Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 19. apríl 1990 73. tölublað 55. órgangur Alþýðubandalagið Sigurjón vill nýjan formann ÓlafurRagnar Grímsson lýsir ekkiyfir stuðningi við G-listann íReykja vík. Sigurjón Pétursson: Stríðsyfirlýsing formannsins. Tilefnitilað kjósa nýja forystu. Steingrímur J. Sigfússon: Styð G-listann r Eg bjóst við að Olafur Ragnar myndi taka afstöðu með G- listanum í Reykjavík. Ég lít á það sem stríðsyfirlýsingu frá hendi formanns flokksins þegar hann neitar að lýsa yfir stuðningi við G-listann. Með þessum yfirlýs- ingum hefur hann raunveruiega tekið afstöðu gegn G-Iistanum. Að mínu mati er fullt tilefni til þess að kjósa nýja forystu flokks- ins. Þetta sagði Sigurjón Péturs- son, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, við Þjóðviljann í gær eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, hafði neitað að taka afstöðu til framboðsmál- anna í Reykjavík í viðtali á Rás tvö. Ólafur Ragnar hefur fram til þessa neitað að ræða framboðs- málin í Reykjavík við fjölmiðla. í viðtali á Rás 2 í gær sagðist hann fagna þeirri samvinnu sem tekist hefur með ýmsum flokkum víða um land og sagðist hafa kos- ið að „víðtækt samstarf" hefði einnig tekist í Reykjavík. Ólafur undirstrikaði að „að- eins eitt flokksfélag" í Reykjavík stæði að G-listanum þar, en stór hópur fólks úr Alþýðubandalag- inu hefði gengið tii liðs við Nýjan vettvang. Hann sagðist því ekki geta lýst yfir stuðningi við G- listann. „Það er allt annar og þrengri veruleiki að baki G-listanum í Reykjavík en annars staðar,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með þessum yfirlýsingum hefur Ólaftir Ragnar sagt sig úr lögum við Alþýðubandalagið í Reykjavík, stærsta einstaka fé- lagið í flokknum,“ sagði Sigurjón Pétursson í gær. Steingrímur J. Sigfússon, vara- formaður Alþýðubandalagsins, hefur þegar lýst yfir stuðningi við G-lístann 1 Reykjavík og fer þannig aðra leið en formaðurinn. „Mér fyndist vænlegra að ræða þessi mál í flokknum en í beinni útsendingu í útvarpi. En ég fer ekki dult með það að ég styð G-listann í Reykjavík, enda er það hreint flokksfram- boð og að því staðið af réttum aðilum. Ég get alls ekki lagt framboð H-lista að jöfnu við G-listann. Ég get heldur ekki lagt að jöfnu ákvörðun flokksfélagsins um framboð og ákvörðun fámenns hóps ÆFR-félaga um að styðja Nýjan vettvang. Þótt ekki kæmi fleira til en gífurlegur stærðar- munur,“ sagði Steingrímur við Þjóðviljann í gær. -gg Gleðilegt sumar! Þeir eru ekkert yfir sig kátir á svipinn félagarnir á myndinni Vonandi batnar skapið í veðurguðunum svo þeir vinirnir fái ástæðu til að brosa þótt sumarið eigi að heita hafið. Veðrið hefur heldur ekki verið í neinu sumar- framan í heiminn á komandi mánuðum. skapi að undanförnu nema hvað það sá til sólar í smástund um páskana. Mynd: Jim Smart. Félagsmálaráðuneytið Langtíma atvinnuleysi vaxandi Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa verið skráðir212 þúsund atvinnuleysis- dagar sem er nálega hið sama og allt árið 1988. Að meðaltali voru 2.900 manns án atvinnu ímars. Jafngildir2,3 % atvinnuleysi. Meðaltal ímars síðustu 5 árin er 1,1% r Ilok fcbrúar voru 456 manns á atvinnuleysisskrá sem ekki höfðu haft atvinnu í 6 mánuði eða lengur. Sambærileg tala í febrúar 1989 var 152. Að mati Vinnum- álaskrifstofu félagsmáiaráðu- neytisins bendir þetta til þess að langtima atvinnuleysi fari vax- andi hérlendis. Samkvæmt yfirliti Vinnumála- skrifstofunnar um atvinnu- ástandið á landinu á fyrsta árs- fjórðungi yfirstandandi árs hafa samtals verið skráðir 212 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Það þýðir að um 3.300 manns hafa að meðaltali verið án atvinnu fyrstu þrjá mánuði árs- ins, en sem hlutfall af mannafla jafngildir það 2,6% atvinnuleysi. Þetta er nálega sami fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga og var á öllu árinu 1988. Til samanburð- ar má geta þess að þrjá fyrstu mánuði ársins 1989 voru skráðir 175 þúsund atvinnuleysisdagar og meðaltal fjölda skráðra at- vinnuleysisdaga á fyrsta ársfjórð- ungi áranna 1985-1989 var 107 þúsund dagar. Eins og þessar tölur gefa til kynna hefur orðið veruleg aukning á skráðu atvinnuleysi. í síðasta mánuði var atvinnu- stig á landinú öllu nánast óbreytt frá mánuðinum á undan þegar á heildina er litið. Samtals voru skráðir 62 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu í mars og var skipting þeirra á milli kynja sem næst jöfn. Þessi fjöldi skráðra at- vinnuleysisdaga jafngildir því að 2.900 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysiskrá í mánuð- inum, en það svarar til 2,3% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar. Til samanburðar má geta þess að meðaltal marsmánaðar síðastliðin fimm ár er 1,1%. Af einstökum landsvæðum virðist sem atvinnuleysið sé lang- mest á Norðurlandi vestra eða 4,5% og 4,3% á Norðurlandi eystra. Þar vegur einna. þyngst hið mikla atvinnuleysi sem er á Akureyri sem virðist sífellt verða alvarlegra. Þar fjölgaði atvinnu- lausum u'm liðlega 20 manns á milli mánaða og þar voru hvorki fleiri né færri en 330 manns án atvinnu. Á Húsavík var fjöldi atvinnulausra 137 og hafði fjölg- að um 10 manns. í Reykjavík fjölgaði atvinnu- lausum um rúmlega 100 manns eða úr 765 í 871. Svipaða sögu er að segja frá Akranesi en þar fjöl- gaði atvinnulausum úr 141 í fe- brúar í 155 í mars. Víða virðist því ekkert lát vera á fjölgun atvinnu- lausra og fátt eitt sem bendir til einhverrar uppstyttu í þeim efn- um á næstunni. -grh Neytendasamtökin Lýst eftir gæða- kartöflum Að undanförnu hafa Neytenda- samtökunum borist fjölmargar kvartanir vegna lélegra kartaflna og Ijóst er að gæði þeirra sem eru á boðstólum eru langt frá því að vera viðunandi. Því krefjast sam- tökin þess að leyfður verði innf- lutningur á gæðakartöflum. Að sögn Sveinbjörns Eyjólfs- sonar fulltrúa í landbúnaðarráðu- neytinu hefur verið boðað til fundar í svokallaðri innflutnings- nefnd í ráðuneytinu á föstudag. Þar verður spáð í spilin og reynt að gera sér grein fyrir því hve mikið er til af kartöflum í landinu og ástandi þeirra og gæðum. Jafnframt verður hugað að innflutningi kartaflna sem Sveinbjörn segir að geti verið erf- itt að fá á þessum árstíma og þá sérstaklega kartöflur sem upp- fylla íslenskar heilbrigðiskröfur. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.