Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 11
Sjálfstæði og þar með betri lífskjör Svavar Gestsson skrifar Ég hef lengi haldið því fram að ég ætti best heima í þjóðlegum íhaldsflokki og þess vegna fannst mér vænt um að Ólafur Gíslason skyldi kalla andsvarið við grein- um mínum um hugmyndafræði vinstri manna „Þjóðlegi íhalds- flokkurinn“ samanber Þjóðvilj- ann um síðustu helgi. Grein Ólafs Gíslasonar er mér einkar kær- komið tækifæri til þess að svara fyrir mig og til þess að skýra að- eins betur fyrri greinar mínar að þessu leyti. En hvaða grein las Ólafur? Það sé ég ekki nægilega vel því ég sé ekki betur en hann sé að reyna sitt ýtrasta til þess að verða ósam- mála mér án þess í raun að finna til þess nokkra brúklega ástæðu. Hann telur rangt að sjálfstæð- ismálin séu hluti vinstristefnu. Ég sagði í greinum mínum að vinstri stefna Alþýðubandalagsins væri sett saman úr nokkrum megin- þáttum sem eru: Lýðræði Jöfnuður Mannúðarsjónarmið Umhverfisvernd Sjálfstæðismál Tveir veigamiklir og jafngildir þættir Ég sagði að sjálfstæðismálin greindu Alþýðubandalagið frá öðrum vinstri flokkum og væru því meginréttlæting þess að Al- þýðubandalagið er til sem sér- stakur flokkur. En flokkurinn hefur líka lagt áherslu á aðra þætti. Og það má segja að barátta Alþýðubandalagsins hafi í raun einkennst af tvennu: Annars veg- ar hinum þjóðlegu áherslum sjálfstæðisbaráttunnar. Hins veg- ar áherslum verkalýðsbaráttunn- ar. Og ég endurtek: Alþýðu- bandalagið veldur aldrei hlut- verki sínu nema þessir tveir meg- inþættir verði nokkurn veginn jafnþungir í pólitík flokksins í heild. En það er beinlínis óheiðarlegt að svara mér með svona skætingi: „í rauninni virðist mér Svavar Gestsson vera að segja eins og leiðtogar þessara landa (Rúmen- íu, N-Kóeru eða Kúbu) hafa gert hver með sínum hætti: Heldur skulum við súpa hel með þjóð- legri reisn en selja okkur á vald nútímaframleiðsluháttum! “ Það er erfitt að halda uppi hug- myndaumræðu um stjórnmál á íslandi meðal annars vegna Morgunblaðsins og stöðugra út- úrsnúninga þess. En það er líka vandi þegar vandaðir menn geta fengið hlutina jafnkolöfugt í hausinn og Óli minn Gíslason og þá liggur við að manni fallist hendur; að maður gefist upp við að reyna að halda uppi einhverri vitrænni umræðu. Hann gefur mér þær einkunnir í raun að ég sé einangrunarsinni, að ég sé út- lendingahatari og að það sé ekki mikil vinstri stefna og enn síður sé í slíku fólgin mikil framtíð fyrir æsku þessa lands. Æi, hvað eiga svona viðbrögð að þýða? Tilhversað halda í sjálfstæði íslendinga? En auðvitað kann það að vera svo að mér hafi mistekist að tala nægilega skýrt og að hér sé þess vegna um eðlilegan misskilning að ræða. Og ef svo er þá skal ég með glöðu geði reyna að skýra málin aðeins betur. Af hverju ber okkur að reyna að halda utan um íslenska menn- ingu og sjálfstæði íslensku þjóð- arinnar? Svar: 1. Vegna þess að með því móti rækjum við best skyldur okkar við alþjóðlega menningu og um leið við okkur sjálf. Við erum hluti af íslenskri menningu og sögu. Enginn getur rækt það hlut- verk fyrir okkur. Ef við látum það sjónarmið lönd og leið og ís- lensk menning líður undir lok verður heimsmenningin fátæk- ari. Áherslan á íslenska menn- ingu er því ekki aðeins byggð á þjóðlegum forsendum heldur líka á alþjóðlegum forsendum - á víðsýni en ekki á þröngsýni. 