Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 26
MYNDLISTIN
Álafoss og Epal, Faxafeni 7, sýning
á Listalínu Guörúnar Gunnarsdóttur.
Væröarvoðir hannaðar fyrir Álafoss.
TÍI17.5.
FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Maj-
Siri Österling opnar sýn á lau kl.14.
Opið kl. 13-18 virka daga, kl. 14-18
umhelgar, til 29.5.
Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu-
múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og
olíumyndir, keramikverk og módel-
skartgripir, opið lau 10-14.
Gallerí Borg, Pósthússtræti 9.
Tryggvi Ólafsson, nýjarakrylmyndir.
Opin virka daga kl. 10-18 og um helg-
arkl. 14-18. Stendurtil 15.maí. Djas-
stónleikar á su kl.16, T ríó Guðmund-
ar Ingólfssonar.
Galleríl 1 Skólavörðustíg 4a,
Rannveig Tryggvadóttir, Keramik-
skúlptúrar úr steinleir. Opið 14-18
alladagatil17.5.
Gallerí Sævars Karls Ófasonar,
Bankastræti 9, Húbert Nói sýnir mál-
verk. Opið 9-18 virka daga, til 24.5.
Gerðuberg, Örn Þorsteinsson og
Thor Vilhjálmsson, Spor í spori. Til
31.5.
Hafnarborg, Sveinn Björnsson opn-
ar sýningu á lau, olíumálverk og
klippimyndir. Opið kl. 14-19, til 27.5.
Hótel Lind, veitingasalur, Anna
Gunnlaugsdóttir, mályerk. Til 27.5.
Kjarvalsstaðir, vestursalur:
Steinunn Þórarinsdóttir, höggmyndir,
opn. lau. Austursalur: Myndlista- og
handíðaskólinn sýn. á útskriftarverk.
nemenda. opn. lau. Opið daglega frá
kl.11-18.
Listasafn Einars Jónssonar opið
helgar 13.30-16, höggmyndagarður-
inn alladaga 11-17.
Listasafn íslands, Olli Lyytikanen,
1949-1987: Draumur í fjórum litum.
Opið alla daga nema mán. kl. 12-18,
aðg.ókeypis.Til27.5.
Menntamálaráðuneytið, Daníel
Magnússon sýnirfígúratívarog ge-
ómetrískar lágmyndir.
Minjasafn Rafmagnsveitunnar,
húsi safnsins v/ Rafstöðvan/eg, su
14-16.
Norræna húsið, kjallari og anddyri:
Hernám og stríðsár, Ijósmyndasýn-
ing frá stríðsárunum á islandi 1940-
45. Opin 14-19 daglega, til 24.júní.
Sjá hitt og þetta, fyrirlestur.
Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Vignir Jó-
hannsson opnar sýn. á lau kl. 14-16.
Opið kl. 10-18 virka daga nema má,
og kl. 14-18 um helgar. Til 30.5.
Safn Ásgríms Jónssonar, Berg-
staðastræti 74, eldgosa- og flótta-
myndirÁsgríms. Til 17.6. þri, fi, lau og
su 13:30-16.
Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8
Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir
samkomulagi.
Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, iau og
su 11-16.
LEIKLISTIN
Hugleikur, Yndisferðir, skrautleikur
á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9.
Aukasýn. í kvöld og lau kl.20:30.
Kaþarsis leiksmiðjan, Skeifunni 3c,
Sumardagur e/Mrozek, í kvöld kl.21,
ath. næst síðasta sýn.
Leikfélag Akureyrar, Fátæktfólk í
kvöld og lau kl. 20:30. Su kl. 17.
Leikfélag Hafnarfjarðar, Hrói
Höttur.
Leikfélag Kópavogs, Félagsheim.
Kópav. Virgill litli. (s. 41985).
Leikfélag Reykjavíkur, Ðorgarleik-
húsið, Hótel Þingvellir lau kl. 20. síð-
astu sýn. Litla sviðið, Sigrún Ástrós, í
kvöld og lau kl.20.
Leikhús frú Emilíu-Óperusmiðjan,
Skeifunni 3c, Systir Angelika e/
Puccini, lau kl.21.
Litli leikkiúbburinn Isafirði, Söng-
urinn frá Mylai e/Jökul Jakobsson í
Alþýðuhúsinu.
Nemendaleikhúsið Lindarbæ,
Glataðirsnillingare/W.Heinesen í
kvöldkl.20.
