Þjóðviljinn - 24.03.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.03.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Álverið VSI neitar framlengingu Verkalýðsfélögin 10 í álverinu boða verkfall á miðnœtti 30. mars. Gylfi Ingvarsson: Hart að þurfa að Okkur starfsmönnum álversins þykir helvíti hart að þurfa að grípa til helgasta vopns verka- iýðshreyfingarinnar tii þess að semja um framlenginu gildandi kjarasamninga,“ sagði Gylfi | Ingvarsson yfirtrúnaðarmaður álversins í Straumsvík í gær. ÖII verkalýðsfélögin í álverinu hafa samþykkt að boða tii verkfalls á miðnætti 30. mars hafi ekki náðst samningar við vinnuveitendur. Ríkissáttasemjara og Vinnu- veitendasambandi íslands var í gær send tilkynning verkalýðsfé- laganna um boðin verkfalls þann 30. mars og hefur ríkissáttasemj- ari að sögn Gylfa boðað til sátta- fundar á mánudag klukkan 14. Gylfi sagði verkalýðsfélögin í álverinu hafa samþykkt að ganga til samninga á svipuðum nótum og kjarasamningar Alþýðusam- bandsins og VSÍ, en það jþýddi að þeirra mati að 3. grein núgildandi kjarasamnings framlengdist eins og aðrar greinar. í þeirri grein er kveðið á um 20 þúsund króna greiðslu til starfsmanna þann 28. september sl. og 1,8% greiðslu ofan á heildar árslaun starfs- manna sem komu til greiðslu í annarri launagreiðslu í desem- ber. Að sögn Gylfa voru þessar greiðslur miðaðar við framleiðslu og rekstrarafkomu álversins, sem var mjög góð í fyrra. „Við vit- um að vísu ekki hverju erlendur auðhringur er að fórna, en sætt- um okkur engu að síður við að semja á sömu nótum og aðrir,“ sagði Gylfi. En af hálfu verka- grípa til verkfallsvopnsins til að framlengja samning lýðsfélaganna kæmi ekki til greina að lækka launin um 4% áður en farið væri að semja um annað. Það strandaði því ekki á neinu öðru en því að vinnu- veitendur samþykktu að fram- lengja ákvæði 3. greinar núgild- andi samnings eins og aðrar greinar. Annað sagði Gylfi að væri breyting á samningi og þá væri ekki verið að framlengja samninga eins og talað væri um í samningum ASÍog VSÍ að þessir aðilar beittu sér fyrir að þeir sem ættu eftir ósamið gerðu. Sagði Gylfi þessa aðila beinlínis hafa skuldbundið sig til þess að gild- andi samningar yrðu framlengd- ir. Engrar niðurstöðu er að vænta á sáttafundinum á mánudag þar sem hann er hefðbundinn kynn- ingarfundur þar sem deiluaðilar kynna ríkissáttasemjara stöðu mála. Frá því að verkfall hefst formlega líða tvær vikur sam- kvæmt samningum þar til álverið stöðvast, hafi ekki samist. -hmp Forval ABR vennalisti Guðmn vill endumýjun Sigurjón og Guðrún íforvalABR. Kvennalisti ogFramsóknarflokkur hafna boði Nýs vettvangs um aðild aðprófkjöri. Málið enn óafgreitt hjá ABR listans. og Framsóknar- flokkur hafa formlega hafnað boði Nýs vettvangs um aðild að prófkjöri samtakanna, en að sögn Stefaníu Traustadóttur, for- manns ABR, verður bréf samtak- anna tekið fyrir á næsta stjórnar- fundi þar. Engin beiðni hefur borist um að haida nýjan fé- lagsfund um framboðsmál ABR. Hins vegar hefur verið lagður fram listi fólks sem hyggst taka þátt f forvali ABR, þar á meðal er hópur fólks sem ekki hefur verið á G-lista áður. Þar er einnig að finna bæði Guðrúnu Ágústsdóttur og Sigur- jón Pétursson, en Guðrún hefði viljað endurnýjun í efstu sæti G- „Mér líst mjög vel á þennan hóp sem hefur ákveðið að taka þátt í forvali. Ég stefni í fyrsta sætið nú eins og áður. Það kom til greina af minni hálfu að draga mig í hlé, en kjörnefnd fór fram á það við mig að ég gæfi kost á mér. Ef ég hefði talið mig ómissandi hefði ég boð- ið mig fram sjálfur," segir Sigur- jón Pétursson borgarfulltrúi, sem nú stefnir á sitt sjötta kjörtímabil í borgarstjórn. Guðrún Ágústsdóttir segir alltaf hafa legið ljóst fyrir að hún væri tilbúin til þess að taka þátt í forvali. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar og sagði kjörnefnd að ég teldi mikilvægt fyrir G-listann að fá öfluga, nýja einstaklinga í efstu sætin. Nú hefur komið í ljós að það var ekki nægur vilji fyrir þessu í kjörnefnd. Ég sagði kjörnefnd líka að ég væri tilbúin að taka fjórða til fimmta sætið á listanum ef nýtt fólk kæmi í efstu sætin. Mitt hlut- verk væri þá að starfa áfram í borgarmálaráði og láta þekkingu mína og reynslu nýtast nýju fólki. Það væri mjög heppilegt fyrir G- listann að sýna fram á endurnýj- un nú. Afstaða mín byggist auðvitað á því að ég vil að G-listinn fái sem allra flest atkvæði," segir Guðrún við blaðamann Ágústsdóttir Þjóðviljans. Guðrún segist ekki stefna í ákveðið sæti í forvalinu. „Ég gef kost á mér í þetta for- val án skilyrða. Félagar í ABR verða að velja listann," segir Guðrún. Stefanía Traustadóttir segir engin brögð hafa verið að því að Alþýðubandalagsfólk, sem geng- ið hefur til liðs við Nýjan vett- vang, hafi sagt sig úr ABR. „Það hafa engar úrsagnir borist að undanförnu. Síðasta úrsagna- hrina kom þegar ríkisstjórnin var mynduð haustið 1988,“ segir Stefanía. -gg Jan Guillou, orðinn svo umdeildur að hann getur ekki lengur starfað sem blaðamaður. það árið. Fjórða bókin um Coq Rouge kom út í fyrra og mun hafa selst í 160 þúsund eintökum. Þekking Guillous á sænsku, bandarísku og sovésku leyni- þjónustunni kom honum af stað með Coq rouge, hann sat uppi með nákvæmar upplýsingar og staðgóða þekkingu byggða á margra ára rannsóknum, sem hann gat hvergi komið á framfæri nema í skáldsögu. Hann segist aðallega hafa farið að skrifa þriilerana til að upplýsa almenn- ing um starfsemi sænsku leyni- þjónustunnar, sem geri allt ann- að en sinna þeim verkefnum, sem henni er opinberlega gert að taka fyrir, - og þar að auki hafi hann sjálfur stundað njósnir og upplýs- ingasöfnun í svo mörg ár að það sé það eina sem hann kunni. Kvikmynd, sem í fyrra var gerð eftir fyrstu sögunni um Hamilton greifa, verður frumsýnd í Háskól- abíói í dag kl. 13:30. Bókakynn- ingin hefst í Norræna húsinu kl. 16 í dag, en þeir sem einkum hafa hug á að hitta fjölmiðlamanninn Jan Guillou fá tækifæri til þess á sunnudagskvöldið kl. 20:30. LG Tónlistarfélagið Sellóleikur í Ópemnni Arto Noras og Krystyna Cortes halda tónleika í ís- lensku óperunni í dag Finnski sellóleikarinn Arto Noras, sem síðastliðið fimmtu- dagskvöld lék einleik með Sinfón- íuhljómsveit Islands, heldur í dag tónleika í íslensku óperunni. Með Noras leikur Krystyna Cortes pí- anóleikari og flytja þau Adagio- Allegro eftir Schumann, Arpeggi- one sónötu eftir Schubert, Sónötu í F-dúr eftir Brahms og Variazi- one di bravura eftir Paganini. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tónlistarfélagsins og hefjast kl. 14:30. Arto Noras er einn fremsti sellóleikari heimsins í dag. Hann er fæddur árið 1942 og hóf selló- nám fimm ára að aldri. Hann stundaði nám við Sibeliusar aka- demíuna og við Konservatoríið í París, hefur unnið til margra verðlauna í tónlistarkeppnum og komið fram bæði með hljóm- sveitum og á einleikstónleikum um allan heim. Frá árinu 1970 hefur Noras verið prófessor við Sibeliusar akademíuna og leikur í strengjakvartett hennar auk þess sem hann spilar með Helsinki Trio. Krystyna Cortes er fædd í Eng- landi en hefur verið búsett hér á landi frá árinu 1970. Hún hefur tekið virkan þátt í íslensku tón- listarlífi sem píanóleikari með söngvurum, kórum og hljóðfæra- leikari. Miðar á tónleikana eru seldir í íslensku óperunni. LG \ \ Laugardagur 24. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 HELGARRÚNTURINN BIRTINGARHLJÓMUR hinnar tónelsku þjóðar tekur á sig aðskiljan- legustu myndir þessa helgi sem allar aðrar. Það er mússíserað um allt land. Á Akureyri hefjast Hafliðadagar í dag og lýkur þeim sunnudag- inn 1. apríl. Hafliðadagar eru haldnir í tilefni heimsóknar Hafliða Hallgrímssonar tónskálds og sellóleikara til bæjarins, en hann er bor- inn og barnfæddur Akureyringur. Kammerhljónisveit Akureyrar, Tónlistarfélag Akureyrar og Tónlistarskólinn á Akureyri standa fyrir þessum dögum. Með Hafliða verður Pétur Jónasson gítarleikari og hefst dagskráin á sal MA í dag kl. 17 með því að þeir félagar flytja verk eftir Hafliða og önnur tónskáld. Á morgun stjórnar Hafliði Kammer- hljómsveit Akureyrar í Akureyrarkirkju og verður flutt verkið Fjöldi dagdrauma eftir Hafliða auk verka eftir önnur tónskáld. í Reykjavík- inni er líka tónaflóð. í íslensku óperunni heldur finnski sellóleikarinn Arto Noras tónleika með Krystynu Cortes píanóleikara í dag kl. 14.30. Og í Hafnarfirði þenur Háskólakórinn raddbönd sín í Hafnarborg kl. 17 á morgun. í Garðinum er haldið landsmót bjöllukóra um helgina. Að lokum skulum við hverfa aftur til höfuðborgarinnar en Kammer- músíkklúbburinn er með tónieika í Bústaðakirkju á morgun kl. 20.30. Tríó Reykjavíkur ásamt gestaleikurunum Petri Sakari og Helgu Þórar- insdóttur flytja þrjú verk. ERÓTÍSK myndlist íslenskra myndlistarmanna er til sýnis í Gallerí Borg. Helgi Þorgils Friðjónsson opnaði í gær myndlistarsýningu í gall- eríi Sævars Karls Bankastræti 9. Kristbergur Ó. Pétursson opnaði sýningu í Galleríi einn einn í gær. í Bókasafni Kópavogs stendur yfir sýning á olíumyndum ungs Thailendings, Kim Tawatchai Wiriyolan. í kjallara Norræna hússins er samsýning fjögurra íslendinga, þeirra Kristins G. Harðarsonar, Ingólfs Arnarssonar, Sólveigar Aðal- steinsdóttur og Eggerts Péturssonar. Margrét Zóphóníasdóttir sýnir í Ásmundarsal, Daníel Morgenstern í FIM-salnum, Ásta Guðrún Eyvindardóttir í Gallerí Graf, Birgitta Jónsdóttir í Listamannahúsinu og Karólína Lárusdóttir í Nýhöfn. Á Kjarvalsstöðum eru til sýnis verk eftir Svavar Guðnason, formleysismálverk úr safni Riis og metamorfis Guðjóns Bjarnasonar. HAMINGJUSAMASTA þjóð í heimi er sem sagt tónelsk og gefin fyrir myndlist og einsog allir vita þá er þjóðin iðulega kennd við sinn forna arf, bókmenntirnar. Góður gestur kemur frá Svíþjóð, Jan Guillou, blaðamaður og rithöfundur. Hann mun lesa úr verkum sínum og ræða þau í Norræna húsinu í dag og á morgun mun hann ræða um störf sín sem blaðamaður á sama stað. Norræna félagið í Kópavogi verður með kynningu á FjaUkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson í Þinghóli, Ham- raborg 11, í dag kl. 16.30 og bókmenntaklúbbur Hana-nú hópsins í Kópavogi stendur fyrir opnu húsi í FélagsheimUi Kópavogs í dag kl. 15 þar sem lesið verður ljóðið Áfangar eftir Jón Helgason og skáldið kynnt. Þeir sem áhuga hafa á heimspeki ættu að líta inn í stofu 101 í Lögbergi á morgun kl. 14.30 en þá mun Sigurður Kristinsson flytja fyrirlestur sem kallast „Vinátta sem verðmæti og dygð: Um hugtakið filia í siðfræði Aristótelesar.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.