Þjóðviljinn - 19.04.1990, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Aburðarverksmiðjan
Almannavamir gagnrýndar
Stjórn íbúasamtaka Grafar-
vogs átelja skipulag og að-
gerðir Almannavarna ríkisins og
telur að forsvarsmönnum þeirra
hafi verið ljóst að í tilfelli sem því
sem kom upp í Aburðarverk-
smiðjunni á páskadag, væri ekki
unnt að grípa til neinna ráðstaf-
ana sem gætu bjargað fólki í
nærliggjandi íbúðarhverfum. Af
þessum sökum hefðu Almanna-
varnir átt að leggja til fyrir löngu
að verksmiðjunni yrði lokað.
Stjórn íbúasamtakanna skorar
á ríkisstjórnina að hún hlutist til
um að rekstri Áburðarverksmiðj-
unnar verði hætt. Augljóst sé af
atburðum á páskadag að hættan á
slíkum slysum sé miklu meiri en
ráðamenn hafi viljað horfast í
augu við.
Nýr vettvangur segir í yfirlýs-
ingu að Almannavarnanefnd
Reykjavíkur sé talin ein verst
skipulagða almannavarnanefnd
landsins. Fundir hennar hafi ver-
ið strjálir og óskipulegir og dæmi
um að allt að heilt ár hafi liðið á
milli funda hennar. Eftir atburð-
ina á páskadag hafi nefndin ekki
verið kölluð saman til fundar fyrr
en klukkan 20.30 eða um þremur
klukkustundum eftir að hættu-
ástandi var afstýrt.
Almannavarnir ríkisins skortir
úrræði til að veita nefndinni í
Reykjavík aðhald, segir í yfirlýs-
ingu Nýs vettvangs. Það veki at-
hygli að formaður nefndarinnar
Davíð Oddsson hafi verið einn
heisti taismaður þess árið 1983 að
byggð færðist í átt að Áburðar-
verksmiðjunni. En á þeim tíma
hefði legið fyrir bréf frá slökkvi-
liðsstjóranum í Reykjavík þar
sem varað hafi verið við eitur- og
sprengihættu frá verksmiðjunni.
Meirihluta borgarstjórnar hlyti
því að hafa verið ljóst að hluti
íbúðarbyggðar í Grafarvogi væri
inni á hættusvæði.
í yfirlýsingu Nýs vettvangs
segir að ástæða sé til að efast um
úrræðagetu Almannavarna-
nefndar Reykjavíkur þegar
skjótt og skipulega þurfi að
bregðast við hættuástandi. í ljósi
þessa mætti athuga möguleikann
á að Almannavamir ríkisins taki
beinan þátt í starfsemi nefndar-
innar þar til hún sé í stakk búin til
að sinna hlutverki sínu.
í sameiginlegri tilkynningu
Áburðarverksmiðjunnar og
landbúnaðarráðuneytisins segir,
að í ljósi framlengingar Reykja-
víkurborgar á lóðarleigusamn-
ingi verksmiðjunnar til 30 ára
sem gerð var í september sl. og
samþykkis byggingarnefndar
borgarinnar á byggingu nýrrar
ammóníakskúlu þann 7. júlí
1988, komi það á óvart að nú
skuli gerðar kröfur um að rekstri
Bankarnir hafa í mörgum til-
vikum hækkað gjöld vegna
innheimtu um 50-180 prósent á
sama tíma og lánskjaravísitala
hefur hækkað um tæplega 40 af
hundraði. Þetta kemur fram í
niðurstöðum könnunar Verð-
lagsstofnunar á þjónustugjöldum
banka og sparisjóða.
Samkvæmt könnun Verðlags-
verksmiðjunnar verði hætt.
Verksmiðjan hafi fyrst og fremst
verið umdeild vegna núverandi
geymis. En starfshópur félags-
málaráðherra frá 1986 hafi sagt
afleiðingarnar af miklum leka frá
honum geta orðið mjög alvar-
legar og hann gæti stefnt lífi
starfsmanna og íbúa á stórum
hluta höfuðborgarsvæðisins í
hættu.
f tilkynningunni segir að sama
stofnunar hafa nokkrar banka-
stofnanir hækkað þóknun vegna
útlána um allt að 50 prósent.
Hækkun á föstum gjaldaliðum
banka og sparisjóða frá miðju ári
1988 hefur yfirleitt orðið talsvert
meiri en almennar verðhækkan-
ir.
