Þjóðviljinn - 24.03.1990, Blaðsíða 10
LANDBUNAÐUR
í sátt við þjóðina og umhverfið
Kaflar úr ræðu Hauks J. Halldórssonar, formanns Stéttarsambands
bœnda, við setningu Búnaðarþings 1990
Á þessari öld hefur staöa land-
búnaðarins breyst og sú úrslita-
þýðing sem hann hafði fyrr á
öldum fyrir tilveru þjóðarinnar er
ekki jafn augljós og fyrr. Breyttir
atvinnuhættir, auknar sam-
göngur og aukin viðskipti þjóða í
millum valda hér mestu um og við
flytjum nú inn mætvæli í vaxandi
mæli.
í rauninni flytja fáar þjóðir
Vesturlanda inn jafn mikinn
hiuta matvæla sinna, mælt í nær-
ingarefnum, og við íslendingar
gerum í dag.
Á sama tíma heyrast þær radd-
ir nú æ oftar að hlutverki land-
búnaðarins á íslandi sé lokið,
stórveldið fallið.
í þessu er fólginn mikill mis-
skilningur og afar hættuleg
biekking.
Hinn iðnvæddi hluti heimsins
hefur að vísu um sinn búið við
allsnægtir og miklar matarbirgðir
hafa safnast fyrir.
En reynsla allra síðustu miss-
era sýnir að ekki er á það að
treysta að svo verði til frambúð-
ar. Vegna þurrkasumars í helstu
kornræktarhéruðum Bandaríkj-
anna árið 1988 minnkuðu korn-
birgðir heimsins um helming. Ef
annað þurrkasumar hefði fylgt
eftir hefði kornbirgðimar þrotið.
Vegna rányrkju undanfarinna
áratuga fer uppskera minnkandi,
en árlega tapast mikið ræktunar-
land vegna jarðvegseyðingar.
Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, Sveinbjam-
argerði í S-Þing, ásamt Kanadamanninum Glenn Flaten, forseta
IFAP, Alþjóðasambands búvöruframleiðenda, í heimsókn hans hing-
að til lands. Mynd.ÓHT
Á sumum bestu landbúnaðar-
svæðum er mengun einnig orðin
svo mikil vegna óhóflegrar notk-
unar áburðar og eiturefna að til
vandræða horfir.
Ég sagði áðan að yfirráðum
yfir matvælum hefði fyrr á öldum
fylgt vald.
Þessi sannindi eru í fullu gildi
enn þann dag í dag. Það er ekki
eingöngu hemaðarstyrkur
Bandaríkja Norður-Ameríku
sem gerir þau að stórveldi.
Bandaríkjamenn eru stærsti mat-
vælaútflytjandi í heimi og selja
og/eða gefa matvæli til um 100
landa.
Dæmi um hið gagnstæða höf-
um við í löndum Austur-Evrópu.
Síðustu mánuðina höfum við
horft á það þjóðskipulag sem þar
hefur ríkt síðustu áratugina
brotna niður innan frá, vegna
þess fyrst og fremst að það
reyndist þess vanmegnugt að
tryggja þegnum sínum nægilegt
framboð af neysluvörum, sér-
staklega matvörum. Þegar svo
var komið kom herstyrkurinn að
litlu gagni og valdhafarnir treystu
sér ekki lengur til þess að beita
valdi til þess að verja
stjórnkerfið.
Það er fróðlegt fyrir okkur ís-
lendinga að skoða stöðu okkar í
ljósi þessara atburða. Ein megin
forsenda fyrir tilveru okkar sem
sjálfstæðrar þjóðar er sú að við
erum, þrátt fyrir það að við flytj-
um inn mikið af matvælum, sjálf-
um okkur nóg um þau matvæli
sem mestu máli skipta, og að við
erum aflögufær um matvæli sem
aðrar þjóðir sækjast eftir.
í þessu felst sjálfstæði okkar og
samningsstaða gagnvart öðrum
þjóðum.
Ég hygg að þegar hlutverk
landbúnaðarins á íslandi er
skoðað í þessu samhengi verði
flestum ljóst að hann er hér í
mikilvægu hlutverki og að við
hljótum áfram að framleiða hér á
landi þær afurðir sem við erum
fær um að framleiða með góðu
móti með tilliti til legu landsins og
annarra aðstæðna.
En einmitt vegna þessarar sér-
stöðu landbúnaðarins gerir þjóð-
in til hans miklar kröfur. Þessar
kröfur hljótum við að leitast við
að uppfylla.
Nauðsynlegt er að sú landbún-
aðarstefna sem fylgt er njóti
meirihluta fylgis með þjóðinni.
