Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN Er vorið komið? Hjördís Haraldsdóttir skrifstofustjóri Já, ég vil gjarnan trúa að það hafi komið í gær. Ég hef svo sem ekk- ert fyrir mér í því en það er um að gera að vera bjartsýn. þýðandi Nei, ekki alveg. Ég er voðalega hrædd um að það verði ekki al- veg strax. Ég þarf ekki annað en að líta út um gluggann heima hjá mér til að sjá það. þJÓÐVtUINN Fimmtudagur 19. apríl 1990 73. tölublað 55. örgangur SÍMI 681333 SÍMFAX 681935 Safn í hálfu starfi Guðmundur Egilsson: Eina safnið í heiminum sem ég veit til að framleiði verðmæti Túrbínur í gömlu rafstöðunni en hún er safngripur sem enn skilar miklu starfi. Myndir Jim Smart. Maríanna Friðriksdóttir verslunarmaður Já, er það ekki bara. Það snjóaði nú síðast í dag. Ingibjörg Jónsdóttir hárskeri Nei, það er ekki komið. Það er enn svo kalt og leiðinlegt. Þórhallur Guðmundsson sjálfs sín herra Ég vona það. Það er alla vega léttara yfir loftslaginu núna en var. Tekið hefur verið í notkun Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Safnið er opnað með sýningu á myndum og mun- um er tengjast undirbúningi og uppbyggingu rafstöðvarinnar við Elliðaár. Aðalsýningargripurinn er gamla rafstöðin sem enn er í notkun og sparar þjóðarbúinu tugi miljóna árlega. Gamla rafstöðin við Elliðaár er enn í upprunalegri mynd og starf- rækt á veturna. Henni er hins vegar lokað á sumrin til að leyfa laxinum að hafa frið í ánni. Af- kastageta gömlu stöðvarinnar er ómetanleg á álagstímum á vet- urna eins og um jól og áramót. Safninu var valinn staður á annarri hæð Aðveitustöðvar 5 við Elliðaár. Safninu er ætlað að varðveita tæki og muni er tengj- ast sögu vatnsaflsvirkjana hér á landi, í þeim tilgangi að veita al- menningi tækifæri til að fræðast um hana. Guðmundur Egilsson, safn- vörður segir að kveikjan að safn- inu hafi verið á fimmtíu ára af- mæli Rafveitunnar árið 1971 er ákveðið var að hefja söfnun gam- alla muna. Söfnun hafi gengið vel í fyrstu og starfsmenn fyrirtækis- ins sýnt hugmyndinni mikinn áhuga. Söfnun hafi hins vegar legið niðri um nokkurra ára skeið og hætt við að eitthvað hafi af þeim sökum farið forgörðum sem ætti heima á rafminjasafni. Safninu er einnig ætlað að gegna fræðsluhlutverki. Grunn- skólabörn koma oft í heimsókn til Rafveitunnar og ætlunin er að nota húsnæði safnsins til kynn- ingar á sögu og starfi hennar. Hjá Rafveitunni er til á filmum efni allt frá 1935 sem ætlunin er að vinna úr og setja á myndbönd. í tilefni af 70 ára afmæli Raf- veitunnar á næsta ári er svo ætl- unin settar verði upp sýningar í safninu. Á síðasta ári var Guðmundur Egilsson ráðinn starfsmaður safnsins og hófst þá skipuleg skráning og vinna að söfnun muna. Þeim var komið fyrir í var- anlegri geymslu í Ármúla. En safnið á auk ýmissa muna, merki- legt safn ljósmynda sem Ög- mundur Sigurðsson fyrrverandi starfsmaður Rafveitunnar tók á árunum 1926-1951. Hluti þessara mynda er á sýningunni og eru nokkrar þeirra til sýnis í fyrsta sinn. Safnið verður opið fyrst á sunnudögum frá 14-16. -ss

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.