Þjóðviljinn - 24.03.1990, Blaðsíða 7
LANDBÚNAÐUR
Staðan í
mjólkur-
iðnaðinum
íslendingar heimsmeistarar
VlSITALA
7000 •
6000
5000
4000
3000
2000
1000
Verðþróun á
matvælum frá
1978-1989
1978
1980
1983
YSA
/ MEÐALTAL
1—MATVÖRU
'MJÓLK
Vísitala
1978 =
100
1986
1989
Þrátt fyrir þrálátar rangfærslur á opinberum vettvangi er það stað-
reynd, að búvörur, og ekki síst mjólk, hafa hækkað minna en aðrar
matvörur undanfarin ár. Þetta línurit er byggt á upplýsingum frá Gunn-
ari Guðbjartssyni og sýnir að frá 1978 hafa ýsuflök hækkað mest, en
<njólk hefur t.d hækkað minna en matvara að meðaltali upp á síðkast-
ið.
Á aðalfundi Mjólkursamsöl-
unnar kom fram að íslendingar
eru í efsta sæti varðandi mjólk-
urframleiðslu á hvern íbúa skv.
uppplýsingum frá IDF, Alþjóða-
samtökum mjólkurframleiðenda.
Gæði hrámjólkur frá bændum
hafa stöðugt aukist undanfarin
ár, auk þess sem rannsóknastarf-
semi og vinnslutækni valda því að
hægt hefur verið að lengja sölu-
frest á ferskum mjólkurvörum í 6
daga í stað 4 áður.
Miðað við núverandi markaðs-
aðstæður þyrfti mjólkurfram-
leiðsla hérlendis að aukast um
3,2% í ártil að næstu haustbirgðir
fullnægi eftirspurn á vetrar- og
vormánuðum. Árið 1989 var
innvegin mjólk til samlaganna
99,8 miljónir lítra, en innanlands-
neysla mjólkur- og mjólkura-
furða á sama tíma nam 101,1
miljón Iítra.
Og samt fer neysla mjólkur-
afurða minnkandi, þegar litið er
til undafarinna ára og áratuga. ís-
lendingar framleiða núna svipað
magn af mjólk og 1967-68, en
íbúum hefur fjölgað um 50 þús-
und á sama tíma. Útflutningur
hefur að vísu nær alveg lagst af.
Hins vegar auka íslendingar eins
og flestar þjóðir neyslu á fitu-
minni mjólkurafurðum, eins og
léttmjólk og undanrennu.
Markaösmálin
Að magni til jókst sala Mjólk-
ursamsölunnar í Reykjavík um
1,32% frá 1988-‘89, en sala á ost-
um jókst um 2%. Á sama tíma
fjölgaði þjóðinni um 0,71% sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stofunnnar. Á undanfömum 3
árum hefur samt vemlega dregið
úr sölu á nokkrum vörutegund-
um mjólkuriðnaðarins, eða eins
og hér segir:
Samdrattur í sölu
frá 1987-1989
Kókómjólk...........-15,07%
Jógúrt.....................-9,15%
Rjómi.......................-3,3%
Sýrður rjómi...............-8,27%
Kaffirjómi................-18,97%
G-þeytirjómi..............-25,77%
Mysa......................-13,30%
Skyr.......................-9,27%
Ávaxtaskyr................-16,01%
ídýfurogsósur.............-48,20%
Nýmjólk....................-2,66%
Smjör.....................-24,48%
Hins vegar hefur sala aukist
umtalsvert á nokkrum flokkum,
eins og hér sést:
Aukning í sölu 1987-1989
Lóttmjólk...............21,75%
G-mjólk..................3,73%
AB-mjólk............... 16,69%
Undanrenna............. 18,60%
Rjómaskyr............. 112,22%
Smámál................ 220,36%
Ostur.................. 32,26%
Léttoglaggott............. 17,79%
Smjörvi......................27%
Verðlækkun er nauðsyn
Guðlaugur Björgvinsson, for-
stjóri Mjólkursamsölunnar,
greindi frá því á aðalfundi MS að
nauðsynlegt væri að draga úr
heildarútgjöldum mjólkuriðnað-
arins til þess að geta lækkað
kostnaðarverð mjólkurinnar.
