Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 13
í
baráttuna
Valdimar Pétursson, Þjóð-
arflokki. Mynd: gg.
Gísli Bragi Hjartarson, Al-
þýðuflokki. Mynd: gg.
Valgerður Magnúsdóttir,
Kvennalista. Mynd: gg.
á ný
Þjóðarflokkurinn býðurfram til bœjarstjórnar.
Nýir oddvitar á D-lista, B-lista og A-lista
Það sem helst vckur athygli í
framboðsmálum á Akureyri
er tilkoma tveggja nýrra fram-
boða. Kvennalistakonur hafa
legið undir feldi í fjögur ár, en eru
nú komnar á vettvang á ný og auk
þess býður Þjóðarflokkurinn nú
fram til bæjarstjórnar. Flokkur
mannsins býður ekki fram nú
enda fékk hann aðeins 129 at-
kvæði í síðustu kosningum.
Talsverð umskipti urðu í bæj-
arstjórn fyrir fjórum árum. Al-
þýðuflokkurinn vann mest á,
meira en tvöfaldaði fylgi sitt og
fjölgaði bæjarfulltrúum úr einum
í þrjá.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
fjóra bæjarfulltrúa eins og fyrr,
en bætti við sig fylgi. Þessir tveir
flokkar voru í minnihluta 1982-
1986, en hafa starfað saman í
meirihluta síðan.
Framsóknarflokkurinn missti
innan við hundrað atkvæði frá
síðustu kosningum, en varð
bæjarfulltrúa fátækari.
Annar meirihlutaflokkur frá
1982-1986, Alþýðubandalagið,
fór hins vegar langt með að tvö-
falda fylgi sitt og fékk tvo bæjar-
fulltrúa í stað eins áður. Þriðji
bæjarfulltrúinn var innan sei-
lingar.
Valgerður fer fyrir
konum
Kvennalistinn bauð ekki fram
síðast, en er nú kominn fram á
sjónarsviðið á ný. Kvennalistinn
fékk fleiri atkvæði en báðir A-
flokkarnir árið 1982 og er líklegur
til að höggva skörð í raðir ann-
arra flokka nú sem fyrr.
Valgerður Magnúsdóttir fer
fyrir konunum á V-listanum. Sig-
urborg Daðadóttir skipar annað
Sigurður J. Sigurðsson,
Sjálfstæðisflokki.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir,
Framsóknarflokki.
Sigríður Stefánsdóttir, Al-
þýðubandalagi.
sætið, Lára Ellingsen það þriðja,
Hólmfríður Jónsdóttir er í fjórða
sæti og Gunnhildur Bragadóttir í
fimmta.
Gísli Bragi Hjartarson var í
öðru sæti A-listans síðast en
skipar nú fyrsta sætið í stað Freys
Ófeigssonar, sem færist niður í
heiðurssæti listans. Hulda Egg-
ertsdóttir er í öðru sæti, Bjarni
Kristjánsson í þriðja, Hanna
Björg Jóhannesdóttir í fjórða og
Sigurður Oddsson í fimmta.
Sigurður J.
efstur á D
Oddviti Sjálfstæðisflokksins
nú er Sigurður J. Sigurðsson,
forseti bæjarstjórnar. Gunnar
Ragnars, sem fór fyrir D-
listanum síðast, skipar nú
heiðurssæti listans. Annað til
fimmta sæti D-listans skipa þau
Björn Jósef Arnviðarson bæjar-
fulltrúi, Birna Sigurbjörnsdóttir,
Jón Kr. Sólnes og Valgerður
Hrólfsdóttir.
B-listinn hefur einnig eignast
nýjan oddvita. Sigurður Jóhann-
esson dregur sig í hlé, en Úlfhild-
ur Rögnvaldsdóttir bæjarfulltrúi
skipar efsta sæti listans. Annað til
fjórða sætið á B-listanum skipa
Þórarinn E. Sveinsson, Jakob
Björnsson, Kolbrún Þormóðs-
dóttir og Sigríður Þorsteinsdótt-
Þjóðarflokkurinn
Valdimar Pétursson skipar
efsta sæti Þ-lista Þjóðarflokksins.
