Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 7
AÐ UTAN
DAGUR
ÞORLEIFSSON
Biskup spair
heitu hausti
í Austur-Þýskalandi óttast margir að í hönd fari gífurlegt atvinnuleysi
í kjölfar gjaldeyrissamruna og samkeppni við vesturþýsk og erlend
fyrirtæki
Eitt af því sem mesta athygli
vakti er úrslit austurþýsku
þingkosninganna 18. mars s.l. -
þeirra fyrstu frjálsu í sögu þess
ríkis - voru kunn orðin, var fylg-
isleysi samtaka þeirra, sem voru í
fylkingarbrjósti fjöldahreyfing-
arinnar er með friðsamlegum
hætti batt enda á alræðisvalda-
skeið kommúnistaflokksins. Sig-
urvegararnir urðu flokkar, sem
sumir hverjir höfðu á valdatíð
kommúnista verið þægir fylgi-
flskar þeirra og voru nú ótæpilega
studdir af vesturþýsku stjórn-
málaflokkunum.
Vesturþýskir stjórnmálaleið-
togar, þeirra á meðal Kohl sam-
bandskanslari, tóku sjálflr drjúg-
an þátt ! kosningabaráttunni og
fögur fyrirheit þeirra til
austurþýskra kjósenda áttu
drjúgan þátt í að svo fór sem fór.
En almennur vilji til sameiningar
þýsku ríkjanna skipti og miklu
máli.
Dagheimili og
ellilífeyrir
Úrslit byggðarstjórnakosning-
anna í sama landi 6. þ.m. - einnig
þeirra fyrstu frjálsu af slíkum þar-
lendis - leiddu hinsvegar í ljós
vaxandi áhyggjur kjósenda út af
ýmsu, er horfur eru á að fylgja
muni sameiningunni. Kristilegir
demókratar, aðalsigurvegarar í
þingkosningunum og nú forustu-
flokkur í ríkisstjórn, eru að vísu
áfram eftir byggðarstjórnakosn-
ingarnar fylgismesti flokkur
landsins, en töpuðu þó miklu
fylgi og enn verr fóru út úr þeim
kosningum flokkar sem standa
nálægt kristilegum demókrötum.
Ýmis samtök, sem lítið fylgi
fengu í þingkosningunum, stór-
bættu nú hinsvegar við sig fylgi.
Þar á meðal eru samtök eins og
Nýr vettvangur (Neues Forum)
og 90-sambandið, sem voru liðs-
oddar lýðræðishreyfingarinnar
gegn kommúnistastjórninni, og
Bauernverband, nýstofnaður
bændaflokkur.
Ekki fer leynt að uppsveifla
þessara samtaka stafar af því að
allmargir Austur-Þjóðverjar
kvíða því að ýmislegt sem sam-
einingunni fylgir komi hart niður
á kjörum þeirra, sem og því að
þeir efast um að forkólfar stjóm-
arflokkanna, svo háðir sem þeir
eru vesturþýsku stjórnmála-
flokkunum, muni gæta hagsmuna
síns fólks svo viðunandi verði.
Menn óttast að innleiðsla
markaðskerfis muni tæta að
meira eða minna leyti í sundur
félagslegt öryggisnet gamla kerf-
isins. Rfkið stendur undir kostn-
aði við rekstur dagheimila, en
margir kvíða því að eftir samein-
inguna verði dregið úr þeim
stuðningi. Gamalt fólk er hrætt
um að sameining gjaldmiðla
þýsku ríkjanna, sem kemur til
framkvæmdar í júlíbyrjun og
verður í raun þannig að vestur-
markið verður tekið upp sem
gjaldmiðill í austurríkinu, muni
rýra raungildi eftirlauna.
Áhyggjur verka-
manna og bænda
Austurþýskum verkamönnum
líst ekki heldur allskostar vel á í
hönd farandi samruna gjaldmiðla
og ýmislegt annað sem fylgir sam-
einingunni og þeir hafa undanfar-
ið látið óánægju sína í ljós með
mótmælaaðgerðum og verkföll-
um. Þeir óttast að þarlend fyrir-
tæki verði unnvörpum lögð nið-
ur, þar sem þau séu ekki arðbær
og þar með fordæmd samkvæmt
markaðshyggju eða standist ekki
samkeppni við vesturþýsk og er-
lend fyrirtæki. Austurþýskir
verkamenn, langþreyttir á að búa
við miklu lægri laun en starfs-
bræður þeirra í vesturríkinu,
krefjast nú þar að auki launa-
hækkunar um 50 af hundraði.
Austurþýsku verkalýðssamtökin
rökstyðja launakröfur sínar með
því að benda á, að allar líkur séu á
að verð á mat og öðrum
nauðsynjavörum muni hækka
eftir að gjaldmiðlamir hafa runn-
ið saman.
Horfur em á að fjölda starfs-
fólks í opinbera geiranum verði
sagt upp í sparnaðarskyni. Bænd-
ur hafa iíka sínar áhyggjur. Þeir
kvíða því að samkeppnin við
vesturþýska landbúnaðinn, sem
er einhver sá kröftugasti í heimi,
verði þeim alvarlegt áfall og ótt-
ast jafnvel að landaðalsmennirn-
ir, sem flúðu land undan Rússum
og kommúnistum, fái aftur af-
hentar stórjarðir sem þeir sátu
fyrrmeir. Fyrrnefnt Bauernver-
band fékk rúmlega 2 af hundraði
atkvæða í byggðarstjórnakosn-
ingunum og bændaflokkurinn
gamli, sem áður var í „samfylk-
ingu“ með kommúnistaflokkn-
um, tvöfaldaði fylgi sitt frá kosn-
ingunum til Volkskammer og
fékk nú 4 af hundraði atkvæða.
Það eru svo sem engin ósköp, en
hafa verður í huga að bændur eru
aðeins lítill hluti íbúa í Austur-
Þýskalandi, líkt og í öðrum iðn-
þróuðum ríkjum.
Tvær miljónir
atvinnulausra
innan skamms?
Óánægjan byggist ekki einung-
is á ugg um hvað framtíðin beri í
skauti sér; nú þegar eru komin í
ljós áþreifanleg merki þess að
sameiningin verður ekki tekin út
með sældinni einni saman.
Atvinnuleysi var ekki teljandi
vandamál í Austur-Þýskalandi
meðan kommúnistar réðu ríkj-
um, þótt fullyrðingar þeirra um
að það væri alls ekki til væru
kannski ekki með öllu
sannleikanum samkvæmar. En
nú fer það ört vaxandi. í aprfl
voru næstum 65.000 manns
skráðir atvinnulausir þarlendis,
þrefalt fleiri en í mánuðinum á
undan. Það er þó ekki mikið hjá
því sem á eftir að verða, sam-
kvæmt spám þarlendra aðila. At-
vinnumálaráðuneytið spáir því
að á miðju ári verði tala atvinnu-
leysingja komin upp í hálfa milj-
ón og samtök atvinnulausra, sem
byggja spár sínar á upplýsingum
frá fyrirtækjum, telja að í ágúst,
mánuði eða svo eftir samruna
gjaldmiðlanna, verði um 600.000
Austur-Þjóðverjar atvinnulausir.
Svörtustu spárnar eru á þá leið að
þess sé skammt að bíða að tala
atvinnuleysingja komist upp í
tvær miljónir, sem þýðir að um
fjórðungur austurþýska vinnu-
aflsins yrði án atvinnu.
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍBA 7
MYNDLISTA-
OG HANDÍÐASKÓLI
ÍSLANDS
í tilefni af 50 ára afmæli MHÍ býöur skólinn þér,
fjölskyldu þinni og vinum á fjórar sýningar:
1) Sýning á lokaverkefnum útskriftarnemenda aö
Kjarvalsstööum 12. - 20. maí. Opnun laugardaginn
12. maí kl. 14:00. Opiö daglega frá kl.11:00 - 18:00.
2) Sýning á hluta af lokaverkefnum fjöltækninema aö
Vatnsstíg 3-b 12.-17. maí. Opiö laugardag frá
kl. 15:00 - 18:00, aöra daga frá 14:00 - 18:00.
3) Kynning á starfsemi skólans í húsnæöi hans á horni
Skipholts og Stórholts helgina 12. og 13. maí.
Opiö frá 15:00 - 19:00 laugardag, 13:00 -19:00
sunnudag.
4) Sýning á verkum nemenda barna og unglingadeildar
aö Skipholti 1 helgina 12. og 13. maí. Opiö frá
15:00 - 19:00 laugardag, 13:00 - 19:00 sunnudag.
Allir velkomnir.
Austurþýskir bændur hafa verið snöggir að taka upp mótmælaaöferðir
stéttarbræðra sinna í Vestur-Evrópu — hér loka þeir með dráttarvélum
veginum milli Torgau og Ellenburg í suðurhluta landsins. Þeir eru
þegar farnir að finna fyrir samkeppninni við vesturþýska landbúnað-
inn.