Sé svo ekki er hún dæmd til að
mistakast.
Við verðum að starfa í sátt við
þjóðina og við verðum að starfa í
sátt við umhverfið.
Á síðasta áratug hafa orðið
miklar breytingar í landbúnaðin-
um.
Með þeim breytingum höfum
við verið að koma til móts við
kröfur samfélagsins um breyttar
áherslur. Þessu starfi er hvergi
nærri lokið.
Búnaðarþing
Blikksmiðja
Vírnets tif.
Önnumst alla venjulega blikksmíðavinnu.
Framleiðum m.a. milliveggjastoðir úr blikki og skápa fyrir
sorppoka.
Gerum verðtilboð ef óskað er.
Reynið viðskiptin.
H
F
BORGARNESI - SIMI 93-71296
Búféá
vegsvæðum
Þann 25. jan. 1989 skipaði
landbúnaðarráðherra nefnd, sem
ætlað var „að kanna til hvaða
ráðstafana sé unnt að grípa í því
skyni að minnka umferð vörslu-
lauss búfjár á þjóðvegum og í
nánd við þá, einkum í og út frá
þéttbýlissvæðum og gera tillögur
til úrbóta“. í nefndinni voru
Gunnar Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri þjá Vegagerðinni,
Ólafur R. Dýrmundsson, land-
nýtingarráðunautur Búnaðar-
félags íslands, Óli H. Þórðarson,
framkvæmdastj. Umferðarráðs,
Stefán Tryggvason, bóndi
Skrauthólum, Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri og Niels Á.
Lund, deildarstjóri í landbún-
aðarráðuneytinu og var hann for-
maður nefndarinnar.
Nefndin skilaði ítarlegu áliti og
hafa megin atriði þess verið
kynnt hér í blaðinu og verða ekki
endurtekin nú. Nefndarálitið var
sent Búnaðarþingi til umsagnar
EIGUM FYRIRLIGGJANDI
STURTUVAGNA
5 TONNA
MYKJUDREIFARA
VEITUM NÁNARI UPPLÝSINGAR
KAUPFÉLAG ÁRNESINGA
BIFREIÐASMIÐJUR
800 Selfoss - Sími 98-22000
og fékk þar vandlega athugun.
Þótti þinginu fengur að þeirri at-
hugun, sem landbúnaðarráð-
herra hefur látið gera á þessum
málum en féllst hinsvegar ekki á
þá tillögu meiri hluta nefndarinn-
ar að skylda eigendur nautgripa
og hrossa til að hafa þá gripi í
vörslu árið um kring. Telur þau
mál betur komin í höndum
sveitarstjórna, sem þegar hafi
víðtækar heimildir hvað þetta
snertir og eru þær heimildir raun-
ar enn rýmkaðar í drögum að
frumvarpi um búfjárhald. Þingið
bendir á, að vörsluskylda geti
hindrað svo nýtingu á beiti-
löndum einstakra jarða, sem
skipt er sundur með vegagerð, að
jafna megi við eignaupptöku.
Verði bændum samt sem áður
lögð þessi vörsluskylda á herðar
telur þingið einboðið að Vega-
gerð ríkisins verði gert skylt að
girða samfelldar girðingar til að
hindra frjálsa för gripa á þjóð-
vegi. Þá beinir þingið því til land-
búnaðarráðherra, að ákvæði 9.
gr. girðingalaga nr. 10/1965 verði
rýmkuð svo, að þau taki til allra
beitilanda og í stað hefðbundinna
vegagirðinga verði heimilt að
girða sérstök beitarhólf þar sem
henta þykir. Þá verði og Vega-
gerðinnhi skylt að sjá um viðhald
þeirra girðinga, sem hún setur
upp.
Búnaðarþing mælir gegn þeirri
breytingu á 89. gr. umferðarlaga,
sem meiri hluti nefndarinnar
leggur til og felst í því að „ef tjón
hlýst af árekstri skráningar-
skylds, vélknúins ökutækis og
búfjár skiptist tjónið að tiltölu við
sök þeirra, sem hlut eiga að
máli“. Telur þingið ekki forsend-
ur til slíkrar breytingar, enda nú
þegar heimildir í umferðarlögum
til bótaskiptingar, svo sem minni
hluti nefndarinnar bendir á.
Þingið leggur áherslu á aukið
samstarf bænda og sveitarfélaga
við Vegagerð ríkisins og sýslu-
mannsembætti um hverskonar
aðgerðir til að draga úr slysum á
þjóðvegum þar sem búfé á í hlut,
samfara aukinni umferð og öku-
hraða.
-mgh
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN