Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.04.1990, Blaðsíða 5
Frakkland Pólland Gallímard borgið? Franskur stórbanki keypti í gær hluta eins hinna stríðandi systkina í bókaútgáfu Gallímard fjöiskyldunnar og þóttist þar með hafa borgið sjálfstæði hennar og skotið hlutabréfabröskurum ref fyrir rass. Einsog kunnugt er hefur ósam- lyndi Gallímard systkinanna valdið því að þekktasta forlag Frakklands var orðið fýsileg bráð í augum allskyns spekúlanta í Frakklandi og erlendis. Þetta þótti rithöfundum og rétthöfum ekki efnileg þróun og hétu á eigendurna að rifa seglin, að öðr- um kosti myndu þeir róa á önnur mið með ritverk sín. í hópi þess- um voru erfingjar Alberts Cam- usar, Jeans-Pauls Sartre og And- résar Gide auk rithöfundanna Margrétar Duras og Mflans Kundera. Bankinn sem hér á hlut að máli er Þjóðbankinn í París, einn þriggja stærstu banka í Frakk- landi. Málsvari hans fullyrti í gær að ekki kæmi til greina að Gallí- mard lenti í höndum erlendra að- ilja né afsalaði sér sjálfstæði. For- lagið yrði hér eftir sem hingað til óaðskiljanlegur hluti af menning- arheimi frönsku þjóðarinnar. Reuter/ks Þriðji maí á ný Pólska þingið ákvað í gœr að afnema þjóðhátíðardag kommúnista, 22. júlí, en hefja gamla þjóðhátíðardaginn, 3. maí, til vegs og virðingar á ný Pólska þingið ákvað í gær að leggja niður þjóðhátíð 22. júlí og endurvekja þjóðhátíðardag- inn 3. maí. Var þetta gert í trássi við Wojciech Jarúzelskí forseta og þrátt fyrir ötula baráttu hans fyrir 22. júlí. Vestur-Þjóðverjar eru áfram um að Berlín verði höfuðborg þýska ríkisins á ný, ef marka má niðurstöðu viðhorfskönnunar. Dagblaðið „Frankfurter Allgemeine Zeitung" lét inna 1.000 Vestur-Þjóðverja eftir því hverja þeir kysu höfuðborg sam- einaðs Þýskalands. 52 af hundr- aði sögðu Berlín en 26 af hundr- 22. júlí hefur verið þjóðhátíð- ardagur pólska ríkisins, ef svo má að orði komast, frá valdatöku kommúnista í kjölfar þess að Rauði herinn hrakti heri nasista úr Póllandi árið 1944. Dagurinn hefur aldrei notið virðingar sem aði héldu tryggð við Bonn. Rest- in nefndi aðrar borgir. Þar er sláandi að allt „úrtakið" hafði skoðun á þessu máli sem er óvenjulegt. Þorri Bonnvina er af yngri kynslóð en eldra fólk kýs Berlín sem forðum var höfuð- staður Þýska ríkisins og Þriðja ríkisins einsog alkunna er. Reuter/ks þjóðhátíðardagur í Póllandi þótt ætíð hafi verið mikið um glens og gaman þann dag, einkum meðal félaga valdaflokksins. Alþýða manna hefur hinsvegar ávallt haldið tryggð við 3. maí, gamla þjóðhátíðardaginn og nýja. Og þar sem Samstaða ræður langflestum sæta á pólska þing- inu, Sejm, þarf engum að koma á óvart þótt niðurstaðan hafi orðið þessi. 182 þingmenn greiddu at- kvæði gegn 22. júlf, 39 með en 56 létu sér fátt um finnast og skróp- uðu. Jarúzelskí hafði kostað kapps um sannfæra þingmenn um ágæti 22. júlí og fá þá ofan af þeim áformum sínum að láta daginn fyrir róða. í því augnamiði hafði hann ritað þeim bréf og tíundað það sem dagurinn hefur til síns ágætis. Hann kvað ekki hægt að láta sem 22. júlí hefði ekki táknrænt gildi fyrir sögu Póllands. Dagur- inn væri minnisvarði um ósigur nasista, skiptingu jarðnæðis með- al smábænda og nýja skipan vest- urlandamæra ríkisins. Jarúzelskí þungt hugsi. Barðist