Oktavía Jóhannesdóttir er í öðru
sætinu, Anna Kristveig Arnar-
dóttir í því þriðja, Tryggvi Marin-
ósson skipar fjórða sætið og Ben-
edikt Sigurðarson það fimmta.
Bæjarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins, Sigríður Stefánsdóttir og
Heimir Ingimarsson skipa áfram
fyrsta og annað sæti G-listans.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir og
Þröstur Ásmundsson verða
áfram í þriðja og fjórða sæti, en
Elín Kjartansdóttir skipar
fimmta sætið.
-gg
Kvennalistinn
Heimir Ingimarsson
Atvinnumálin í brennidepli
Heimir Ingimarsson: Meirihlutinn hefur ekki staðið sig sem skyldi íatvinnumálum. Megum ekki einblína á álver
sem kemur kannski og kannski ekki. Bindum miklar vonir við háskólann ogsérstaklega sjávarútvegsbrautina
Atvinnumálin eru þungamiðja
kosningabaráttunnar. Núver-
andi meirihluti hamraði á því
fyrir síðustu kosningar að við
hefðum ekki staðið okkur sem
skyldi í atvinnumálum og því væri
kominn tími til að skipta um
meirihluta. Reynslan af þessu
kjörtímabili er langt frá því að
vera krötum og Sjálfstæðisflokki
til framdráttar, segir Heimir Ing-
imarsson bæjarfulltrúi og annar
maður á G-listanum.
Heimir hefur setið í atvinnu-
málanefnd á þessu fyrsta kjörtím-
abili sínu í bæjarstjórn Akur-
eyrar. Atvinnumálin ber tví-
mælalaust hæst í kosningabarátt-
unni á Akureyri. Verulegt og við-
varandi atvinnuleysi hefur verið í
bænum um skeið og frammistaða
meirihlutans í atvinnumálum er
umdeild. Atvinnuástandið ýtir
mjög undir áhuga manna á stór-
iðju við Eyjafjörð.
„Sjálfstæðismenn og Alþýðu-
flokksmenn ætluðu að taka til
hendinni og hrista slenið af at-
vinnulífinu í bænum. Það hefur
þeim ekki tekist. Þvert á móti
hefur atvinnuástandið versnað til
muna,“ segir Heimir í samtali við
Þjóðviljann.
Ljóst og duliö
atvinnuleysi
Vinstri menn höfðu meirihluta
á Akureyri á árunum 1974-1986.
Á árunum 1982 til 1986 störfuðu
Framsóknarflokkur, Alþýðu-
bandalag og Kvennalisti saman í
meirihluta. Það voru ár samdrátt-
ar í byggingariðnaði eftir mörg
þensluár þar á undan. Jafnframt
jókst mjög þensla á höfuðborgar-
svæðinu og það kom niður á Ak-
ureyri.
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
flokkur sökuðu meirihlutaflokk-
ana því um slakan árangur í at-
vinnumálum í kosningabarátt-
unni vorið 1986.
„Nú er atvinnuástandið svo
dapurt að við höfum þurft að búa
við fjögur til sex prósent atvinnu-
leysi hér undanfarin misseri.
Þannig hafa slagorð meirihluta-
flokkanna um atvinnumálin því
miður snúist upp í andstæðu sína.
Auk þessa atvinnuleysis er
greinilega þó nokkurt dulbúið
atvinnuleysi. Það er ekki óal-
gengt að fyrirtæki haldi mann-
skap á launum í von um betri tíð,
án þess að grundvöllur sé í raun
og veru fyrir rekstrinum,“ segir
Heimir.
Markaðssetning
Er hægt að kenna núverandi
meirihluta þetta ástand fremur
en hægt var að kenna ykkur
ástandið fyrir fjórum árum?
„Vissulega ráða þjóðfélags-
legar ástæður þessu að mestu
leyti og ekki við meirihlutann að
sakast í því fremur en það var
sanngjarnt að kenna okkur um
ástandið 1986. Hins vegar hefur
meirihlutinn ekki unnið af nægi-
legum krafti gegn þessari þróun í
atvinnumálum."