Norræna húsið, kabarettsýning:
„Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld...",
flytjendur Edda Heiðrún Backman,
Egill Ólafsson, Jóhann Sigurðsson
og Ása Hlín Svavarsdóttir, ásamt Jó-
hanni G.Jóhannssyni. Lau kl.21 og
sukl.16.
Örleikhúsið, Logskerinn, Hótel
Borg, síð. sýn. í næstu viku.
TONLISTIN
Tónskóli Sigursveins, Halldóra Ar-
adóttir píanóleikari heldur
burtfarartónleika í Listasafni Sigur-
jóns lau kl.14:30
Tónlistarskólinn í Reykjavík, Skip-
holti 33, Kolbrún Jónsdóttir píanó-
leikari heldur burtfarartónleika lau
kl.17.
Skólakór Kársness heldur tónleika í
Langholtskirkju lau kl.14. Einnig
koma fram Barnakór Kársnesskóla
og Litli kór Kársnesskóla, alls um 200
börn.
íslenska hljómsveitin heldur tón-
leika í Langholtskirkju su kl.17.
Fjögur tónverk e/Stravinsky, Þorkel
Sigurbjörnsson, Aaron Copland og
Charles Ives. Stjórnandi er Guð-
munduróli Gunnarsson.
HITT OG ÞETTA
Útivist, Meitlarnir, ekki erfið fjall-
ganga, su kl. 10:30.
Þórsmerkurganga, su kl. 10:30. Mið-
degisferð, kl. 13sameinast morgun-
göngu við Villingarholt. Skoðunarferð
um Árnessýslu su kl. 13 f/eldri borg-
ara. Brottförfrá Umferðarmiðstöð-
bensínsölu, miðar seldir í rútunni,
ekki þarf að skrá sig í ferðirnar.
MÍR-bíósalur, stórmyndin Tsjaíkov-
skíj, (150 ár liðin frá fæðingu hans),
su kl.16. Myndin var gerð 1970,
leikstj. Talankin, aðalhlv. Smoktún-
ovskíj. Skýr. á ensku, aðgangur
ókeypis og öllum heimill. Síð. alm.
kvikmyndasýn. ávorinu.
Frakkar sækja fram
á skáksviöinu
Það er ekki svo ýkja langt síðan að
Frakkar voru í hópi þeirra skákþjóða
sem lítils máttu sín á alþjóðavett-
vangi. Þeir gátu að vísu státað sig af
einni stórstjörnu, aðfluttum fyrrver-
andi heimsmeistara Boris Spasskí en
hann tók lítinn sem engan þátt í skák-
lífinu þar og tefldi mest í þeim
löndum Evrópu sem hafa ríkari skák-
hefð, Hollandi, V-Þýskalandi og
Spáni svo dæmi séu tekin. Það kann
að vera að dvöl Spasskís í landinu hafi
ýtt við fjársterkum aðilum. Nú er
ákveðið að seinni hluti einvígisins um
heimsmeistaratitilinn milli Garrí
Kasparovs og Anatolys Karpovs fari
fram í Lyon í haust og skákklúbbur-
inn þar í borg hefur „keypt“ sovéska
stórmeistarann Valeri Salov og
Eistlendinginn Jaan Ehlvest til liðs
við sig. Hinn stóraukni skákáhugi í
Frakklandi kemur á tímum þegar fólk
hefur fengið sig fullsatt af innihalds-
lausu afþreyingarefni sem kallar á
óvirka þátttöku í nánast hverju sem
er. Þar kemur skákin inn sem gott
mótvægi.
Óvíða eru haldin fleiri skákmót en í
Frakklandi og það sem meira er um
vert, franskir hafa eignast nokkra
mjög frambærilega skákmenn, þar af
ungan meistara sem á örugglega eftir
að láta að sér kveða í framtíðinni.
Joel Lautier vakti ekki mikla athygli
er hann tefldi hér á landi á Reykjavík-
urskákmótinu 1988. En framfarirnar
voru örar og u.þ.b. hálfu ári síðar
kom þessi 15 ára piltur öllum á óvart
er hann varð heimsmeistari unglinga
á móti sem haldiö var í Adelaide í
Ástralíu. Sigur hans var ekki síst eftir-
tektarverður fyrir þá sök að Sovét-
menn sendu þrjá þátttakendur á
mótið (enn eitt dæmið hvernig þeim
hefur tekist að koma málum fyrir -
aðrar þjóðir fá aðeins einn þátttak-
anda í slíkum mótum) og ekki af lak-
ari endanum, Vasily Ivantsjúk og
Boris Gelfand sem þá höfðu báðir
náð eftirtektarverðum árangri.