2. íslensk menning þróast því aðeins að efnahagslífið byggist á íslenskum forsendum og sé undir íslenskum yfirráðum. Hér er ég ekki að spyrja um vegabréf eigendanna. Ég er að spyrja um það hverjum fjármagnið þjónar. Þjónar það alþjóðlegum hags- munum viðkomandi fyrirtækja eða þjónar það fyrst og fremst íslenskum aðstæðum? Það er við- urkennt bæði hér á landi og ann- ars staðar í heiminum að verka- lýðsstéttin á auðveldara með að glíma við sína kapítalista en hinn alþjóðlega kapítalisma sem birt- ist í fjölþjóðahringunum. Sú hef- ur alltaf verið skoðun íslenskra sósíalista. 3. Það er auðvelt að sýna fram á að það er unnt að tryggja hér á landi betri lífskjör með því að nýta íslenska verkmenningu og sérstöðu íslands og að breyta hvorutveggju í söluvöru en ef við verðum hluti af EB. Hvað hefur orðið um jaðarsvæðin í EB? Eða í Noregi? Eða á íslandi? ísland yrði innan evrópska efnahags- svæðisins vanþróað byggðarlag með lakari lífskjör en á aðalsvæð- unum. Frá sjónarmiði EES yrði ísland eitt allsherjarbyggða- vandamál og yrði afgreitt sam- kvæmt bví. Af hverju? Vegna þess að Island yrði ekki talið hag- kvæm rekstrareining á forsend- um hins alþjóðlega fjármagns. 4. Það er auðvelt að sýna fram á það að það er unnt að bæta hér íslenska þjóðfélagið í átt til lýð- ræðis og jafnaðar og mannúðar fremur undir stjórn íslendinga en ef landið yrði hluti af evrópsku efnahagssvæði. Og það er líka auðveldara að rækja skyldur okk- ar við alþjóðleg umhverfisvernd- arsjónarmið ef við búum hér sem sjálfstæð þjóð. Og síðast en ekki síst: Það er unnt að búa íslendingum, fólkinu sem býr hér, betri lífskjör hér en annars staðar. Sambærileg lífs- kjör eru ein for- senda sjálfstæðis Hver var svo að segja að það ætti að einangra fslendinga? Var ég að segja það með því að halda fram forsendum sjálfstæðis? Það hefur aftur og aftur komið fram í máli mínu og verkum sem ráð- herra að það er þvert á móti. Af hverju hef ég beitt mér fyrir því að íslendingar verði aðilar að al- þjóðlegum sjónvarps- og kvik- myndasáttmálum? Áf hverju hef ég beitt mér fyrir því sem félags- málaráðherra að íslendingar tækju virkari þátt í alþjóðlegu samstarfi, til dæmis með því að ég undirritaði samninginn um sam- eiginlegan norrænan vinnumark- að og með því að íslendingar efldu stórum þátt sinn í alþjóð- legu heilbrigðissamstarfi á sinni tíð? Og má ég minna á for- mennsku mína í EFTA-ráðinu þar sem ég lagði áherslu á sam- vinnu en um leið að þjóðirnar héldu sinni sérstöðu hver fyrir sig. í því sambandi má benda á að ráðherranefnd EFTA gerði þá sérstaka samþykkt um að viður- kenna sérstöðu íslands. Og þann- ig mætti lengi telja. Þannig mætti nefna ótal dæmi um það að flokk- ur okkar hefur ekki verið og er ekki einangrunarsinnaður. Þvert á móti: Hann vill hagnýta alþjóð- legt samstarf til þess að styrkja lífskjör á íslandi. Mynd sem minnir á EB og hlutskipti smáríkja og jaðarsvæða. Ég tel það ennfremur eina grunnforsendu sjálfstæðis - eins og hefur komið fram í öllum greinum mínum - að Iífskjör og félagslegt öryggi sé sem næst sambærilegt við það sem gerist erlendis í næstu grannlöndum okkar. Annars flýr fólk land. Og ég get gjarnan bætt því við að ég tel að það sé heldur til bóta að fá hingað til lands útlendinga til dvalar og starfa til lengri tíma, helst ævilangt. Það sem ég á við með sjálfstæði er ósköp einfald- lega: íslenskt nútímaþjóðfélag með íslenskri lýðræðislegri stjórn. Og punktur. En grein Ólafs Gíslasonar er góð. Hún er tilefni til að svara og skýra málin betur og það hefur verið gert. Ekki að ánetjast stóru bandalög- unum Andspænis þeim sviftingum sem nú hafa átt sér stað í heimin- um