Þjóðviljinn - 24.03.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.03.1990, Blaðsíða 5
Undarlegur fundur var haldinn í borgarmálaráði Alþýðubanda- lagsins sl. miðvikudag. Fyrir fundinum lá bréf frá ein- um af borgarfulltrúum flokksins Kristínu Á. Ólafsdóttur, sem nú er gengin til liðs við önnur stjórn- málasamtök, með fyrirspurn um það hvort borgarmálaráðið fallist á að hún verði áfram borgarfull- trúi út kjörtímabilið!!! Fundurinn var ekki fjöl- mennur, aðeins 12 mættir, en þó var hann óvenju fjölmennur vegna þess að þarna voru mættir tveir fulltrúar sem aldrei áður á kjörtímabilinu hafa gefíð sér tíma til að starfa með borgarmála- ráðinu. Á því hefur aldrei verið vafi að kjörinn borgarfulltrúi verður ekki sviptur umboði sínu af flokksstofnun. Fyrir því er heldur enginn vilji þótt það sé hægt. Því lagði ég fram eftirfarandi tillögu: „Vegna erindis og fyrirspurnar Kristínar Á. Ólafsdóttur ályktar Nýtt siðgæði Sigurjón Pétursson skrifar borgarmálaráð Alþýðubanda- lagsins eftirfarandi: Það er hvorki vilji borgarmála- Borgarmálaráð telur hins veg- ar óeðlilegt að fulltrúar sem setu eiga í borgarmálaráði Alþýðu- þátttöku í starfi Alþýðubanda- lagsins að borgarmálum bara vegna þess að það styddi aðra . .þarna voru mœttir tveir fulltrúar sem aldrei áður á kjörtímabilinu hafa gefið sér tíma til að starfa með borgarmálaráðinu “ ráðs, né á valdi þess, að víkja fólki úr störfum, sem það hefur verið kjörið til að gegna, annað- hvort af kjósendum í Reykjavík eða af Borgarstjórn Reykja- víkur. A nýjum vettvangi Kristrún Guðmundsdóttir skrifar Nú hafa verið stofnuð í Reykjavík Samtök um nýjan vettvang sem hafa það að mark- miði að ná meirihlutavaldi í Reykjavík í samvinnu við stjóm- málaflokka, samtök og einstak- linga utan flokka sem vilja breytta stjórnarhætti í borginni og mannúðlegri forgangsröð verkefna. Forsaga þessa máls er sú að í haust hittust nokkrir einstak- lingar úr stjórnmálaflokkum og fólk utan flokka, sem vildu breytta stjórnarhætti í borginni. Slagorð hópsins var „Vinnum saman í vor“. Vitað er að minni- hlutaflokkarnir í Borgarstjórn til algerra vandræða. Þetta fólk vildi ekki gefast upp þótt stjórn- málaflokkarnir hefðu tekið ákvarðanir um eigin framboð. Því var ákveðið að stofna samtök, sem bæru nafnið Nýr vettvangur, og var stofnfundur samtakanna haldinn sl. laugar- dag eins og kunnugt er. Hinn fjölmenni stofnfundur sýnir best þörf fólks fyrir að sjá eitthvert nýtt afl verða til, nýjan vettvang, sem það sjálft getur tekið þátt í að skapa, og stefnt að sameiginlegum markmiðum án þess að tilheyra einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki. Nú gefst öllum sem vilja umbætur í „Hinnfjölmenni stofnfundur sýnir best fe’.f ri1 þörffólksfyrir að sjá E # eitthvert nýtt afl verða 11 ^ Mm til, nýjan vettvang, •;'§» k 1M| sem það sjálftgetur IÍM - jp tekiðþáttíað skapa... “ -Æ Reykjavíkur hafa oft átt gott samstarf og náð að móta sameiginlega stefnu í mikil- vægum málum. En tillögu- flutningur minnihlutans hefur oftast mátt sín lítils gegn meiri- hluta