Lautier er ekki einn. Landar hans
Renet, Kouatly og Miralles hafa
myndað afar frambærilega sveit. fs-
lendingar töpuðu fyrir Frökkum á
síðasta Ólympíumótýog kannski var
ein helsta ástæða þess að við félagar
Jóhanns Hjartarso/ar sátum nánast
lamaðir er þjálfarwor, Boris Spasskí
sem fram að þes/ari viðureign hafði
gert stutt jafntejíi við háa sem lága,
barðist af full/i grimmd og hafði
sigur. „Hverslonar þjálfari er þessi
Spasskí," hrópaði einn liðsmanna
okkar upp er viðureigninni iauk og
nærstaddur skákdómari varð að
þagga niður í honum. Annar hafði þá
athyglisverðu sálfræðilegu skýringu á
hraðbergi, að Spasskí reyndi aðeins
að vinna þá sem hann vildi ekki
vinna.
í lok júnímánaðar hefst í Baguio á
Filippseyjum millisvæðamót FIDE
og síðustu svæðamótunum hefur ver-
ið að Ijúka undanfarið. Mótinu á
svæði lb lauk á dögunum í Lyon í
Frakklandi. Mótið gaf eitt sæti á milli-
svæðamótinu og heimamönnum til
mikillar ánægju vann Lautier örugg-
an og glæsilegan sigur, hlaut 10 vinn-
inga úr 12 skákum og varð IV2 vinn-
ingi á undan helsta keppinaut sínum,
hollenska stórmeistaranum John van
der Wiel. Mótið var ekki sérlega vel
skipað og nokkrir þátttakendur frá
Luxemburg og Belgíu þættu vart lík-
legir til mikilla afreka á innanfélags-
mótum Taflfélags Reykjavíkur. f 3.
sæti kom Frakkinn Miralles og fjórði
varð Hollendingurinn Brennink-
meijer. Sigur Lautiers treystir stöðu
hans sem sterkasta skákmanns
Frakka, að Spasskí, sem hefur enn
sovéskt vegabréf, undanskildum.
Mér sýnist skákstíll Lautiers svipa
nokkuð til stílbragðs eins efnilegasta
skákmanns Sovétríkjanna, Boris
Gelfand. Hann hefur yfirgripsmikla
þekkingu á byrjunum og nokkuð al-
hliða skákstfl, teflir hratt og ákveðið
sem vissulega býður heim dálítið yfir-
borðskenndum ákvörðunum. Ekki
fannst mér mikið til skáka Lautiers á
svæðamótinu koma, þær minntu dá-
lítið á hinn unga Fischer en síðan
dýpkaði stfllinn og bestu skákir hans á
alltof stuttum ferli eru klassísk skák-
listaverk.
Það er alkunna að besti „skák-
skóli“ sem ungir meistarar geta
gengið í fyrirfinnst í Sovétríkjunum.
Síðastliðið haust stefndi Lautier
skónum til Sotsjí við Svartahaf og
tefldi á hinu árlega minningarmóti
um „föður sovéska skákskólans“,
Mikhael Tsjígorin. Aðstæður munu
víst hafa verið öllu betri en þegar við
Jón L. Árnason tefldum þar árinu
áður. Lautier náði afbragðsárangri,
varð í 2.-4. sæti á eftir Sovétmannin-
um Vismanavin. f eftirfarandi skák
leggur hann Efim Geller að velli, sem
eftir því sem Illugi Jökulsson hefur
kveðið upp úr með, „líkist með árun-
um æ meira krepptum hnefa“. Stuðst
er við aths. Lautier fyrir Informant.
fm
SKÁK
HELGI
ÓLAFSSON
Hvað á að gera um helgina?
Guðrún Agnarsdóttir
þingkona Kvennalistans
- Ég býsl viö aö fara á ráðstefnu á laugardaginn. Svo ætla ég aö
vinna í garðinum um helgina og á sunnudagsmorgun ætla ég að bjóða
systkinum mínum og fjölskyldum þeirra í morgun- og hádegisverð.
