Þjóðviljinn - 23.02.1990, Side 26

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Side 26
Ásmundarsalurv/Freyjugötu, Harri (Höskuldur Harri Gylfason), málverk, opn lau kl. 14. Til 3.3.14-18 daglega. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, kynn- ing á verkum Arnars Herbertssonar. Til 6.3.14-18 daglega. Gallerí Borg, Ingiberg Magnússon, teikningar og akríl-myndir. Til 6.3.10- 18virkadaga, 14-18helgar. Gallerí einn einn, Skólavörðustig 4a, Svala Sigurleifsdóttir, málverk. Til 1.3.14-18daglega. Gallerí Graf, Logafold 28, verk Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur. Lau 14-18 e/ eftir samkomulagi. Galleri RV (Rekstrarvörur) Réttar- hálsi 2, Daði Guðbjörnsson, olíu- myndir og grafík, lýkur í dag, opið 8- 17. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, Guðjón Ketilsson, blýantsteikning- ar. Til 16.3. verslunartími. Hafnarborg, Hf, hluti af listaverka- gjöf Eiríks Smith. Til 25.2.14-19 alla daganemaþri. Kjarvalsstaðir, 11-18 daglega, austursalur: Kjarval og landið, verk e/ Kjarval í eigu Rvíkurborgar. Vestur- salur, formleysismálverk úr safni Riis verke/Asger Jorn, Alechinsky, Po- liakoffo.fi. opn lau kl. 16. Listasafn íslands, verk í eigu safnsins (1945-1989). Verk nem- enda úr Barnadeild Myndl. og hand- íðask. ísl. Mynd mánaðarins, Vor- koma eftir Trygg va Ólafsson, leið- sögn er fi 13:30-13:45. Safnið er opið 12-18 alla daga nema mán. kaffistofa opin á sama tíma. Aðgangur og leið- sögn ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- innalladaga11-17. Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Norræna húsið, kjallari, Aurora 3, samsýn. ungra norrænna lista- manna. Til 11.3.14-19 daglega. Ólafur Kvaran veitir leiðsögn um sýn- ingunasu kl. 16:30. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Gunnar Örn, einþrykk og skúlptúrar. Til 7.3. 10-18 virka daga, 14-18 helgar. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti, ÞingvallamyndirÁs- gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16, lýkur í feb. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/eftir samkomulagi. SPRON, Álfabakka 14, Gunnsteinn Gíslason, múrristur. Til 27.4.9:15-16 mán-fö. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11-16. íslandsbanki, Skipagötu, Akureyri, myndir eftir Jón Eiríksson. Til 2.4. Kaupvangsstræti 16, Akureyri, Guðm. Ármann sýnir í vinnustofu sinni, 16-20 ídag, 14-20lauogsu. TÓNLISTIN Kammermúsíkklúbburinn heldur tónleika í Bústaðakirkju su kl. 20:30. Kvartett fyrir flautu, lágfiðlu, selló og gítar e/ Schubert, Kvartett í D-dúr e/ Mozart, Tríó í G-dúr e/ Beethoven og Sónata fyrir flautu, fiðlu og píanó e/ Martinu. Flytjendur: Björn Árnason (fagott), Halldór Haraldsson (píanó) Helga Þórarinsdóttir (lágfiðla), Marti- al Nardeau (flauta) Ólöf S. Óskars- dóttir (selló), Snorri Örn Snorrason (gítar) og ÞórhallurBirgisson (fiðla). Símon ívarsson og Torvald Nilsson gítarleikarar halda tónleika í Krists- skirkju lau kl. 16. Á efnisskránni eru einleiksverk og dúettar e/ m.a. Sjunn- esson, Bach, Dowland og Scheidler. i Örnólfur Kristjánsson sellóleikari ' og Nigel Lillecrap píanóleikari halda tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar lau kl. 17. Verk e/ Bach, Brahms, Vivaldi og Fauré. Hótel ísland, jasskvöld í Café ísland lau kl. 23:30. Tómas R. Einarsson o.fél. Hallgrímskirkja su kl. 17, dagskrá með Olav Anton Thommessen, tón- skáldi. Heiti potturinn, Duus-húsi, jasstón- leikar su kl. 21:30, Gammarnir endur- vaktir. Norræna húsið, dagskrá vegna þings Norðurlandaráðs í Rvík su kl. 20:30. Sigmund Groven munnhörpu- leikari, Ivar Anton Waagar pianó- leikari, Lars Hauge vísnasöngvari, Garðar