Hefur bæjarfélagið bolmagn til
þess að beita sér í atvinnumálum?
Heimir Ingimarsson: Höfum
misst atvinnutækifæri sem slaga
upp í álver á undanförnum árum.
Mynd: gg.
„Já, og það getur beitt sér með
ýmsum hætti. Eg er þeirrar skoð-
unar að atvinnumálanefnd og
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar eigi
að snúa sér sameiginlega að fyrir-
byggjandi aðgerðum í meiri
mæli. Við þurfum að grípa í
taumana áður en allt fer til fjand-
ans.
Það er til dæmis verðugt verk-
efni fyrir yfirvöld að styrkja fyrir-
tæki til átaks í markaðssetningu
og vöruþróun. Slíkar aðgerðir
geta skilað sér aftur og styrknum
mætti hugsanlega breyta í hlutafé
þegar viðkomandi fyrirtæki hefur
rétt úr kútnum. Hlutabréfin
mætti síðan selja aftur til þess að
styrkja aðra aðila.“
Beðið eftir álveri
„Aðgerðir bæjaryfirvalda hafa
hins vegar mest verið í formi
smáskammtalækninga. Lánafyr-
irgreiðsla framkvæmdasjóðs hef-
ur því miður oft ekki verið til ann-
ars en að lengja í hengingaról-
inni,“ segir Heimir.
Svo virðist sem Akureyringar
geri sér almennt vonir um að ál-
ver muni leysa atvinnuvandann á
svæðinu. Finnst ykkur æskilegt
að álver verði reist í túnfætinum
hjá ykkur?
„Við gerum okkur ljóst að ef
álver þarf að rísa á Islandi þá
verður það að rísa hér. Ef það
verður reist á suðvesturhorninu
mun það valda gífurlegri röskun
hér nyrðra.
Við föllumst á byggingu álvers
að uppfylltum ákveðnum skilyrð-
um. Alver þarf að vera þjóðhags-
lega hagkvæmt, fslendingar
verða að hafa forræði yfir því og
mengunarhætta verður að vera í
algjöru lágmarki. Við höfum
verulegar áhyggjur af mengun frá
hugsanlegu álveri.
Umræðan um álver hefur þeg-
ar haft þau áhrif að dregið hefur
úr frumkvæði í annarri atvinnu-
uppbyggingu. Menn eru farnir að
bíða eftir álveri.“
Verkþekking glatast
„En það er auðvitað nauðsyn-
legt fyrir okkur að huga að ann-
arri uppbyggingu. Við getum
ekki einblínt á álver sem kemur
kannski og kannski ekki.
Ég minni á að við höfum misst
atvinnutækifæri hér á undanförn-
um árum sem slaga upp í álver og
enginn hefur sagt neitt við því.
Iðnaður hefur drabbast niður og
það er eins og menn geri sér það
ekki ljóst að við gætum glatað hér
mikilvægri verkþekkingu í vefjar-
og skinnaiðnaði.
Við verðum að hlúa að þessum
iðnaði og annarri atvinnustarf-
semi sem hér er fyrir, jafnframt
því sem við eigum að stuðla að
annarri uppbyggingu.
Við leggjum til dæmis mikla
áherslu á að stofnanir hins opin-
bera verði í mun meiri mæli flutt-
ar út á land. Ríkisbáknið á höfuð-
borgarsvæðinu er að þenjast út,
en nú er kominn tími til þess að
menn hamli gegn þeirri þenslu og
fari að flytja starfsemina út á
land. Það virðist vera pólitískur
vilji fyrir því, en embættismann-
akerfið virðist þybbast við“.
Sjávarútvegsbrautin
„Ég er t.d. þeirrar skoðunar að
flytja eigi allar stofnanir tengdar
sjávarútvegi hingað til Akur-
eyrar. Vaxtarbroddur atvinnu-
lífsins hér hefur verið í sjávarút-
vegi og í því sambandi bindum
við miklar vonir við sjávarútvegs-
braut háskólans. Sjávarútvees-
ins til Ákureyrar," segir Heimir
Ingimarsson.
-gg
Föstudagur It.Tnal 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13