Þjóðviljinn - 24.03.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.03.1990, Blaðsíða 16
SPURNINGIN Hefurðu farið í bíó nýlega? Jón Þórisson vélskólanemi: Nei það hef ég ekki gert. Ég hef því miður ekki haft tíma til þess. Engu að síður finnst mér gaman í bíó þegar ég hef farið. Silja Svavarsdóttir nemi í MS: Nei. Ég fer því miður alltof sjaldan og ástæðan fyrir því er peninga: skortur. En þegar ég hef farið hefur mér fundist gaman, oftast nær. Sigrún Edvaldsdóttir verslunarmaður: Já, og þá sá ég myndina Tango og Cash í Bíóhöllinni. Ef það eru góðar myndir í bíó þá fer ég þegar ég get því við komið, enda hefur kvikmyndaúrvalið verið þokka- legt í bíóunum að undanförnu. 3álína Samúelsdóttir íssölukona: Já. Ég fór að sjá myndina Ævi og ástir kvendjöfuls í Háskólabíói. Mér fannst myndin góð svo langt sem hún náði því mér fannst al- veg vanta endinn á hana. Ég fer að jafnaði einu sinni í viku í bíó. Walter Marteinsson járnsmiður: Nei. Ég læt mér nægja að horfa á myndbandsspólur heima hjá mér. Upplýsingatœkni Konur missa ahugann Hvað er hægt að gera til þess að auka áhuga stúlkna á upplýsinga- tækni? Norrænu skýrslutæknifé- lögin efna nú til hugmyndasam- keppni þar sem leita á svara við þessari spurningu. Það er óskað eftir tillögum um hvað hægt er að gera til að auka áhuga kvenkyns- ins á tölvu- og upplýsingatækni. Ástæðan fyrir því að efnt er til þessarar samkeppni er sú þróun sem átt hefur sér stað á sviði upp- lýsingatækni. Fyrstu árin eftir að tölvutæknin hóf innreið sína jókst hlutur kvenna verulega. f Tækniháskóla Noregs fjölgaði kvenkyns nemendum úr 5% í 30% framan af níunda áratugn- um og flestar stúlkurnar sóttu í tölvunámið. Haustið 1989 var þetta hlutfall komið niður í 20% og í upplýsingatækninni hrapaði hlutfall kvenna úr 15% haustið 1988 í 8,2% í fyrrahaust. Hér á landi er ástandið áþekkt. Veturinn 1985-86 náði hlutfall kvenkyns nemenda í tölvunar- fræðum í Háskóla íslands og Verslunarskólanum 25% en í vet- ur eru nemendur í þessum tveimur tölvuskólum 209, þar af aðeins 41 kona sem er tæplega 20%. í frétt frá Skýrslutæknifélagi íslands segir að ekki hafi verið nægilega komið á framfæri hvers konar störf standa til boða á sviði upplýsingatækni. Raunin er sú að konur virða vera að missa áhugann á þessum störfum. Þeir sem luma á góðum hugmyndum um það hvernig ber að snúa þeirri þróun við geta sent þær til Skýrslutæknifélags ís- lands, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, fyrir 20. apríl. Keppt verður í tveimur flokkum, annars vegar nemendur í grunn- og framhaldsskólum, hins vegar háskólanemar og fólk í atvinnu- lífinu, en verðlaun eru samtals um ein miljón íslenskra króna og verða afhent á ráðstefnunni NordDATA í Gautaborg í júní í sumar. -ÞH IHEKR Iífl HÉI Massey-Ferguson GILDAR ÁSTÆÐUR FYRIR KAUPUM Á NÝRRI MF-DRÁTTARVÉL...STRAX * MF STÆRSTIR í DRÁTTARVÉLUM * MF MEST SELDIR Á ÍSLANDI * MF MEÐ HÆSTA ENDURSÖLUGILDI * MF SAMNINGAR SEM STANDA * 5 ÁR TIL GREIÐSLU Á VÉLINNI - JÁ 5 ....OG ÞAÐ Á GÓÐUM KJÖRUM VELAR M ASSEY- FEkGUSON 330 MASSEY - FERGUSOtM — — SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91-670000 GÓÐAN DAG Þaö er ekkert slen í kálfunum, sem fá kálfafóöriö frá okkur. Ef þú villt tryggja góöa fóðrun ungkálfa, þá gefur þú þeim kálfafóður og kraftfóöur frá 4ra daga aldri og fram til 12 vikna aldurs. \ Kálfafóöriö er undanrennu- mjöl, blandaö tólg. Eitt kg af kálfafóðri á að hræra út í 8 lítrum af vatni. Hæfilegt er aö gefa kálfum 2,0 til 4,5 lítra af blöndunni á dag. Þaö fer eftir aldri og öðru fóöri. Heildsala og smásala Osta- og smjörsalan Bitruhalsi 2, sími 82511

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.