Cortes óperusöngvari. I Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttirpí- anóleikari halda tónleika á vegurn styrktarfél. Tónskóla Sigursveins að Hraunbergi 2 lau kl. 16. Sónötur e/ Beethoven, Schubertog Cesar Franck. LEIKLISTIN Leikfélag Akureyrar, Eyrnalangirog annað fólk, aukasýning su kl. 15. Heill sé þér þorskur, í kvöld og lau kl. 20:30. Leikfélag Hafnarfjarðar, Hrói Höttur, frums. lau kl. 20. - Þjóðleikhúsið, Endurbygging, í kvöld og su kl. 20. Lítið fjölskyldufyrir- tæki lau kl. 20, síðasta sýning. Hvað á að gera um helgina? Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar Fyrirtækið ætlar að safna saman krökkunum og foreldrunum á furðufataball á laugardag, þar sem krakkarnir fá jafnframt að sjá vinnustaðinn. Við ætlum að reyna að skemmta okkur svolítið með fjölskyldunni. Á sunnudagsmorguninn er ég í hörkuknattspyrnu og klukkan eitt fer allt á annan endann því þá verður farið að selja í fyrstu orlofsferðir stéttarfélaganna. Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld og lau kl. 20. Höll sumarlandsins, stórasviðinu lau kl. 20. Töfrasprotinn lau og su kl. 14. Kjöt, í kvöld og su kl. 20. ÍÞRÓTTIR íslandsmót íþróttasambands Fatl- aðra í frjálsum íþróttum innanhúss. Hefst í Baldurshaga lau kl. 10, mótið helduráfram í Laugardalshöll su kl. 13:30. HITT OG ÞETTA MÍR, kvikmyndasýn. í bíósalnum v/ Vatnsstíg 10 su kl. 16: Hamlet e/ Koz- intsév sýnd í tilefni að aldarafmæli Pasternaks. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Aldarafmæli Pasternaks, dagskrá í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10 lau kl. 15, Rússar og íslendingar segja frá skáldferli Pasternaks og lesa upp nokkur Ijóða hans á rússnesku og ís- lensku. Uve Eschner leikur á gítar á milli atriða. Sýning á Ijósmyndum sem tengjast ævi og starfi Pastern- aks opnuð við sama tækifæri. Kvikmyndaklúbbur íslands, Byss- uóð (Gun Crazy) e/Joseph H. Lewis sýnd í Regnboganum lau kl. 15. Norræna húsið, prófessor Olav Bö heldur fyrirlestur su kl. 15: St. Olavs historiske rolle. Dagskrá í tilefni að þingi Norðurland- aráðs í Norræna húsinu mán: Hádeg- isfyrirlesturkl. 13, BorgþórS. Kjærn- ested talar um fsland dagsins í dag á sænsku og finnsku. Kvikmynd um ís- land. 19:30 Þorbjörn Broddason dós- ent, dagskrá fyrir blaðamenn frá Norðurlöndum. 20:30 dagskrá með Tomas T ranströmer verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Félag eldri borgara I Rvík og nágr. Göngu-Hrólfar hittast að Nóatúni 17 lau kl. 11. Aðalfundurfélagsins verð- ur haldinn í Súlnasal Hótel sögu su kl. 13:30. Opið hús í Goðheimum su, dansaðfrákl.20. Félag eldri borgara Kópavogi, aðal- fundurfélverðurhaldinn lau kl. 14Í Félagsheimili Kópavogs. Skoraðá fél.mennaðfjölmenna. Félagsvist og gömlu dansarnir á hverju föstudagskvöldi ÍTemplara- höllinni, Tíglarnir leika fyrir dansi, allir velkomnir. Hana nú, lagt upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10 í fyrramálið. Útivist, helgarferðir 23-25.2: Tind- fjöll, Þórsmörk, brottför í báðar ferð- irnar í kvöld kl. 20, upplýs. og miðar á skrst. Dagsferðirsu: Þórsmerkur- gangan 4 ferð kl. 10:30 Kolviðarhóll- Reykir í Ölfusi, kl. 13 Hellur- Reykir í Ölfusi. Brottför í báðar ferðir frá Um- f.miðst. bensínsölu, stoppað við Ár- bæjarsafn. Létt skíðaganga, brottför kl. 13fráUmf.m. Fjölmiðlar í samningahasar í nýjasta tölublaði Vinnunnar sem Alþýðusamband íslands gef- ur út er að finna j>rein eftir Guð- mund Rúnar Arnason stjórn- málafræðing um samskipti fjöl- miðla og verkalýðshreyfingar. Guðmundur þessi hefur í námi sínu rýnt gaumgæfilega í íslensku dagblöðin og skoðað fréttir ljós- vakamiðla frá því snemma árs 1987. Áður