fyrir 22. júlí en fagnaði engu að síður 3. maí. En allt kom fyrir ekki og 22. júlí var felldur úr sessi. Skömmu síðar samþykkti þorri þingheims að hefja 3. maí til vegs og virðing- ar á ný. Og þótt ýmsir hafi spáð því að Jarúzelskí beiti neitunar- valdi forsetaembættisins til að hnekkja niðurstöðu þingsins tímabundið þá verður að telja það ólíklegt í ljósi þess að hann fagnaði endurreisn 3. maí. Reuter/ks Vestur-Pýskaland Berlín fremur en Bonn England Thatcher slær met Enginn forsætisráðherra hefur notið jafn lítillar hylli á Bret- landi og Margrét Thatcher frá því vinsældamælingar hófust fyrir hálfri öld. Fyrsta könnun á stjórnmálaskoðunum Breta fór fram árið 1940. Niðurstaða nýrrar Gallup- könnunar er sú að aðeins 24 af hundraði eru ánægðir með frammistöðu forsætisráðherrans. 10.000 einstaklingar víðsvegar um Bretland létu álit sitt í ljósi. Þetta er óvinsældamet forsætis- ráðherra í könnun sem þessari en árið 1968 hreppti þáverandi þjóð- höfðingi Breta, Harold Wilson, 27 af hundraði og þótti skítt. I síðustu Gallup-könnun naut Thatcher ívið meiri vinsælda en þá töldu 30 af hundraði frammi- stöðu hennar fullnægjandi. Samkvæmt þessari sömu könn- un breikkar enn bilið milli íhalds- flokks Thatchers og Verka- mannaflokksins. Nú hyggjast 52,5 af hundraði kjósa Verka- mannaflokkinn í næstu þingkosn- ingum en aðeins 28 af hundraði íhaldið. Þetta er þó skammgóður vermir fyrir Neil Kinnock og félaga hans í Verka- mannaflokknum því kjörtímabil- ið rennur ekki sitt skeið fyrr en um miðbik ársins 1992. Hinsveg- ar þykir líklegt að íhaldsflokkur- inn gjaldi afhroð í byggðastjórn- akosningum sem fram fara í önd- verðum maímánuði. Reuter/ks Sannkallað PÁSKATILBOÐ fyrir alla íslenska ostavini 15-20% afsláttur! Nepal Blóðbað í Kathmandú Hermenn og öryggislögregla felldu að minnsta kosti 50 manns og særðu 200 nærri höll Birendras konungs í Kathmandú, höfuðborg Nepals, í gær. Til mikilla mótmæla kom í landinu öllu og krafðist fólk þess að teknir yrðu upp lýðræðislegir stjórnar- hættir, makt kóngsins yrði minnkuð og völd hinna svonefndu panchajats-ráða afnumin. Heimildir úr Bir-sjúkrahúsinu í höfuðborginni hermdu að 50 manns hið minnsta hefðu látist þegar hermenn og öryggissveitir konungs hófu skothríð að mótmælendum sem hugðust halda inná hallarlóðina. Sam- kvæmt sömu heimild voru 200 særðir mótmælendur færðir inná tvö sjúkrahús og er verið að gera að sárum þeirra. Fréttastofa Indlands, PTI, hafði hinsvegar eftir óstaðfestum heimildum að 150 manns hefðu fallið í valinn í Kathmandú í gær. Hermdi hún að öryggissveitir, sem þjálfaðar væru af ísraelskum málaliðum, væru hvarvetna á varðbergi í höfuðborginni, eink- um þó í grennd við konungshöll- ina. Haft er eftir sjónarvottum að 5 manns, þar af tveir erlendir gest- ir, hefðu verið særðir skotsárum í atviki sem ekki tengist blóðbað- inu sem að ofan greinir. Einnig var haft eftir sjónarvottum í hinni vestlægu borg Butwal að þar hefðu 7 manns fallið fyrir hendi hermanna og ennfremur 3 í Pok- hra. Reutcr/ks PJ<>ÐVIUINN - SÍÐA 5 DALABRIE INNBAKAÐUR DALABRIE DALAYRJA CAMEMBERT DJÚPSTEIKTUR CAMEMBERT PORTSALUT GRÁÐAOSTUR Birgðu þig upp fyrir páskana í næstu búð AUK/SlA k9d21-514

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.