Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 13
FLÓAMARKAÐURINN
SMÁAUGLÝSINGAR
Vesturbær
4ra herb. íbúö með húsgögnum til
leigu frá 15. júní - 1. sept. Tilboð
merkt „1313“ leggist inn á aug-
lýsingadeild Þjóðviljans.
Til söiu
sem ný Niklas hillusamstæða frá
IKEA með vinnuborði (fura með
svörtum uppistöðum). Selst á hálf-
virði vegna flutninga. Uppl. í síma
17087.
VW rúgbrauð árg. 1974
til sölu. Uppl. í síma 18959.
Til sölu
teppahreinsivél (vatnssuga), tvö stk.
álhurðir og prófílar, tauþurrkari frá
AEG og hilluefni. Uppl. í síma 39198.
Til sölu
Tveir farmiðar Keflavík - Kaup-
mannahöfn - Mílanó, brottför 5. maí á
kr. 6.000 og einn miði að auki fyrir
barn yngra en 2ja ára. Á sama stað
eru til sölu tvö girahjól fyrir fullorðna á
kr. 8.000 og barnahjól á kr. 4.500.
Uppl. í síma 17133.
Trabant gefins
‘81 árgerð, þarf aðeins að gera við
startara en er skráður ónýtur. Uppl. í
síma 11986 og 675809.
Hljóðfæri til sölu
Peavey 210 w bassamagnari og
bassabox, Yamaha PS 6100 með
pedal, Roland Uno 106 með sér-
smíðuðum burðarkassa. Uppl. í síma
96-41362.
Til sölu - óskast keypt
Kvenmannsreiðhjól óskast. Á sama
stað er hljómflutningstækjaskápur til
sölu. Uppl. í síma 75209.
Óska eftir
Volvo ‘71 -‘72. Má vera ónýtur. Uppl. í
síma 40667, Þorsteinn.
Brúðarkjóll
til sölu. Á sama stað er til sölu bakar-
ofn á vegg fyrir lítið. Uppl. í síma
688434.
Pennavinur í Svíþjóð
36 ára gamall sænskur karlmaöur
óskar eftir pennavinum á fslandi,
helst konum. Helstu áhugamál eru
ferðalög, Ijósmyndun, lestur góðra
bóka, tónlist og gönguferðir. Skrifið
til:
Bengt Andersson
Marklandsgatan 63
41477 Göteborg
Sverige.
Gamall gítar
12 strengja, gamall en hljómfagur gít-
ar til sölu. Verð kr. 7.000. Uppl. í síma
621643.
Bíll til sölu
Mjög vel með farinn Daihatsu Cuore
árgerð '86, ekinn 26 þús. km til sölu.
Uppl. í síma 19624 eftir kl. 17.
Til sölu
lítið notað hljómborð með trommu-
heila og statívi. Uppl. í síma 40511 á
kvöldin.
Til sölu
borðstofuskenkur 1.20 á breidd úr
massívu maghony (verðhugmynd
35-40.00 kr.), skrifborð kr. 7.500,
hljómflutningstækjaskápur kr. 3.000,
standlampi kr. 5.000, loftljós, glugga-
tjöld og búsáhöld. Uppl. í síma 20803.
Krakkahjól
Lítið notað krakkahjól fyrir 4-6 ára til
sölu. Á sama stað óskast keypt hjól
fyrir 10 ára. Uppl. í síma 21428.
Frönsk fjölskylda
Hjón með tvö ung börn óska eftir að
kynnast íslenskri fjölskyldu sem væri
tilbúin til að hitta þau í sumar er þau
koma til íslands 15. júlí. Þau ætla að
dvelja hér á landi í tæpan mánuð og
langar til að kynnast íslenskri fjöl-
skyldu sem gæti hugsanlega komið
til Frakklands síðar og hitt þau.
Skrifið til:
Mr. et Mme Masse
10 rue Mi-Careme
42000 Sterienne
France
Ágætir ÍSLENDINGAR
Við sem búum á uppeldis- og með-
ferðarheimilinu Sólheimum 7,
Reykjavík, erum að safna fyrir sumar-
ferð. Við erum unglingar á aldrinum
13-16 ára og af ýmsum ástæðum
getum við ekki búið heima hjá okkur
eins og er. Hugmynd okkar er að
halda flóamarkað til fjáröflunar. Því
leitum við til ykkar kæru fslendingar
hvort þið getið gefið okkur eitthvað á
markað okkar. Hafið samband og við
komum og sækjum hlutina og bros-
um. Uppeldis- og meðferðar-
heimilið, Sólheimum 7, sími 82686.
Góð saumavél
með reynslu óskast til kaups. Uppl. í
síma 666182.
Fullorðinsreiðhjól óskast
ódýrt. Hámark 3ja gíra. Uppl. í síma
10896.
Herbergi til leigu
Stórt og gott herbergi til leigu mið-
svæðis í borginni. Sameiginlegt eld-
hús og bað. Húsgögn geta fylgt. Verð
16.000 á mánuði. Uppl. í síma
627479.
Plötuspilari
Varstu að kaupa nýjar græjur? Mig
vantar notaðan plötuspilara strax,
ódýrt eða gefins. Uppl. í síma 19513.
Naggrísahjón
til sölu á kr. 1.700 stykkið. Einnig
heimatilbúin búr, eitt fyrir naggrísi og
annað fyrir hamstra. Uppl. í síma
22424.
Til sölu
13-14 metrar Ijóst gardínuefni 3
metra breitt og 3 bastgardínur 180 sm
breiðar. Sími 72776.
Mígrenbyltingin
eftir breska lækninn dr. John Mans-
field, fæst á eftirtöldum stöðum:
Bókabúð Máls og menningar, Lauga-
vegi 18, Eymundsson, Ausíurstræti
og Mjódd, Pennanum Kringlunni,
Bókabúð Braga við Hlemm, Iðunnar-
apóteki og hjá Mígrensamtökunum,
Borgartúni 27, sími 623620 á mánu-
dögum kl. 17-19.
Ég heiti Lotta
er 17 ára og langar að eyða 3 mánuð-
um (maí, júní og júlí) á íslandi. Ég hef
áhuga á saumum, leirkerasmíði, leik-
list og íslandi. Mér þætti vænt um að
geta dvalið einhvern hluta tímans í
sveit og að einhverjum hluta í borg/
bæ. Ég er liðtæk við bústörf og barna-
gæslu gegn húsaskjóli, einhverjum
matarbita og kannski örlitlum vasa-
peningum. Ef einhver getur skotið yfir
mig skjólshúsi mætti hugsa sér að ég
og foreldrar mínir tækjum á móti ís-
lenskum unglingi til okkar í Hllleröd
sumarið 1991. Ef þessi klausa vekur
áhuga þinn þætti mér vænt um að
heyra frá þér. Lotte Nyborg, Grönne
Tofte 9,3400 Hilleröd Danmark. Sími
90-45-42-250011. Kolbrún Halldórs-
dóttir hjá Bandalagi íslenskra leikfé-
laga (s. 16974) getur líka gefið upp-
lýsingar um mig.
DJÓÐVILJINN
Auglýsið í
Þjóðviljanum r 6813 33
AUGLÝSINGAR
Áskorun til eigenda og
ábyrgðarmanna fasteigna
um greiðslu fasteigna-
gjalda í Reykjavík
Fasteignagjöld í Reykjavík 1990 eru nú öll gjald-
fallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan
30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega
búast við að óskað verði nauðungaruppboðs á
eignum þeirra í samræmi við I. nr. 49/1951 um
sölu lögveða án undangengins lögtaks.
Reykjavík 17. apríl 1990
Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík
Rafvirkjar óskast
helst vanir. Upplýsingar í símum 641012 og
73687.
Rafrún hf.
