Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Áburðar- vericsmiðjan Á páskadag lá við stórfelldu slysi á íslandi. Tvö atriði eru þar mikilvægust til mats á atburðunum: Eldur kviknaði í gasútstreymi frá gömlum ammóníaksgeymi Áburðarverk- smiðjunnar, sem átti að réttu lagi að vera horfinn af vett- vangi. Ennfremur er Ijóst að öryggisbúnaður sá sem nota á við löndun á aðföngum til Áburðarverksmiðjunnar var ekki í notkun með réttum hætti. Þessi tvö atriði eru því ekki lýsandi um það nýja og endurbætta verksmiðjuumhverfi sem unnið er að og fullbúið á að vera á sumri komanda. Umræðan á að I taka mark af þeirri framtíð, en ekki vanköntum fortíðarinnar., Ekki skal hér gert lítið úr þeirri hættu sem stafar af Áburð- arverksmiðjunni séu öryggismál vanrækt eða úrelturtækni- búnaður í notkun. Snörp viðbrögð íbúanna á svæðinu nærri verksmiðjunni eru því eðlileg í Ijósi mistakanna sem orðið hafa. Kröfur Reykvíkinga um fullkomið öryggi eru í fyrsta sæti. Hins vegar einkennist nýr ammóníaksgeymir af mun öflugri öryggisbúnaði en tíðkast í nágrannalöndunum. Er þar þó um að ræða allt að fjörutíu sinnum stærri geyma en hér er í byggingu og verksmiðjur í miðju þéttbýli. Virt breskt ráðgjafarfyrirtæki, sem hlotið hefur m.a. með- mæli norskra stjórnvalda, hefur gert vandaða áhættugrein- ingu á þeim nýja geymi Áburðarverksmiðjunnar sem fullbú- inn verður í sumar og vinnur að heildarúttekt á allri starfse- minni. Það verður slíkra sérfróðra aðila að kveða með óvil- höllum hætti upp úr um öryggismál þessarar starfsemi í Gufunesi. Það er því djarft að álykta núna, jafnvel á pólitísk- um grunni, um framtíðarhættur, út frá atburðum páskadags- ins. Um þjóðhagslega arðsemi eða tap af rekstri Áburðar- verksmiðjunnar deila menn síðan og stendur þar fullyrðing gegn fullyrðingu. Rúm 10% af framleiðslu Áburðarverksmiðjunnar fara til annarra nota en hefðbundins landbúnaðar. Landgræðslan, Landsvirkjun, Vegagerðin og garðyrkjubændur eru þar m.a. stórir viðskiptavinir. Það er því verulega óviðurkvæmilegt að gefa í skyn, eins og DV gerir í leiðara sínum í gær, að „lífi fólks hafi verið teflt í tvísýnu á altari sauðkindarinnar11. Sér í lagi er þessi eilífa aðför að sauðfjárbændum ómakleg þegar haft er í huga, að nautgriparækt er lang viðamesta fram- leiðslugrein landbúnaðarins. Sú ranga staðhæfing hefur komið fram í umræðum um Áburðarverksmiðjuna núna, m.a. í Sjónvarpi, að Þjóðviljinn hafi á sínum tíma barist gegn því að áburðarframleiðsla hæfist í landinu á sjötta áratugnum. Sökum þessa er fróðlegt að vitna í leiðara Þjóðviljans frá 11. janúar 1952, til vitnis- burðar um afstöðu hans og sósíalista þá til Áburðarverk- smiðjunnar og stóriðju á íslandi: „Bygging Áburðarverksmiðjunnar er eitt mesta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar, ekki aðeins fyrir ís- lenskan landbúnað, heldur ciæti slík framleiðsla orðið mjög mikilvæg útflutningsgrein Islendinga og fært mikilvægar gjaldeyristekjur...