Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 7
Tryggvi Helgson
Upp frá þessu var hann á mót-
orbátum á vetuma. Ein þrjú
sumur var hann í símavinnu, hið
fyrsta, þegar símstrengur var
lagður út á Akranes frá aðallín-
unni. Það mun hafa verið vorið
1907. Hann vann síðar að sím-
lögn á Vestfjörðum, út í Bolung-
arvík og víðar. í kaupavinnu fór
hann líka, í tvö sumur að minnsta
kosti svo að ég muni. Um tíma
var hann á skútum gerðum út frá
Reykjavík.
í sveit
- Fórstu í sveit á sumrin?
- Já, fyrst átta ára gamall, að
Belgsholti í Melasveit, því gamla
höfuðbóli. Þar var ég sjö sumur,
fram til sumarsins eftir fermingu
mína. Ég fór þangað með kaupa-
fólkinu. Á vorin unnum við
krakkarnir við kálgarða. Við
stungum lítið upp, en tíndum
grjót úr görðunum og söfnuðum
því í hrúgu. Síðan settum við nið-
ur.
- Hver bjó í Belgsholti?
- Þorvaldur Thorgrímsson.
Hjá honum voru foreldrar hans,
komnir á áttræðisaldur. Þar voru
líka systkini Þorgríms þrjú.
Belgsholt var eitt stærsta búið
utan Skarðsheiðar. Sex mjólk-
andi kýr, 160 ær, aidrei færri en
60 sauðir og venjulega 40-50
gemlingar og 60-70 hross.
- Hvernig féll þér vistin?
- Mér leið vel á þessu heimili.
Það var hirt mjög vel um mig. Ég
var vakinn um leið og fuilorðna
fólkið. Á kvöldin fór ég út í haga
með hrossin, sem notuð voru við
heyskapinn.Ég var matvinnung-
ur. Kaup var aldrei sett upp við
mig, en strax fyrsta sumarið gaf
Þorvaldur mér silfurríksdal og
síðan öll sumrin. Þegar ég var
fermdur gaf hann mér mórauða
gimbur.
Skólaganga
- Hvaða skólagöngu hlaustu?
- Á Akranesi var þá fjögurra
vetra barnaskóli. Börn gengu í
skólann frá 10 til 14 ára aldurs.
Hjá okkur voru samt ekki nema
þrjár bekkjardeildir, og voru
kennarar líka þrír. Duglegir
krakkar í annarri bekkjar-
deildinni fóru að vetri loknum
upp í þriðju bekkjardeildina og
voru tvo vetur í henni.
- Til húsa hefur hann þá verið í
gamla barnaskólanum svonefnda
við Vesturgötu, þar sem Bóka-
safn Akraness var síðar?
- Já, skólahús það mun hafa
verið byggt allnokkru fyrir alda-
mótin 1900, því að bamaskólinn
var stofnaður kringum 1880.
Veggir voru úr grjóti, hlöðnu í
sement og þykkir. Meðan ég
gekk í skólann, var nýtt skólahús
byggt, tveggja hæða með fjórum
stofum. Ártalið 1912 var yfir and-
dyri þess.
- Og er enn. Hverjir voru
kennarar?
- Skólastjóri var Steinn Odds-
son á Akri, þá nokkuð roskinn,
sonur séra Odds á Rafnseyri.
Annar kennaranna var Petrea
Sveinsdóttir, dóttir Sveins í
Mörk. Tvo fyrri vetur mína var
hinn kennarinn Sæmundur Guð-
mundsson, sem líka var ljós-
myndari og hafði ljósmynda-
stofu. Hann fluttist til Hafnarf-^
jarðar 1912. í hans stað kom Her-
vald Bjömsson, húnvetnskur
maður, þá nýútskrifaður úr
Kennaraskólanum, en hann varð
síðar kennari í Borgarnesi.
- Hvernig sóttist þér námið?
