Þjóðviljinn - 20.03.1990, Side 3

Þjóðviljinn - 20.03.1990, Side 3
FRETTIR Grásleppuvertíð Offramboð og verðhrun Sjaldan eða aldrei hefur ríkt jafn mikil óvissa um sölu grásleppuhrogna og á vertíðinni sem hefst í dag Landssamband smábátaeigenda telur að sjaldan eða aldrei hafi rikt eins mikil óvissa um sölu grásleppuhrogna og nú í upphafi vertíðar vegna offramboðs og verðhruns. Af þeim sökum hvet- ur landssambandið veiðimenn til að hefja ekki veiðar fyrr en örugg trygging sé fyrir því að hægt sé að selja þau grásleppuhrogn sem aflað verður á vertíðinni. Þetta eru þau skilaboð sem landssambandið hefur sent til þeirra 408 aðila sem hafa leyfi til grásleppuveiða á vertíðinni. Samkvæmt reglugerð um veiðarnar mega þær byrja í dag á svæðinu frá Skagatá að Hvítingi, sunnudaginn 1. aprfl á svæðinu frá Horni að Skagatá og tæpum þrem vikum seinna á svæðinu frá Hvítingi að Horni. Á hverju svæði út af fyrir sig er veiðitíminn þrír mánuðir. Nú í byrjun vertíðar hafa að- eins verið gerðir sölusamningar um 3.500 tunnur til Danmerkur á 900 þýsk mörk sem er það lág- marksviðmiðunarverð sem út- flytjendur hafa komið sér saman um að gilda eigi í ár. Á síðasta ári voru seldar úr landi 5.057 tunnur af söltuðum grásleppuhrognum. Frá síðustu vertíð eru enn óseldar um 2 þúsund tunnur og annað eins er í tveimur verksmiðjum sem ekki eru starfræktar um þess- ar mundir. Þessar birgðir hafa óneitanlega mikil áhrif á stöðu þessara mála en verð á þeim hef- ur fallið úr 1.100 þýskum mörk- um í aðeins 600. Á meðan bíða framleiðendur erlendis eftir því að þær skili sér inn á markaðinn og á hvaða verði. Þar fyrir utan er verið að bjóða íslenskan grásl- eppuhrognakavíar í 100 gramma glösum í þýskum verslunum á allt að 30% lægra verði en áður eða á 1,12 DM í stað 1,60 DM. Af þeim sökum telur landssambandið að ekki megi búast við að slíkt verðhrun stöðvist á meðan verð á hrognum hér innanlands heldur áfram að lækka vegna offram- boðs. Þar við bætist að innanlands- markaðurinn er í mikilli óvissu. Frjálst verð er á grásleppuhrogn- um upp úr sjó, samkvæmt ákvörðun Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, en það telur landsam- bandið vera kolólöglegt, jafn- framt því sem stórir aðilar í fram- leiðslu kavíars hafa ekki enn fengist til að nefna neitt verð né hversu mikið þeir muni kaupa. -grh Skák Áfengið klauf flokka Bæði Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur klofnuðu í at- kvæðagreiðslu á borgarstjórnar- fundi á fimmtudagskvöldið. Greidd voru atkvæði um vín- veitingaleyfi Skáksambands ís- lands í Faxafeni. Sigurjón Péturs- son greiddi atkvæði gegn tillögu Guðrúnar Ágústsdóttur og Krist- ínar Ólafsdóttur um að veita leyfið ekki, en Árni Sigfússon greiddi hins vegar atkvæði með tillögunni, sem var felld. Sótt var um vínveitingaleyfi í tengslum við stórveldaslaginn í skák og Reykjavíkurmótið, sem hófst sl laugardag. Félagsmála- ráð mælti gegn veitingu leyfisins á þeirri forsendu að fjöldi unglinga legði leið sína í hús sambandsins, en borgarráð veitti leyfið engu að síður. Kristín Á. Ólafsdóttir og Guð- rún Ágústsdóttir fluttu svo tillögu í borgarstjórn um að veita ekki leyfið. Tillaga þeirra fékk at- kvæði Árna Sigfússonar, for- manns félagsmálaráðs, og Huldu Ólafsdóttur, borgarfulltrúa Kvennalistans. -gg Þriðja umferð Reykjavíkurskák- mótsins var tefld í gær. Mynd: Jim Smart. UPEN !pi 1] ÍgPPMl Umhverfisvernd Bændur ráðnir til landgræðslu Bœndur vilja frekar verjafé til landgrœðslu en útflutningsbóta á kjöti. Lausagöngu sauðfjárþyrfti að afnema og koma á afgirtum beitarhólfum Aráðstefnu um stefnumörkun í gróðurvernd sem samtökin Húsgull efndu tii á Húsavík um síðustu heigi kom fram að til stendur að taka uppgræðslu beitarlands í Kelduhverfi og á Hólsfjöllum föstum tökum. Einn- ig var þeirri hugmynd hreyft að nota féð sem varið er til útflutn- ingsbóta fyrir kindakjöt frekar til að greiða bændum laun fyrir uppgræðslustörf. Árni Sigurbjarnarson sem á sæti í stjórn Húsgulls kvaðst ánægður með ráðstefnuna, þar hefði verið ætlunin að leiða sam- an helstu forystumenn bænda- samtakanna