#
Byggðastofnun
íslenskar jurtir
Byggðastofnun hyggst standa fyrir tilraun með
nýtingu íslenskra villijurta sumarið 1990. Reynt
verður að safna, verka og selja nokkrar tegundir
jurta, þar á meðal fjörugróður, með það fyrir
augum að kanna kostnað, markað og tekju-
möguleika. Ef áhugi reynist nægur er hugsan-
legt að haldin verði námskeið í söfnun og með-
ferð jurtanna. Þeir sem áhuga hafa á að taka
þátt í þessari tilraun geta haft samband við neð-
angreinda starfsmenn stofnunarinnar.
Sérstök athygli er vakin á nýju símanúmeri
Byggðastofnunar í Reykjavík 99-6600 en þeir
sem hringja í það greiða sem nemur innan-
bæjarsímtali hvaðan sem þeir hringja af
landinu:
Lilja Karlsdóttir,
Byggðastofnun, Reykjavík
símar: 91-25133 og 99-6600
Svavar Garðarsson, Búðardal
sími: 93-41421
Elísabet Benediktsdóttir, Reyðarfirði
sími: 97-41404
AUGLÝSINGAR
V^ol Fjórðungssjúkrahúsið
!39Já Akureyri
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri auglýsir eftir
aðstoðarlæknum til starfa á eftirtöldum
deildum:
- Bæklunar- og slysadeild.
- Fæðinga- og kvensjúkdómadeild.
- Handlækningadeild.
- Lyflækningadeild.
Stöðurnar eru lausar frá 1. júlí 1990. Umsóknir
skulu sendar til Halldórs Jónssonar fram-
kvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir 15. maí n.k.,
og gefur hann ásamt yfirlæknum deildanna
nánari upplýsingar.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Frá Borgarskipulagi
Reykjavíkur
Skipulagssýning
borgarskipulags Reykjavíkur
er flutt í Byggingarþjónustuna, Hallveigar-
stíg 1, Reykjavík.
Opið alla virka daga frá 20.04 til 10.05 1990 - kl. 10.00
-18.00.
9=?
Fargjaldastyrkur
Umsóknum um fjargjaldastyrk fyrir vorönn 1990
skal skila inn eigi síðar en mánudaginn 7. maí
n.k.
Umsóknir er síðar berast verða ekki teknar til
afgreiðslu.
Skilyrði fyrir styrkveitingu eru að viðkomandi
eigi lögheimili í Hafnarfirði og stundi nám í
framhalds- og sérskólum á höfuðborgarsvæð-
inu og að sambærilegt nám sé ekki hægt að
stunda í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er
að fá á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strand-
götu 4.
ALÞYÐUBANDALAGIP
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Spilakvöld
verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaginn 23. april kl.
20.30. Allir velkomnir.
Stjórnin
Sumardagurinn fyrsti
Guðrún Bjartmar
Sumarkaffi
Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi og Bjartmar Guðlaugsson tón-
listarmaður taka á móti gestum í flokksmiðstöðinni að Hverfisgötu
105 á sumardaginn fyrsta kl. 15-17.
Allir velkomnir.
_ _ _ G-listinn í Reykjavík
X-G
Alþýðubandalagið Kópavogi
Skrifstofa félagsins
verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 manuoaga-fimmtudága.
Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fróttír af
málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsqjöldin.
Sfmi 41746: Stjórnin
Alþýðubandalagið Kópavogi
Opið hús
í Þinghól, Hamraborg 11 kl. 10-12 alla laugardaga fram yfir bæjar-
stjórnarkosningar.
Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum
Vinnufundir - Opið hús
Kosningaundirbúningur frambjóðenda Alþýðubandalagsins í
Eyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar er hafin. Vinnufundir
verða haldnir öll fimmtudagskvöld frá klukkan 20.30 í húsi félags-
ins við Bárugötu. Stuðnirgsfólk er hvatt til að mæta og hafa áhrif á
stefnumótunina. Opið hús verður alla laugardaga frá klukkan 13 -
15. Frambjóðendur AB
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Fundur verður í bæjarmálaráði mánudaginn 23. apríl n.k. í Þing-
hól, Hamraborg 11, og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Umræður um breytta stjórnskipan Kópavogsbæjar.
2. Önnur mál.
Stjórnin