Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 22
Misheppnaðir tónsnillingar PISTILL EINAR MÁR GUÐMUNDSSON SKRIFAR Vinir í raun Leiðtogar alþýðulýðveld- anna, sem voru og hétu, voru margir hverjir karlar í krap- inu, fullkomlega sannfærðir um að þeir væru réttir menn á réttum stað. Til að rökstyðja það gátu þeir gripið til kenni- setninga úr þýskri heimspeki, kenninga þar sem talað er um „sögulega nauðsyn“, „æðsta stig þjóðfélagsþróunarinnar“, og þar fram eftir götum. Kenningarnar sýndu ekki einungis fram á að leið- togarnir væru óhjákvæmi- legir, sögulegnauðsyn, heldur sveipuðu þá jafnframt dýrðar- ljóma, því þeir stefndu jú óð- fluga að „æðsta stigi þjóð- félagsþróunarinnar“. Allt sem stóð í vegi fyrir jafn göfg- um markmiðum mátti hverfa; bækur, hugmyndir, menn. Ef ljósritunarvélar kæmust í hendur fjandmannánna var voðinn vís. Ergó: Við bönnum ljósritunarvélar. Skyldur okkar við umheiminn eru engar, því hann mun brátt lúta okkur. Innan skamms líð- ur hið borgaralega þjóðfélag undir lok og leggst með tærnar upp í loft á sorphaug sögunn- ar. Sophaugar sögunar, - þessa mynd notuðu leiðtogar fram- tíðarinnar gjarnan. Það skýtur því nokkuð skökku við þegar leita þarf alla leið aftur til Rómaveldis til að finna hliðstæður við suma þeirra. Caligula gerði hest sinn að þingmanni en Sjáseskú raðaði doktorsnafnbótum á ólæsa ættingja sína. Og nú þegar múrbrotin molna og hálrrar aldar saga rennur sem sandur gegnum sigti stendur ekkert eftir nema ónothæfar kennslubækur, at- vinnulausir leynilögreglu- menn og minnisvarðar sem flestir vilja gleyma. Handan múranna, á hinum borgara- lega sorphaug sögunnar, berja menn sér á brjóst og þykjast hafa vitað að svona mundi þetta fara. Þó trúðu ráðamenn handan múranna orðum leiðtoganna og uggðu jafnvel um sinn hag, stofnuðu hernaðarbandalög um allar trissur og kenndu hvern þann sem ekki sat og stóð einsog þeir vildu við hina miklu leiðtoga framtíðar- innar. Almenningur sá húfu- klædda hermenn alþýðulýð- veldanna ganga gæsagang um hús sín og þrusk í myrkri gat verið Rússi í leðurfrakka. Þetta voru skítaþjóðfélög: menn máttu ekki ganga í gallabuxum og tyggigúmmí var bannað. Blöð og tímarit nærðust á regnhlífum sem skutu eiturörvum, skrúfblý- öntum með innbyggðum myndavélum og öðrum merkilegum uppgötvunum sem leiðtogar framtíðarinnar hleyptu af stokkunum. En á hinu gagnkvæma hatri nærðist samstaðan. Fátt fór jafn mikið í taugarnar á leið- togum alþýðulýðveldanna og stjórnleysisróstrin sem gengu yfir vesturlönd í lok sjöunda áratugarins, enda voið í Prag hluti þeirra. í augum leiðtog- anna voru bestu bandamenn- irnir á vesturlöndum ferða- langar sem litu hvern para- dísarlundinn af öðrum og rit- uðu langar lofrullur um dráttarvélar þegar þeir komu heim. Ráðamenn í Tékkóslóvakíu litu á Bítlana og allt sem þeim fylgdi sem margfalt skæðari andstæðinga en alla Heim- dellinga veraldar. í þeirra flokki voru líka pabbadrengir, velgreiddir og snyrtilegir, og munurinn á slíkum pabba- drengjum kannski ekki svo ýkjamikill þótt einn múr skilji að. Á svipaðan hátt var fátt sem hentaði vesturlöndum