Verðlagsstofnun kemst að því
að þjónustugjöld vegna inn-
nefnd hafi komist að þeirri niður-
stöðu að með því að geyma am-
móníakið kælt og án yfirþrýstings
í tvöföldum geymi, dragi mjög úr
hættu og öryggi verði viðunandi
fyrir byggðina umhverfis verk-
smiðjuna, enda verði hún ekki
nær byggð en 1.200 metrar. En
slíkur tankur er einmitt í bygg-
ingu við verksmiðjuna.
lendra viðskipta eru yfirleitt lægst
hjá Landsbankanum. Tékkhefti
með 25 eyðublöðum kostar 200
krónur í Landsbankanum, en 250
í sparisjóðum. Landsbankinn
innheimtir 360 krónur vegna
innistæðulausra ávísana á meðan
aðrir bankar taka 400-450 krónur
ef fólk skrifar innistæðulausa
ávísun. -gg
-hmp
Bankar
Þjónustugjöld hækka ört
Áburðarverksmiðjan
Átti að vera
við höfnina
Árið 1952 vildi Vilhjálmur Þór reisa mun
hættulegri verksmiðju á hafnarsvæðinu ímið-
borg Reykjavíkur. Vinstrimenn knúðufram
flutning. Fór Davíð offari 1982?
Eftir hæjtuástandið sem skap-
aðist í Aburðarverksmiðjunni
í Gufunesi um páskana hafa flest-
ir keppst við að lýsa yfír andstöðu
sinni við staðsetningu verksmiðj-
unnar. Ekki hafa allir þó alltaf
verið svo afdráttarlausir í afstöðu
sinni í þessu máli. í umræðunum
hefur verið vitnað til sögunnar og
því meðal annars haldið fram í
sjónvarpsþætti sem sýndur var í
fyrrakvöld að sósíalistar hafi á
sínum tíma verið andsnúnir bygg-
ingu verksmiðjunnar.
I janúar árið 1952 urðu tals-
verðar umræður um fyrirhugaða
áburðarverksmiðju í reykvískum
.blöðum. Og ef marka má skrif
Þjóðviljans voru sósíalistar síður
en svo andsnúnir byggingu henn-
ar. Þeir höfðu hins vegar dálítið
aðrar hugmyndir um hana en
sumir aðrir.
Fyrstu tillögur
En svo byrjað sé á byrjuninni
þá var byggingu áburðarverk-
smiðju í fyrsta sinn hreyft á Al-
þingi árið 1942 þegar Vilhjálmur
Þór leiðtogi Framsóknar og SÍS
bar fram tillögu um að reist skyldi
slík verksmiðja á Akureyri.
Gerði Vilhjálmur ráð fyrir 1.200
tonna ársframleiðslu sem er að-
eins brot af innanlandsþörfinni.
Þessi tillaga hlaut ekki afgreiðslu
en með tilkomu Nýsköpunar-
stjórnarinnar tók málið nýja
stefnu. Þá var það „fyrsta verk
nýbyggingarráðs fyrir atbeina
sósíalista að skipa nefnd til að
undirbúa stóriðju á áburði,“ eins
og segir í leiðara Þjóðviljans 11.
janúar 1952. Þessi undirbúningur
gerði ráð fyrir verulegri fram-
leiðslu umfram innanlandsþörf.
Þessi undirbúningur kom fyrir
lítið því Nýsköpunarstjómin fór
frá án þess að samþykkja nokkuð
um áburðarverksmiðju. Árið
1949 voru hins vegar samþykkt
lög um verksmiðju og skyldi
framleiðslugeta hennar miðast
við að fullnægja innanlandsþör-
finni. í frumvarpinu var gert ráð
fyrir því að þar yrði um hreint
ríkisfyrirtæki að ræða en í með-
förum Alþingis var því breytt í
hlutafélag. Það var ekki fyrr en
seinna sem raunveruleg ástæða
þessarar breytingar var gerð
heyrinkunn. Hún var gerð til þess
að hægt yrði að fá Marshall-
aðstoð til byggingarinnar en sú
aðstoð var bundin því skilyrði að
ekki skyldi lánað til ríkisfyrir-
tækja.
Tvíþættur
ágreiningur
Enn varð þó nokkur bið á því
að framkvæmdir hæfust. Þegar
komið er fram á árið 1952 er mál-
ið á því stigi að bæjarráð Reykja-
víkur þarf að taka afstöðu til
staðsetningar verksmiðjunnar.
Þá kemur í ljós að Vilhjálmur Þór
og ráðgjafar hans, sem Þjóðvilj-
inn segir að séu bandarískir, vilja
reisa verksmiðjuna á hafnar-
svæðinu í miðbænum. Og það
sem meira er: þeir vildu að verk-
smiðjan yrði miðuð við fram-
leiðslu á efninu ammoníumnítrati
en ekki þeim blandaða áburði
sem síðar varð helsta framleiðslu-
vara verksmiðjunnar.