- Mér gekk vel. Bestu greinar
mínar voru reikningur og landa-
fræði, og fékk oftast 8 í þeim. Og
var ég látinn njóta þess.
Vonbrigöi
- Síðasta veturinn hljóp kapp í
mig við námið. Mig langaði til að
verða efstur í skólanum um vor-
ið. Fullnaðarprófið var daginn
fyrir uppsögn skólans. Varð ég
annar í röðinni. Efstur var Sig-
urður Vigfússon á Austurvöllum.
Mjóu munaði. Sigurður fékk í að-
aleinkunn 69% stig, að mig
minnir af 72 mögulegum, en ég
69%. Ég var mjög vonsvikinn.
Sigurður var miklu betri í lestri en
ég. Lestur var mín veika hlið. Það
var ekki laust við, að ég stamaði,
þegar ég var krakki.
- Hvernig sættir þú þig við þau
málalok?
- Ég undi illa þeim málalok-
um, og kenndi um hlutdrægni.
Morguninn er átti að segja upp
skólanum, áttu nemendur að æfa
þríraddaðan kór sem söng við
skólauppsögnina og komu margir
foreldrar á æfinguna. Um morg-
uninn fór ég í slorbuxumar, ekki í
skólafötin. Mamma tók eftir
þessu en sagði ekkert, - hún vissi
hvað mér leið. Ég fór með færið
mitt vetur á Háuflös, klifraði nið-
ur á klettasyllu og fór að veiða
þaraþyrskling. Þar hélt ég mig
fram eftir deginum, þangað til
skólauppsögn var lokið. Það var
sent heim eftir mér í tvígang, en
ég fannst ekki. Undir kvöld kom
ég svo heim með góða kippu af
rauðum þaraþyrsklingi, - og
raunar dugði hann okkur í marga
daga. Þannig endaði mín eina
eiginlega skólaganga um dagana.
- Fannst þér farið í manngrein-
arálit á Skaganum á þínum bems-
kudögum?
- Já, ég fann til stéttamunar,
en við vomm ein fátækasta fjöl-
skyldan, þótt við ættum í okkur
og á. Sult þekkti ég ekki, en var
ekki alltaf vel mettur.
Af veiöiskap
- Veiddir þú mikið sem strák-
ur?
- Á vorin veiddum við strák-
arnir ritu í sjógrind, sem svo var
nefnd, en beitt var fyrir rituna
með lifur. Sæmilegt þótti að
veiða 150-200 ritur yfir vorið.
Ritan var gráðugust í rigningar-
brælu. Þá daga veiddi maður
jafnvel 20-30 ritur. - Á bryggjum
veiddum við smáufsa og mar-
hnút, en lifur úr honum er góð
beita. Á klettum, svo sem vestur
á Fiös, fékkst þaraþyrsklingur,
en fremur smár. Allt var þetta
búsflag.
- Beittirðu?
- Á vorin var róið vestur á
Jökuldjúp eða vestur á Kanta. Þá
beittum við fjórir strákar við bát-
inn, sem pabbi reri á. - Þá voru
ekki hlutamenn við beitningu
eins og síðar á vetrarvertíð í
Sandgerði. - Þá var beitt í bjóð,
ekki stampa, - í þá var ekki beitt,
fyrr en rennur komu 1927 eða
1928. Við fengum 25 aura fyrir
bjóðið, - 480 öngla. Okkur þótti
gott að beita fjögur bjóð og fá
eina krónu. Á bátnum var aðeins
einn landmaður, sem skar
beituna og leit eftir, að við strák-
arnir beittum vel.
- Reru þessir opnu bátar líka á
haustin?
- Það var ofta byrjað að róa í
september og róið fram að jólum.
Á stríðsárunum, 1914-1918, voru
vélbátar aðeins notaðir á vetrar-
vertíð. Svo dýr var olían. Eftir
áramótin fóru flestir þeirra til
Suðumesja.
