Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Skýrsla tryggir hamingju Mér er farið að finnast að ég finni mikið hald og traust í hagskýrslum. Þær renna ein- hveijum hlutlausum staðreyndagrunni undir líf mitt og lyfta því á æðra plan svo að ég get horft á gott og illt, þjáningu og gleði, rétt og rangt, út úr eilífðinni þar sem búa miljónir ljósára og annað það sem mælt verður og veg- ið. Þess vegna er ég ekki æstur, óður og upp- vægur og slitandi mínu taugakerfi eins og til dæmis hann Hróbjartur frændi minn, sem aldrei getur verið til friðs frekar en svöng lús í miklu hári. Hann kom til mín um daginn og sagði: Það er alltaf verið að lækka kaupið og skerða kjörin og djöfúllinn hafi það að maður hafi efni á að éta, sagði hann. Þetta er rangt hjá þér, elsku vin, sagði ég. Rangt? Segirðu mig ljúga eða hvað? spurði Hróbjartur. Alls ekki. Þú hefúr barasta ekki séð nýj- ustu skýrslu OECD um þróunarffamvindu einkaneyslunnar. Þig vantar rétt samband við upplýsingaþjóðfélagið. Nú og hvað segir þessi OECD? spurði Hróbjartur. Þeir segja allt gott. Þeir segja að íslending- ar noti minna af tekjum sínum í mat og aðrar lífsnauðsynjar eins og húsnæði en aðrar þjóð- ir, sem eru í OECD og samt er þetta finasti klúbbur heims. Hvursu má það vera? spurði Hróbjartur agndofa. Og við með þetta svakalega matar- verð sem er allt að drepa. Éta þessir útlending- ar svona mikið eða hvað? Spyr þú mig ei, sagði ég. En svona er þetta nú samt. Ég veit það ekki, sagði Hróbjartur. Alla- vega hefi ég ekki efni á að lifa. Þú átt þó bíl, sagði ég. Kallarðu það að lifa? sagði Hróbjartur. Það kalla ég ekki að lifa heldur að komast milli staða. Viltu kannski setja mig á reiðhjól og láta keyra mig í klessu? Nei elsku vin, sagði ég. En það stendur í skýrslu OECD, að árið 1957 hafi íslendingur- inn eytt 10% heimilisútgjalda sinna í einkabíl- inn en 31% árið 1987. Og gerir enginn betur. Þama sérðu, sagði Hróbjartur sigri hrós- andi. Það er bíllinn sem er svona andskoti dýr. Svo er ekkert eftir, maður getur ekki hreyft sig, aldrei lyft sér upp eða gert sér glaðan dag. Það segir nú samt í OECD-skýrslunni, sagði ég, að útgjöld þín á veitingahúsum hafi nífaldast frá 1957. Útgjöld mín? hváði Hróbjartur. Ég sem fór síðast út að éta í hitteðíyrra og þá borgaði vinnustaðurinn helminginn. Ég er ekkert að hnýsast í svoleiðis leynd- armál, sagði ég. Ég veit bara að þú ert eins og hver annar meðaljón á Islandi og ert farinn að éta og þjóra á einhverjum óþarfabúlum niu sinnum meira en þú gerðir þegar þú varst ung- ur maður. Og ekki nóg með það... Ekki nóg með hvað? spurði Hróbjartur. Ekki nóg með þáð. Erlendur ferðakostnað- ur þinn hefur aukist um 230 prósent á athug- unartímanum. Það er lygi, sagði Hróbjartur. í fyrra fór ég einu sinni til Danmerkur á kostnað ráðuneytis- ins... Og komst fullur heim, sagði ég, og hafðir keypt fomt sverð handa fjölskyldunni og... Varðar þig eitthvað um það? spurði Hróbjart- ur. Nei. Að vísu ekki. En skýrslan lýgur ekki. Hún segir líka að kaup þín á húsgögnum og heimilistækjum hafi tífaldast á margræddu, umtöluðu og rannsökuðu tímabili. Hvurslag della er þetta, Skaði, sagði Hró- bjartur. Ég sem var búinn að koma mér upp búslóð löngu fyrir 1957. Þú hefúr hent henni tíu sinnum, sagði ég miskunnarlaus. Hróbjartur komst hvorki lönd né strönd, karlanginn. Hann seig alltaf lengra og lengra niður í stólinn, andbámr hans urðu daufar og máðust svo út eins og spor í sandi og það síð- asta sem til hans heyrðist var þetta: Já, en hvemig stendur þá á því, að mér finnst ég ekki hafa efni á að lifa? Við því er einfalt svar góði, sagði ég. Það er aldrei að marka hvað manni fmnst. Ef ein- hveijum finnst eitthvað þá er það eins vist að það sé vitleysa og valdi bara óhamingju. Það eru hinsvegar vísindin og hagfræðin sem ekki bara efla dáð og vit heldur og hugarró og sam- ræmi manns og þjóðfélags í bráð og lengd. HVAÐ ERU ÞEIR LIKA AÐ FLÆKJ- AST FYRIR DAVÍÐ? Og um leið verður ljóst að ráðhúsið mundi njóta sín betur ef hið myndarlega steinhús Odd- fellowa yrði fjarlægt. Morgunblaóiö ATHAFNASKÁLDIN SYNGJA Annar bjartsýnismaður taldi, að það ætti að rífa þá húsalengju alla frá Aðalstræti til Lækjar- götu, sem og öll hús við hið svo- nefnda Hallærisplan. Með því móti væri hægt að skapa skilyrði til endurskipulagningar gamla miðbæjarins. Morgunblaöiö MUNAÐARLEYS- INGJARNIR Samvinnufélög finni aflur eigendur sína. Fyrirsögn í Tímanum ALLIR ERU ÞESSIR KARLAR EINS! Þá er Leppalúði ekki síður ís- lenskur, en hans er getið sem síð- asta eiginmanns Grýlu gömlu.. Leppalúði hefúr víst ekki verið við eina fjölina felldur í kvenna- málum því að auki átti hann með Lúpu vinkonu sinni holukrakka sem hét Skröggur. T'íminn BÖRÐUMSK EINN VIÐ ÁTTA Óspektir í Keflavík: Einn lamdi þijá. Tíminn EKKERT SKOÐ- ANALEYSI HÉR! Ég er yfirleitt mjög ánægður með veðrið hér á landi og hef verið alveg sérdeilis ánægður með það í sumar. Alþýöublaöiö ER JAPÖNUM EKKI NOG AÐ EIGNAST AMERÍKU? Egill Skallagrímsson var samúrai, segir Yukio Taniguchi prófessor við Osaka Gakuin-há- skólann í Japan. Morgunblaöiö PARADÍSARHEIMT Æðsta markmið: á íslandi búi ánægð þjóð um alla ffamtíð. Morgunblaóiö HVAÐA MUNUR ER AÞREIFANLEGRI? En það er næstum óhugsandi að hrófla upp og framfylgja heil- steyptri stjómmálastefhu sem byggist á því hvomm megin menn hatta sig í sundlaugunum Alþýöublaöiö EINS OG ÞEIR FÁI BORGAÐ FYRIR! Það er fúll ástæða til að hæla íþróttafréttamönnum fyrir ducn- að, en þe: andi milli ssir menn æða óþreyt- endalausra boltaleikja. Morgunblaöiö 2 S(ÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.