íhaldsins í borgarstjóm. Við, sem stóðum að þessum viðræðum, höfðum þá trú að með sameiginlegu framboði allra minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn tækist að gefa íhaldinu frí og hrinda í framkvæmd ein- hverjum af þeim ágætu tillögum sem minnihlutinn hefur mótað á undanförnum áratugum án þess að þær næðu fram að ganga. Draumur okkar um slíka breið- fylkingu rættist ekki í það skiptið, - flokksmúramir virtust óhagganlegir. Síðar kom í ljós að margir gátu illa sætt sig við þessa niðurstöðu og fólk fór að ræða saman á ný þótt á öðmm nótum væri. Þetta vom ekki síst ein- staklingar, sem ekki finna sér stað innan stjórnmálaflokkanna, en vilja breyttar áherslur í borg- armálum, hugsandi fólk sem sættir sig ekki lengur við að fjár- munum þess sé eytt í einskisverða minnisvarða fámennisveldisins í Reykjavík á meðan sjálfsagðri fé- lagslegri þjónustu er svo illa sinnt á mörgum sviðum að víða horfir bandalagsins í Reykjavík, og sem gengið hafa til liðs við - eða ákveðið að styðja - aðra stjórn- málaflokka í komandi kosning- um, haldi áfram þátttöku í borgarmálastarfi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Borgarmálaráð mælist því til þess að þeir fulltrúar í ráðinu sem hættir eru stuðningi við G- listann, hætti jafnframt að sækja fundi í ráðinu." (Ég birti tillöguna í heilu lagi til að lesendur blaðsins geti borið hana saman við fréttaflutning af fundinum.) Um þessa tillögu hófust nú miklar umræður. Helmingur fundarmanna, þeir sem í ræðum sínum lýstu yfir beinum eða óbeinum stuðningi við „Nýjan vettvang", töldu þessa tillögu stríðsyfirlýsingu og hina mestu ósvinnu að ætla að halda fólki frá flokka í komandi borgarstjórnar- kosningum!! Margir ræðumenn töldu það einnig hinar ósvífnustu dylgjur að ætla fólki þá tvöfeldni að það taki þátt í störfum að stefnumótun Al- þýðubandalagsins en sé á sama tíma að vinna að framgangi ann- ars stjórnmálaflokks. Þessi röksemd snart mig vissu- lega. Síst af öllu vil ég vera með ósanngjarnar getsakir. En þegar ég leit á fundarmenn og hlustaði á málflutning þeirra sem aðhyllast „Nýjan vettvang", sem voru mættir, sumir í fyrsta skipti á kjörtímabilinu, til þess eins að tryggja stuðnings- mönnum og frambjóðendum „Nýs vettvangs" aðgang að þeirri stofnun Alþýðubandalagsins, sem mótar stefnu þess í borgar- málum, þá sá ég að það sem kall- aðar voru grófar dylgjur voru þegar á þessum fundi blákaldar staðreyndir. ÞESSI HLUTI FUNDAR- MANNA GERÐI ÞÁ KRÖFU OG BEITTI MEIRIHLUTA TIL AÐ SAMÞYKKJA HANA AÐ ÞEIR EIGI RÉTT Á ÞVÍ AÐ VINNA GEGN ALÞÝÐU- BANDALAGINU OG G- LISTANUM INNAN AL- ÞÝÐUBANDALAGSINS. Borgarmálaráð Alþýðubanda- lagsins hefur starfað lengi. Þar hittast á vikulegum fundum borgarfulltrúar flokksins ásamt fulltrúum í nefndum borgarinnar og frá stjóm félagsins. Á þessum fundum era mál rædd af einurð og hreinskilni en alltaf í trúnaði. Trúnaðarbrestur legði þetta starf í rúst. Það er ekki óalgengt að fólk skipti um skoðun á stjórnmála- flokkum. Hætti stuðningi við einn og gangi til fylgis við annan. Það að hluti af fyrri