Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 6
Fiskþvottur á Akranesi á fyrstu árum aldarinnar.
Bemskuár
a
Skaga
Viðtal við Tryggva Helgason
fyrrum formann Sjómannafé-
lags Akureyrar sem er níræður í
dag
Ég fæddist 19. apríl 1900 -
aldamótaárið skulum við segja, -
á Akranesi, í húsi foreldra
minna, Lykkju. Faðir minn var
Helgi Guðbrandsson frá Klafar-
stöðum, sonur Brynjólfs Teits-
sonar, sem verið hafði vefari hjá
Magnúsi Stephensen á Leirá, og
konu hans MargrétarHelgadóttur
frá Stóra Botni, sem í fjórða lið
var afkomandi Hans Klingen-
berg, sem ungur að árum kom
hingað frá Danmörku, 1724 að
æviskrár segja, en hann giftist
Steinunni Ásmundsdóttur frá
Ásgarði í Grímsnesi, sem mun
verið hafa þremenningur við Jón
Sigurðsson.
Móðir mín var Guðrún Illuga-
dóttir frá Stóra Lambhaga, dóttir
Illuga Bárðarsonar, sem ættaður
var úr Lundarreykjardal en móð-
ir hennar, amma mín, hét Hall-
gerður Sigurðardóttir, sem líka
var ættuð ofan úr Borgarfjarðar-
dölum.
- Var Lykkja, hús foreldra
þinna, þá torfbær eða timburhús?
- Torfbær, og fæddust tíu okk-
ar systkina í honum. Timburhús-
ið sem enn stendur var byggt þar
1909. Að ummáli er það 7 sinnum
10 álnir, og undir því er hár kjall-
ari. Það þótti þá gott hús.
- Hve mörg voruð þið
systkinin?
- Við vorum þrettán, og var ég
fjórði elstur. '
- Hvenær manstu fyrst eftir
þér?
- Því man ég fyrst eftir, að við
duttum þrjú systkinin ofan í mó-
gröf, nær fulla af vatni, sem við
fleyttum á spýtum. Það var uppi á
Jaðri. Þá var þar unnið að mó-
tekju fyrir dagkaupi, en það var
fátítt eða einsdæmi. Við höfðum
farið með móður okkar að færa.
pabba mat. Pabbi var ofan í gröf
að stinga upp mó, en tvær konur
stóðu á barminum og tóku á móti
kögglunum. Yngsta systir mín
datt ekki og öskraði upp yfir sig,
þegar hún sá okkur busla í vatn-
inu. Pabbi og fleiri hlupu þá að,
og náði hann mér upp, en ég var
sokkinn niður á botn meðvitund-
arlaus. Mér er enn í minni, þegar
ég rankaði við mér. Við systkinin
vorum borin heim að Jaðri og
höfð þar til kvölds. Ég náði mér
fljótlega. Man ég vel gönguna
heim með mömmu um kvöldið.
Égmun þáhafa veriðfimm ára
gamall.
Leikir -
unglingafélag
- Hverjir voru helstu barna-
leikir .ykkar?
- Á vetuma fórum við á
skauta, byrjuðum raunar á því að
renna okkur á leggjum. Við
Hjörtur bróðir minn fengum
skauta saman. Vorum við stund-
um á sínum skautanum hvor.
Næst var skautasvell á tjörn á
Bjargstúni, sem nú er löngu horf-
in. Gott skautasvell var á tjörn
niður á Breið, en hið langlengsta
á Mýrahúsatjörn. Þegar vora tók,
lékum við okkur með bolta. Fór-
um við í sláboltaleik eða köstuð-
um bolta upp á þak og gripum
síðan. Þá vara líka mikið verið
með krokket, sem nú sést óvíða.
Við strákarnir tálguðum sjálfir
kúlur og bjuggum til kjuður og
boga. Aðrir keyptu málaðar kúl-
ur og kjuður. Þá vomm við líka
með boga og örvar.
- Höfðuð þið með ykkur ung-
lingafélag?
- Við stofnuðum Glímufélagið
Gretti árið 1912. Það starfaði í
ein þrjú ár. f því voru 20 til 25
strákar, 12 til 14 ára. Við glímd-
um í Hallgríms-pakkhúsi, sem
stóð niður við Steinsvör. Auk
glímu æfðum við stökk og hlaup
og fótbolta á Langasandi. Að
auki héldum við málfundi sunnu-
dagsmorgna. Héldum við ræður
og lásum upp, aðallega kvæði, en
líka félagsblað, sem við skrifuð-
um og nefndum „Fjölni". „Fjöln-
ir“ var sem sagt lesinn upp á fund-
um, en fundir byrjuðu og enduðu
á söng. f Gretti fómm við síðan
að æfa leikrit og sýna í „Gamla
skólanum", og við seldum að-
gang að þeim, á 10 aura fyrir full-
orðna, 5 aura fyrir stóra krakka.
