Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 19
Pagliacci
Óperan Pagliacci (Trúðarnir)
var frumsýnd í Mílanó árið 1892.
Bæði tónlistin og textinn eru eftir
Ruggero Leoncavallo (1858-
1919), einn af brautryðjendum
raunsæisstefnunnar í ítölskum.
óperubókmenntum. Leoncavallo
sótti efniviðinn í mál sem faðir
hans, þorpsdómari á Suður-Ítalíu
hafði dæmt í, en í óperunni segir
af trúðnum Canio, sem myrðir
unga eiginkonu sína og elskhuga
hennar í afbrýðisæði fyrir fullu
fjölleikahúsi. Óperan er eina
verk Leoncavallos, sem staðist
hefur tímans tönn, en henni var
ekki einasta frábærlega tekið á
frumsýningu heldur fór hún
sigurför um heiminn þegar í stað,
var sýnd í Vfn sama ár og í
London og New York árið eftir.
Pagliacci er stutt ópera, í að-
eins tveimur þáttum. Hún hefst á
formála eins trúðanna, sem
minnir áhorfendur á að leikar-
arnir séu líka manneskjur, sem
yfirleitt hylji tilfinningar sínar að
baki trúðsgrímunnar. Óperan
gerist á nokkrum klukkustund-
um, frá því að hópur farand-
leikara kemur í sveitaþorp og af-
brýðisemi Canios vaknar og lýk-
ur á sýningu trúðanna sama
kvöld, þegar Canio missir stjórn
á sér og „leikur“ og „raunveru-
leiki“ renna saman í eitt, því
innan óperunnar er leikið leikrit,
hefðbundinn gamanleikur um
ástir og framhjáhald þar sem
leikið er á eiginmanninn; trúðinn
Canio.
Garðar Cortes fer með hlut-
verk Canios, trúðsins, sem missir
grímuna, Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir er kona hans, Nedda og
Keith Reed Tonio, kroppinbak-
ur, sem lengi hefur elskað Neddu
ílaumi. Simon Keenlyside syngur
hlutverk Silvios, elskhuga Neddu
en Sigurður Björnsson er Harleq-
uin, elskhugi Neddu á sviði far-
andleikhússins og þorpsbúar eru
hverja af þeim fjölda flökku-
munka og veraldlegra guðs-
manna, sem voru á ferðinni um
Evrópu á miðöldum. Þar eru í
bland dýrt kveðin ljóð og
leirburður, að mestu leyti á latínu
en einnig á bæði frönsku og þýsku
og er þessum tungumálum
jafnvel blandað saman í einu og
sama ljóðinu. Efni kvæðanna er
að sama skapi mismunandi, en
meðal þeirra er að finna hámór-
ölsk ljóð við hlið kerknisvísna,
danskvæði og kvartanir yfir
heimsósóma, drykkjuvísur og
ástarljóð.
Kór- og dansverk Orffs við
kvæðin var frumflutt árið 1937 og
er eina verk hans sem hefur
hlotið verulegar alþjóðlegar vin-
sældir. Það skiptist í þrjá megin-
kafla, Vorið, A kránni og Hirð
ástarinnar en byrjar og endar á
ákalli til auðnugyðjunnar: O
Fortuna, enda allt í heiminum
hverfult og lukkuhjólið valt.
Sjö dansarar úr íslenska dans-
flokknum túlka verkið með kór
Óperunnar og þremur einsöngv-
urum, þeim Michael Jóni Clarke,
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Þorg-
eiri J. Andréssyni. Leikmynd og
búningar eru eftir Nicolai Drag-
an.
- Ég sé þetta fyrir mér sem
heiðna fórnarhátíð, segir Ter-
ence Etheridge, leikstjóri og
dansahöfundur Carmina Burana.
Ég ímynda mér að munkarnir
hafi komið saman á fjallstoppi á
hverju vori og haldið þessa miklu
helgiathöfn alla nóttina, ákallað
auðnugyðjuna, sungið, drukkið
og dansað og leikurinn hafi
magnast eftir því sem leið á nótt-
ina. Söngvarnir hafi síðan laðað
að sér fleira fólk, því þarna birt-
ast dansarar, fólk, sem vill taka
þátt í þessu ritúali.
Þetta ei í fyrsta sinn, sem ég
reyni að gera nokkuð þessu líkt
og reyndar í fyrsta sinn mér vitan-
lega, sem Carmina Burana hefur
verið sett upp á þennan hátt, þó
Orff hafi ætlast til þess þegar
hann skrifaði verkið að það væri
bæði dansað og sungið. Ég held
að menn hafi hreinlega ekki þor-
að að reyna þetta fyrr, því þetta
er mjög erfitt verk að syngja. Sú
leið, sem yfirleitt hefur verið far-
in er að láta dansarana vera
fremst á sviðinu og kórinn standa
í bakgrunninn, en þannig myndar
verkið ekki eins mikla heild og
það gerir þegar kórinn er líka á
hreyfíngu.