stuðnings- mönnum G-listans hefur tekið upp samstarf við Alþýðuflokkinn um framboð í Reykjavík er auð- vitað áhyggjuefni öllum sem vilja veg höfuðandstæðings Sjálf- stæðisflokksins sem mestan. En þegar þessir sömu aðilar gera þá kröfu að fá að taka þátt í að móta stefnu Alþýðubandalagsins um leið og þeir vinna gegn því þá flokka ég slíkt undir siðleysi. Það hlýtur að vera lítið til- hlökkunarefni fyrir Alþýðu- flokkinn og aðra óháða í stjórn- málum að fá að kynnast þessu nýja siðgæði. Sigurjón Pétursson Sigurjón Pétursson er borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík. ÞRÁNDUR SKRIFAR borgarmálum tækifæri til að vinna saman að því að breyta j stjórnarháttum í borginni og j skapa mannúðlegt samfélag sem við getum verið stolt af. Þeir stjórnmálaflokkar sem merkja sig til vinstri hafa ekki efni á að 1 nýta ekki slíkt tækifæri. Það getur varla skaðað nokkurn stjórn- málaflokk að taka þátt í tilraun til að ná fram þeim markmiðum sem stefnt hefur verið að í áratugi jafnvel þótt ekki sé farin hin hefðbundna leið sem hingað til hefur ekki skilað umtalsverðum árangri. Það er engu að tapa. Samtök um nýjan vettvang hafa opið prófkjör 7.-8. apríl næstkomandi undir yfirskriftinni Lýðræði gegn flokksræði og geta stjórnmálaflokkar, samtök og einstaklingar gerst aðilar að framboðinu. Ég hvet alla sem telja þörf á breytingum að vinna saman í vor á nýjum vettvangi að gera þar með heiðarlega tilraun til að koma á lýðræðislegum stjórnarháttum í borginni okkar, því aðeins með sameiginlegu átaki næst sætur sigur. Kristrún Guðmundsdóttir erfé* lagi í ABR og í stjórn Samtaka um nýjan vcttvang Laugardagur 24. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA S Hin borgamlega náttúra Pressan skýrði frá því á dögun- um að virtir Alþýðuflokksmenn hafi nú fengið viðreisnarfiðring- inn eina ferðina enn. Auðvitað kemur þetta ekki á óvart enda þótt formaður flokksins boði sameiningu jafnaðarmanna, vinstra megin við miðju, í einn flokk á sama tíma. Blaðamaður Pressunnar, sem er fylgifiskur Alþýðublaðsins líkt og Nýtt helg- arblað fylgir Þjóðviljanum, leitaði víða fanga er hann heyjaði í grein sína og hafði meðal annars þetta eftir svokölluðum „alþýðu- flokksmanni“: „Menn sjá flöt á því að mynda nýja viðreisn. Framsókn og Al- þýðubandalagið era ekki nátt- úralegir samstarfsaðilar Alþýð- uflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er það hins vegar - a.m.k. þess hluta Alþýðuflokksins sem Jón Sigurðsson er sagður talsmaður fyrir.“ Blaðamaðurinn segir jafn- framt frá því að staðan í pólitík- inni sé þannig að „ýmsir kratar eru farnir að líta Sjálfstæðismenn hýra auga og öfugt“. Kominn er upp „mikill spenningur fyrir við- reisnarhugmyndinni víðara sam- hengi í báðum flokkunum,“ segir hann og skýrir jafnframt frá því að „talsmaður" fleiri en eins Al- þýðuflokksmanns telji að þeir geti átt samleið með Sjálfstæðis- flokknum „inn í framtíðina með stóra málin; uppbyggingu orku- frekrar stóriðju og í Evrópumál- unum. Átt samleið með helstu borgaralegu talsmönnum flokks- ins - talsmönnum