hefur birst frásögn af nið- urstöðum Guðmundar Rúnars um hlutleysi íslenskra dagblaða, eða kannski fremur skortinn á því, en þær voru dregnar af greiningu hans á pólitískum fréttaskrifum blaðanna fyrir kosningarnar. Þar kom Þjóðvilj- inn ekkert sérstaklega vel út, blaðið virtist fjári hallt undir ák- veðinn flokk og andvígt öðrum. Sem kemur kannski engum á óvart. Það er þó trúa mín að um þau flokkstengsl hafi losnað síð- an, amk. í fréttaskrifum. Nú hefur Guðmundur Rúnar birt niðurstöður af greiningu sinni á fréttaflutningi fjölmiðla um verkfall opinberra starfs- manna sem háð var á þeim tveim mánuðum sem hann rýndi í blöð- in vorið 1987. Sú greining leiðir f Ijós að Þjóðviljinn kennir sig réttilega við verkalýðshreyfing- una eins og sjá má í haus blaðsins. Hlutfall frétta af málefnum vinnumarkaðarins reyndist vera 19,7% í Þjóðviljanum, 18% á Stöð 2, 15,3% í Alþýðublaðinu, 15% í Sjónvarpinu, 14,2% í Tím- anum, 11,4% í DV og 7,8% í Morgunblaðinu. Hlutfallstölur segja þó ekki alla söguna því flestar fréttir af vinnumarkaði reyndust vera í Morgunblaðinu, 205, en næstflestar í Þjóðviljan- um, 153. Það gerir svona 7-8 fréttir á dag að jafnaði í hvoru blaði. Áherslur fjölmiðlanna voru talsvert ólíkar. Alþýðublaðið ræddi jafnoft við Guðlaug Þor- valdsson ríkissáttasemjara, Kristján Thorlacius formann BSRB, Láru Júlíusdóttur lög- fræðing ASÍ og Björn Björnsson hagfræðing ASÍ. Hins vegar ræddi DV 10 sinnum við Guð- laug, 7 sinnum við Kristján og sjaldnar við aðra. Þjóðviljinn ræddi 7 sinnum við Ásmund Stef- ánsson forseta ASÍ, 6 sinnum við Kristján Thorlacius, 5 sinnum við Margréti P. Ólafsdóttur úr samn- inganefnd fóstra og fjórum sinn- um við forystumann hjúkrunar- fræðinga og tvo forystumenn kennara. Morgunblaðið ræddi níu sinnum við Kristján og sjö sinnum við Guðlaug, Indriða H. Þorláksson formann samninga- nefndar ríkisins og Harald Hann- esson formann Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Guðmundur reiknar út hvernig viðmælendur fjölmiðlanna skipt- ast hlutfallslega. Þar kemur í ljós að forystumenn launafólks eru 25,1% viðmælenda Þjóðviljans, 19% viðmælenda Tímans, 8% viðmælenda Morgunblaðsins og 7,3% viðmælenda DV. Hins veg- ar voru 18% viðmælenda Morg- unblaðsins úr röðum atvinnurek- enda og 28% yfirmenn opinberra fyrirtækja og stofnana. 5,9% við- mælenda Þjóðviljans voru úr hópi atvinnurekenda og 17% yf- irmenn ríkisstofnana. Athyglisvert er einnig hvernig Þjóðviljinn sker sig úr hvað varð- ar kynferði viðmælenda. Hlutfall karla hjá hinum fjölmiðlunum er á bilinu 84,8-87,6% og var hæst f Morgunblaðinu. Hlutfall karla í Þjóðviljanum er hins vegar 73,5%. í grein Guðmundar er einnig að finna athyglisverðar hugleið- ingar um efnistök fjölmiðla á tím- um verkfallsátaka. Þar bendir hann á það hvernig leitin að has- arnum getur leitt blaðamenn inn á hálar brautir. Dæmi: „Þegar starfsemi skóla og sjúkrahúsa raskaðist, voru ráða- menn þjóðarinnar spurðir hvort það væri ekki óábyrgt að semja ekki strax. Þegar búið var að semja, voru þeir spurðir hvort þeir hefðu ekki gefið allt of mikið eftir.“ Sagt er að gleymska kjósenda sé helsti bandamaður ófyrir- leitinna stjórnmálamanna. Blaðamenn mega vara sig á að falla ekki í sömu gryfjuna. Grein Guðmundar Rúnars er ágæt lesning fyrir þá sem að fjöl- miðlun starfa og velta því fyrir sér (sem vonandi allir gera) hvernig hægt sé að nálgast það að vera hlutlaus eða hlutlægur. Best væri þó að fá allar niðurstöður könn- unarinnar á þrykk. Er ekki von til þess að einhver fáist til að gefa þær út? FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON 26 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.