- Beittuð þið sfld?
- Dálítið, aðallega þó krækl-
ingi. Hann var sóttur á sexmann-
aförum og fjögurramannaförum
inn í Hvalfjörð á beitufjöru, hjá
Sandabæjunum og Brekku og
stundum í Botnsvog. Innan úr
hverri skel kom beita á einn öng-
ul.
- Hvert var róið?
- Róið var á Forina, öðm nafni
Djúpið, en út á hana vom 4-5
mflur, um klukkustundar róður í
bærilegu veðri. - í Forinni var
leirbotn á um 30-40 faðma dýpi.
Þar veiddist aðallega ýsa. - Ysa
er mest yfir leirbotni. - Forin
myndar ál norðan úr Jökuldjúpi
suður á bóginn, langleiðina undir
Seltjarnames, og er kölluð Djúp
þar syðra. Utan við Forina er
Sviðið, fiskimið, sem enskir tog-
arar sóttu mjög á áður fyrr. Þar er
um 15-25 faðma dýpi niður á
botn, hvítan skeljasand, - sem
Sementsverksmiðjan sækir nú
hráefni sitt í. Og fyrir utan Sviðið
er Hraunið, sem liggur sunnan
frá Hafnarfirði og norður eftir
miðjum Flóanum. Á því er víða 6
til 18 faðma dýpi.
- Bamsskónum sleistu endan-
lega í Belgsholti sumarið eftir
fermingu?
- Já, haustið 1914 fór ég á sjó-
inn, á sexmannafari, Sigurpáli,
en formaður var Jóhannes Sig-
urðsson á Sýruparti, sem þá hóf
sína formennsku. Og við sjóinn
var ég á Skaganum fram á vor
1916, að ég fór í fiskvinnu í
Reykjavík á Kirkjusandi, hjá ís-
landsfélaginu. Þá um haustið réð
ég mig á skútu hjá H. P. Duus,
sem þá átti 10 af þeim 13 skútum,
sem út voru gerðar frá Reykja-
vík, en skútan hét Sigurfari.
Næsta ár fór ég á aðra skútu, Sea-
gull. Voru þær báðar um 85 tonn.
En 1919 réðst ég á skútu frá Bfld-
udal, Ester, sem hafði vél, 60
hestafla. Var ég þá 19 ára gamall.
Stjórnmál
- Hvenær fékkstu áhuga á
stjórnmálum?
- Ég fór snemma að fylgjast
með landsmálum, og með mér
mynduðust smám saman skoðan-
ir á þeim, að við skulum segja.
Þegar byltingin varð í Rússlandi
1917, átti hún huga minn. Tókum
við þrir málstað hennar á Akra-
nesi. - Hinir tveir voru Gísli Vii-
hjálmsson og Hallgrímur í Guð-
rúnarkoti. Vorum við þrír kallað-
ir bolsar. - Þegar ég hætti á skút-
unni haustið 1919, gekk ég til Sig-
urjóns Ólafssonar á afgreiðslu
Alþýðublaðsins, sem þá var að
hefja göngu sína, og bauðst til að
verða umboðsmaður þess á
Akranesi. Þáði Sigurjón það boð
mitt. Til Akraness komu 10 tölu-
blöð og fann ég þeim fasta kaup-
endur. Sáum við Hjörtur bróðir
minn um dreifingu þeirra, en síð-
an Hjörtur einn, eftir að hann
varð kaupfélagsstjóri, en ég við
vinnu annars staðar.
- Hvernig minnist þú Skag-
ans?
- Þótt minningar mínar þaðan
séu ekki með öllu sársauka-
lausar, eru þær ákaflega tærar.
Mér finnst stundum perla á þeim.
Reykjavík, 5. mars 1990
Haraldur Jóhannsson
Akranes upp úr aldamótum.
Fimmtudagur 19. apríl 1990 þJÓoviLJINN - SÍÐA 7