Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 25
Útvörður í norðaustri 10 ÚR RÍKI m u p ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR NÁTTÚRUNNAR ^ y jm. Þær eru nokkrar smáeyjarnar í Atlantshafinu sem hafa orðið til í eldgosum. Sumar eru nálægt virka hryggnum í miðju hafsins, aðrar tengjast brotabeltum sem liggja þvert á hryggjastykkin. Flestar þekkjum við ekki einu sinni af afspurn. Man einhver eftir Bouvet-eyju? Norðmenn slógu eign sinni á hana á fyrri hluta aldarinnar þar sem hún liggur langt fyrir suðvestan Afr- íku. Aðra hjálendu fundu þeir sunnar og vestar; Eyju Péturs I, er rússneskir sæfarar höfðu fund- ið á 19.öld. Þeir litu sér líka nær. Árið 1929 helguðu þeir sér eyjuna Jan Mayen, um 300 km NA af íslandi og reyndar einnig hluta af Austur-Grænlandi tveimur árum síðar. Sú aðgerð hlaut ekki náð fyrir augum þjóð- réttaryfirvalda en Jan Mayen JAN MAYEN. Gosstöðvarnar 1985 eru sýndar með stjörnu og byggðin með svörtum depli. Hæðar- og dýptarlínur sýna 500, 1000, 1500 og 2000 metra. (Tekið eftir grein Páls Imslands í Jökli 1985). varð norskt yfirráðasvæði og verður svo áfram. Jan Mayen er um 55 kflómetra löng og um 15 kflómetra breið eyja og er flatarmálið 372 ferkfl- ómetrar. Hún er á 71. breiddar- gráðu og veðurfar bæði úrkomu- samt og kalt. Ef til vill þekktu norrænir sæfarar til eyjarinnar og vera kann að íslendingar hafi nytjað rekavið þar á miðöldum. Segja sumir að þarna sé kominn Svalbarði en eyjaklasi með því nafni nú er norðan Noregs. Fyrst- ur manna til að stíga fæti á Jan Mayen, svo víst þykir, var Henry Hudson og áhöfn hans 1608 en árið 1614 kom þar Hollendingur- inn Jan Jacobszon May með sína menn og er landið heitið í höfuð honum. Fljótlega hófu Hollendingar hvalveiðar við eyna og reistu þar meira að segja lýsisbræðslustöð. En rányrkja stöðvaði fljótlega þessa starfsemi. Á miðri 19.öld var nokkur selveiði við eyna en aldrei bjuggu menn þar árlangt - ekki heldur þeir sem reyndu fyrir sér við refaveiðar. Pað var ekki fyrr en 1921 er Norðmenn settu veðurathugunarstöð á laggirnar að menn fóru að hafa þar árssetu. Svo hefur verið meira eða minna allar götur síðan. Norðmenn höfðu setulið á Jan Mayen 1939- 1945 og árin 1959 og 1970 voru sett þar upp ýmis tæki, m.a. LORAN-stöð. Jan Mayen rís í nánd sam- nefnds þverbrotabeltis en það er sprungu- og misgengissvæði sem liggur þvert á gliðnunarhrygg landreks (plötuskriðs) norðan Is- lands. Næst íslandi heitir hryg- gurinn Kolbeinseyjarhryggur. Jan Mayen er öll úr eldbrunnu grjóti, yngra en 700 þúsund ára, og tengist eldvirkni hennar ýmist kvikuhólfi stórs eldfjalls sem myndar NA hluta eyjarinnar eða sjálfu þverbrotabeltinu. Fjallið er formfögur, jökulþakin eld- keila og heitir Beerenberg (Bjarnarfjall) og er 2277 metra hátt, rúmum 150 m hærra en Ör- æfajökull. Gostíðni er talin eitt gos á 100 ára fresti (meðaltal langs tíma) en síðast gaus þar 1970 (allmikið sprungugos í austurhlíð fjallsins) og svo aftur 1985 (smágos úr sprungu við fjal- lsræturnar). Suðvesturhluti eyjarinnar er hraunflákar, sand- og vikursléttur og fjallabálkur úr móbergi, hraunum oggjalli, rúm- lega 700 metra hár. Þar í nánd er flugbraut og skálaþyrping þar sem 20-25 menn búa allan ársins hring og stunda sín störf sem einkum tengjast veðurathugun- um og staðsetningartækjum skipa og flugvéla. Reynt er að fljúga vikulega til eyjarinnar frá norskri herstöð á meginlandinu, en ekki munu samgöngurnar vera greiðar því Jan Mayen er þekkt fyrir allt annað en veðursæld. Jan Mayen hefur ekki oft kom- ið við sögu á íslandi. Þó má nefna að 200 mílna fiskveiði- og efna- hagslögsaga íslands og Jan May- en skarast og þurfti að semja við Norðmenn um „gráa svæðið". Það tókst og eru í gildi samningar um lögsögu á því, hafsbotnsrétt- indi (t.d. ef olía fyndist þar) og fiskveiðiréttindi. Einnig skal nefnt að doktorsritgerð íslensks jarðfræðings, Páls Imslands, fjallar um bergfræði, steinda- fræði og þróun kvikukerfis Jan Mayen. finsælasta kjötið á íslandi... Um áratugaskeið hefur lambakjöt verið langmest keypta kjöttegundin á íslandi enda afbragðskjöt. Nú kostar það 417%, ef þú kaupir poka af lambakjöti á lágmarksverði. SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.