Þjóðviljinn - 27.04.1990, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 27.04.1990, Qupperneq 22
Guðrún Gísladóttir 7 2 3 3 3 H- ií (o ; V- 7 w 2 T~ Z 9 V 10 77“ IZ S? 13 II 12 S? N~- /5' )Z V sa J0 II 10 ) s? 9 u H N / SP ii 's5 )l )2 J£ S? w~ 20 V )S~ 21 J7- / T~ íT o )8 S? 2Z n> w 12 IS 0> S? ie 2 f % it 1 )2 S' V IS 21 9 N 7 S? \U s? 2 <¥> 7- H? V 10 )S ) )2 f V: tí> 7 12 2T~ 2Y V 2/ i^ 11 v- s /7 /B V 2£T // S2 i? V * )tp 3 12 I/ S? 10 U 2? J li V U H /£» b /2 3 12 lií 1 JZ X<? JZ Jíí / J2 21 // J2 s? 3 «/ S J «/- V K )2 V W 9 /7 S? 29 21 J3 y 20 l \i 2 l / 2X Ko íT s? 7- 9 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Krossgáta nr. 93 Setjið rétta stafi á reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kvenmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 37, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 93“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 2Y 1í // 2! 23 ? /9 ZV 7 7 • - . — Lausn á krossgátu nr. 90 var Sundaborg. Dregið var úr réttum lausnum, og upp kom nafn Berglindar Steinsdóttur, Goðheimum 19 í Reykjavík. Hún fær senda skáldsöguna Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Mál og menning gaf út. Verðlaun fyrir krossgátu nr. 93 er bókin Brimöldur, frásögn Haralds Ól- afssonar sjómanns af sjómennsku og atvinnulífi á fyrri hluta aldarinnar, skráð af Jóni Guðnasyni sagnfræð- ingi. Mál og menning gaf út 1987. Sæla í koti Hér á öldum áður hefur það varla verið erfitt að skilgreina hvað væri kotbúskapur og hvað ekki, en nú á seinni helmingi þessarar aldar er kotbúskapur líklega ekki eins auðskilgreindur og sem betur fer ekki eins al- gengur og þá. Hitt er svo annað mál að hagur láglaunafólks fer óðum versnandi og eflaust þrengra í búi hjá mörgum en bara fyrir nokkrum árum. En þrátt fyrir blankheit er ekki frá því að maður geti upplifað sælu í kotinu öðru hverju. Sól fer ört hækkandi á lofti, en snjórinn er þrjóskur í ár eins og svo oft áður. Þó má sjá að hiti hefur aukist til muna í jörðu, snjórinn á erfitt með að festa sig í sessi. En meðan við gleymum ekki hvaða land við byggjum, ætti það ekki að koma okkur ýkja mikið á óvart að það skuli snjóa í apríllok, meira að segja hérna suður í Reykjavík. Sæla vikunnar hlýtur að vera fögnuður yfir hækkandi sól og hlýjum vindum. Mataræði margra breytist yfir sumarmánuðina. Kjötmeti og annað sem er þungt í maga heyrir vetrinum til og á sumrin borðum við léttari mat. Kotasæla er osttegund sem sífellt fleiri leggja sér til munns hér á landi sem ann- ars staðar. Fyrir utan hreina kotasælu var nýlega farið að selja hana með ananas annars vegar og lauk hins vegar. Þetta er skemmtileg tilbreyting, en kaup- maðurinn minn á horninu segir mér þó, að þessar nýju tegundir hafi selst illa miðað við gæði. Góðir hálsar, prófið endilega þessar gómsætu nýjungar. Kotasælu má nota í sósur, grat- ín, kökur, eftirrétti og salatsósur. Hún er ekki eins feit og ostar eru yfirleitt og fyrir ykkur sem viljið takmarka fitu í matartilbúningi er tilvalið að nota kotasælu í staðinn fyrir feitari osta. Mér dettur í hug afbragðsgóð uppskrift að pastasósu sem inni- heldur fjórar tegundir osta. Bræðið (við lágan hita) 200 gr kotasælu, 100 gr af bragðsterkum osti, 50 gr parmesan og 50 gr mozzarella í potti með þykkum botni. Kryddið með pipar og jafnvel múskati. Blandið saman við pasta fyrir 4-6 persónur og klippið steinselju yfir réttinn. I eftirfarandi salatsósu eru færri hitaeiningar: 150 gr kota- sæla, V/2 dl hrein jógúrt, 1 msk majones, 2 tsk sítrónusafi, 2 tsk ólífuolía og síðan salt og nýmal- aður svartur pipar eftir smekk. Þessi finnst mér heppnast best ef notaður er „mixer“ í svona hálfa mínútu eða svo. Skreytt með ný- klipptum graslauk er sósan falleg að auki. Kotasæla er góð ofan á brauð, ristuð brauðsneið með smjöri, kotasælu og góðu kryddi að auki er góð undirstaða fyrir daginn. Tómatsneið, gúrkubiti eða papr- ikuflís er heldur ekki galið með, þó ekki sé nema til þess eins að gefa brauðsneiðinni fallegan lit. FJÖLSKYLDAN ELÍSABET BERTA BJARNADÓTTIR Bömin og dauðinn Hvernig skilja börn dauðann á hverju aldursskeiði? Allir kann- ast við það, hvernig smábörn verða oft hrædd um að mamma eða pabbi séu endanlega „týnd“, um leið og þau eru úr augsýn. Að vera „farinn“, „týndur“ eða „dá- inn“ eru fyrir smábarninu ná- skyld fyrirbæri, því þroski þess er ekki lengra kominn, skilningur- inn nær ekki lengra og það hefur svo stutta reynslu til viðmiðunar. Hæfni til að aðgreina fyrirbærin og grisja þau í sundur, vex svo smám saman. Barnið fer að átta sig betur á, við hverju það getur búist, hvað í heiminum er traust og hvað brigðult. Barn sem á heilbrigt foreldri sem það hefur getað reitt sig á, er farið að treysta því sem nýju neti þriggja ára gamalt, að mamma og pabbi komi aftur. Á aldrinum u.