Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Auglýsingar og pólitík Birna Þórðardóttir skrifar „Er búið að reka Ólaf úr ráðu- neytinu?“ spurði sonur minn fyrir skemmstu, í miðjum sjónvarps- fréttatíma. Á skjánum sást Ólafur Ragnar vinnandi á kassa í | stórmarkaði. Það rétt hvarflaði að mér hvort ráðherrann hefði klikkast á miðri föstu, fyllst fóm- ! arlund og ákveðið að deila kjömm kassakvennanna - (að minnsta kosti framyfir páska). Ég áttaði mig fljótt. Auðvitað var ráðherrann ekki að vinna á kassa heldur að auglýsa sig og sinn skatt. Enda ekki vitað að Ólafur Ragnar hafi lagt leið sína í stór- markaði utan þrisvar sinnum og ætíð í fylgd sjónvarpsvéla. Fyrsta skiptið þegar hann skoraði mat- arskattinn á hólm í líki Jóns Bald- vins. Annað sinnið til að koma út kjötbirgðunum gömlu og þetta var hið þriðja. Reyndar hélt ég að ráðinn hefði verið sérlegur upp- lýsingafulltrúi hjá ráðuneytinu til að auglýsa matarskattinn, en greinilega má ráðherrann ekki missa spón úr auglýsingaaskin- um. Fyrir mörgum árum heyrði ég ágætan mann segja að betra væri illt umtal en ekkert. Mér þótti þetta einkennilegt sjónarmið, en þeim fer greinilega fjölgandi sem hugsa á þennan veg. Árangur í hagsmuna- eða stjórmálabaráttu mælist eftir fjölmiðlaumtali - illu eða góðu. Ekki skiptir máli hvað er sagt heldur hvernig. Hvergi hefur þetta gengið lengra en í Bandaríkjunum þar sem hvert þingsæti, hvert Iög- reglustjórasæti, hvert dómara- sæti, hvert borgarstjórasæti kost- ar fúlgur. Stjórnmálaþátttaka kostar miljónir. Stjórnmálabaráttan stendur ekki um mismunandi markmið og leiðir, heldur er um að ræða vald- abaráttu fjármagnsins þar sem fulltrúar einstakra jöfra takast á. Hér á landi er orðin ástæða að spyrja hvort fjölmiðlar og fjöl- miðlatengsl ráði útkomu stjórnmálabaráttu. Forystumenn ýmissa stjórnmálasamtaka hafa verið býsna lúnknir að auglýsa sig og komist upp með það. Hægt er að spyrja hvort auglýsingin þjóni pólitíkinni eða pólitíkin auglýs- ingunni. í auglýsingaskyni flýgur sitj- andi borgarstjóri Reykjavíkur til1 Bandaríkjanna og hefur kosn- ingabaráttuna í Seattle með fulltingi Flugleiða. Frúin skutlar freyðivíni á flugvélina - (leiðin- legt þau áttu ekki ammóníak). Vegna máttar fjölmiðlaumtals- ins er ekkert mál fyrir strákana á Stöðinni að fá Davíð til að leika brandara með Ragnari Reykás og fá aðra stjórnmálaforkólfa og stjörnusjúklinga til að henda rjómatertum. Betra að leika fífl en ekkert. Á svipaðan hátt kom Nýr vett- vangur sér á koppinn í Reykja- vík, án þess að setja nokkurt mál- efni á oddinn. Samtökin voru stofnuð og farið í forval þótt eng- inn væri stefnugrundvöllurinn. Stefnan var sögð sú sama og hjá verandi minnihlutaflokkum í borgarstjórn. Hinsvegar voru einstakir frambjóðendur óspart auglýstir og fjölmiðlar til þjón- ustu reiðubúnir. Ef til vill er ein- ungis um að ræða framboð þeirra sem ekki höfðu von um sæti á öðrum listum - en langaði svo! Þá er eins gott að vera þekkt andlit - og geta borgað! í Perú keypti Peron sér árásir tii að koma andstæðingum á kné, Eva Peron leikstýrði og lék aðal- hlutverkið (hinnar ofsóttu). Ekki hefur það enn gengið jafn langt hér þótt undarlegustu ofsóknar- sögur gangi. Fjármálayfirvöldin bakvið tjöldin þarfnast ekki fjölmiðla til ars tækju