Þjóðviljinn - 23.02.1990, Qupperneq 11
Heimaþjónustan
er mikið
ábyrgðarstarf
Lára Arnórsdóttir: Mjög ánægð með hverfaskiptingu öldrunarþjón-
ustunnar. Vantar ferðaþjónustu. Biðlistinn endurnýjar sig hratt
Það er erfitt að tá fólk í heima-
þjónustu, en við höfum verið
heppin, fengið sómafólk og hald-
ið því. Heimaþjónusta er ekki hátt
metin í launum þrátt fyrir að þetta
sé gríðarlega mikið ábyrgðar-
starf. Ég ræð ekki fólk í þetta starf
nema ég geti treyst því fyrir mínu
eigin heimili, segir Lára Arnórs-
dóttir, forstöðumaður þjónustum-
iðstöðvar aldraðra í Bólstaðahlíð,
við Nýtt Helgarblað.
Miðstöðin í Bólstaðahlíð er ein
af sex hverfamiðstöðvum, sem
samkvæmt nýju skipulagi eiga að
sjá um alla þjónustu við aldraða
hver á sínu svæði. Þar á meðal er
heimaþjónustan.
Aðalkostur hverfaskiptingar-
innar er sá að sögn Láru að nú
geta aldraðir sótt alla þjónustu á
einn stað.
„Nú veit fólk hvar það á að
leita þjónustunnar og á að eiga
betra með að sækja hana. Við
Jóhanna Lúðvígsdóttir: Ég hef
verið heppin og hitt úrvalsfólk í
þessu starfi. En ég vildi gjarna að
ég gæti gefið því meiri tíma.
kaupa minni íbúðir á vegum
borgarinnar, svara þær því til að
borgaríbúðirnar séu einfaldlega
dýrari og þær ráði ekki við
kaupin.
„Eg skil vel að fólk vilji vera
heima eins lengi og hægt er. En
það eru eflaust mörg dæmi um að
fólk ætti ekki að vera heima þótt
viljann vanti ekki.
Ég hef verið heppin og hitt úr-
valsfólk í þessu starfi. En ég vildi
gjarna að ég gæti gefið því betri
tíma, þótt það sé kannski orðið
hundleitt á mér,“ segir hún og
brosir til Andrésar og Elísabetar.
„Ég tími ekki að hætta þessu.
Ég hef kynnst hressu fólki og
eignast vini í gegnum starfið.
Þetta fólk er orðið fullorðið, hef-
ur lífsreynslu og hefur eitthvað að
segja af viti. Ég get endalaust
spjallað við þetta fólk og hlakka
til þess að koma í heimsókn. Ég
hefði ekki trúað þessu áður en ég
byrjaði,“ segir Jóhanna Lúðvígs-
dóttir. -gg
eigum einnig að geta aukið tengs-
lin við heimilin í hverfinu og
fylgst betur með þörfinni.
Þetta gerum við meðal annars
með samráði við heimahjúkrun-
ina á mánaðarlegum fundum. Ég
er mjög ánægð með þetta fyrir-
komulag,“ segir Lára.
20 á biðlista
Hún segir 106 konur vinna við
heimilishjálp á vegum miðstöðv-
arinnar í Bólstaðahlíð. Þær
heimsækja 260 einstaklinga í
hverfinu misjafnlega oft í viku.
Sumir fá aðstoð á hverjum degi,
aðrir einu sinni í viku og enn aðrir
hálfsmánaðarlega.
Alls búa um tvö þúsund ellilíf-
eyrisþegar á umsjónarsvæði mið-
stöðvarinnar í Bólstaðahlíð. En
hversu margir hafa sótt um
heimilishjálp án þess að hafa
fengið?
„ Við erum með um 20 manns á
biðlista, en hann er mjög
hreyfanlegur og getur endurný-
jað sig mjög hratt. Ég reikna með
að þetta sé svipað í hinum hverf-
unum. Ætli fólk bíði ekki í um
það bil mánuð eftir að fá fólk til
sín.
Hins vegar má búast við að þeir
séu til sem ættu að fá svona þjón-
ustu en hafa ekki sótt um. Það er
ákaflega erfitt að meta það. Lík-
lega er það þannig að þeir spræk-
ustu eru duglegri að leita eftir
þjónustu,“ segir Lára.
Tilgangurinn með heimaþjón-
ustunni er að gera fólki kleift að
vera heima eins lengi og það get-
ur og óskar. Allir flokkar í borg-
arstjórn virðast vera sammála um
þetta markmið, þótt þeir leggi
misjafnlega mikla áherslu á það.
Það er vitaskuld mjög hagkvæmt
fyrir samfélagið að aldraðir geti
verið heima sem lengst, það spar-
ar borginni t.d. byggingu dýrra
þjónustuibúða fyriraldraða. Auk
þess á það ekki við alla að fara inn
á stofnanir.
Ferðaþjónusta
veikasti hlekkur-
inn
Lára segist telja að veikasti
hlekkurinn í þessari þjónustu sé
ferðaþjónustan, eða öllu heldur
skortur á ferðaþjónustu. Þjón-
ustumiðstöðvarnar bjóða öldruð-
um upp á margs konar þjónustu,
en það eiga ekki allir jafn auðvelt
með að bera sig eftir henni.
Þeir sem eiga heimangengt
geta fengið hárgreiðslu, nudd,
snyrtingu, mat og fleira í þjónust-
umiðstöðinni. Þeir geta einnig
sótt leikfimistíma, unnið við bók-
band og leirgerð, farið í spilatíma
og ýmislegt fleira í miðstöðinni.
Minnihlutinn í borgarstjórn
lagði til við gerð fjárhagsáætlunar
að fimm miljónum króna yrði
varið til þess að koma á ferða-
þjónustu fyrir aldraða, en tillögu-
nni var vísað frá.
Árni Sigfússon, formaður fé'-
Lára Arnórsdóttir, forstöðumaður þjónustumiðstöðvarinnar í Bólstað-
ahlíð: Ég ræð ekki fólk í þetta starf nema ég geti treyst því fyrir mínu
eigin heimili.
lagsmálaráðs og borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins segist viss
um að slíkri þjónustu verði kom-
ið á en reiknar ekki með að af því
verði á þessu ári. Verið sé að
vinna að könnun á þörfinni fyrir
ferðaþjónustu og ekki sé ráðlegt
að koma henni á fyrr en þeirri
könnun verði lokið.
Helgarþjónusta
Að sögn Árna er einnig verið
að kanna þörfina fyrir helgar-
þjónustu. Hún er ekki fyrir hendi
nú, en að sögn viðmælenda Nýs
Helgarblaðs er talin vera þó
nokkur þörf fyrir slíka þjónustu.
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lags, Kvennalista, Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks, lögðu
einnig til við afgreiðslu fjárhagsá-
ætlunar að fimm miljónum yrði
varið til þess að koma á helgar-
þjónustu, en tillögunni var vísað
frá á sömu forsendu og hinni fyr-
ri. Árni Sigfússon segist heldur
ekki eiga von á að þessari þjón-
ustu verði komið á f ár.
Guðrún Ágústsdóttir, vara-
maður Alþýðubandalagsins í fél-
agsmálaráði, telur mjög brýnt að
helgarþjónustu verði komið á.
Hún hefur m.a. reifað þá hug-
mynd að námsfólki verði boðið
að taka að sér að fara heim til
aldraðra um helgar til þess að
elda mat og halda þeim félags-
skap.
Eins og kemur fram í viðtalinu
við Jóhönnu Lúðvígsdóttur búa
ekki allir svo vel að eiga ættingja
sem koma reglulega í heimsókn.
Hún segist vera eini gesturinn
sem kemur á sum þeirra heimila
sem hún sækir heim.
-gg
Umboðsmaður
ríkisskip á Eskifirði
Skipaútgerð rikisins óskar að ráða umboðsmann á Eski-
firði frá og með 1. april 1990. Viðkomandi þarf að
hafa yfir að ráða vörugeymsluhúsnæði og tækjum til að
afgreiða skipin. Umsóknarfrestur er til 10. mars 1990.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í
Reykjavík í síma 91-28822.
Skipaútgerð ríkisins
Til sölu einbýlishús
á Selfossi
Kauptilboð óskast í húseignina Grænuvellir 5,
800 Selfossi, samtals 940 m3 að stærð. Bruna-
bótamat er kr. 14.157.000,-.
Húsið verður til sýnis í samráði við Jón Péturs-
son, umsjónarmann, sími (98) 21300.
Tilboðsblöð eru afhent hjá umsjónarmanni og á
skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík.
Tilboð merkt „Einbýlishús Útboð 3566/90“
skulu berast skrifstofu vorri eigi síðar en þriðju-
daginn 6. mars n.k. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Boraartúni 7. sími 26844
Vörubílstjórafélagið
Þróttur, Reykjavík
auglýsir hér með eftir framboðslistum til kjörs
stjórnar og trúnaðarmannaráðs í félaginu. List-
ar skulu berast á skrifstofu félagsins, Borgartúni
33, í síðasta lagi kl. 12 á hádegi mánudaginn 12
mars n.k.
Kjörstjórn
A
Félagsráðgjafar
Á Félagsmálastofnun Kópavogs eru lausar til
umsóknar tvær stöður félagsráðgjafa í afleys-
ingar.
1. 100% starf frá 1. maí nk. til ágústloka 1991.
2. 50% starf frá 1. maí n.k. til janúarloka 1991.
Um er að ræða fjölbreytt störf. Möguleiki er á
sveigjanlegum vinnutíma. Umsóknarfrestur er
til 5. mars n.k.
Upplýsingar veitir deildarfulltrúi fjölskyldu-
deildar í síma 45700.
Félagsmálastofnun Kópavogs