Af ummælum ýmissa austur-
þýskra forustumanna má marka
að þeir hafa vaxandi áhyggjur af
ástandinu. Ibrahim Böhme,
fyrrum leiðtogi austurþýska jafn-
aðarmannaflokksins, gagnrýnir
nú vesturþýska stjómmálamenn
fyrir of mikla afskiptasemi af
austurþýskum innanríkismáium
og sakar þá um alltof mikið örlæti
á kosningaloforð, sem margir ef-
ast nú um að verði að öllu leyti
staðið við. Hann kvað nýlega svo
fast að orði í viðtali við vestur-
þýska útvarpsfréttamenn að
kröfur vesturþýskra borgara um
að fá aftur eignir, sem kommún-
istastjómin þjóðnýtti, gætu leitt
til „borgarastríðs.“ Peter-
Michael Diestel, innanríkisráð-
herra Austur-Þýskalands, segir
mikla spennu liggja í loftinu þar-
lendis og kveðst óttast að koma
kunni til óspekta og ofbeldis.
Hann hefur í því sambandi
áhyggjur af starfsliði gömlu
austurþýsku öryggisþjónustunn-
ar, Stasi. Hún hefur nú verið leyst
upp og liðsmenn hennar fyrrver-
andi em orðnir einskonar utan-
garðsmenn í nýja samfélaginu.
Diestel telur Stasiliða af þessari
ástæðu líklega til að standa fyrir
ókyrrð og upphlaupum og vill því
að samfélagið taki þá í sátt.
Ekki síður athyglisverðar eru
aðvaranir frá lúthersku landskir-
kjunum. Vegna mikils fylgis
þeirra í Austur-Þýskalandi
áræddu kommúnískir valdhafar
þess aldrei að beygja þær
fullkomlega undir vilja sinn og
þær gegndu mikilvægu hlutverki
sem hlífiskjöldur andófshópa
þeirra, sem ruddu umskiptunum
braut. Einn biskupa kirkna þess-
ara, Manfred Stolpe, segir nú að
ólgan í hugarfari landsmanna sé
farin að nálgast suðumarkið.
Hann sagði nýlega í viðtali við
dagblaðið Neues Deutschland að
tækist þýsku ríkjunum ekki jafn-
framt sameiningunni að koma
upp viðunandi félagslegu örygg-
isneti fyrir austurþýskan almenn-
ing, mætti búast við „heitu
hausti“ í austurríkinu. Stolpe hef-
ur eins og fleiri áhyggjur af gjald-
eyrissammnanum og í viðtalinu
áminnti hann ráðamenn um að
einnig í þjóðfélagi með markað-
skerfi væri ríkisstjórnin ábyrg
fyrir velferð almennings.
Klerkar lúthersku kirknanna
eiga að vita flestum fremur hvað
þeir syngja um þetta efni, svo
náin sambönd sem þeir hafa við
almenning lands síns. Og líkur
eru á að Austur-Þjóðverjar, sem
flestum betur hafa nýskeð sannað
hvers sameinaður almenningur
getur verið megnugur, muni ekki
í náinni framtíð taka með þegj-
andi þögninni hverju sem yfir þá
gengur, þótt skipt hafi verið um
valdhafa.
Auglýsing
Húsfriöunamefnd auglýsir hér meö eftir um-
sóknum til húsafriöunarsjóös, sem starfar sam-
kvæmt lögum nr. 88/1989, til aö styrkja viðhald
og endurbætur húsa, húshluta og annarra
mannvirkja, sem hafa menningarsögulegt eða
listrænt gildi. Umsóknir skulu sendar fyrir 1.
september n.k. til Húsfriðunarnefndar, Þjóð-
minjasafni íslands, Box 1489, 121 Reykjavík á
eyðublöðum, sem þar fást.
Húsfriðunarnefnd
Lóðaúthlutun
í Reykjavík
Til úthlutunar eru lóðir í Rimahverfi fyrir 28 ein-
býlishús, 6 íbúðir í raðhúsum, 66 íbúðir í tvíbýlis-
eða parhúsum og 6 fjölbýlishús með samtals
144 íbúðum. Gert er ráð fyrir, að lóðirnar verði
byggingarhæfar í júlí / ágúst 1990.
Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu
borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími
18000. Þar fást einnig afhent umsóknareyðu-
blöð og skipulagsskilmálar og ennfremur eru
þar til sýnis skipulagsuppdrættir.
Tekið verður við lóðarumsóknum frá og með
mánudeginum 14. maí 1990 á skrifstofu borgar-
verkfræðings. Athygli er vakin á því, að stað-
festa þarf skriflega eldri1 msóknir eða leggja inn
nýjar í þeirra stað.
Borgarstjórinn í Reykjavík