Með dansinum og hreyfingum
kórsins reyni ég að ná fram þem-
um kvæðanna og undirstrika
tónlistina, textinn er allt of
breytilegur til þess að það sé
nokkurt vit í að reyna að fylgja
honum. Ég vil taka fram hvað
það hefur verið ánægjulegt að
vinna bæði með kórnum, sem ber
hitann og þungann af sýningunni
og eins með Dansflokknum, ég
gæti vel hugsað mér að koma
hingað aftur og vinna með þeim.
LG
Carmina Burana er í Óperunni
sett upp á nýstárlegan hátt, því
kórinn, sem leikur aðalhlutverk-
ið er jafnframt á hreyfingu um
sviðið og undirstrikar tónlist og
innihald kvæðanna með dans-
hreyfingu. Carl Orff (1895-1959)
mun hafa haft dans og hreyfilist í
huga þegar hann samdi tónlistina
við úrval kvæðanna frá Beuren,
en alls eru þau safn um tvö þús-
und ljóða og söngva frá miðöld-
um.
Ljóð þessi og kvæði voru
geymd öldum saman í læstum
skáp ásamt með öðrum forboðn-
um bókmenntum í bókasafni
klaustursins Benediktbeuern í
Bavaríu við rætur Alpafjalla.
Handritið fannst árið 1803, en
var ekki gefið út fyrr en árið 1847
og þá gefið nafnið Carmina Bu-
rana.
Kvæðin eru jafn misjöfn og
þau eru mörg, enda eftir fjöl-
marga höfunda, sem ekki láta
nafns síns getið, væntanlega ein-
Söngvar munkanna laða að sér
fleiri sem viljataka þátt í hátíðinni.
Mynd: Kristinn.
Basil Coleman: Engri nótu ofaukið
kór íslensku óperunnar. Nicolai
Dragan gerir leikmynd og Alex-
ander Vassiliev búninga.
- Þetta er geysilega gott verk,
segir Basil Coleman, leikstjóri
Pagliacci. - Það er stutt og hnit-
miðað, aðeins fimm aðalper-
sónur og engri nótu ofaukið.
Þemað er klassískt, ást og hatur
og sett upp á meistaralegan hátt
svo á leiksviðinu renna leikur og
raunveruleiki saman í eina heild.
- Af fjórum karlmönnum í að-
alhlutverkum er aðeins einn, sem
ekki elskar Neddu. Kroppinbak-
ur, sem aldrei hefur elskað öðru-
vísi en úr fjarlægð velur þessa
stund til að játa henni ást sína,
elskhugi hennar, ungi maðurinn
úr þorpinu vill að hún hlaupist á
brott með sér og Canio er orðinn
afbrýðisamur. Það sem gerir til-
finningar Canios svo sterkar er að
Nedda er á einhvern hátt hans
Pygmalion. Hann hefur tekið
hana að sér munaðarlausa stúlku,
alið hana upp og loks gifst henni,
lítur í rauninni á hana sem sína
eign og er þess vegna ákaflega
afbrýðisamur. Leikararnir reyna
síðan að setja upp sitt venjulega
leikrit, þrátt fyrir harmleikinn,
sem er að gerast þeirra á meðal
og allt fer úr böndum.
- Þetta er í fyrsta sinn sem ég
set Pagliacci upp og er ákaflega
spenntur að sjá hver útkoman
verður því ég hef aldrei unnið
með svona lítið leiksvið fyrr. Það
er alls ekki ætlað fyrir leiksýning-
ar og í rauninni ótrúlegt að hægt
sé að koma þar fyrir heilli óperus-
ýningu. En það hefur verið mjög
skemmtilegt að reyna þetta, ég
hef haft góðum söngvurum og
kór á að skipa.
LG
Harlequin (Sigurður Björnsson)
heimsækir Kólumbínu (Ólöfu
Kolbrúnu Harðardóttur) í leiknum
innan óperunnar.
FfTTT r:Ai?\TFi\nvnvr:rv
✓
Islenska óperan frumsýnir Carmina
Burana og Pagliacci
íslenska óperan frumsýnir í kvöld tvö gjörólík verk: Carmina Burana
eftir Carl Orff, og óperuna Pagliacci eftir Ruggieru Leoncavallo. Carm-
ina Burana (Kvæði frá Beuern) er sviðsverk fyrir kór; einsöngvara,
dansara og hljómsveit og er sett upp í samvinnu við Islenska dans-
flokkinn. Pagliacci (Trúðarnir) er hinsvegarópera ítveimur þáttum þar
sem segir af ástum og afbrýði í hópi farandleikara.
Tveir breskir leikstjórar hafa verið fengnir hingað til lands til að setja
upp sýningarnar. Terence Etheridge er leikstjóri Carmina Burana og
jafnframt höfundur dansa og kórhreyfinga og Basil Coleman setur upp
Pagliacci. Hljómsveitarstjórar eru David Angus og Robert Stapleton
og lýsingu annast Jóhann B. Pálmason.
Carmina Burana
Terence Etheridge: Eins og heiðin
fórnarhátíð
Föstudagur 23. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19