betur en feitir njósnarar með hatta, stífir landamæraverðir og hrumir leiðtogar; svo hrumir að orðurnar sem héngu fram- an á þeim kollsteyptu þeim næstum því. Fólkið hlaut að hata þessa menn: allir nautgripir notaðir í leður- kápur handa leyniþjón- ustunni, ekki til kjöt og ekki til brauð. Að vísu greindu dagblöð frá fífldjörfum flóttatilraunum og stöku heimsþekktum andófs- mönnum. En þeirri andstöðu sem nú er víðast komin til valda að alþýðulýðveldunum gengnum var lítill gaumur gef- inn. Stöku samstöðunefndir störfuðu, í tengslum við stjórnleysisöfl eða hópa yst til vinstri, og gáfu út blöð og bæklinga þar sem þýddar voru greinar og skýrð sjónarmið manna á borð við Václav Ha- vel og Jack Kuron. Slíkar samstöðunefndir voru í tengslum við háskóla- prófessora sem gerðir höfðu verið að götusópurum, verka- lýðsleiðtoga sem unnu við gluggaþvott og landflótta bar- áttumenn; en nefndir þessar töluðu lengst af fyrir daufum eyrum. Ekki fyrr en múrarnir hrundu en þá vildu allir Lilju kveðið hafa. Þegar sendiráðin opnuðu dyr sínar og buðu til sigurhátíða fylltust salirnir af ungum íhaldsmönnum sem skáluðu, sumir segja hver fyrir öðrum. Nemendaieikhúsið sýnir: GLATAÐA SNILLINGA eftir William Heinesen Leikgerð: Caspar Koch Þýðandi: Þorgeir Þorgeirsson Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd og búningar: Guðrún S. Haraldsdóttir Tónsmíðar: Gunnar Reynir Sveinsson Nemendur fjórða bekkjar Leiklistarskóla fslands kjósa að lokaverkefni leikgerð skáldsög- unnar Glataðir snillingar eftir William Heinesen. Það er náttúr- lega bilun. Skáldsagan fer inn í hvert hús í litlum bæ og kynnir mann fyrir heilu samfélagi af skrítnu fólki. Nemendur fjórða bekkjar eru bara níu. Þessi níu komast þó furðu langt áleiðis með því að leika hvert um sig nokkur hlutverk. Eiginlega verður þetta sýning á því hvað þau eru öll fljót að skipta um föt, og sum iíka fljót að skipta um karakter. Skemmtilegast var að sjá Eggert Arnar Kaaber klæða sig úr gervi fyllibyttunnar Óla sprútt á miðju sviðinu og standa eftir sem drengurinn Orfeus. í Óþelló, sem leikaraefnin léku næst á undan, fengu þrjú þeirra tækifæri til stjömuleiks, aðrir hurfu í skuggann. Nú eru metin jöfnuð. Skáldsaga Heinesens er svo skemmtileg að manni hættir til að gleyma hvað hún er líka grimm. Hún sýnir lítið samfélag ofurselt lágkúru; hvernig það gerir lán- lausa krypplinga úr hæfileikarík- um mönnum sem ekki fá rúm til að þroskast eðlilega, en liggur aftur á móti hundflatt fyrir skúrkum sem segjast koma frá Ameríku. Glötuðu snillingarnir hugga sig við ástina á tálsýnun- um, en það er bara yfirvarp. Þeir vita að eina vonin er að komast burt og brýna það fyrir Orfeusi hinum unga. Þessum sára undir- tón nær Stefán Baldursson vel fram í sýningunni þrátt fyrir kát- ínuna á yfirborði hennar. Leikgerðin rekur ákveðna þræði úr skáldsögunni og sleppir öðrum. Hún hefst og endar á Orf- eusi, sem er eins konar færeyskur Álfgrímur og á að vera tilgangur- inn með tónlistarbrölti tveggja kynslóða; afans sem smíðaði vindhörpur, pabbans og bræðra hans tveggja, sem eru tónelskir Kór Langholtskirkju og