þ.b. 3-5 ára er því oft mjög erf- itt fyrir börn að trúa því að þau fái ekki aftur sína nánustu, ef þeir falla frá. Þörfin er svo mikil fyrir að hafa það í kringum sig, sem er gott og tryggt og þekkt. Það verð- ur barninu nauðsynleg vörn gegn of sárum skilningi að hugsa sér að hinn látni komi alveg eins aftur. Á svokölluðu ödipalskeiði og byrjun barnaskólaaldurs, u.þ.b. frá 4 eða 5 ára aldri til 9-10 ára aldurs hefur enn nýtt sjónarhorn bæst við, barnið skynjar eitthvert sterkt afl og stundum líka dulrænt sem getur komið utanfrá og vald- ið dauða. Þessi skilningur er í rökréttu framhaldi af reynslu ödipalskeiðsins, þegar barnið vill svo gjarnan eiga foreldri sitt af gagnstæðu kyni alveg útaf fyrir sig, en verður svo að gefast upp, af því það er bara lítið og háð en foreldrarnir stórir og sterkir, sambærilegt við hið utanað- komandi. Um 10 ára aldur fara börnin að gera sér ljóst, þegar dauða ber að höndum í fjölskyld- unni, að lífið er hverfult og hinn látni kemur ekki aftur. Heimur- inn er líka orðinn miklu stærri á þessum aldri, vinir og kennarar og ef til vill enn fleiri hafa bæst við sem ómissandi á leiksviði barns- ins, svo það hefur úr fleiru að spila til að umbera hið óbærilega, dauðann. Ef til vill hefur „al- mættið“ gætt þess að gefa okkur skilning og þroska í takt við 6 Börn halda stundum að þau séu völd að veikindum eða dauða. Teikning: S.Þ. möguleika okkar til að standa undir vísdómnum. „Mér að kenna“ Sem fullorðin óskum við þess í hálfkæringi eða reiði að hinir og þessir fari norður og niður þegar þeir fara í taugarnar á okkur og vitum jafnframt að sem betur fer verður okkur ekki að ósk okkar, því þá væru nú margir farnir norður, og við þyrftum að burð- ast með óbærilega sektarkennd yfir því að hafa svona mikil áhrif. En barnssálin á ekki eins auðvelt með að átta sig á því hve hugsanir hafa mikil áhrif. Öll börn ganga gegnum ein- hverjar óskir um að einhverjir nákomnir, foreldri eða systkini gætu komið sér af sjónarsviðinu og stundum dáið og halda í þess- um útreikningum að það mundi tryggja þeim meiri ást og um- hyggju frá þeim sem yrðu eftir og það yrði nú meiri sælan, ef til vill gæti það þá fengið „allt“. Því meira sem barninu finnst sér ógn- að af keppinautum um ást og hylli og því hræddara sem það er um að vera ekki mikils virði, því sterkari geta þessar óskir orðið. Stundum fær fullorðna fólkið „panikk", og skammast sín fyrir barnið, þegar það heyrir það bera fram þessar óskir hástöfum og ávítar það ef til vill sterklega. En ávítur við svona óskum geta magnað upp mikla sektarkennd hjá krökkum og þeim finnst að eitthvað mikið ljótt sé að sér. Gott getur verið að gera ekki mikið úr svona tali barna, en at- huga sem foreldri hvort hægt sé að gefa sér meiri tíma til að vera meira einstaklingsbundið með börnunum svo þau þurfi ekki að vera í stöðugri systkinasam- keppni og upplifa sig sem hóp- veru allan tímann. Það getur styrkt barn mjög mikið að finna að mamma og pabbi skynja það sem alveg einstaka mannvéru þegar annað hvort þeirra gérir eitthvað með því einu. Við dauðsfall getur barhið haldið (og stundum fullorðnir líka) að allt sé því að kenna, því það sé búið að hugsa svo oft ljótt og það sé ef til vill svo vont að guð eða eitthvað utanaðkomandi sé að hefna sín á sér. Við áfallið mis- sa bæði börnin og hinir fullorðnu hluta af sjálfsstyrknum, svo það þarf að sefa og sannfæra börnin um að þau séu góð, þegar svona hugsanir koma upp og þau eigi enga sök á veikindunum eða slys- inu. 22 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. apríl

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.