Þjóðviljinn - 24.03.1990, Blaðsíða 1
Nýtt álver
Laugardagur 24. mars 1990. 58. tölublað 55. árgangur.
Verðbólga
og lakari
lífskjör
Nýttorkuverskilarþjóðarbúinu ekki neinum
verulegum viðbótartekjum á nœstu áratugum
samkvœmt arðsemisútreikningum. Miklar lík-
uráþenslu og verðbólgu íkjölfarál- og
orkuframkvœmda
En það er fleira sem skiptir
máli þegar efnahagsleg áhrif ál-
versins eru skoðuð. Samkvæmt
áætlun mun álverið kosta ríflega
50 miljarða og orkuverið 40 milj-
arða. Lauslega áætlað munu um
43 miljarðar fara í kaup á inn-
lendum aðföngum, eða um 14-15
miljarðar á ári í þrjú ár. Þá er
talað um að vinnuaflseftirspum í
tengslum við framkvæmdirnar sé
um 5-6 þúsund ársverk. f>að er
því ljóst að þessar framkvæmdir
munu valda mikilli þenslu og
verðbólgu ef ekki kemur til stór-
felldur samdráttur í annarri fjár-
festingu og neyslu innanlands.
Hér er því um dæmigerðar verð-
bólguframkvæmdir að ræða, sem
þurfa mikið erlent fjármagn og
vinnuafl í stuttan tíma.
Hagvöxtur verður um . 5%
meðan á framkvæmdum stendur
en síðan kemur samdráttur þegar
lántökum linnir og erfiðleikar
vegna þess misvægis sem hag-
kerfið er komið í með launa-
skriði, vaxtastigi og gengisskrán-
ingu, auk þess sem við erum mun
skuldugri þjóð en áður.
„Og allt er þetta gert til að
byggja upp atvinnustarfsemi sem
ekki skilar þjóðarbúinu neinum
viðbótartekjum að ráði næstu ár-
atugina, að vísu fá 6 hundruð
manns atvinnu við hið nýja ái-
ver,“ segir orðrétt í ritinu.
Jóhann Rúnar bendir á að þeir
40 miljarðar sem notaðir verða í
orkuver verði ekki notaðir til
annarrar atvinnuuppbyggingar
auk þess sem þjóðarbúið verði
mun skuldugra eftir framkvæmd-
irnar en fyrir og nálgist tvo þriðju
þjóðarframleiðslunnar. Það er
því spurning hvort lánshæfni okk-
ar versni ekki við slíkt.
Þá skoðar Jóhann Rúnar hag-
vöxt ál- og orkuframkvæmda og
kemst að þeirri niðurstöðu að
þjóðarframleiðslan aukist ein-
ungis um 0,3% vegna starfsemi
þessara fyrirtækja en landsfram-
leiðsla hinsvegar um 1,1%. Þama
er þá gengið út frá því að orkusal-
an skili eínhverjum hagnaði, en
einsog áður var sagt þá bendir
flest til þess að svo verði ekki. Inn
í þetta er hagvöxtur á byggingar-
tímanum ekki reiknaður, en
aflvaki hans er erlent fjármagn.
-Sáf
Flest bendir tii þess að þjóðar-
búið verði af verulegum lífs-
kjarabata ef ráðist verður í fram-
kvæmdir vegna nýs álvers hér á
landi, er niðurstaða sem Jóhann
Rúnar Björgvinsson þjóðhag-
fræðingur, starfsmaður Þjóð-
hagsstofnunar, kemst að í nýju
riti, sem hann nefnir „Leiðir ál-
ver til lakari lífskjara?“
Jóhann færir rök að því að nýtt
orkuver sem reisa þarf vegna ál-
versins muni ekki skila þjóðarbú-
inu neinum verulegum viðbótar-
tekjum á næstu áratugum sam-
kvæmt lauslegum arðsemisút-
reikningum. Kostnaður vegna
orkuversins er annarsvegar bygg-
ingarkostnaður þess og hinsvegar
rekstrarkostnaður vegna fram-
leiðslu raforkunnar. Áætlað er að
það kosti 40 miljarða króna að
reisa orkuver sem framleiðir raf-
orku fyrir 200 þúsund tonna ál-
ver.