Þarna eru komin þau tvö atriði
sem tekist var á um í ársbyrjun
1952. Þáverandi bæjarfulltrúi
sósíalista, Guðmundur Vigfús-
son, bar fram tillögu í bæjarráði
um að ráðið skoraði á stjórn
verksmiðjunnar að „breyta fyrir-
hugaðri framleiðslu verksmiðj-
unnar þannig, að í stað
ammoniumnitrat-áburðar verði
framleiddur blandaður áburður
(nitrofosfat-áburður). Jafnframt
ákveður bæjarráð að fresta
Verksmiðjunnivarvalinnstaðurí'Gufunesi sem þá þótti fjarri
mannabyggð. Þá var erfitt að sjá fyrir útþenslu borgarinnarsem nú
er orðin.
Vilhjálmur Þór vildi framleiða
stórhættulegt sprengiefni við
Reykjavíkurhöfn.
Guðmundur Vigfússon lagði til
að verksmiðja yrði reist á Ártúns-
höfða.
ákvörðun sinni um staðsetningu
verksmiðjunnar þar til svar
verksmiðjustjórnarinnar liggur
fyrir.“
Hernaðariegt
sprengiefni
Það sem nú er einkum rætt er
hættan sem borgarbúum stafar af
ammoníakinu í kúlunni hvítu í
Gufunesi. Sú hætta er þó hverf-
andi í samanburði við hættuna
sem stafar af ammoníumnítrati.
Auk þess að vera áburður er
þetta eitt öflugasta sprengiefni
sem til er, sprengiafl þess er svip-
að og TNT. í Þjóðviljanum 9.
janúar 1952 er birt frásögn af
sprengingu sem varð í skipum
hlöðnum ammoníumnítrati í
höfninni í Texas City í Bandaríkj-
unum árið 1947. Þar létust fleiri
hundruð manns og þúsundir
slösuðust en borgin var að heita
má í rústum. Fram kemur að eftir
þetta hafi verið settar mjög
strangar hömlur á framleiðslu,
geymslu og meðferð ammoní-
umnítrats í Bandaríkjunum og
var útskipun aðeins leyfð í þrem-
ur höfnum á austurströndinni.
Að sögn Þjóðviljans gerði Vil-
hjálmur Þór ekki ráð fyrir
neinum sérstökum varúðarráð-
stöfunum í miðbæ Reykjavíkur
þar sem hann hugðist reisa verk-
smiðjuna og framleiða „stór-
hættulegt hernaðarlegt sprengi-
efni“.
Ártúnshöfði
samþykktur
Tillaga Guðmundar sem áður
var vitnað til var felld í bæjarráði.
Framsókn var á móti en kratar og
Sjálfstæðisflokkur sátu hjá. Guð-
mundur bar þá fram aðra tillögu
þar sem hann gerði ráð fyrir að
verksmiðjunni yrði fengið til um-
ráða landsvæði norðan í Ártúns-
höfða en að samið yrði „sérstak-
lega um staðsetningu geymslu-
húsa fyrir framleiðsluna í hæfi-
legri fjarlægð frá verksmiðjunni
og öðrum mannvirkjum bæjar-
búa. “ Þessi tillaga var heldur ekki
samþykkt en þó var staðsetningin
í Ártúnshöfða samþykkt og hafn-
arstjórn falið að ákveða hvar
geymslur verksmiðjunnar yrðu
hafðar og að hve miklu leyti
verksmiðjan skyldi hafa afnot af
Rey kj avíkurhöfn.
Þessi ákvörðun stóð þó ekki
lengi því í apríl sama ár var fyrsta
skóflustungan tekin að nýrri
verksmiðju í Gufunesi þar sem
fyrsti pokinn af blönduðum
áburði rann út af færiböndum í
marsmánuði tveimur árum
seinna. Vilhjálmur Þór og hinir
bandarísku ráðgjafar hans urðu
að gefa sig með hvort tveggja,
staðsetninguna og framleiðslu-
vöruna.
Fór Davíð offari?
Það er því ljóst að deildar
meiningar hafa verið um áburð-
arverksmiðjuna frá fyrstu tíð. Af
þessum skrifum Þjóðviljans í árs-
byrjun 1952 að dæma voru það
ekki síst vinstrimenn sem knúðu
á um að verksmiðjan yrði reist
fjarri mannabyggð og að fram-
leiðsla hennar yrði hættuminni og
friðsamlegri en sú sem Vilhjálm-
ur Þór lagði til.
Það er svo vert umhugsunar
hvort Davíð Oddsson hafi ekki
farið offari þrjátíu árum síðar
þegar hann lagði ofuráherslu á að
byggja „með ströndinni" en ekki
„á sprungusvæðum ofar snjó-
línu“ eins og hann orðaði það
vorið 1982. Þá var hans helsta
kosningamál að byggja í Grafar-
vogi í næsta nágrenni áburðar-
verksmiðjunnar. Vinstrimenn
vildu hins vegar byggja á Rauða-
vatnssvæðinu, ekki síst vegna
þeirra vandamála sem fylgja sam-
býli mannfólks, ruslahauga - og
áburðarverksmiðj u.
-ÞH
Fimmtudagur 19. apríl 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3