Taldi hann að milliliðakostnaður
hefði vaxið meira en góðu hófi
gegndi, en hann mætti minnka
með raunhæfum leiðum í hag-
ræðingu. Samdráttur í mjólkur-
framleiðslu hefur þyngt rekstur
samlaganna, og á síðasta ári var
lögð fram umdeild skýrsla um
mögulega hagræðingu í kjölfar
fækkunar mjólkurbúa. Taldi
Guðlaugur rangar staðhæfingar
varðandi Mjólkursamsöluna og
mjólkurbú fyrsta sölusvæðis hafa
ítrekað komið fram af því tilefni.
Pétur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Tækni- og fram-
leiðslusviðs Mjólkursamsölunnar
kynnti það á aðalfundi hennar,
að ráðgert sé síðar á þessu ári að
taka upp nýtt fyrirkomulag á
greiðslum til bænda, þar sem
höfð er hliðsjón af bæði fitu- og
eggjahvítuinnihaldi mjólkurinn-
ar. Með þessu er verið að laga
verðlagninguna að breyttum
neysluvenjum. Samlögin hafa í
flestum tiívikum greitt fyrir af-
urðirnar með hliðsjón af fituinni-
haldi, meðan neytendur kjósa í æ
ríkari mæli fitusnauðari vörur.
Fituinnihald vegur því of þungt í
verði nú.
Alltaf eykst
ostaneyslan
Sala á ostum jókst frá 1988-‘89
um 2% eða 51 tonn. Meðalneysla
á íbúa er nú 10,5 kg á ári. Sölu-
aukninguna má nær einvörðungu
rekja til aukinnar neyslu á
brauðosti og Gouda 26%.
Sala á smjöri minnkaði enn
1989, eða um 7,5% frá fyrra ári,
sem er þó hægari samdráttur en
1988. Sala á smjörva tók kipp,
um 10,5%, og Létt og laggott
verður líka æ vinsælla.
Hlutdeild Osta- og smjörsölu-
nnar á feitmetismarkaðnum
eykst jafnt og þétt, var 30% árið
1986 en 39% í fyrra.
Óskar H. Gunnarsson, for-
stjóri Osta- og smjörsölunnar, til-
kynnti það á aðalfundi fyrirtækis-
ins, að rekstur fyrirtækisins gengi
vel og skilaði það 65 miljóna
króna tekjuafgangi til mjólkur-
búanna, en heildarsala fyrirtæk-
isins nam tæpum 3 miljörðum
króna.
Hins vegar hefur Samband ís-
lenskra samvinnufélaga nú skotið
til úrskurðar gerðardóms því
ágreiningsefni fyrirtækjanna,
hvert söluandvirði hlutar Sam-
bandsins í Osta- og smjörsölunni
er.
ÓHT
Hvorí sem vatið snýst um Iuxus, hagsýni,
endingu eða aflnýtni ersvarið...
dráttarvél!
* Case IH er vönduð og velúthúin
dráttarvélá hagstœðuverði
* Greiðslukjör til allt að fimm ára
* Einstök þjónusta til lengri tíma
Vélar og þjónusta hf
Jámhálsi 2, 110 Reykjavflk, sími 91-83266
Sala dráttarvéla frá V-Evrópu 1989
A árinu 1989 náöist sá
árangur aö Case IH
dráttarvélar voru meira en
helmimgur þeirra dráttar-
véla sem innfluttar og
seldar vorufrá V-Evrópu.
Þennan árangur má rekja
til þéss að Case IH
dráttarvélin er ein af
vönduðustu og best búnu
dráttarvélinni á markaö-
num, í ööru lagi er um aö
ræöa eitt hagstœðasta verð
sem boðið hefur verið á
dráttarvél frá V-Evrópu og
í þriðja lagi er boöið upp á þjónustu sem á sér fáar
hliðstæður. Allir kaupendur Case IH dráttarvéla eru
heimsóttir áfyrsta ári þarsemfariðyftrvélina samkvæmt
sérstökum staðlifrá Case IH verksmiðjunum.
CaselH
□ m/
CaselH
dráttarvélar voru
meðum51%
markaðs-
hlutdeild 1989
Ford
Fiat
□ Fendt
Deutz
Heimild: Búnaðarfélag tslands