Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 23
HEIMIR MÁR
PÉTURSSON
Hörður Torfason hefur unnið sér traust land á tónlistarsviðinu hér
heima. En nú er trúbadúrinn og farandleikstjórinn að fara að gefa út
sína fyrstu plötu í Danmörku, þar sem hann hefur búið í fjölda ára.
Dægurmálasíðan sló því á þráðinn til Harðar þar sem hann er að
leikstýra austur á Kirkjubæjarklaustri og forvitnaðist aðeins um hina
væntanlega plötu sem upptökur hófust á í apríl í fyrra.
Ég man ekkert hvernig það
kom til að ákveðið var að ég sendi
þessa plötu frá mér í Danmörku.
Þetta er kannski bara eðlilegt
framhald af því hvað ég er búinn
að búa lengi í Danmörku og unn-
ið mikið með Dönum. Þessi hug-
mynd er samt gömul en ég vildi
fyrst gera góða íslenska plötu
áður en ég færi að senda frá mér
plötu á dönsku.
Efnið á þessari plötu, sem á að
heita „Lavmælt“, er að mestu
komið af „Hugflæði“, eða tíu lög
sem eru mikið endurunnin. Við
tókum „Hugflæði“ og hlustuðum
á hana aftur ári eftir að hún kom
út og ræddum hvað okkur fannst
gott og hvað okkur fannst lélegt.
Síðan lagfærðum við sum hljóð-
færin, felldum sumt út, bættum
öðru inn og endurspiluðum suma
kafla. Þá felldum við tvö lög úr,
„Ættjarðarraul" og „Veiðisögu“,
aðallega vegna þess að mér tókst
ekki að þýða textana þannig að
vel væri á þessum tíma. Ég átti
nóg af efni sem ég gat bætt við í
staðinn.
Þegar ég fór að þýða textana sá
ég ákveðinn þráð í plötunni, boð-
skap eða fílósófíu.
Hver er þessi þráður?
Þetta er þessi boðskapur að
veröldin og lífið sé dálítið stremb-
ið og allt það og að maður eigi
ekki að gefast upp fyrir því, held-
ur draga sig í hlé á hverjum degi
til að rækta sjálfan sig í rólegheit-
um og hugleiða stöðu sína og
Hvernig var að syngja inn eigin
lög á dönsku?
Þá kom sjokkið. Mig vantar
ekki orð á dönsku og er sæmilega
skrifandi og talandi á dönsku en
uppgötvaði að það er annar
handleggur að tala dönsku en
syngja á henni. Svona dags dag-
lega hefur það gengið að vera ís-
lendingur í Danmörku með sína
sér dönsku, en það gekk ekki
þegar átti að fara að syngja. Þá
vantaði öll þessi litlu áhersluatr-
iði og þessi fínu blæbrigði sem eru
1 hverju tungumáli. Mérfannst ég
ekki geta boðið upp á það að
kasta slíku inn á plötu.
Þetta kom mér í sjálfu sér ekki
á óvart. Þegar maður er búinn að
tala jöfnum höndum tvö tungu-
mál og jafnvel þrjú á vissum tíma-
bilum, þá er það í sjálfu sér ekk-
ert skrýtið að þetta vanti. Mitt
aðaltungumál hefur alltaf verið
íslenskan og danskan hefur verið
tungumál númer tvö. Það var
auðvitað samt dálítið skrýtið að
uppgötva þetta.
Hvernig gekk svo að læra að
syngja á dönsku?
Þetta var bara vinna og rosa-
legt álag. Ég þurfti að læra dan-
skan framburð upp á nýtt því að
ég var búinn að læra hann áður,
en bara vitlausan, og þetta var því
spurning um að venja sig af lé-
legum framburði og það var
nokkuð erfitt. Þetta kom sérstak-
lega í ljós í vinnunni sjálfri. Þegar
ég syng inn lög hef ég vanið mig á
þau vinnubrögð að syngja inn í
einni lotu, ekki með stoppum.
Hörður Torfason er að Ijúka við sína fyrstu plötu í Danmörku og er bara bjartsýnn á framtíðina.