Þessar leiksýningar okkar voru
vel sóttar. Ég lék eitt sinn drukk-.
inn mann, annað sinn kvenmann.
Síðar var stofnað annað glímufé-
lag „Hörður“, nefnt eftir hinum
borgfirska kappa, Herði Grím-
kelssyni. Þá lognaðist Grettir út
af. Það mun hafa verið 1915 eða
1916.
Grjótgarðar
og sjósókn
- Hvemig var umhorfs á Skag-
anum á þessum ámm?
- Akranes var þá um 800
manna pláss. Á Skaganum skipt-
ust á kálgarðar og tún. Allmargt
var þar af fé og hestum og fast að
30 kýr. Við áttum nokkrar
sauðkindur. Grjótgarðar settu
svip á staðinn, og voru sumir
þeirra vel hlaðnir, sérstaklega á
neðsta hluta Skagans, á Breið og
þar í víkum. Þar voru mjög öflug-
ir grjótgarðar, mannhæðarháir
eða betur og þykkir. Hjá okkur, á
milli Geirmundarbæjar og
Lykkju var grjótveggur, senni-
lega um 100 m langur, sem á
hverju vori varð að gera við, að
hlaða upp.
- Voru þá mikil stakkstæði á
Skaganum?
- Já, og á þeim var mikill fiskur
þurrkaður.
- Hvers konar bátar voru gerð-
ir út?
- Opnir róðrarbátar einvörð-
ungu, þegar ég man fyrst eftir
mér. Fyrsti mótorbáturinn kom
vorið 1906, opinn bátur með vél
hér um bil fyrir miðju. Einar
Ingjaldsson á Bakka átti bátinn í
félagi við aðra og var formaður á
honum. Mig minnir, að hann hafi
heitið Pólstjarnan. Man ég vel,
þegar báturinn kom. Pabbi fór
með okkur niður á bryggjuna í
Lambhúsasundi, fram undan
Bakka, til að líta á bátinn. Heyrði
ég þá í vélinni og sá mótoristann
Ola í Deild, þann lagtæka mann,
einn af fyrstu mótoristunum.
Þeir voru kallaðir galdramenn.
Sumir þeirra hafa þó varla kunn-
að meira en að setja vél í gang og
að stöðva.
- Hvenær kom næsti vélbátur-
inn?
- Vorið 1907, ári síðar. Sá var
miklu stærri, yfirbyggður, þilskip
um 12 tonn, og hét Fram. Skip-
stjóri á honum var Bjarni Ólafs-
son sem keypt hafði bátinn að
sunnan ásamt Þórði Ásmunds-
syni, Lofti Loftssyni og fleirum.
Varð faðir minn háseti hjá hon-
um. Bjarni hafði verið töluvert
úti f Englandi á togurum, og varð
síðar landskunnur aflamaður.
- Var faðir þinn lengstum á
sjó?
- Hann stundaði sjóinn og
vann þá vinnu í landi, sem til féll.
Tryggvi Helgason 90 ára
Tryggvi Helgason fyrrum for-
maður Sjómannafélags Akur-
eyrar og Álþýðusambands Norð-
urlands er níræður í dag. Ég átti
tal við hann snemma í vetur um
löngu liðna tíð. Meðal þess sem
hann sagði mér frá voru pólitísk-
ar deilur sem hann hlýddi á í
æsku. Þá stóðu fyrir dyrum kosn-
ingar í landinu, og hvaða kosn-
ingar skyldu það hafa verið? Jú,
það voru kosningarnar 1908, sem
ýmsir hafa talið marka tímamót í
sögunni. Þá hafi komið í ljós
hvert þjóðin vildi stefna í sjálf-
stæðismálum. Þegar ég heyrði
hann ræða um þessar kosningar,
ekki ólíkt því sem þær hefðu ver-
ið fyrir fjórum árum, urðu mér
enn einu sinni ljósar þær grfðar-
legu breytingar sem elsta kyn-
slóðin hefur lifað.
Ég kynntist Tryggva Helgasyni
fýrst þegar ég var sj álfur að vasast
í verkalýðsmálum á Akureyri.
Hann var þá kominn á þann aldur
sem venjulegir menn eru hættir
flestum verkum, en var enn í for-
ystusveit sjómanna og verkafólks
á Norðurlandi og naut óskiptrar
virðingar, ekki sem öldungur á
síðasta snúningi heldur sem virk-
ur félagi, þrautseigur og holl-
ráður að venju liðinna áratuga.