Göngu-Hrólfar, Félag eldri borgara,
hittast á morgun lau kl. 11 við Nóatún
17, opið hús Goðheimum Sigtúni 3 su
kl. 14, frjálst spil og tafl, dansað frá
kl.20.
Hana-nú í Kópavogi, samvera og
súrefni á morgun lau, lagt af stað frá
Digranesvegi 12 kl.10, molakaffi.
Félag eldri borgara Kópavogi,
skemmtun í kvöld kl.20:30 að Fann-
borg 2, félagsvist og dans.
Heimsstyrjöldin, dr. Martin Fritz
heldur fyrirlestur um þýðingu Sví-
þjóðar fyrir þýskt efnahagslíf á stríðs-
árunum í Norræna húsinu lau kl. 16.
Fuglaskoðun, reyndirfuglaskoðað-
ar verða staddir í vesturbæ Kópa-
vogs á mótum Urðarbrautar og Sunn-
ubrautar á lau kl.9:30 og su kl.10:30,
boðið upp á fuglaskoðun í Kópavogs-
leiru og fjöru. Hafið m/sjónauka, fugl-
abókog skriffæri.
Framtid franskrar skáklistar: Undra-
barnið Joel Zantier.
Sotsjí 1989
Joel Lautier - Efim Geller
Drottningarbragð
1. d4 d5 5. cxdS exd5
2. c4 e6 6. Bg5 c6
3. Rc3 Be7 7. Dc2 Ra6
4. Rf3 Rf6
(„Eini“ leikurinn um margra ára
skeið var 7. ... gó en eftir nokkrar
skákir m.a. hina frægu viðureign
Karpovs og Jusupovs á Sovétmeistar-
amótinu 1988, hefur hann fallið í
ónáð.)
8. a3g6
9. e4 Rxe4
10. Rxe4 Bf5
(Öruggari leikur var hér 10. .. dxe4
11. ..Dxe4 Rc7 og svartur á að halda
velli.)
11. Bxa6! Bxe4
12. Dc3 bxa6?
(Fræðafákurinn mikli er alveg úti á
þekju í byrjun þessarar skákar.
Nauðsynlegt var 12. .. Bxf3 13. Bxb7
Bg5! með tvísýnni stöðu.)
13. Dxc6+ Kf8
14. Bxe7+ Kxe7
15. Re5! Hc8
16. Hcl!
(í skjóli þess að drottningin er
ósnertanleg getur Lautier styrkt
stöðu sína án þess að hrókera stutt.)
16. .. f6 19. Df7+ Kf5
17. Db7+ Ke6 20. 0-0! Hf8
18. Hxc8 Dxc8 21. Dg7 Bxg2!
(Besta úrræðið í afar erfiðri stöðu.
Svartur er glataður eftir 21... fxe5 22.
Dxe5+ Kg4 23. f3+ Bxf3 24. gxf3+
Kh4 25. Dxd5 o.s.frv. í stað 24. ..
Kh4 má reyna 24. .. Hxf3 en hvítur á
hinn geysiöfluga leik 25. h3+! t.d. 25.
.. Hxh3 26. Hf4+ Kg3 27. De3 mát.)
22. Kxg2 fxe5 25. De7 Hg5
23. Dxe5+ Kg4 26. Khl Df5?
24. Hel Hf5
(Geller var í miklu tímahraki eins
og hans er vandi og hitti ekki á einu
vörnina sem var fólgin í 26. .. h6!)
27. Hgl+ Kf4
(Þetta var óþarfi en svarta staðan
er vonlaus eftir 27. .. Kh4 28. Dxh7+
Hh5 30. Dxg6 Df3+ 31. Dg2 o.s.frv.)
28. De3 mát.
Taugatitringur
vegna aðalfundar
Aðalfundur Skáksambands íslands
verður haldinn 19. maí nk. og hefur
gætt nokkurs taugatitrings vegna
fundarins. Spurningin snýst um það
hvort Einar S. Einarsson forseti SÍ
gefi kost á sér til endurkjörs. Það er
skoðun undirritaðs að skákhreyfingin
megi síst við því nú á tímum erfiðrar
skuldastöðu að missa jafn duglegan
liðsmann og Einar.
Síðasti pöntunardagur í næsta hluta nýs ríkissampings til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslætti er
é Apple-umboðið Radíóbúðin hf.
mai
Innkaupastofnun ríkisins