er aðalatriðið að ánetjast hvergi hinum stóru blokkum. Og kosturinn við heiminn í dag - sér- staklega í augum sósíalista - er sá eða ætti að minnsta kosti að vera sá að spurningarnar eru fleiri en svörin. Og enginn gengur með al- heimsríkisformúlu upp á vasann. Guði sé lof! Má ég svo í allri hógværð end- urtaka það að ég tel Alþýðu- bandalagið eina flokkinn sem enn á þrátt fyrir allt innri styrk til þess að takast á við vandamál sem eru flókin og ekki einföld. Alþýðubandalagið á ekki svör við öllu á tölvudiskum. En Al- þýðubandalagið á í stefnu sinni aðferðir og reynslu til þess að leita svara á þeim grundvallarf- orsendum sem raktar hafa verið í þessum greinum mínum að und- anförnu. Hin ólýðræðis- lega meirihluta- frekja Einn grundvallarþátturinn í þeim viðhorfum er krafan um lýðræði sem er alls staðar á dag- skrá í stefnu okkar. Dæmi um ó- lýðræðisleg viðhorf er meirih- lutakrafa íhaldsins í Reykjavík. Það er hættulegt viðhorf í raun og eru samsteypustjórnir betri frá lýðræðislegu sjónarmiði. Vinstri menn hafa vanrækt að benda á hina hættulegu meirihlutafrekju sem birtist í hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Þvert á móti finnst mér að átakanlega margir vinstri menn hafi gert sig seka um að taka undir þau viðhorf að und- anförnu, ekki síst þeir sem standa að Nýjum vettvangi og áttu sér forðum stóra drauma sem þeir hafa nú eyðilagt sjálfir með átakanlegum hætti. Til þess að mæta íhaldinu með meirihluta þarf hins vegar heilsteyptan flokk með skýra hugmyndafræði. Það hefur Alþýðubandalaginu tekist á undanförnum áratugum. Reykjavík er eins góð borg og raun ber vitni um, þrátt fyrir meirihluta íhaldsins, vegna þess að Alþýðubandalagið hefur veitt öflugt aðhald sem stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn í Reykja- vík. Svo þarf að vera áfram þann- ig að við eigum hér á landi flokk sem er allt í senn þjóðlegur íhaldsflokkur, jafnaðarflokkur, lýðræðisflokkur, umhverfis- verndarflokkur, flokkur sem byggist á mannúðarsjónarmið- um. Slíkur flokkur getur vísað veginn til betri tíma og opnað jarðveginn fyrir nýgræðing og ný- rækt af því að flokkurinn er ford- ómalaus og sveigjanlegur og af því að flokkurinn hefur gengið í gegnum mikla reynslu. Þess vegna er von í Alþýðubandalag- inu af því að það þorir að hafa opinn gluggann. Hér hefur Ólafi Gíslasyni verið svarað og um leið fjallað um hina hættulegu meirihlutafrekju. Það væri gaman að fá frá Ólafi eða öðrum góðum félögum viðbrögð við þeim sjónarmiðum þótt síðar verði. Höfundur er menntamálaráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. • OPERUKJALLARINN • KRINGLUKRÁIN • BORGARLEIKHÚSIÐ • IÐNÓ • HORNIÐ • FIMMAN • HOTEL BORG • KRINGLUKRÁIN • BORGARLEIKHÚSIÐ • IÐNO • HORNIÐ • co Í -a— _ , ____________ ____„ ___ m Föstudagur 11. maí o Sunnudagur 13. maí IÐNO: Ole Kock Hansen og hljómsveit Hakan Werling og hljómsveit ATH. Tónleikar hefjast kl. 21.00 I RfYKJéNIK 6.-13. MA11990 BORGARLEIKHUSIÐ: o Norrœna stórsveitin • Stjórnandi: Jukka Linkolla g ATH. Tónleikar hefjast kl. 22.00 co Laugardagur 12. maí o 0= ^ ______• Ole Kock Hansen og hljómsveit klukkan 22.00 “ < 3 Ellen og hljómsveit mannsins hennar nema annað sé tekið fram jÉ Jukka Linkolla og hljómsveit § ■ “ • ATH. Tónleikar hefjast kl. 22.00 • OPERUKJALLARINN • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐN0 • H0RNIÐ • F0GETINN • DUUSHUS • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐN0 • HORNI;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.