A lágum nótum í Kóngsins Köben
halda svo áfram. Ég undirstrika
þennan boðskap með tveimur
nýjum lögum sem ég bætti við.
Þú vinnur þetta semsagt ofan í
gömlu móðurupptökunaaf „Hug-
flæði“, það er ekki allt hljóðritað
upp á nýtt?
Nei, nei. En ég snurfusa. Það
var til dæmis strokkvartett í „Af-
mæliskveðju“ sem var of einhæf-
ur, sömu strokurnar að mig
minnir í fimm skipti sem var ekki
nógu gott, þannig að þetta fór út.
Þeir sem hafa hlustað á „Hug-
flæði“ f íslensku útgáfunni munu
þá heyra einhverjar breytingar?
Já, það eru miklar breytingar
þó stofninn sé „Hugflæði" og
breytingarnar eru kannski hvað
mestar á textunum. Það var
mikið frelsi í að þýða þessa texta
sem höfðu setið í kollinum á mér
á íslensku í mörg ár. í þýðingun-
um opnuðust ýmsir möguleikar
og ég lék mér talsvert að því og
þykir textarnir heilsteyptari nú
en áður, þeir tóku örlítilli stefnu-
breytingu sumir hverjir.
Nú finnst mörgum erfitt að
þýða texta eftir sjálfan sig yfir á
annað tungumál?
Það fannst mér alls ekki, ég átti
ekki erfitt með að þýða þá. Ég
fékk líka dygga aðstoð, fór þá
leið að gera uppköst að textunum
og fór svo með nokkra upp í stú-
díó og þar lásu menn þá í gegn
með mér og spurðu út í þaula og
sögðu mér hvað þeim fannst gott
og hvað lélegt. Þeir hafa auðvitað
miklu betra málskyn en ég. Þetta
var geysilega mikil vinna og mað-
ur þurfti stundum að hlaupa heim
með skottið á milli lappanna og
byrja upp á nýtt. Enda fóru fyrstu
fjórir mánuðirnir nær eingöngu í
þýðingarnar á þessum tíu textum
en það verður líka að leggja tölu-
vert á sig í svona vinnu.
Þessi aðferð er mun erfiðari en að
syngja með stoppum hvað þá
þegar maður er að vanda sig á
smáatriðunum en ég geri þetta
vegna þess að ég vil halda
stemmningunni í frásögninni.
Þetta kom oft dálítið fyndið út.
Venjulega er ég frekar rólyndur
maður og skipti sjaldan skapi en
þetta reyndi virkilega á. Upp-
tökustjórinn hafi gaman af þess-
um þolraunum mínum og klapp-
aði saman lófunum og dansaði
hlæjandi í kring um mig. Hann
var búinn að þekkja mig í sex eða
sjö ár og sagðist vera að sjá mig
reiðan í fyrsta skipti. En ég var að
tryllast yfir því að vera alltaf að
ganga á vegg, eða lenda í gryfju
sem ég komst ekki upp úr.
Manchestergrúppan Happy
Mondays ætlar að heiðra borgar-
búa með nærveru sinni þann 17.
mars. Hljómsveitin kemur á veg-
um Nemendafélags Mennta-
skólans við Hamrahlíð og heldur
tónleika í hátíðarsal skólans.
Það er mikill fengur að Happy
Mondays og enginn sem hefur
áhuga á vandaðri og góðri rokk-
tónlist ætti að láta tónleikana
framhjá sér fara. Happy Monda-
ys er einn af nýjustu risunum í
Bretlandi og á það sammerkt
með The Smiths að koma frá iðn-
aðarborginni Manchester eins og
raunar Stone Roses og fleiri.
Happy Mondays og Stone Ros-
es eru menningarlegir risar í
Manchester. Þessar hljómsveitr
hafa ekki einungis haft gífurleg
áhrif tónlistarlega, heldur haft
mikil menningarleg áhrif á ungt
fólk almennt. Öll fatatíska og
danstíska í Manchester er til að
Hvernig er að koma heim frá
stórborginni Kaupmannahöfn og
fara á stað eins og Kirkjubæjar-
klaustur?