Þær eru ófáar ræðurnar sem sósíalistar hafa haldið yfir afturhaldsþingmönnunum um áburðarverk- smiðjumálið og þá ekki síst Einar Olgeirsson, sem hefur verið óþreytandi við að leiða þingmönnum fyrir sjónir hina víðtæku möguleika íslenskrar stóriðju." Það var síðan m.a. fyrir harða baráttu Þjóðviljans, að Áburðarverksmiðjan var reist utan þéttbýlisins í Reykjavík, en áform höfðu meira að segja verið uppi um að reisa hana á hafnarbakkanum. Miklar deilur stóðu hins vegar á sínum tíma um þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að færa byggðina nær verksmiðjunni, í stað þess að nýta önnur byggingarsvæði. Þetta ógnvænlega atvik í Gufunesi um sumarmál hefur dregið að sér athygli allra landsmanna, en vonandi ekki dreift um of á dreif þeim sannindum að vor er í lofti. Þjóðvilj- inn óskar lesendum sínum gleðilegs sumars. ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ Gegn pólitískum auglýsingum í gær mátti lesa í Alþýðublað- inu um nokkuð jákvætt frum- kvæði Sjálfstæðisflokksins (segi menn svo að málefnalegt um- burðarlyndi sé dautt í þjóðfé- laginu!). Það er á þá leið að Sjálf- stæðisflokkurinn lýsir sig reiðu- búinn til viðræðna við fulltrúa annarra flokka og framboða um að ekki verði um pólitískar aug- lýsingar að ræða í sjónvarpi og útvarpi fyrir væntanlegar bæjar- og sveitastjórnarkosningar. Við getum að vísu leyft okkur að gruna Sjálfstæðismenn um græsku í þessum efnum: þeir hafa kannski síst þörf á að kaupa sér auglýsingar í ljósvakamiðlum, vegna þess blátt áfram að Morg- unblaðið fer víða og þegar að líð- ur kosningum þá kemur það greinilega í ljós að það blað er vettvangur Sjálfstæðismanna fyrst og fremst. Ef einhver efast um þetta ætti hann að telja saman sér til skemmtunar greinar og annað efni í Morgunblaðinu sem lýsa viðhorfum Sjálfstæðismanna í málum sem við kosningar tengj- ast, beint og óbeint, og svo allra hinna. Víti að varast En samt skulum við lýsa þetta framtak jákvætt. Blátt áfram vegna þess að því lengra sem stjórnmálastarfsemi gengur inn í auglýsingaheiminn því lakari verður öll umræða. Þetta hafa Bandaríkjamenn mátt reyna á sjálfum sér að undanförnu: þar stynja menn þungt og barma sér yfir því að allur kosningaslagur hafi færst í form þrjátíu sekúndna sjónvarpsauglýsinga sem eru varla annað en upphrópanir um að hér er ÉG og ég er Nýr og Hress og með Röð og Reglu og öllum Góðum Málum. Stóru flokkarnir tveir í Bandaríkjunum grátbiðja nú sjónvarpsstöðvarnar um að þær láti frambjóðendur fá nokkrar mínútur af ókeypis tíma fyrir kosningar til að hægt sé að halda uppi lágmarksumræðu ein- hverskonar - en sjónvarpsstöðv- arnar snúa upp á sig og segja að hér skuli markaðslögmál og markaðssetningar gilda eins og annarsstaðar. Peningavald Ef.að kosningaslagur breytist í auglýsingastríð í sjónvarpi (út- varp skiptir minna máli eðli máls- ins samkvæmt) eins og fitjað var upp á hér heima fyrir síðustu al- þingiskosningar, þá kemur fljótt upp önnur afleit hlið á slíkri „am- eríkaníseringu“ stjórnmálanna. En hún er blátt áfram sú, að það þarf æ gildari sjóði til að standa yfirleitt í pólitík. Sú þróun stefnir að sjálfsögðu beint í það að það séu þeir sem sjóðum ráða sem fá stóraukna möguleika á að kaupa sér velgengni í kosningum - um leið verður í auknum mæli farið að líta á kosningar sem fjárfest- ingu sem eigi að skila sér með rentu aftur í vasa þeirra sem lögðu fram „áhættuféð“. Trúin á auglysingarnar Nokkur fleiri orð um auglýs- ingar, fyrst við erum að þessu á annað borð. Auglýsingaumsvif hafa