Ég hafði aldrei hitt hann að
máli fyrr, en hann var einn af
þeim sem ég vissi að hlustað var á
í verkalýðshreyfingunni. Svo
þegar við hittumst og fórum að
ræða málin reyndist hann ekki
einasta vel að sér um fortfðina
heldur fyrst og síðast um það sem
var að gerast og gera þurfti í nú-
tímanum. Ekki ætla ég að rekja
það sem ég man úr þeim sam-
tölum hér en hinu get ég ekki
gleymt; honum hafði næstum
tekist að venja mig á að taka í
nefið! Baukurinn var kominn í
hendur mér áður en ég vissi af og
án þess að ég yrði þess einu sinni
var að hann byði mér og loks varð
ég að taka mig á til að muna eftir
að segja nei takk.
Ég held að það hafi verið um
þetta leyti sem hann sagði mér frá
fyrsta verkfalli Sjómannafélags-
ins á Akureyri (sem þá hét raunar
Sjómannafélag Norðurlands) og
ég fór að velta fyrir mér hvernig í
ósköpunum gæti á því staðið að
þessu verkfalli hafa ekki verið
gerð skil líkt og öðrum merkum
atburðum fyrir norðan eins og
Novudeilu, Borðeyrardeilu eða
Krossanesverkfalli svo vísað sé til
alkunnra heita á merkum atburð-
um verkalýðssögunnar. Við
spurningunni hef ég að vísu ekki
fundið neitt svar, en vonandi sjá
sagnfræðingar framtíðarinnar til
þess að þessu verkfalli verði gerð
þau skil sem vert er.
Tryggvi var kosinn formaður
Sjómannafélags Norðurlands
snemma á árinu 1936 en hafði
áður verið formaður Verkalýðs-
félagsins í Hrísey. Hann var þá
nýkominn til Akureyrar ásamt
konu sinni Sigríði Þorsteinsdótt-
ur og þremur sonum hennar af
fyrra hjónabandi. Fyrstu tíu árin
bjuggu þau inn í Fjöru en eignuð-
ust síðan íbúð að Éyrarvegi 13 og
bjuggu þar þangað til Sigríður
lést eftir nærri hálfrar aldar
sambúð. Þegar Tryggvi varð for-
maður Sjómannafélagsins höfðu
sjómenn á bátum ekki annað
kaup en hlut úr afla. Ef lítið eða
ekkert aflaðist gátu menn orðið
kauplausir heilu vertíðirnar og
urðu auk þess að borga fæði sitt
sjálfir. Mýmörg dæmi voru um að
menn kæmu ekki aöeins kaup-
lausir heim af vertíðum heldur
með skuld á bakinu. Menn í fullri
vinnu gátu því lent í að vera ekki
matvinnungar fyrir sjálfa sig þeg-
ar svona stóð á hvað þá að geta
unnið fyrir fjölskyldunum heima.
Snemma í júní árið 1936 efndi
Sjómannafélag Norðurlands til
verkfalls á sfldarflotanum á Ak-
ureyri og krafðist kauptrygging-
ar. Undir forystu Tryggva riðu
sjómenn á Akureyri þannig á
vaðið fyrir alla sjómannastéttina í
landinu. Næstu fjórtán dagana
stóð vakt allan sólarhringinn í
Verkalýðshúsinu, sæist einhvers-
staðar reynt að taka sfldamót
komu boð til verkfallsmanna sem
fóru á vettvang. Þeir sáu til þess
að engin sfldarnót færi um borð
og komu þannig í veg fyrir að
skipin ættu nokkurt erindi á sjó.
Eftir margar atrennur útgerðar-
manna til að brjóta niður verk-
fallið, margar tilraunir til að fá
sjómenn ofan af fyrirætlun sinni
og síðast en ekki síst fjöldafund í
Samkomuhúsinu höfðu sjómenn
sigur og höfðu komið á
kauptryggingu, fyrirkomulagi
sem engum manni á bátaflotan-
um dytti í hug að vera án nú á
dögum.
Tryggi Helgason var formaður
Sjómannafélagsins á Akureyri í
fjóra áratugi og aðeins einu sinni
var boðið fram á móti honum.
Hann varð fyrsti formaður Al-
þýðusambands Norðurlands og
það má hafa til marks um það
traust sem hann naut að hann var
staddur í Svíþjóð að sækja nýjan
bát sem hann og fleiri voru að
kaupa, þegar hann var kosinn
formaður sambandsins. Hef ég
fyrir satt að enginn maður á
stofnþinginu hafi greitt atkvæði
gegn honum.
Hann sat í bæjarstjóm Akur-
eyrar um árabil fýrir Sósíalista-
flokkinn. Fyrir störf á þeim vett-
vangi verður honum vonandi
lengi þakkað fyrir þátt hans í
stofnun Útgerðarfélags Akur-
eyringa, en í stjórn félagsins sat
hann í fjölda ára. Ég ætla hins
vegar að sleppa því að ræða frek-
ar um Útgerðarfélagið að sinni,
enda þótt tilefnið sé nóg, en
kveðja afmælisbamið með ósk-
um um hestaheilsu og velfarnað á
ókomnum árum.
Helgi Guðmundsson
6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. apríl 1990