjög vel. Irauninnier ég að gera það sem ég hef alltaf haft sem aukavinnu, það er að segja að vera húsmóðir. En ég hef ekki fengið borgað fyrir það fyrr en nú,“ segir þessi 55 ára gamla móðir fjögurra barna. Nýtt Helgarblað hittir hana að störfum heima hjá Andrési Gestssyni og Elísabeti Kristins- dóttur við Hamrahlíð. Pau eru bæði komin yfir sjötugt og blind í ofanálag. „Við höfðum lengi talað um að fá heimilishjálp, en Elísabet vildi þrauka eins lengi og mögulegt var, enda er hún hörkutól og gef- ur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. En svo varð hún veik í haust og þá gerðum við í þessu. Jóhanna hefur komið til okkar síðan skömmu fyrir jól,“ segir Andrés. Hann er 72 ára gamall, rekur nuddstofu í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð, en var áður sjó- maður, netagerðarmaður og bólstrari. Hann segir mikið ör- yggi fólgið í því að fá Jóhönnu í heimsókn vikulega. Mjög ánægð Það er greinilegt að vel fer á með þeim hjónum og Jóhönnu. Hún er í óða önn að smyrja kæfu og öðru góðgæti á brauð þegar blaðamann ber að, en annars sér Elísabet alfarið um matargerð á heimilinu. Jóhanna er hjá þeim hjónum fyrir hádegi á þriðju- dögum og hlutverk hennar er fyrst óg fremst að þrífa. Segir það reyndar létt verk, því íbúðinni sé vel við haldið. „Ég var orðin þreytt á að þrífa íbúðina. Sérstaklega þótti mér erfitt að ryksuga og þurrka af. Ég var alltaf smeyk um að velta ein- hverju um koll við það. Það er óttalegt puð fyrir blinda mann- eskju að káfa sig áfram við þess háttar störf,“ segir Elísabet. Hún segist halda að þau hjónin kæmust kannski af án heimilis- hjálpar, en segir allt vera orðið erfiðara en áður. Blindan leggur mikið á líkamann. „Við erum mjög ánægð með að fá þessu þjónustu og kunningjar okkar hafa sömu sögu að segja. Það er til dæmis nauðsynlegt fyrir okkur að hafa einhvern sjáandi til þess að fylgjast með hvort blettir eru í fötum. En mér finnst sosum alveg nóg að fá hjálp einu sinni í viku.“ ' Almenn heimilisstörf „Það er mjög misjafnt hversu oft ég fer til fólks og hve mikið ég þarf að gera. Það fer allt eftir þörfum fólks og óskum. Ég fer á tólf heimili og í fjórum tilvikum er um hjón að ræða. annars fer ég mest til ekkna, sem búa einar. Starfið er illa launað, en ekki svo mjög erfitt, enda sé ég ekki um stórhreingerningar. Ég fæ svona 50 þúsund krónur upp úr launaumslaginu, en starf- ið gefur mér mikið,“ segir Jó- hanna. Hún mætir til vinnu í þjónust- umiðstöðinni í Bólstaðahlíð um hálf níu á morgnana ásamt rúm- lega hundrað konum öðrum sem sinna heimilishjálp á vegum þjónustumiðstöðvarinnar. Um níuleytið fer hún svo að vísitera. Aðstæður á heimilunum tólf eru mjög misjafnar og þörfin fyrir Jó- hönnu mismunandi. Hún þrífur íbúðir, fer yfir fatn- að, eldar mat, fer í búðir og banka og útréttar ýmislegt fyrir viðkomandi. Annast semsé al- menn heimilisstörf, allt eftir því hve mikið húsráðendur vilja og treysta sér til þess að gera sjálfir. En það er ekki mikilvægasti hluti starfsins að mati Jóhönnu. Beðið með óþreyju „Það mikilvægasta í þessu er félagslegi þátturinn og mér finnst það ætti að leggja mun meiri áherslu á hann. Sumar þeirra sem ég fer til bíða þess með óþreyju að ég komi, einfaldlega vegna þess að ég er líklega eini gestur- inn sem kemur á þessi heimili. Þær baka gjarna pönnukökur í tilefni dagsins, bjóða mér upp á kaffi og vilja spjalla. Ég held að ótrúlega margir eldri borgarar séu innilokaðir og einangraðir. Margir eiga enga ættingja í bænum og þurfa nauðsynlega á félagsskap að halda. Mér finnst að þennan þátt mætti bæta mikið. Það þyrfti að fjölga starfsmönnum og gefa þeim tækifæri til þess að gera meira en að þrífa og elda mat. Við hvetjum fólk auðvitað til þess að koma upp í þjónustumið- stöð og notfæra sér þann félags- skap sem þar er. Þar getur þetta fólk farið í hárgreiðslu, nudd og fleira. En það er eins og margir séu búnir að loka sig inni og séu hálfhræddir við að fara út á meðal fólks. Svo geta ekki allir farið á milli húsa, sérstaklega þegar færð er slæm. Við reynum að gera eins mikið af því og við getum að keyra fólk á milli staða,“ segir Jóhanna. Þyrfti meiri tíma Hún segir aðbúnað yfirleitt góðan á þeim heimilum sem hún fer á, en nokkuð sé um að til dæmis ekkjur séu í of stóru hús- næði. Þær eiga sjaldan kost á að komast í leiguíbúðir fyrir aldraða vegna hörguls á þeim. Þegar Jó- hanna spyr hvers vegna þær reyna ekki að selja íbúðirnar og 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.