skroppið saman að undan- förnu, en við lifum engu að síður þá tíma að menn hafa enn trölla- trú á auglýsingaherferðum. Hæg- ur vandi reyndar að benda á dæmi um vaxandi trú á því að áuglýsingaherferðir geti ekki að- eins selt tannkrem, tojotur og timburhús, heldur og rétta hegð- un í skattskilum og freistingum lífsins, rétta lausn á kynlífsmál- um, uppeldisverkefnum og um- gengni við vímugjafa. Við þekkj- um auglýsingaherferðir gegn lauslæti (vegna eyðni), tó- baksreykingum, ofáti og svo mætti lengi áfram telja. Það er náttúrlega ekki nema gott um það að segja, að auglýs- ingaiðnaðurinn skuli notaður til að efla einhvern þann málstað sem flestir fallast á að sé nytsam- legur. Lakara þó, að menn fari að treysta um of á slíkar herferðir. Enn verra ef að skilaboðin sem reynt er að koma á framfæri verða einhvernveginn eins og út í hött. Dæmi um það er auglýsing sem fór um blöðin fyrir skömmu og þjónar þeim óumdeilanlega tilgangi að vara unglinga við vímuefnum. Þar var sá póll í hæð- ina tekinn að vímuefnaneysla væri „misheppnuð líkamsrækt". Erindið sjálfsagt að hamra á því að betra sé að pumpa járn en fá sér í pípu. En lagið geigar, blátt áfram vegna þess að engum hefur nokkru sinni dottið í hug að vímuefni komi líkamsrækt nokk- urn skapaðan hlut við: þarna er ekki um neitt það að ræða sem getur „misheppnast". Að auglýsa tóbak - og fleira Það birtist grein á dögunum í Washington Post þar sem vikið var að banni gegn tóbaksauglýs- ingum í Frakklandi, sem eins og er leiðir til þess að þar sjást sjón- varpsauglýsingar sem mæla með sígrettum án þess að sýna sígar- etturnar sjálfar: Tegundarheitinu er hinsvegar laumað að hér og þar inn í auglýsingaskot um Cam- elkappaksturskeppnina eða eitthvað þessháttar. Greinarhöf- undur er dálítið súr út í þetta, honum finnst eitthvað skuggalegt við að ríkið franska taki að sér „að vernda þegna sína fyrir þeim sjálfum" með þessu móti. Hann hefur einhverskonar markaðs- hyggjusamúð með vesling sígar- ettuframleiðendunum vegna ' þess, eins og hann segir, að „hvað eru reykingar án auglýsinga? ímynd en ekki skilaboð skipta nú orðið öllu í neytendaauglýsingum sem selja lífsstfl frekar en yfir- burði einnar vörutegundar yfir aðra“. En undir lokin snýr greinarhöf- undur við blaðinu með nokkrum hætti og fer að tala um það, að samfélögin þurfi að verja sjálf sig gegn háska sem auðvelt er að þreifa á - eins og til dæmis krabbameinsháska sem tengist sígarettureykingum eða þá ómerkilegheitum bandarískra kosningaherferða. Og þar með er komið aftur að upphafi þessa Klipps, sem við skulum ljúka með orðum greinarhöfundar úr Washington Post: „Krabbamein, sjónvarp og pó- litík eru of þýðingarmikil til að fela þau ímyndarráðgjöfum og auglýsingastofum" Gáum að þessu. AB þJÓOVIUINN Síðumúla 37-108 Reykjavík Sími:68 13 33 Símfax:68 19 35 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Bára Sigurðardóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslusíjóri: GuðrúnGísladóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 37, Reykjavík, sími: 68 13 33. Símfax: 68 19 35. Auglýsingar: Síðumúla 37, sími 68 13 33. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN l Flmmtudagur 19. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.