iðnaðar og verslunar sem líta þessi mál sömu augum og við. Sjá þau frá hag- rænu skynsemissjónarmiði á sama tíma og andstaða og þver- girðingsháttur ráða innan Al- þýðubandalags, Framsóknar og í Kvennalistanum." Nú er það ekkert nýtt að Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur séu hýrir hvor gagnvart öðram. Aftur á móti þykir Þrándi það vert nokkurrar umhugsunar að merkir Alþýðuflokksmenn, ó- nafngreindir að vísu en undir for- ystu Jóns Sigurðssonar, skuli telja slíkt tildragelsi öðrum „nátt- úrulegri" fyrir Alþýðuflokkinn á sama tíma og Jón Baldvin Hanni- balsson formaður flokksins rær á miðin hinu megin við miðjuna. Af margvíslegum ummælum hans á undanförnum mánuðum verður ekki annað ráðið en hann sé á öndverðri skoðun við hin nafnlausa „alþýðuflokksmann" eða „talsmann“ nafna síns Sig- urðssonar. Samkvæmt þeim era jafnaðarmenn í hinum ýmsu vinstri- og miðfylkingum svo „náttúralegir samstarfsaðilar" að þeir gætu sem hægast myndað einn stóran Jafnaðarmannaflokk íslands. Þrándi sýnist raunar að for- maður Jón geti haft talsvert til síns máls. Félagshyggjufólk líti mörg mál sömu augum og sjái þau frá „frá hagrænu skynsemis- sjónarmiði á sama tíma og and- staða og þvergirðingsháttur ráða innan“ Sjálfstæðisflokksins. Þetta era að sönnu ekki sömu málin og vekja áhuga „tals- manns“ Jóns Sigurðssonar. Þannig hafa vinstri sinnar af hin- um fjölbreytilegustu gerðum um árabil orðið að standa vakt um velferðarþjóðfélagið og nota hvert tækifæri sem gefist hefur til að búa örlítið betur í haginn fyrir þá sem lakast eru settir í þjóðfé- laginu. í þeim efnum hafa þeir alls ekki „átt samleið með helstu borgaralegu talsmönnum" í Sjálf- stæðisflokknum, heldur þvert á móti. Á þeim bæ hefur dásemd einkavæðingarinnar á öllum svið- um verið lofsungin upp í hástert en félagsleg samábyrgð fundin í hæsta máta léttvæg. „Málið er ósköp einfaldlega þannig að fyrir okkar sundrungu, þá höfum við afhent Sjálfstæðis- flokknum, og fjölskyldunum fjórtán sem eiga þann flokk. Öll völd í Sovétinu, öll völd í Reykja- víkurborg,“ sagði Jón Baldvin á frægum fundi fyrr í vetur og sjálft Morgunblaðið hefur nýlega veitt því athygli að ekki sé allt með felldu í hinu borgaralega atvinnu- Iífi. Samkvæmt því eiga fjölskyld- urnar fjórtán helstu stórfyrirtæki landsins í einkaeign og má þá ekki gleyma því að þær eiga líka Morgunblaðið og Sjálfstæðis- flokkinn. Ekki fær Þrándur betur séð en náttúran í Alþýðuflokknum sé iík því sem hún hefur einatt verið. í hvert sinn sem upp koma hrær- ingar í flokknum sem hnikar hon- um ögn til vinstri að ekki sé nú talað um ef hann fer svo langt á þann vænginn að hann finni til skyldleika með norrænum fé- lögum sínum, þá koma „helstu borgaralegu talsmenn“ hans á vettvang og segja: hingað og ekki lengra. En kannski er tími kraftaverk- anna ekki liðinn og hægt verði að sameina alla jafnaðarmenn í ein- um flokki. Vonandi að þeir verði þá ekki orðnir svo borgaralegir að flokkurinn heiti Sjálfstæðis- flokkur. Þrándur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.