annars vegar og landgræðslunnar hins vegar svo þeir gætu ræðst við og aukið sam- starf sitt. Á ráðstefnunni héldu erindi forystumenn bænda og fjöldi sérfræðinga auk ráðherra landbúnaðar- og umhverfismála. Heiðursgestur ráðstefnunnar var Vigdís Finnbogadóttir forseti. I máli sérfræðinganna kom fram að nauðsynlegt væri að taka landeyðinguna föstum tökum og athuga hvort ekki væri rétt að breyta um stefnu í sambandi við beit búfjár á þann hátt að girða féð inni í stað þess að girða verstu sárin á landinu af. Sérfræðingarn- ir sögðu að beitarþolið á svæðum þar sem einhver uppblástur hefði gert vart við sig væri ekkert því féð leitaði ávallt í sárin, þar gæti það gengið að nýgræðingnum. Það þyrfti því að athuga hvort ekki væri hagkvæmara að taka fyrir lausagöngu búfjár og koma upp beitarhólfum. „Það kom líka fram á ráðstefn- unni að ástandið hefur víða batn- að mikið. Til dæmis eru ekki nema 20-40% búfjár rekið á fjall af Suðurlandi nú orðið. Afgan- gurinn gengur í heimahögum og þá er nauðsynlegt að styrkja,“ sagði Árni. Á ráðstefnunni setti Haukur Halldórsson formaður Stéttar- sambands bænda fram þá hug- mynd að nota útflutningsbætur vegna kjötútflutnings frekar til þess að greiða bændum laun fyrir að hætta fjárbúskap og leggja þess í stað stund á uppgræðslu örfoka lands. Nú er ársverk sauðfjárbónda metið á 800 þús- und krónur en það kostar 1,8 miljónir að flytja ársframleiðsíu hans úr landi. Þetta fé vildi Haukur taka og verja til land- græðslu sem bændur önnuðust. Forystumenn Landgræðslunnar tóku vel í þessa hugmynd og skýrðu frá því að til stæði að ráða bændur á Hólsfjöllum til starfa við landgræðslu. Árni sagði að samtökin Hús- gull hefðu verið stofnuð fyrir rúmu ári og væri þetta önnur ráð- stefnan sem þau efndu til. „Stofn- un samtakanna helgast af því við- horfi að hverjum beri að leysa þann vanda sem er honum næst- ur. Samtökin hafa þegar komið því til leiðar að 25 ferkílómetra spilda umhverfis Húsavík hefur verið friðuð. Nú þekur gróður 60- 70% þessa svæðis en það er ætlun okkar Húsvfkinga að rækta allt þetta land aftur," sagði Árni. -ÞH Blaðamannafélagið Aftöku Basoft mótmælt „Stjórn Blaðamannafélagsins lýsir yfir fyllstu vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun írakskra stjórnvalda að taka blaðamann- inn Farazad Basoft af lífi,“ segir í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Blaðamannafélags íslands sl. föstudag. í ályktuninni er sagt að þetta óhæfuverk sé á fulla ábyrgð stjórnvalda í írak og sé enn eitt dæmið um þá ógnarstjórn sem ríkir í írak, en stjórnvöld þar hafa orðið uppvís að pyntingum og morðum á minnihlutahópum og stjórnarandstæðingum. „Jafnvel ungabörnum er misþyrmt og þau myrt, samkvæmt nýlegum skýrsl- um frá Amnesty International,“ segir orðrétt í ályktuninni. I lok ályktunarinnar er þessu grimmdarverki mótmælt harð- lega og þess farið á leit við íslensk stjórnvöld að þau lýsi andúð sinni á þessu morði, sem og öðrum þeim mannréttindabrotum sem stjórnvöld í írak eru ábyrg fyrir. -Sáf Fiskútflytjendur Krefjast nýrrar markaðsstefnu Anýafstöðnum fundi fiskfram- leiðenda og útflytjenda var krafist nýrrar markaðsstefnu og algjörs frjálsræðis í útflutningi á unnum ferskum fiski. Þá mótmælti fundurinn jafn- framt þeirri miðstýringu og vald- boðsstefnu sem birtist í nýlegu út- flutningsbanni sjávarútvegsráðu- neytisins á ferskum, flöttum fiski og flökum. Að sama skapi lýsti fundurinn yfir ánægju sinni með þá ákvörðun utanríkisráðherra að leyfa útflutning á léttsöltuðum fiski. Þar með var komið í veg fýrir þá ógnun sem útflutnings- bannið var við atvinnuöryggi fjöl- da fólks og að starfsemi margra útflytjenda yrði lögð í rúst. í ályktun fundarins er skorað á sjávarútvegsráðherra að leyfa þegar í stað framleiðslu á fersk- um unnum fiski á ný undir ströngu gæðaeftirliti. Fundurinn telur að tækniframfarir og hraðari flutningar gefi sífellt aukna möguleika á útflutningi á unnum ferskum fiski í ýmsu formi sem sé sú vara sem neytandinn kaupir hæsta verð. -grh Þriðjudagur 20. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.