Þjóðviljinn - 24.03.1990, Blaðsíða 9
LANBBUNAÐUR
Fjöldi gripa ávísitölubúinu 1958-1988
400
120
83
137
10,1
1958
1968
1978
Nautgripir M Sauöfó
1988
Frmmiðköaluráö landbúnaömrins.
UPPLÝSINQAÞJÓNUSTA
LANDBÚNAÐARINS
Afkastaaukningin í landbúnaði
Búnaðarþing
Konur
í land-
búnaði
Á s.l. ári skipaði landbúnaðar-
ráðuneytið nefnd er skyldi kanna
stöðu kvenna í landbúnaði. Nefn-
dinni var og falið að gera tillögur
um hvernig efla megi þátt kvenna
í landbúnaði og öðrum atvinnu-
greinum í dreifbýli. I nefndinni
voru: Halla Aðalsteinsdóttir,
Kolsholti, Árn., Elín Líndal,
Lækjamóti, V-Hún. og Lísa
Thomsen, Búrfelli, Árn.
Nefndin skilaði ítarlegu og
vönduðu áliti, sem lagt var fyrir
Búnaðarþing. í ályktun þess er
því beint til stjórnar Búnaðarfé-
lags ísiands að hún vinni að því, í
samvinnu við búnaðarsam-
böndin, að stofnaður verði starfs-
hópur, „sem vinni að atvinnu-
uppbyggingu fyrir konur í
dreifbýli, á þeim sviðum, sem
áhugi er fyrir hendi“. Þá verði
haft um þetta samband við
atvinnu- og iðnþróunarnefndir.
Stjóminni er og falið „að hlutast
til um að ráðinn verði hæfur mað-
ur til að leiðbeina konum, sem
stofna vilja til atvinnurekstrar í
dreifbýli".
Þingið beinir því einnig til
stjórnarinnar, að hún gangist
fyrir því, í samvinnu við búnaðar-
samböndin, að félagskerfi land-
búnaðarins verði kynnt á skipu-
legan hátt. Jafnframt verði unnið
að því að auka þátttöku kvenna í
stjórnum og störfum í búnaðarfé-
lagsskapnum.
-mhg
EnduF-
skoðun
áfélags-
kerfinu
Allmiklar umræður urðu á ný-
afstöðnu Búnaðarþingi um
félagskerfi landbúnaðarins og
hugsanlegar breytingar á því.
Sýndist þar sitt hverjum. Að und-
anförnu hefur nefnd á vegum
Búnaðarfélags íslands, Stéttar-
sambands bænda og búnaðar-
sambandanna unnið að endur-
skoðun á félagskerfinu. Hún hef-
ur enn ekki lokið störfum.
Búnaðarþing óskar eftir að
nefndin starfi áfram en til að
greiða fyrir störfum hennar fól
þingið stjórn Búnaðarfélags ís-
lands að leita samstarfs við
Stéttarsamband bænda um að
hver aðili um sig tilnefni einn
mann til viðbótar í nefndina
þannig að fimm manna starfshóp-
ur leggi hönd að þessu verki.
Nefndinni er ætlað að ljúka störf-
um á þessu ári og leggja álit sitt
fyrir næsta Búnaðarþing.
í ályktun þingsins segir:
„Auk hinnar almennu umfjöll-
unar, sem m.a. beinist að upp-
byggingu hinna þriggja megin
þátta félagskerfisins, búnaðar-
sambanda, Búnaðarfélags ís-
lands og Stéttarsambands bænda
og æskilegrar verkaskiptingar
milli þessara aðila, felur þingið
nefndinni að móta endanlega til-
lögur um beina aðild búgreina-
félaganna að búnaðarsam-
böndunum sem grunneininga til
jafns við hreppabúnaðarfélög.“
-mhg
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
í fáum ef nokkrum atvinnu-
greinum hefur afkastaaukning á
einingu orðið meiri en í hefð-
bundnum landbúnaði undan-
farna áratugi. Hér að ofan er
sýnt á súluriti, af hvaða bústofni
vísitölufjölskyldunni í sveit var
ætlað að lifa á árunum 1958-
1988.
Árið 1958 var nóg fyrir
bóndann og fjölskyldu hans að
eiga 8,8 nautgripi og 120 kindur,
til að ná meðalárstekjum vísitölu-
fjölskyldunnar. Bústærð af þessu
tagi er nefnd grundvallarbú, því
að við hana miðast verð það sem
bóndanum er reiknað í verð-
lagsgrundvelli búvara.
Þess ber að gæta, að á þeim
þrem árum sem sýnd eru þarna
fyrst, 1958,1968 og 1978 var mið-
að við blandað bú og verðlags-
grundvöllurinn sameiginlegur,
þannig að bóndinn þurfti sem
sagt að eiga 8,8 nautgripi og 120
kindur. Þessu hefur hins vegar
verið breytt núna, þannig að vís-
itölubúið (grundvallarbúið) er
miðað við hreint sauðfjárbú eða
hreint kúabú.
Núna þarf sveitafjölskyldan
sem sagt að hafa 22 nautgripi eða
400 kindur til að ná tekjum vísi-
tölufjölskyldunnar, lifi hún ekki
á öðru en þessum búskap. Hitt er
svo annað mál, að menn greinir á
um hvort þessi viðmiðun stenst
fyllilega lengur og margir telja að
enn þurfi að stækka búin.
OHT
' V '' •
t v
. /'
má
I
s
ÞJ0NUSTA VIÐ
MÁLMIÐNAÐINN
LINCOLN
NORWELD
■ : .
■'■'■ ' .:-V' v.., -
" ' '
GL 130 • 130 amp
TIG suðuvél • MIG suðuvél með fluxfylltum vír •
Ekkert hlífðargas
RIDGID
Pípulagnlngaverkfæri • snittvélar • stífluhreinsarar
rörtangir • rörskerar • o.fl. o.fl.
# BlACKSiDECKER
Iðnaðarverkfæri
fyrir flestan
iðnað • t.d. slípirokkar • borvélar
prófllsagir • o.fl. o.fl.
SINDRA^gj^STALHF
BORGARTÚNI31 SÍMI627222