Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 12
Morðingjanum ógnað. Málverk eftir René Magritte frá 1926.
Jón Gnarr skrifar
FANTÓMAS
Kápa af nýlegri útgáfu af Fantómasi
Hinn fuilkomni glæpamaður
„Juve vann fyrsta leikinn,
þann seinni vinn ég!“ æpir
Fantómas gegnum nóttina.
Hann teygir sig í viðarhand-
fangið og þrýstir því niður
æfðum höndum. Raf-
straumurinn áofsahraða
gegnum kveikjuþræðina...
„Ég sigra!“ æpir hann aftur
um leið og öflug sprengingin
kveðurvið.
T röllslegar drunurnar
skekjajörðina, svartur reykur
teygir sig mót himni og fleiri
sprengingar fylgja í kjölfarið.
Hljóðin í hrynjandi húsveggj-
unum blandastskerandi
hræðsluveinum.
ÓðalsseturLafði Beltham
er hrunið til grunna og hefur
grafna undir sér vesalings
manngreyin sem hættu sér of
nærri í eftirförinni eftir Fant-
ómasi. Konungurglæpa-
manna hefur komist undan
einusinnienn.
En eru Juve lögregluforingi
og Fandor á meðal hinna
látnu?
Á árunum 1911-14 var gefinn
út í Frakklandi allsérstæður
bókaflokkur sem bar nafnið
Fantómas, (fantome = draugur).
f>að fór lítið fyrir þessum bókum í
fyrstu og það er ekki fyrren uppúr
1920 að þær slá í gegn. Þá var
vinsælt í París charleston, tangó,
Jósefína Baker, Chaplin, Rúdolf
Valentínó og jazz. En Fantómen
varð jafnvel ennþá vinsælli.
Hann var alveg gífurlega víðles-
inn í heimalandi sínu, og að sama
skapi ólesinn utan þess. Það er
skrítið, ekki síst þegar þess er
gætt að bindin urðu hvorki meira
né minna en 32 að tölu. Svo eru
bækurnar mjög vel skrifaðar,
stórskemmtilegar og leiftra af ó-
takmörkuðu hugmyndaflugi og
skopskyni. Par segir frá ofur-
klóka stórglæpamanninum Fant-
ómasi, hryllilegum illvirkjum
hans og endalausri baráttu við
hinn snjalla leynilögregluforingja
Juve. Juve þessi er sífellt á hælun-
um á honum en nær honum þó
sjaldnast. í þau fáu skipti sem
það gerist smýgur hann úr hönd-
um lögreglunnar, á einhvern
snilldarlegan hátt og á elleftu
stundu. Og ósjaldan fær bakarinn
að hanga fyrir smiðinn því Fant-
ómas er hreinn meistari í að villa
á sér heimildir. Hann er ímynd
hins fullkomna glæpamanns og
afbrot hans eru framin af úthugs-
aðri slægð og miskunnarleysi.
Hann þverbrýtur allar reglur og
annmarka hins mögulega og
teygir raunveruleikann langt út-
yfir takmörk sín. Hann labbar sig
hæglega gegnum lokaðar dyr.
Hann smýgur jafnvel gegnum
veggi og tæmir harðlæsta pen-
ingaskápa án þess að opna þá.
Fantómas kemur fram í hinum
ýmsu gervum; jafnt sem tvífari
frægra fyrirmanna eða sem ör-
vasa betlikarl. Stundum er hann
tvær eða fleiri persónur í einu og
leikur óteljandi skjöldum. Ekk-
ert er ómögulegt þar sem hann er
annars vegar og hið ómögulega
gerir hann auðveldlega yfirstíg-
anlegt. Fantómas getur verið í
Bankok einn daginn, í París dag-
inn eftir og í Pétursborg og New
York daginn þar á eftir.
Hetja meö
öfugu formerki
Fantómas er bæði kaldrifjaður
kvennamorðingi og kvennagull.
Hann myrðir konur án þess að
depla auga. Og eins og hans er
von og vísa þá skilur hann aldrei
eftir sig nein sýnileg verksum-
merki, ekki einu sinni þegar hann
fremur morðin beint fyrir framan
nefið á lögreglunni. En svo er líka
annarskonar Fantómas; elskhug-
inn Fantómas. Hann er nefnilega
sannkallaður herramaður og
sjarmör. Allar veraldarvanar
konur falla fyrir honum og hætt-
unni sem af honum stafar. Og
hann fíflar þær (yfirleitt stórgáf-
aðar hefðarfrúr) og vefur þeim
um fingur sér. Og drepur þær...
Öfugt við hetjur hefðbundinna
leynilögreglusagna þá er Fant-
ómas glæpamaður. Hann er
illvirki og þverbrýtur öll lög og
reglur samfélagsins. Og ólíkt öðr-
um illmennum bókmenntanna
eins og prófessor Moriarty, sem
var svarnasti óvinur Sherlock
Holmes, þá er Fantómas hetjan
sem vekur aðdáun lesandans með
sigrum sínum og klókindum.
Raskolnikoff Dostojevskís var
svo sligaður af samviskubiti eftir
eitt morð að hann gaf sig á endan-
um fram. Fantómas á hundrað
morð að baki og samviska hans er
jafn hrein og hjá barni.
Bækurnar um glæpasnillinginn
Fantómas voru skrifaðar af
12 SÍÐA- NÝTT 1
ARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990