þeir sig örugglega vel út, Halldór H. Jónsson og Hörð- ur Sigurgestsson, í rjómatertu- kasti í sjónvarpssal. En máttur auglýsinganna, máttur fjölmiðlanna, máttaur fjármagnsins er ekki allsráðandi. Nýlegt dæmi sýnir að kjörnir for- menn þurfa ekki að sitja til ei- lífðamóns og það er hægt að breyta ýmsu þótt maður eigi ekki aur. Það gerðist til dæmis með sigri Sigríðar Kristinsdóttur og félaga í stjórnarkjöri hjá Starfs- mannafélagi ríkisstofnana - SFR. Sigur þeirra gefur langt nef öllum þeim sem segja að auglýsingar séu hið eina sem blífur. Sigur þeirra sýnir að það er hægt að sigra í kosningabaráttu án fjár- magnsfrekra auglýsinga, án kosningamaskínu, án þess að hafa stúkubræður á bakvið sig, án beinna fjölmiðlatengsla, án þess að hafa nokkuð annað en fjölda fólks sem er reiðubúið að leggja sitt af mörkum til að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum. Þeir eiga kannski eftir að vinna saman á kössum í Miklagarði eða Hagkaupum Ólafur Ragnar og Magnús L. Sveinsson. - Þær em nógu margar sem geta leyst þá af - innan og utan búðarveggjanna. 17. apríl 1990 að auglýsa eigin umsvif, þar er bara séð um að halda stj órnmálabaráttunni uppi. Ann- Birna Þórðardóttir er blaðamaður. r „Nýlegt dæmi sýnir, að kjörnir formenn Æjp þurfa ekki að sitja til eilífðarnóns og það er hægt að breyta ýmsu þótt maður eigi ekki aur. “ Skemmtanir og dægradvöl á sumardaginn fyrsta Afmælisskemmtun Þjóðleikhússins Þjóðleikhúsið efnir til skemmtunar á sumardaginn fyrsta í tilefni fertugsafmælis leikhússins. Hátíðin hefst á Austurvelli með ávarpi og söng kl. 13.45 og kl.14 verður gengið með lúðrablæstri og söng upp í Þjóðleikhús. Þar verða flutt ávörp og sungið meira þar til haldið verður inn í húsið þar sem þjóðinni er boðið upp á fjöl- breytta skemmtun. Á sama tíma verður önnur dag- skrá á Litla sviðinu, óperusöngur og ijóðalestur. Auk þess verður boðið upp á kaffiveitingar í Þjóð- leikhúskjallara á undan dag- skránni. Hleypt verður inn í húsið á ■ meðan húsrúm leyfir. Stefnumót er sýnt í Iðnó í kvöld kl. 20.30 Fjölskylduskemmtanir og skrúðgöngur Reykjavík Skátaskrúðganga verður frá Snorrabraut kl.10, gengið verður niður Laugaveg og að Hallgríms- kirkju þar sem verður messa kl. 11. Eftir hádegi sér Skátasam- bandið um skemmtidagskrá. Skemmtun í Árseli Tvær skrúðgöngur verða í Árbæ, leggur önnur upp frá Ár- túnsholti og hin frá Selási (skólum) kl.13.30. Þær hittast síðan við félagsmiðstöðina Ársel þar sem verður fjölbreytt skemmtidagskrá bæði úti og inni. Fjörgyn í Grafarvogi Skrúðganga verður frá Hamra- skóla kl. 14. Síðan verður skemmtun bæði innan skóla og utan kl. 14.30. Og kaffiveitingar handa fullorðna fólkinu. Hafnarfjörður Skrúðganga verður frá Skáta- heimilinu kl.10 og kl.11 hefst skátamessa í Víðistaðakirkju. Víðavangshlaup bæjarins verður kl.13. Félagsmiðstöðin Vitinn heldur sumarfagnað fyrir alla fjölskyld- una kl.14-16. Óskar og Emma koma í heimsókn, Unglingaleik- húsið sýnir atriði úr leikriti og Hjálparsveit skáta verður með óvænta uppákomu kl.15. Margt fleira verður sér til skemmtunar gert. Barnadagskrá í Norræna húsinu l dag kl. 15 verður dagskrá fyrir börn í umsjón Barnabókaráðs í Norræna húsinu. Sögustund með Ragnheiði Gestsdóttur, kórsöngur með nemum úr Fóstruskólanum og brúðuleikhús. Barnabókaráð veitir barnabók- um viðurkenningar og verður les- ið upp úr þeim bókum sem viður- kenningu hljóta. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Opnun sýninga List um landið Síldarævintýri Sigurjóns Jó- hannessonar á Blönduósi Sigurjón Jóhannesson opnar sýningu í húsi Verkalýðsfélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi (dag. Sýningin byggir á lífsreynslu Sigurjóns frá bernskuárum hans á Siglufirði þegar síldarævintýrið stóð sem hæst eins og heiti sýn- ingarinnar ber með sér. Sýningin stendur til 26.apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Helga Sigurðardóttir opnar myndlistarsýningu í Ljósmynda- safni Reykjavíkur, Borgartúni 1, ( dag kl.14. Sýningin stendur til 22.apríl og er opin frá 14-22. Bragi Hannesson á Borginni Bragi Hannesson opnar mál- verkasýningu í Gallerí Borg í dag kl.17. Sýningin eropin virkadaga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Henni lýkur l.maí. Sigriður Candi í FÍM Sigríður Candi opnar sýningu á málverkum í FÍM-salnum, Garðastræti 6, í dag kl. 17-20. Sýningin stendur til 6. maí og er opið alla daga frá kl. 14-18. Tónleikar Karlakórinn Stefnir Karlakórinn Stefnir heldur vor- tónleika í Fólkvangi á Kjalarnesi í kvöld kl.20.30. Einsöngvari með kórnum er Sigrún Hjálmtýsdóttir. Stjórnandi er Lárus Sveinsson. Kariakórinn Fóstbræður Fóstbræður halda tónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum verður frumflutt tónverk eftir Ragnar Björnsson, Altaristaflan í Skálholtskirkju. Auk þess verða á efnisskránni innlend og erlend lög m.a. syrpa þjóðlaga í útsetningu Emils Thoroddsen. Söngstjóri er Ragnar Björns- son og undirleikari Lára Rafns- dóttir. Skagfirska söngsveitin Skagfirska söngsveitin heldur afmælistónleika í Langholtskirkju kl. 17 í dag. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Schubert, Hándel og Verdi. Einsöngvarar eru þau Halla S. Jónasdóttir, Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Steingrímsson. Stjórnandi kórs- ins er Björgvin Þ. Valdimarsson. Söngsveitin er þrjátíu ára um þessar mundir. Á tónleikunum í kvöld syngur kórinn í fyrsta skipti við undirleik hljómsveitar. Vorvindar í Borgarleikhúsinu íslenski dansflokkurinn frum- sýnir fjóra dansa í Borgarleikhús- inu í kvöld kl. 20. Dansarnir fjórir eru: Adam og Eva eftir Birgit Cullberg, Myndir frá íslandi eftir Vlado Juras, Gjá og Vindar frá Merkúr eftir Per Jonsson. Gestadansarar eru þeir Per Jonsson, Kenneth Kvarnström og Joakim Keusch. Sá síð- astnefndi dansar í fyrstu þremur sýningunum á Adam og Evu en eftir það tekur Hanya Hadaya við. Tónlist er eftir Hildgren, Ros- enberg, öillgren, Bentson og Pétur Grétarsson. Sýningarstjóri er Kristín Hauksdóttir. Vorvindar verða sýndir fimm sinnum. Amerísk söngieikjatónlist Sinfóníuhljómsveit íslands heldur aukatónleika á morgun kl. 20.30. Viðfangsefnið að þessu sinni verður tónlist úr amerískum söngleikjum m.a. úr My Fair Lady, Kiss me Kate, Gigi, Caro- uselle og the Cowboys. Einsöngvarar verða Banda- ríkjamennirnir Ann Greshan og James Javore. Hljómsveitarstjóri er Murry Sidlin. Fimmtudagur 19. apríl 1990 tM$ÐVILJINN ~ SÍÐA 5 BIFREIÐAEIGENDUR Gleðilegt sumar. Sumardekkin undir bifreiðina. r* Gatnamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.