Þjóðviljinn - 23.02.1990, Side 15

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Side 15
Stofnun KFÍ söguleg nauðsyn Telur þú þá að segja megi með sama rétti, að stofnun Kommún- istaflokks Islands hafi verið sögu- leg nauðsyn? - Stofnun KFÍ var náttúrlega ekki hvortveggja í senn söguleg nauðsyn og söguleg mistök. það gengur ekki upp. Hins vegar má ef til vill hugsa sér að ef íslensk verkalýðshreyfing og flokkar hennar hefðu vaxið og dafnað hér á landi án nokkurra tengsla við umheiminn hefði hún litið öðru vísi út. Slíkar vangaveltur eru þó í besta falli skemmtileg hugarleik- fimi. Verkalýðshreyfingin byggir arfleifð sína á alþjóðahyggju og samvinnu án tillits til landamæra og því hljóta áhrif að utan óhjá- kvæmilega að setja mark sitt á þróun hennar. Jafnframt er ljóst að það þurfti hvorki rússnesk áhrif né dönsk til þess að fram- kalla andstæður í hreyfingunni andstæður á milli hægfara og rót- tækra. Niðurstaða mín er því sú að mér finnst ekkert eðlilegra en að menn hafi skipst i flokka án tillits til rússnesku byltingarinn- ar. Og ef hægt er að tala um sögu- lega nauðsyn í sambandi við stofnun stjórnmálaflokka al- mennt, t.d. Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks, þá gildir það sama um Kommúnistaflokk- inn. Hann var sama sögulega nauðsynin. Ég held hins vegar að við get- um lært ýmislegt af hinum hat- römmu átökum t.d. á fjórða ára- tugnum. Eftir stofnun KFÍ 1930 hófu kratar krossferð til þess að útiloka kommúnista frá áhrifum í verkalýðsfélögum. Þeir klufu hiklaust heilu verkalýðsfélögin og stofnuðu ný, þar sem komm- únistar höfðu haft undirtökin. Þessi átök jukust dag frá degi all- an þann áratug sem einkenndist af djúpri kreppu, atvinnuleysi og örbirgð verkafólks. Öll verka- lýðsbaráttan markaðist af þess- um átökum einmitt á þeim árum sem meiri þörf var fyrir pólitíska og faglega samstöðu verkafólks en nokkru sinni fyrr. Þessar að- stæður gerðu kröfuna um sam- fylkingu líka þyngri og hún var borin fram af meiri þunga en hún er í dag. Það var grasrótin sem krafðist samfylkingar af knýjandi nauðsyn. Nú vantar afl verka- lýðshreyfingarinnar á bak við kröfuna um pólitíska samfylk- ingu. Samfylking eða sameining Þessi krafa leiddi síðan til stofn- unar Sósíalistaflokksins? - Já það var á fundi í Dagsbrún eftir alþingiskosningarnar 1937 sem Héðinn Valdimarsson breytti kröfunni um samfylkingu í kröfu um sameiningu. Hug- mynd Héðins var að kommúnist- ar, sem voru sigurvegarar kosn- inganna, myndu annaðhvort sameinast krötum í einum stórum jafnaðarmannaflokki eða standa eftir afhjúpaðir sem svikarar við verkafólk. Við það myndi fylgið hrynja af kommúnistum og Al- þýðuflokkurinn standa eftir sem stór og mikill jafnaðarmanna- flokkur. Þetta fór hins vegar á allt annan veg en Héðinn ætlaði þeg- ar hann bar upp ályktunina frægu á Dagsbrúnarfundinum sumarið 1937. Um haustið fóru viðræðu- nefndir beggja flokka að ræða málið undir því yfirskini að leysa sameiningaróskina sem var til staðar í röðum beggja flokka og í flestum verkalýðsfélögum lands- ins. Af heimildum má hins vegar sjá að forysta krata var fyrirfram ákveðin í að láta þessar viðræður fara út um þúfur. Finnbogi Rútur Valdimarsson sem var í viðræðu- nefnd krata staðfesti það í samtali við mig eitt sinn að þetta hafi ver- ið sviðsett „skuespil". Viðræð- urnar sprungu hinsvegar á deilum um lýðræðið og skilgreiningu þess. Báðir þóttust líta á sig sem Föstudagur 23. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15 merkisbera lýðræðisins. Hins vegar vildu kratar að kommúnist- ar settu jafnaðarmerki á milli þingræðis og lýðræðis. Það vildu þeir ekki. Kommúnistar bentu á að þótt þingræði gæti verið ákveðið form lýðræðis þyrfti svo ekki að vera. Þeir vísuðu til stjórnarskrárinnar sem gerði ráð fyrir miklum formlegum völdum konungsins sem gat í krafti þing- ræðisins gengið þvert á þjóðar- vilja. Þeir vildu að réttur þjóð- armeirihlutans yrði virtur þó svo að hann bryti í bága við lög og þingræði. Við svo búið sat og við- ræðunefndirnar hættu störfum en báðir flokkarnir slógu sér á brjóst og þökkuðu sér hvor um sig mik- inn og fölskvalausan vilja til sam- einingar en kenndu andstæðing- num um hvernig fór. Samfylking til borgarstjórnar- kosninga Þótt upp úr hefði slitnað á milli viðræðunefndanna gafst Héðinn Valdimarsson ekki upp, og þar sem hans menn höfðu undirtökin í Fulltrúaráði Verkalýðsfélag- anna í Reykjavík sem átti sam- kvæmt lögum Alþýðusambands- ins að ákveða framboð Alþýðu- flokksins til borgarstjórnarkosn- inga, þá ákváðu þeir að bjóða fram sameiginlegan lista með kommúnistum. Þetta var í des- ember 1937. Þessi ákvörðun hefði hæglega getað þýtt klofning Alþýðuflokksins, en til þess að koma í veg fyrir hann var ákveðið að efstu frambjóðendur listans yrðu þau Stefán Jóhann Stefáns- son ritari Alþýðusambandsins, Jón Axel Pétursson og Soffía Ing- varsdóttir, öll svarnir andstæð- ingar kommúnista. Þessu fram- boðsstarfi lyktaði hins vegar með því að Stefán Jóhann lýsti því yfir tveimur dögum fyrir kjördag að þau þremenningarnir teldu sig óbundin af þeim málefnasamn- ingi sem gerður hafði verið með krötum og kommúnistum innan Fulltrúaráðsins. Þessi samfylk- ingarlisti tapaði svo í kosningun- um miðað við það fylgi sem flokkarnir tveir höfðu haft áður samanlagt. Brottvikning Héðins Héðni var síðan vikið úr flokknum fyrir klofningsstarf- semi skömmu eftir kosningar. Sama gerðist með félaga hans og jafnaðarmannafélag Reykjavík- ur, sem fylgdi Héðni að málum. Hægri armurinn fór að eins og í þeim verkalýðsfélögum sem voru klofin. Stofnað var nýtt Alþýð- uflokksfélag sem fékk inni í Al- þýðusambandinu í stað þess burt- rekna. Haustið 1938 leiddi þetta svo til þess að nær óskiptur vinstri armur Alþýðuflokksins gekk með Héðni og Sigfúsi Sigurhjart- arsyni til liðs við kommúnista og stofnuðu Sameiningarflokk al- þýðu Sósíalistaflokkinn. Flokk- urinn stóð utan við Komintern. Dvöl Héðins varð þó skammvinn því hann gekk úr Sósíalista- flokknum í árslok 1939 í kjölfar deilna um vetrarstríð Rússa gegn Finnum, en það er önnur saga. Hvaða ágreiningsefni voru það sem í raun og veru komu í veg fyrir fulla sameiningu flokkanna á þessum tíma að þtnu mati, úrþví að þetta var allt saman ,jkuespil“ afhálfu forystu Alþýðuflokksins? - Hér koma áhrif norrænna sósíaldemókrata aftur við sögu. Stefán Jóhann Stefánsson og Jón Axel Pétursson höfðu farið fram á það við sænska Alþýðusam- bandið í ágúst 1937, að sænska Alþýðusambandið veitti ASÍ100 þúsund sænskar kr. í lán vegna prentvélarkaupa og endurnýjun- ar á Alþýðublaðinu. Þeir fengu vilyrði fyrir þessu mikla láni og fóru við svo búið heim. Þegar sameiningarviðræðurnar voru í fullum gangi fékk Stefán Jóhann bréf frá ritara sænska Alþýðus- ambandsins þar sem hann segist hafa haft spurnir af sameiningar- viðræðunum og m.a. að hinn nýi Þorleifur Friðriksson: samfylkingarkrafan þá var borin upp af verkalýðshreyfingunni. Nú er hún borin upp af menntamönnum og þröngum hópi hugsjónafólks. Ljósm. Kristinn flokkur hyggist standa fyrir utan Alþjóðasamband sósíaldemókr- ata. Þetta óttast Svíar greinilega mjög og í þessum merkilegu bréfaskiftum ritaranna kemur fram að ef Alþýðuflokkurinn standi við tilboð sitt til kommún- ista um að hinn nýi flokkur standi utan Alþjóðasambands sósíald- emókrata þá muni hann jafn- framt verða útilokaður frá sam- starfi í Norrænu samvinnunefn- dinni sem Alþýðuflokkurinn hafði starfað í síðan 1932. Jafn- framt myndu norrænir kratar klippa á önnur tengsl við íslenska sósíaldemókrata og vonin um sænska lánið færi þá út í veður og vind. Stefán Jóhann sagði Anders Nilsson á hinn bóginn að fylgis- menn þessara hugmynda innan flokksins hafi með þessu viljað afhjúpa kommúnistana og sanna að enginn grundvöllur til samein- ingar væri til staðar og á þann hátt eyða hneigð nokkurra flokksfé- laga til samfylkingar. Nú kann einhver að spyrja, var sænska lánið krötum slík nauðsyn að vonin um það hafi verið afger- andi? Það þarf að sjálfsögðu ekki að vera og vafalaust höfðu menn sínar skoðanir án tillits til lánslof- orða og skoðana sænskra krata. Hins vegar er rétt að hafa í huga að Alþýðusambandið var orðið stór og mikil stofnun á þessum tíma og fyrir dyrum stóð upp- stokkun á uppbyggingu þess. Það var aðeins tímaspursmál hvenær tvíeindin Alþýðusamband og Al- þýðuflokkur yrði leyst upp í sjálf- stæðan flokk og flokkslega óháð landssamband verkalýðsfélag- anna. Fyrir krata var það kapps- mál að sú uppstokkun gæti gerst á þann hátt að þær eignir sem fram að þessu höfðu staðið fjárhags- lega undir drjúgum hluta flokks- starfsins yrðu áfram nýttar í þeim tilgangi. Til þess þurfti fjármagn og sænska lánið sem kom í góðar þarfir. Það var raunar hækkað eftir að sameiningarviðræðurnar voru farnar út um þúfur, í 185 þúsund sænskar. Upphæðin jafngilti um eitt hundrað árs- íaunum Dagsbrúnarverkamanns á dagvinnutaxta. Alþýðusam- bandið tók lánið og bar skuldina, en kratar héldu eignunum, eftir að skipulagsleg uppstokkun var gerð á ASI 1940. Lærdómar sögunnar Hvaða lœrdóm vilt þú draga af þessari sögu? - Okkur er tamt að nota sög- una til að leggja mat á samtím- ann, og ekkert er athugavert við það, ef það er gert af sanngirni. Eðli málsins samkvæmt hljóta sósíalistar að vera samfylkingars- innaðir, en krafa um samfylkingu er nokkuð annað en krafa um sameiningu. Munurinn á þessu tvennu var jafn greinilegur fyrir fimmtíu árum og hann er nú. Munurinn á stöðunni þá og nú er þó fyrst og fremst sá að á þessum árum var samfylkingarkrafan borin upp af verkalýðsfélögum um alltland. Núerhún hinsvegar borin upp af menntamönnum og hugsjónafólki, - tiltölulega ein- angruðum hópi sem tengist í fæst- um tilfellum launþegahreyfing- unni. Þetta sýnir náttúrlega einn- ig hvað flokkarnir hafa fjarlægst verkalýðshreyfinguna um leið og hún hefur einangrast frá stjórn- málaflokkum. Þar er sökin þó fyrst og fremst hjá stjórnmála- flokkunum. Annar lærdómur sem ég vil draga af þessari sögu er sá að hvorki verkalýðshreyfingin né flokkar sem telja sig tilheyra henni, mega blindast í trú á að hægt sé að endurgera ákveðin samfélagsform hér á landi eftir erlendri fyrirmynd. Samskipti hægri og vinstri- aflanna innan verkalýðshreyfing- arinnar kenna okkur líka að trúin á valdakóngana innan hreyfing- arinnar og mátt þeirra er hreyfingunni hættuleg. Þegar einstaklingar hafa náð að hreiðra um sig í valdamiðstöðvum stjórnmálaflokks er sú hætta fyrir hendi að þeir láti þá stöðu sína ráða ferðinni frekar en þær hug- sjónir sem flokkurinn var stofn- aður um. Slíkt hefur gerst innan fjölskrúðugs litrófs jafnaðar- mannaflokka og slíkt gerist enn. Hins vegar hljóta flokkar sem byggja á fáum valdakóngum að vera veikir og þeir geta hrunið eins og flokkarnir fyrir austan. Sú deila sem staðið hefur um sam- fyikingu fyrir borgarstjórnar- kosningarnar nú í sumar hefur einkennst af valdapólitík smák- ónga, en ekki af málefnavinnu. Það hefur ekki verið hlustað á rödd grasrótarinnar. Áttu við að grasrótin hafi ekki viljað sameiginlegt framboð nú? - Þvert á móti. Að vísu er gras- rótin ekki eins hávær og ákveðin eins og fyrir fimmtíu árum, held- ur hljóðlát og þreytt á pólitískum loddaraskap undanfarinna ára. Ég held að það hafi verið frjór jarðvegur fyrir samfylkingu, en frumkvæðið og umræðan náði ekki út fyrir þröngan hóp hug- sjónafólks. Sú barátta sem oddvitar hreyfingarinnar hafa staðið í innbyrðis og gagnvart meirihlutanum hér í Reykjavík hefur sáð tortryggni sem vex og blómstrar í frjórri mold. Tor- tryggnin og smákóngahneigðin eru Akkilesarhæll íslenskrar vin- strihreyfingar sem er allt of kóng- ótt. —ólg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.