Þetta er lífsnautn. Ég vil helst
gera þetta eftir svona vinnu eins
og við plötuna þar sem ég lokaði
mig af í marga mánuði og fylgdist
ekkert með því sem var að gerast
á íslandi, talaði á dönsku, skrif-
aði á dönsku, hugsaði á dönsku
og söngádönsku. Þáermjöggott
að koma svona heim og taka hálf-
gert sumarfrí um miðjan vetur.
Ég hef gert þetta í ein nítján ár og
hef ferðast um allt landið bæði
sem trúbador og leikstjóri.
í þessum ferðum mínum sanka
ég að mér efni, slappa af og fæ
hugmyndir sem ég vinn úr þegar
mynda undir miklum áhrifum frá
hljómsveitunum, sem berkeim af
gömlu hippatískunni. Útvíðar
buxur, skræpóttir bolir og skyrtur
fylla verslanir ásamt einhvers
konar litríkum Indíánasamfest-
ingum og það sem meira er, ástin
og kærleikurinn eru aftur komin í
tísku.
Stuttu eftir tónleikana hér
halda Happy Mondays tvenna
tónleika í 9.500 manna sal í
Manchester og er löngu uppselt á
þá báða. Þá er nær uppselt á tón-
leika hljómsveitarinnar á Wem-
bley í London, þannig að hér eru
ekki upprennandi risar á ferð,
heldur ósköp einfaldlega rokkris-
ar af holdi og blóði.
Nemendafélagið í Hamrahlíð
ræðst ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur. Fyrr á þessu ári
reyndi félagið að fá hingað til
lands hljómsveitina The House
Of Love og var málið frágengið
ég kem heim. tsland er meira
ævintýraland en Danmörk og það
er alveg stórkostlegt að vera
hérna úti í náttúrunni, ég reyni að
taka labbitúra í nokkra klukku-
tíma á hverjunt degi og hugleiða
málin og svo les ég mér til um
sögu staðanna sem ég er á.
Hvernig viðbrögðum býstu við
frá danskinum við þessari plötu?
Hreint út sagt hef ég ekkert
hugsað út í það vegna þess að ég
tek lífinu bara svona dag fyrir
dag. Þá verð ég hvorki fyrir von-
brigðum né annað. Platan á að
koma út í apríl-maí og þá verð ég
kominn út. Markaðurinn í Dan-
mörku er öðruvísi en hér, hann er
harðari og strærri náttúrlega
hvað varðar trúbadúrtónlist.
og allir biðu spenntir eftir hljóm-
sveitinni. Á síðustu stundu komu
hins vegar boð um að hljóm-
sveitin gæti ekki komið vegna
þess að trommuleikarinn hefði
slasað sig á hendi. Nú er hið
sanna komið í ljós. Tveimur
dögum áður hljómsveitin átti að
Danmörk og Svíþjóð er næstum
því sami markaðurinn.
Það er líka lengri hefði fyrir
svona tónlist á þessum slóðum en
hér. „Hugflæði“ heitir á dönsku
„Lavmælt" eða lágmælt. Platan
er ákaflega hljóð. Hugmyndin er
að gera öðruvísi plötu en þessar
rokkplötur sem eru með hávaða
og látum. Á tímabili var ég að
hugsa um að fara út í einhvers
konar rokkplötu því þá hefði ver-
ið hægt að fela framburðinn bet-
ur. En ég vildi frekar fara þessa
leið og gera plötu sem ég gæti
betur staðið við og það fólk sem
hefur komið í stúdíóið og fengið
að fylgjast með, er mjög hrifið
þannig að platan lofar góðu og ég
er bjartsýnn. _hmp
koma til íslands var gítarleikara
hljómsveitarinnar sparkað út úr
rútu hljómsveitarinnar og pokan-
um hans á eftir, í bókstaflegum
skilningi.
Dægurmálasíðan treystir því
að ekkert slíkt gerist með Happy
Mondays. -hmp
Góðir mánudagar koma
Einn meðlima Happy Mondays gefur dansara hljómsveitarinnar eld í
líkistunagla.
Föstudagur 23. febrúar 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23