Byggingarkostnaðurinn verð-
ur að mestu leyti fjármagnaður
með lánsfé, að líkindum mest er-
iendu lánsfé. Ef gert er ráð fyrir
að þessir 40 miljarðar króna verði
teknir að láni til 50 ára með ár-
legum afborgunum og jafnri
greiðslubyrði eftir að byggingu
orkuversins er lokið og að vextir
á láninu séu 9%, en á síðasta ári
voru vextir af erlendum langtím-
alánum þjóðarbúsins að meðal-
tali 8,8%, þá er árleg greiðslu-
byrði rúmir 4 miljarðar króna.
Brúttótekjur Landsvirkjunar
af orkusölu til hins nýja álvers, ef
miðað er við 18,5 mill einsog til
ísal á síðasta ári, en þá var álverð
í hámarki, yrðu hinsvegar rúmir 3
miljarðar króna. Á móti kemur
svo aukinn rekstrarkostnaður
Landsvirkjunar, sem væri 560
miljónir króna, ef gert er ráð fyrir
að hann sé helmingi lægri en nú.
Nettótekjur yrðu því rúmir 2,5
miljarðar króna.
Eini möguleikinn til að rafork-
usalan skilaði hagnaði væri því að
hægt væri að fá langtímalán á
hagstæðari kjörum en gengur og
gerist nú, eða með 5% vöxtum,
en, þá yrði.árlegur hagnaður af.
raforkusölunni 235 miljónir
króna. Sé vaxtastigið hinsvegar
6% verður árlegt tap á virkjun-
inni um 177 miljónir króna.
Stendahls-einkennið. Það var franski rithöfundurinn Stendahl sem fyrstur manna skilgreindi það
taugalost sem menn geta hæglega fengið af of mikilli menningarneyslu. Slíkt taugalost er algengt meðal
ferðamanna og viðurkennt af læknum í menningarborgum eins og Flórens eða Feneyjum, sem eru yfirfullar
af listaverkum. En jafnvel Reykiavík á það til að reynast listunnendum hættuleg, eins og sjá má á þessari
mynd, sem nýlega var tekin í Asmundarsal. Ljósm. Kristinn.
Svíþjóð
Deilt um höfundarétt
Biblíunni
r
a
Forusta sænsku kirkjunnar vill
ná samkomulagi við ýmsa að-
ila sem höfundaréttarmál snerta
um höfundarétt og birtingarrétt á
Biblíunni og Sálmabókinni, en
kirkjan telur að margir söfnuðir
hafi grætt stórar upphæðir á því
að fjölrita upp úr biblíunni og
sálmabókum.
Kirkjan telur þetta brot á
höfunda- og birtingarrétti, en
höfundaréttur gildir í 50 ár eftir
andlát höfundar. Líkt og íslend-
ingar hafa Svíar endurþýtt bib-
líuna og nýlega var sálmabókin
endurútgefin, aukin nýjum sálm-
um og höfundarétt að bókunum
hefur sænska Biblíufélagið.
Kirkjan lét nýlega dreifa upp-
lýsingum um höfundarétt á bib-
líunni og sálmabókinni út til
söfnuðanna og urðu viðbrögð
mjög kröftug. Sanntrúaðir eiga
erfitt með að skilja að ekki sé
leyfilegt að fjölrita að vild guðs
orð og enn sérkennilegra þykir
þeim að þurfa að borga höfunda-
laun fyrir skrif guðspjallamann-
anna Mattheusar, Markúsar,
Lúkasar og Jóhannesar.
„Þetta hlýtur að vera grín,“
segir Kjell-Ove Nilsson dómpró-
fastur í Gautaborg. „Eigum við
prestarnir kannski að borga fyrir
það að vitna í biblíuna í stól-
ræðum okkar?“
Sænska Biblíufélagið hefur
fengið um 60 miljónir króna, frá
árinu 1981, þegar nýja þýðingin
kom út, í höfundaréttarlaun frá
hinum og þessum sem þurft hafa
að nota texta úr biblíunni. Þessir
peningar hafa runnið í sjóð til
eflingar biblíurannsóknum.
-Sáf