Kammersveit Langholtskirkju flytja Messu í H-moll eftir Johann Sebastian Bach. Stjórn- andi Jón Stefánsson. Einsöngvarar Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir, Yaacov Zamir og Magnús Baldvinsson Það þarf engan fagmann til að vitna um að það var stór stund í Langholtskirkju um síðustu helgi þegar Langholtskirkjukórinn flutti H-moll messu Bachs. Vænt- aniega var þetta einn af stóru tónlistarviðburðum ársins. Það fór heldur ekki á milli mála að Jón Stefánsson stjórnandi hafði slíkt vald á sínu hlutverki, að hann fékk kórinn til að leggja fram allt sem hann átti til og kannski örlítið meira. Þessa við- bót, sem stundum þarf til þess að gera hið ómögulega og láta kraftaverkið rætast. Sá sem þetta ritar verður að játa vanmátt sinn gagnvart því verkefni að leggja faglegt mat á verkið og túlkun þess, en það spannar slíka dýpt og slíkar hæðir að það er eins og það rúmi alla menn og alla tíma. Miskunnarbæn, dýrðarsöngur, trúarjátning, ákall og friðarbæn. Innan þessa efnisramma hefur Bach ofið vef sem spannar himin og jörð og finnur manninum stað, fram úr öllu hófi. Inn á milli eru þættir af föðurbræðrunum Kornelíusi, sem er með falinn fjársjóð á heilanum, og Síríusi, sem engist af ást til ómögulegra kvenna. Viðburðarík brúðkaups- nótt hans og Júlíu dóttur smiðsins er lengsti samfelldi hluti leikgerð- arinnar og sá allra skemmtileg- asti. Yfir og allt um kring er svo Ankersen sparisjóðsstjóri, leið- togi kristilega bindindisfélagsins Iðunnar og höfuðsmaður lágkúr- unnar. Yfirleitt tekst úrvinnslan úr sögunni þokkalega, en einstaka sinnum er eins og leikgerðin sé hugsuð fyrir þá sem þekkja bók- ina. í dramatísku risi leikritsins, SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR þegar saklausum manni er kennt um rán og ofbeldisverk, held ég að málsatvik verði þeim óljós sem ekki eru nákunnugir sög- unni, einkum hvað verður um illvirkjann. Þá er bara að leita til upprunans og lesa söguna. Eng- inn er svikinn af því. Margar persónur Heinesens spretta ljóslifandi fram á sviðinu í Lindarbæ með dýrindis orða- flaum höfundar og Þorgeirs Þor- geirssonar á vörunum. Ankersen sparisjóðsstjóri er hreint óborganlega skinheilagur og slepjulegur f meðförum Ingvars Eggerts Sigurðssonar, sem bjó líka til ágætan Boman tónlistark- ennara. Frábær hugmynd að láta hann sjálfan lesa erfðaskrá sína, liggjandi á líkbörum. Ingvar á margar ásjónur og er geysilega öruggur leikari sem gaman verð- ur að fylgjast með. Kornelíus, setjari og tónskáld, varð manni nákominn í lifandi túlkun Hilmars Jónssonar, og og það er einmitt þessi tilfinning að finna sér stað í því víðfeðma kosmos sem Bach hefur skapað, sem gerir upplifun þessarar tónl- istar svo gefandi. ÓLAFUR GÍSLASON Jón Stefánsson segir frá því í inngangsorðum um verkið, að þegar menn enduruppgötvuðu Bach á 19. öldinni hafi upphaf- legur túlkunarmáti verka hans ekki verið virtur, heldur leikið í takt við rómantíska hefð samtím- ans. Síðan hafi menn séð sig um hönd og farið að huga að upp- runalegri og „réttri“ túlkun, meðal annars með því að endur- vekja gömul hljóðfæri frá dögum Bachs eins og sembal. Ekki hef aldrei hef ég heyrt mann stama eins sannfærandi á sviði. Bræður hans, Síríus (Björn Ingi Hilmars- son) og Márus (Baltasar Korm- ákur) urðu ekki eins eftirminni- legar persónur. Einkum mistekst ieikgerðinni að koma aðdáun höfundar á Márusi til skila. Af aukapersónum eru Jannik- senhjónin minnisstæðust í með- förum Baltasar Kormáks og Kat- arínu Nolsöe, hann eins og Stjáni blái, hún eins og færeysk Rass- mína. Katarína sýndi í þessari sýningu að hún hefur bæði útlit og hæfileika gamanleikara. Ann- ars eru kvenpersónurnar ekki eins áþreifanlegar og karlpersón- urnar. Heinesen finnst konur æð- islegar, það er ekki það, en lý- singar hans á þeim vilja verða innantómt hrós sem erfitt er að setja upp á svið. Alvörukonan í verkinu er Urður á Klöpp, en því miður tekur höfundur leikgerðar hana ekki alvarlega og Edda Arnljótsdóttir fékk litlu áorkað. En Edda náði góðum aulasvip á Júlíu og Harpa Arnardóttir hnerraði sannfærandi á samkom- unni til að fagna vínbanni. Matti Gokk (Erling Jóhannesson) og Jacobsen ritstjóri (Björn Ingi Hilmarsson) voru vel unnar týp- ur. Glataðir snillingar er eiginlega tónverk, og tónlistin skiptir miklu máli í sýningunni. Hún var snilldarlega notuð til að sýna klofning bæjarbúa í hina frelsuðu og bersyndugu brúðkaupskvöld- ið góða, þegar fylkingarnar slást með tónum. Sálmasöngurinn var líka ágætur, en flutningurinn á ljóðum Síríusar tókst misvel, sum lög Gunnars Reynis voru ansi erf- ið í flutningi. Að lokum vil ég óska leikara- efnunum velfarnaðar í framtíð- inni og spyrja að einu. Eitt af því sem alltaf er gert vel í nemenda- leikhúsi eru slagmál. Það er til dæmis ótrúlega smart þegar Janniksen smiður kýlir ritstjór- ann upp á vegg, og menn detta hvað eftir annað og endasendast um þver gólf svo hjartað skoppar í áhorfendum sem halda að nú sé örugglega einhver meiddur. Svona sér maður eiginlega aldrei í fullorðinsleikhúsum. Hvað verður um þessa ágætu áfloga- þjálfun? Silja Aðalsteinsdóttir ég forsendur til þess að dæma um réttan upprunalegan flutning, en túlkun Jóns var áberandi hröð og taktföst og laus við rómantík. Sumir áhorfenda tjáðu mér að miskunnarbænin hefði verið í hraðara lagi. En þar sem tónlistin rís hæst, eins og í Sanctus- kaflanum, var eins og allar slíkar formúlur brystu og tónaflóðgáttir opnuðust og Langholtskirkja breyttist í skip á hraðflugi um himingeiminn. Kannski getum við ekki heimfært upprunalegan flutningsmáta gamallar tónlistar upp á samtímann, því sá flutn- ingsmáti horfir öðruvísi fyrir okk- ur en samtímamönnum Bachs: þeir höfðu aldrei heyrt í píanói, hvað þá þungarokkhljómsveit eða orrustuþotu, og höfðu þar af leiðandi öðruvísi heyrn. En þótt mannseyrað hafi þannig tekið breytingum á þeim 250 árum sem liðin eru frá því að H-moll mess- an var samin, þá tókst flytjendum verksins að koma andagift Bachs til skila með þeim hætti að seint mun gleymast þeim sem þetta rit- ar. Kærar þakkir til kórs, ein- söngvara, hljómsveitar og stjórn- anda. Ólafur Gíslason Þegar kirkjan breytist í geimskip 22 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.